Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 43
sem einu undantekninguna. Það var því í rauninni ekki sér- lega burðugt félagslegt íbúðakerfi sem núverandi ríkisstjórn réðst í að leggja niður árið 1998. Þrátt fyrir að umfang þess væri ekki sérlega mikið í samanburði við það sem tíðkast erlendis, voru mörg sveitarfélög á landsbyggð- inni komin í miklar fjárhags- kröggur vegna skuldbindinga í tengslum við félagslega eign- aríbúðakerfið. Náðarstungan frá félagsmálaráðherra ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar hlaut af þessum sökun víða góðar undirtektir. Forsendur framtíðarþróunar Þrátt fyrir að félagslegar íbúða- byggingar hafi mikið til stöðvast í tíð núverandi ríkisstjórnar og besti hluti eignaíbúðakerfisins verði líklega – eins og gerðist í Bretlandi – einkavæddur með því að leyfa núverandi eigendum að selja íbúðir sínar algerlega frjálst, þá virðist engu að síður mega gera sér vissar vonir um að skrið- ur komist á næstu árum á bygg- ingu félagslegra leiguíbúða. Þar eru húsnæðisyfirvöld augljóslega að bregðast við mjög brýnni þörf sem sprettur af því ófremdar- ástandi húsnæðismála á höf- uðborgarsvæðinu sem verið hefur fylgifiskur efnahagsuppsveiflu undanfarinna ára. Félagslega eignaríbúðakerfið – sem til ársins 1990 hafði verið kennt við verkamannabústaði – var aflagt við gildistöku nýrra húsnæðislaga árið 1999. Í stað þess að byggja nýjar íbúðir sem seldar væru fólki sem væri undir ákveðnum tekju- og eignamörkum var tekið upp viðbótarlánakerfi fyrir þessa aðila sem gerir þeim kleift að kaupa notaðar íbúðir á al- mennum markaði. Frá árinu 1999 hafa í raun verið veitt fleiri slík lán en áður voru veitt til fé- lagslegra eignaríbúða samkvæmt eldra kerfi. Gagnrýnendur viðbót- arlánakerfisins hafa hins vegar haft uppi efasemdir vegna auk- innar greiðslubyrðar lántakenda í viðbótarlánakerfinu í samanburði við þá sem fengu fyrirgreiðslu í „gamla“ kerfinu. Hátt hlutfall sjálfseignar- húsnæðis hér á landi hefur verið háð ákveðnum þjóðfélagslegum forsendum sem kunna að breytast í framtíðinni. Ör hagvöxtur, mikið atvinnuöryggi og hátt atvinnustig allt frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar urðu þess valdandi að óvenjulega stór hluti láglaunafólks hér á landi átti þess kost að eign- ast eigið húsnæði. Vinnumarkaður tekur nú örum breytingum í flest- um þróuðum löndum og áhrif sam- taka launafólks virðast vera að minnka. Launamismunur er að aukast og hópar með jaðarstöðu á vinnumarkaði virðast fara stækk- andi. Í mörgum löndum er rík- isvaldið í vaxandi mæli að draga sig út úr virkum afskiptum af hús- næðismarkaðnum, reynt er að beina húsnæðisniðurgreiðslum að takmarkaðri hópum en áður í því skyni að draga úr ríkisútgjöldum. Hér á Íslandi gæti fyrr en menn grunar verið farið að draga saman segl núverandi vaxtabótakerfis, sem hækka myndi þann þröskuld sem lágtekjufólk þarf að yfirstíga til þess að komast inn í eigið hús- næði. Endurskilgreining félagslegra íbúðabygginga Það er í rauninni alls ekki svo augljóst hvað átt er við þegar tal- að er um félagslegar íbúðabygg- ingar. Norðurlandabúar, ekki síst Svíar og Danir, kjósa frekar að tala um almannahúsnæði, all- menyttige boliger, í ensku er bæði talað um public housing og social housing. Alls staðar nema á Ís- landi þekkist vart að félagslegt húsnæði sé í látið í té á annan hátt en sem leiguíbúðir. Líklega þurfum við Íslendingar að leggja heilann í bleyti og hugsa upp á nýtt hvað við eigum við þeg- ar við tölum um félagslegt hús- næði. Ekkert grundvallaratriði hindrar þó að mínu mati það að eignaríbúðir séu byggðar undir fé- lagslegum formerkjum, ég tel hins vegar flest benda til þess að sá valkostur hér á landi tilheyri nú í rauninni sögunni. Viðbótar- lánakerfið, verði því framhaldið þegar húsnæðiskerfið verður næst stokkað upp, fyllir einnig að nokkru það tómarúm sem skap- aðist þegar félagslega eign- aríbúðakerfið var lagt niður. Byggingar leiguíbúða eru nú að komast meira á dagskrá en nokkru sinni fyrr, án þess að það hafi kostað miklar, ef nokkrar, pólitískar deilur. Leiguíbúðir þurfa að verða almennari kostur en áður, hugsunin þarf að færast frá leiguíbúðum fyrir sérhópa og lágtekjufólk yfir í leiguíbúðir sem séu opinn valkostur fyrir sem flesta. Einnig þarf að auka fjöl- breytni þeirra aðila sem koma að því að byggja, eiga og reka leigu- húsnæði, auk sveitarfélaga og fé- lagasamtaka er einnig eðlilegt að bæði fyrirtæki og aðrir einkaað- ilar eigi þess kost að leggja sitt lóð á vogarskálina. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 C 43HeimiliFasteignir Opið virka daga frá kl. 8-12 og 13-17 Magnús Leópoldsson lögg. fasteignasali Einbýlishús LÆKJARSEL Glæsileg 387 fm einbýlishús með tvöföldum bílskúr teiknað af Kjartani Sveinssyni. Íbúðarhús á tveimur jafn- stórum hæðum með tveimur íbúðum. Á efri hæðinni er keyrt að aðalhæð- inni og á neðri hæðinni er minni íbúð með sérinngangi sem hefur stækkun- armöguleika. Húsið er allt hið vand- aðasta, með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Hús með mikla mögu- leika. 7800 LEIRUTANGI Á einum vinsælasta stað í Mosfells- bænum er til sölu 200 fm einbýlishús á einni hæð með fallegri og stórri lóð. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, stofa, borðstofa, sjónvarpshol, eldhús og bað ásamt rúmgóðum innbyggðum bílskúr. 7825 Hæðir VESTURGATA Vorum að fá í sölu efri hæð í tveggja hæða bakhúsi áföstu framhúsi við Vesturgötu í Reykjavík. Íbúðin hefur sérinngang og allt sér. Áhugaverð 112 fm íbúð. Verð 12,5 m. Upplýs- ingar á skrifstofu. 5454 4ra herb. og stærri LAUGARNESVEGUR Til sölu rúmgóð 101 fm fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er óvenju rúmgóð, með ágætri sameign. Áhugaverð snyrtileg íbúð, að hluta í upprunalegu ástandi. Íbúð sem vert er að skoða. 3722 www.fmeignir.is fmeignir@fmeignir.is Sýnishorn úr söluskrá KLEPPSVEGUR - LAUS STRAX Ágæt fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi við Kleppsveg. Íbúðin er að mestu upprunaleg. Stofan er stór og björt. Parket og dúkur á gólfum.. Glæsilegt útsýni yfir sundin blá. Sam- eign mjög snyrtileg. Ekkert áhvílandi. Íbúðin er laus nú þegar. 3724 Atvinnuhúsnæði SKIPHOLT 15 Til sölu öll húseignin Skipholt 15 sem er 1367 fm verslunar- og skrifstofu- húsnæði. Nánar tiltekið er um að ræða kjallara og þrjár hæðir. Þetta er eign sem gefur ýmsa möguleika og ef til vill stækkunarmöguleika. Teikning- ar og nánari uppl. á skrifstofu. 9414 HAFNARSTRÆTI 1 -3 Til sölu glæsileg húseign við Hafnar- stræti. Húsið sem er kjallari, tvær hæðir og ris hefur allt verið endurnýj- að að utan og að hluta að innan og er að mestu tilbúið til innréttinga.. Stærð 649 fm. Hús sem gefur mikla notkunarmöguleika. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu. 9437 Landsbyggðin LAUGARÁS BISKUPSTUNGUR Til sölu áhugavert, glæsilegt 137 fm einbýli á einni hæð auk þess um 50 fm bílskúr. Hér er um að ræða skemmtilega eign, byggða eftir 1980. Húsið er í fögru umhverfi. Hitaveita. Stór ræktuð lóð. Eign sem vert er að skoða. 14320 BÚJARÐIR BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garð- yrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu framleiðsluréttur í mjólk. Lítið við á www.fmeignir.is eða fáið senda söluskrá í pósti eða á skrifstofu. TJALDSVÆÐIÐ VÍK Til sölu tjaldsvæðið í Vík ásamt sumarhúsinu Hettinum og þjónustuhúsinu. Sumarhúsið er tvær burstir með tveimur sjálf- stæðum einingum byggt árið 1984. Hvor eining er 20 fer- metrar með svefnlofti yfir hálfu húsinu. Hvor eining er einn salur auk snyrtingar. Húsið stendur á milli Hótels Víkur og tjaldsvæðisins. Tjaldsvæðið er nokkuð stórt. Á tjald- svæðinu er 160 fermetra þjónustuhús byggt 1995, þar er hægt að elda og borða og þar er einnig hægt að leigja þvottavél og þrífa af sér. Tjald- svæðið er við Klettsveg undir Víkurhömrum í austurjaðri Víkur. Þarna er ótrúlega fallegt undir klettunum. Þetta er eign með mikla möguleika fyrir rétta fólkið til að reka svona starfsemi. Ýmis afþreying er í boði fyrir ferðamenn í nágrenninu. Skemmtilegar gönguleiðir, hestaferðir, silunga- veiði svo fátt eitt sé nefnt. Myndir og nánari uppl. á skrifstofu. 18115 VÍK ÍBÚÐ/ATVINNUHÚS- NÆÐI Um er að ræða myndarlegt 255 fm steinhús á tveimur hæðum, þar sem áður var rekin póst og símstöð á neðri hæðinni en á efri hæðinni er rúmgóð íbúð. Húsið gefur ýmsa notkun- armöguleika m.a. vegna staðsetningar. Þar mætti t.d. breyta húsnæðinu á neðri hæðinni í íbúðir eða hafa þar áfram skrifstofu og eða einhverskon- ar atvinnustarfssemi. Myndir og nánari uppl.á skrifstofu. 14321 HJARÐARBÓL Í ÖLFUSI FERÐA- ÞJÓNUSTUBÝLI Til sölu er jörðin Hjarðarból í Ölfushreppi ásamt öllum húsum og búnaði. Á Hjarðarbóli hefur undanfarin 15 ár verið rekið myndar- legt gistiheimili sem í dag rúmar 44 gesti í 21 herbergi í fjórum aðskildum byggingum, auk heilsárshúss sem hýsir 6-8 manns. Móttaka, setustofa og matsalur sem getur tekið alla gesti gistiheimilisins í sæti. Einnig er á jörð- inni stórt íbúðarhús eigenda. Öll að- staða til fyrirmyndar. Hitaveita. Fyrir- liggjandi samþykkt skipulag fyrir 10 heilsárshús á góðum lóðum. Hér er um að ræða vel staðsett ferðaþjón- ustubýli í góðum rekstri. Myndir og nánari uppl. hjá Magnúsi á skrifstofu. 10785 SELFOSS EINBÝLI - ÚTSÝNI Til sölu áhugavert 153 fm einbýli sem er hæð og ris. Eignarlóð. Góður út- sýnisstaður. Fyrirliggjandi samþ. teikning af tvöföldum bílskúr. Laust fljótlega. Verð 15.9 m. 14289 Hafðu öryggi og reynslu í fyrirrúmi þegar þú kaupir eða selur fasteign HIS Master’s Voice handsnúinn grammófónn frá því um 1910. Hann hefur staðið fram undir þetta í stofu í Reykjavík en hefur nú verið gerður upp og er í góðu lagi, hann er til sölu hjá Fríðu frænku og kostar 95 þúsund kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamli grammó- fónninn HJÁ Fríðu frænku við Vesturgötu er gott úrval gamalla íslenskra kistla. Þessir eru á ýmsum aldri, sá efsti er eftir Ríkarð Jónsson mynd- höggvara, sem skar út margan góð- an gripinn á fyrri hluta og fram yfir miðja síðustu öld. Hann kostar 18.000 kr. Kistillinn í miðið er lík- lega frá 19. öld og sá stóri er frá því um 1940. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamlir íslenskir kistlar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.