Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir SIGURÐUR Geirdal, bæj-arstjóri í Kópavogi, og eig-inkona hans, Ólafía Ragn-arsdóttir, hófu sinn búskap í lítilli íbúð við Digranesveg 64 í Kópavogi. Þau bjuggu þar í sambýli við Ármann J. Lárusson glímukappa og fjölskyldu hans, sem átti húsið. Sá hluti hússins sem Sigurður og Ólafía höfðu til afnota kallaði Sig- urður „fjós og hlöðu,“ og vísaði þar til útlits hússins, en eiginkona hans vísar því á bug og segir að um hafi verið að ræða geymslu og þvottahús. Sigurður er hrifinn af gömlum ör- nefnum og kennileitum. Hann segir að þegar efri hluti Digranesvegar hafi byggst meira hafi nafni þess hluta götunnar verið breytt í Digra- nesheiði. Digranesvegurinn var tek- inn áfram niður á Dalveg og sá hluti látinn bera sama nafn, þ.e. Digra- nesvegur. Sigurður hefði frekar vilja sjá nafnið „Stútulautavegur“ á þess- ari götu. Blaðamaður er ekki alveg klár á hvort Sigurður er að tala í gamni eða alvöru, en hann útskýrir þessa nafngift með því að hvilftin gegnt Digraneskirkju, fyrir neðan Hólahjalla, hafi stundum verið köll- uð Stútulautir fyrr á tímum, því þar hafi ferðalangar á leið milli Vífils- staða og Reykjavíkur áð á göngu sinni og „stútað sig“. Laut þessi var ákjósanlegur hvíldarstaður og þar var gjarna setið við stóran stein og drukkið af stút. Stígurinn lá svo áfram upp brekkuna og segir Sig- urður að sá stígur hafi verið kallaður Stútulautastígur. Sigurði finnst þetta skemmtilegt örnefni, en kann- ast samt ekki við að hafa stútað sig í þessari laut, því þetta hafi verið fyrir hans tíma. Skammt frá þessari laut er nú gatan Lautasmári, og er því kastað fram hér að kannski sé ein- hver skyldleiki með því götuheiti og gömlu Stútulautinni. En umræddar lautarferðir áttu sér stað fyrir búskapartíð Sigurðar og Ólafíu, sem byrjaði í kjallaranum hjá Ármanni J. Lárussyni á Digra- nesvegi, eins og áður segir, í þeim hluta hússins sem átti að vera þvottahús og geymsla fyrir fjöl- skylduna á efri hæðinni. Þvottahúsið var stúkað af með þili og geymslunni var búið var að skipta í tvennt þann- ig að út úr því fengust tvö herbergi. „Íbúðin var í raun nokkuð opin og fjölskyldan á efri hæðinni þurfi að ganga í gegn hjá okkur til að komast í þvottahúsið,“ segir Ólafía. „Við vor- um hér um bil inni á fjölskyldunni og ég hugsa að sambúðin hafi gengið svo vel sem raun bar vitni vegna þess að ég er svo róleg og geðgóð,“ segir Ólafía og sama gilti um húsráð- endur á efri hæðinni. Kjörbúðarsálfræði Sigurður lærði kjörbúðarfræði í Þýskalandi og Danmörku. „Þeg- ar ég kom heim árið 1962 úr því námi var ég beðinn að taka við kjörbúð á Álfhólsveg- inum. Ólafía fór að vinna í þessari sömu kjörbúð árinu seinna. Hún hafði sig ekki mikið í frammi fyrstu eitt, tvö árin, en fór svo heim með verslunarstjór- anum og hefur verið þar síð- an,“ segir Sigurður og hlær grallaralega og aftur er blaðamaður ekki viss um hvort bæjarstjórinn er að tala í gamni eða alvöru. „Ég er ekki mikið fyrir teygja lopann svo ég giftist henni fljótlega eftir að við kynnt- umst. Við þurftum reyndar að fá sérstakt leyfi til að gifta okkur því Ólafía var svo ung.“ Þegar þau eru spurð hví þeim hafi legið svona á að gifta sig segir Ólafía: „Af því hann er bara svona. Hann getur ekki beðið og ef hann ákveður eitthvað verður það að gerast strax.“ En Ólafía tekur undir það að hvorugt þeirra hafi haft áhuga á langri trúlofun og þau giftu sig um áramót. „Ég átti nefnilega frí í kjörbúðinni eftir hádegi á gaml- ársdag,“ sagði Sigurður. Gifting- arathöfnin var látlaus og ekkert til- stand í kringum hana. Ólafía og Sigurður áttu hvort sitt barnið fyrir hjónaband og Ólafía segir að tíð- arandinn þá hafi ekki gert ráð fyrir því að kona sem átti barn fyrir hjónaband færi upp að altari í hvít- um brúðarkjól og með slör eins og nú tíðkast. „En við fórum í brúð- kaupsferð til Mallorca,“ segir hún, „það var fátítt á þeim tíma og þessi ferð var með fyrstu ferðunum af því tagi. Enda dauðöfunduðu vinkonur mínar mig, sem áður höfðu furðað sig á því að ég væri að taka saman við „kall“, því Sigurður er sjö árum eldri en ég. En Sigurður var ólíkur jafnöldrum okkar að ýmsu leyti, hann átti t.d. glænýjan bíl, Ford Taunus, og svo var hann alltaf að bjóða mér út að borða. Það tíðkaðist ekki á þeim tíma, a.m.k. ekki hjá jafnöldrum okkar.“ „Nei, það þýddi ekkert að vera á kvennafari á þeim tíma nema eiga almennilegan bíl,“ skýtur Sigurður inn í. „Ég tók þá ákvörðun að taka ekki bílpróf fyrr en ég gæti keypt mér almennilegan bíl, því annars hefði ég keypt mér bölvaða druslu. Ég sá hvernig þetta fór með hina, þeir keyptu sér drusl- ur og svo fór allur tíminn og pening- arnir í það að halda þessu gang- andi.“ Allt í eldhúsið Sigurður var búinn að búa í litlu íbúðinni í tvö áður áður en Ólafía fluttist inn til hans. „Það var mjög fínt hjá honum þegar ég fluttist til hans,“ segir Ólafía. „Íbúðin var lítil en öllu var smekklega fyrir komið. Hann var m.a. búinn að koma upp gardínum og átti blóm, en það sem kom mér mest á óvart var að hann átti allt í eldhúsið. Ég átti ekkert, því ég kom beint úr foreldrahúsum.“ „Ég er Grímseyingur en Ólafía er að austan, úr Skaftafellssýslu,“ segir Sigurður og bætir við að Gríms- eyingar séu miklir heimsborgarar. „Ég var alveg steinhissa á því hvað fólkið uppi á landi voru miklir sveita- menn miðað við Grímseyinga. En ástæðan fyrir því að ég var búinn að koma mér upp græjum í eldhúsið var sú að ég var þá á fullu í kjörbúð- arbransanum. Kjörbúðarmenningin var alveg ný af nálinni þegar ég kom úr námi. Það sem þá var talið ráða velgengni slíkra verslana var kjötið. Ég gekkst því mjög upp í því að vera góður kjötmaður og var með eina kjötborðið hér í Kópavogi sem eitt- hvað var sótt. Því fylgdu nokkuð miklar vangaveltur um mat og því þurfti ég að eiga góðar græjur í eld- húsið.“ Sigurður jánkar því að hann sé ennþá mjög duglegur við eldhús- verk og eldamennsku, en þegar eig- inkona lítur á hann spurnaraugum, dró hann í land með þá yfirlýsingu. En það komi þó fyrir að hann taki til hendinni þegar eitthvað mikið stendur til. Náin tengsl kaupmanns og kúnna „Ég hætti í KRON 1969, en ég bý enn að þeim kynnum og tengslum sem ég ræktaði á þeim tíma. Þá var sambandið milli kaupmannsins og kúnnans miklu nánara en nú er. Ég lærði mína iðn í Þýskalandi og Danmörku og þar var það lögmál að einn maður í versluninni væri „á gólfinu“ og ræktaði tengsl við viðskipta- vininn. Ég tók upp þennan sama sið hér og það skilaði sér þannig, að mörgum ár- um eftir að ég hætti í búðinni hringdu vinkonur mínar úr búðinni heim til mín til að biðja um aðstoð við kjötvinnslu af ein- hverju tagi. Árið 1990 fer ég í framboð hér í Kópavogi, og þá komu þessar vin- konur mínar á skrifstofuna til mín og lýstu yf- ir stuðningi við mig, af því ég hafði verið svo almennilegur við þær í búðinni.“ Ólafía og Sig- urður bjuggu í litlu íbúðinni á Digranesvegi í fimm ár. Þá var Ragnheiður dóttir þeirra fædd og farið að þrengjast um fjöl- skylduna. Því réðust þau í að kaupa sér stærri íbúð. „Fyrir valinu varð nokkuð stór 5 herbergja íbúð í Lundarbrekku, enda stóð alltaf til að eiga mörg börn,“ segir Sigurður. „Við fluttum inn áður en íbúðin var fullkláruð, en þó voru komnar eld- hús- og baðinnréttingar. Í mörg ár höfðum við engar hurðir og ekkert á gólfunum. Það þýddi víst ekki að bjóða upp á þetta í dag. Við bjuggum þar til ársins 1984, þegar við fluttum hingað í Daltúnið.“ Sigurður lét ekki sitt eftir liggja við bygginguna og segist þekkja hverja spýtu og hvern nagla í Daltúninu. „Við fluttum hing- að inn á meðan sandaugarnir voru enn á stofugólfinu.“ Með klippur á lofti Sigurður er maður sístarfandi. Þegar hann er ekki í vinnunni er hann að sinna garðinum sínum eða öðrum áhugamálum. Ólafía stríðir honum með því að nágrannar þeirra miði vorkomuna í Kópavogi við það þegar bæjarstjórinn er kominn út í garð á stuttbuxum vopnaður klipp- um. „Ég hef mikinn áhuga á birki- kvistunum mínum, þeir eru svo fal- lega rauðir á haustin,“ segir Sigurður. „Það má klippa þá til á all- an mögulegan máta. Ég klippi mína t.d. í nákvæmar kúlur og er að dunda með klippurnar allt sumarið. Það er nauðsynlegt að vera í stutt- buxum í garðinum. Ég þarf að fá súrefni í kroppinn og húðin þarf að anda líka.“ Ólafía og Sigurður eiga sex börn, þar af fjögur saman. Það var því oft líf og fjör í Daltúninu. Nú eru Sig- urður og Ólafía hins vegar orðin tvö í húsinu. Fjölskyldan stækkar þó óð- um því barnabörnin eru orðin tólf og þau segja að þeim veiti ekkert af þessu plássi. Þau eru ekkert á leið- inni í burtu og finnst gott að hafa rúmt um sig. Sigurður við nýja Taunusinn. Ragnheiður og Sigurður á góðri stundu. gudlaug@mbl.is Ragnheiður sá snjóinn í fyrsta sinn með mömmu. Fyrstaheimilið Í kjallara skammt frá Stútulautastíg Digranesvegur 64 Kópavogi Byggt 1963, steypt hús. Digranesvegur 64, Kópavogi. Í baksýn sést Ár- mann J. Lár- usson dútla í garðinum. Efnisyfirlit Ás ........................................... 16–17 Ásbyrgi ......................................... 8 Berg .............................................. 23 Bifröst ............................................ 4 BrynjólfurJónsson ................... 45 Borgir ................................... 32–33 Eign.is ........................................... 10 Eignaborg .................................... 28 Eignakaup ..................................... 13 Eignamiðlun ........................ 28–29 Eignaval ........................................ 21 Fasteign.is ..................................... 6 Fasteignamarkaðurinn ............. 15 Fasteignamiðlunin ..................... 13 Fasteignamiðstöðin .................. 43 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 33 Fasteignasala Íslands .............. 42 Fasteignastofan ........................ 34 Fasteignaþing ............................... 11 Fold .................................................. 9 Foss ................................................. 7 Garðatorg ..................................... 14 Garður .......................................... 28 Gimli ............................................. 35 Híbýli ............................................. 31 Holt ................................................ 12 Hóll ................................................ 20 Hraunhamar ....................... 24–25 Húsakaup ....................................... 3 Húsið ............................................ 22 Húsin í bænum .............................. 5 Höfði ............................................. 37 Höfði Hafnarfirði ........................ 18 Kjöreign ....................................... 39 Laufás .......................................... 40 Lundur ................................. 44–45 Lyngvík .......................................... 19 133**CMMD**Miðborg .......... 36 Óðal-Framtíðin ........................... 17 Skeifan ......................................... 48 Stakfell ........................................ 45 Valhöll .................................... 30–31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.