Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 C 7HeimiliFasteignir Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fast- eignasali Úlfar Þ. Davíðsson sölustjóri Börkur Hrafnsson lögmaður HATÚN 6A SÍMI 5 12 12 12 www.foss.is Netfang: foss@foss.is FASTEIGNASALA ATVINNUHÚSNÆÐI HAFNARFJÖRÐUR – GLÆSILEGT Til sölu eða leigu í miðbæ Hafnarfjarðar stórglæsi- legt húsnæði með frábæru útsýni yfir höfnina, í góðu lyftuhúsi. Lyklar og allar nánari upplýsing- ar á skrifstofu. NÝBYGGINGAR KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLT Falleg raðhús, alls 193,3 fm, á tveimur hæðum á góð- um stað í Grafarholtinu. Stutt verður í alla þjón- ustu og skóla. Húsin afhent fullbúin að utan en fokheld að innan og lóð grófjöfnuð. Húsin eru tilbúin til afhendingar. Verð 15,5–15,8 m. Nánari uppl. og teikn. á skrifstofu. EINBÝLISHÚS ELLIÐAVATN – STÓRGLÆSILEGT Erum með á sölu einbýlishús í algerum sérflokki við Elliðavatn. Húsið er 278,4 fm á þremur pöll- um. Allar innréttingar einstaklega glæsilegar. Húsið er hannað af arkitektinum Steve Christer. ÞINGHOLT - Glæsilegt 133 fm nýuppgert einbýlishús á Lokastíg. Húsið er á þremur hæð- um, furugólfborð er á annarri og þriðju hæð, flísar á fyrstu hæð. Eignin er öll nýendurgerð. Eign sem vert er að skoða. Verð 17,9 millj. RAÐHÚS BÁSBRYGGJA – ÚTSÝNI Mjög gott ca 207 fm raðhús á þremur hæðum á frábærum stað í Bryggjuhverfi. Húsið stendur við sjávar- bakkann og er með glæsilegu útsýni. Rúmgóður innbyggður bílskúr. Tilboð óskast. 4RA-5 HERBERGJA KÓPAVOGUR – LÆKJASMÁRI Mjög góð íbúð á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað í Kópavoginum. Sérstæði í bílskýli fylgir eigninni. Sérinngangur. Verð 15,9 millj. LEIFSGATA – MIÐBÆR Björt og falleg fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð. Nýlegt og fallegt eldhús. Flísalagt baðherbergi. Nýtt park- et. Góður garður. Góð eign á góðum stað. Verð 10,5 m. 3JA HERBERGJA BÁRUGATA – HÆÐ Góð hæð í einstak- lega fallegu steinhúsi á þessum vinsæla stað. Hátt til lofts og björt. Nýlegt rafmagn og pípu- lögn. Parket og flísar á gólfum. Verð 12,9 millj. LAUFENGI Falleg 3ja herbergja íbúð á jarð- hæð. Mjög stór stofa, gott hjónaherbergi og bjart barnaherbergi. Stórt baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með fallegum innréttingum og tengi fyrir þvottavél. Björt stofa, gengið út á hellulagða verönd. Verð 10,9 millj. HVERAFOLD - ÁHV. BYGGSJ. CA 5,6 M. Góð ca 90 fm íbúð á 2. hæð í góðri vel staðsettri blokk, glæsilegt útsýni. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Verð 11,9 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU EÐA SÖLU TIL LEIGU EÐA SÖLU HÚSNÆÐI Á HELSTU VERSLUNARSVÆÐUM BORGARINNAR KNARRARVOGUR Vorum að fá í sölu gott ca 670 fm verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Knarrarvog í Reykjavík. GRAFARVOGUR Til sölu blandað glæsilegt skrifstofu- og lagerhúsnæði við Fossaleyni. Stærð húss er rúmlega 2.100 fm. FAXAFEN Til leigu við Faxafen um 700 fm, hagstæð leiga. HLÍÐARSMÁRI 2.000 fm, þar af 1.000 á verslunarhæð. Verð 1.200 og 1.400 kr. á fm. VATNAGARÐAR Gott atvinnuhúsnæði, 945,8 fm. Húsnæðið er á tveimur hæðum. Húsið var tekið í gegn að innan fyrir u.þ.b. tveim árum. Mikið útsýni til Esjunnar. Gæti vel hentað sem lager- og skrifstofuhúsnæði. Tvennar aðkeyrsludyr eru á framhlið. Símkerfi ásamt tölvu og raf- lögnum getur fylgt. Húsnæðið er laust nú þegar. Góð lán geta fylgt með. Tilboð. VIÐ LAUGAVEG 800 fm á 1. h., 2. h. og í kjallara. Hagstæð leiga. GRAFARVOGUR Skrifstofu- og þjónusturými, 2.150 fm, meðalverð 1.000. á fm. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Til sölu glæsilegt rúmlega 300 fm atvinnuhúsnæði, miklir möguleikar. Frekari upplýsingar á skrifstofu. FASTEIGNASALAN FOSS ER FLUTT Í NÝTT HÚS- NÆÐI Í HÁTÚNI 6A (FÖNIX-HÚSIÐ) LANGHOLTSVEGUR – SÉRHÆÐ Fal- leg rishæð með sérinngangi. Björt og rúmgóð parketlögð stofa. Tvö góð parketlögð svefnher- bergi. Þvottahús í íbúð. Íbúðinni fylgir góður bíl- skúr. Falleg eign á góðum stað. Verð 12,9 millj. 2JA HERBERGJA LJÓSVALLAGATA - SÉRINNGANG- UR Björt og falleg 56 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Íbúðin er mjög opin, parket og flís- ar á gólfum. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf m. baðkari. Nýlega endurnýjað rafmagn, lagnir og gler. Góð íbúð á frábærum stað. Verð 8,9 millj. SPÓAHÓLAR – BREIÐHOLT Mjög góð tveggja herbergja íbúð á jarðhæð á þessum góða stað í Breiðholtinu. Sérverönd. Íbúðin er björt og vel skipulögð. Verð 8,5 millj. MIÐBÆR – LAUGAVEGUR Mjög góð tveggja herbergja risíbúð í bakhúsi við Lauga- veginn. Spónaparket á gólfum. Íbúðinni er hag- anlega fyrir komið og hver fermetri nýttur til hins ýtrasta. Verð 6,8 millj. Magnús I. Erlingsson lögmaður Fasteignasalan Foss er flutt í nýtt húsnæði í Hátúni 6a (Fönix húsið) VANTAR VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ EIN af stærstu tæknileguuppfinningum veraldarlætur ekki mikið yfirsér, svo sjálfsögð er hún í dag. Skrúfgangur er til margra hluta nytsamlegur, hann er á bolt- um og skrúfum, pípulagningamenn þekkja notkunargildi skrúfgangs- ins, þeir hafa staðið við snittvél- arnar áratugum saman og snittað rör. Þótt snittuð skrúfuð rör séu á undanhaldi fyrir annari tækni og öðrum lagnaefnum, fer því víðs- fjarri að skrúfgangurinn sé ekki nauðsynlegur við röralögn og svo mun lengi verða. Enn þurfum við að skrúfa þar sem lokar eru á lögn- um, mælar og önnur stjórntæki, þótt öll lögnin sé tengd með þrykk- ingum eða annarri tækni. Hvenær skrúfgangurinn varð til veit sjálfsagt enginn, hann hefur ef- laust uppgötvast fyrir langa löngu fyrir tilviljun eins og hjólið og fylgt mannkyninu síðan með sínu marg- breytilega notagildi. Þegar farið var að nota snittuð, skrúfuð rör kom auðvitað þörfin fyrir að skrúfgangurinn væri þéttur fyrir innri þrýstingi vatnsins, því auðvitað var notagildi röralagna fyrst og fremst til að leiða vatn frá einum stað til annars. Austur í Asíu er löng hefð fyrir að rækta hamp sem aðallega var notaður í kaðla og ekki veitti af á dögum skútualdar. Hampurinn barst um allan heim til marg- víslegra nota, hérlendis fór hann að veita hrosshárinu samkeppni til sveita, reipi voru mikilvæg við hey- skap og til að flytja hverskonar klyfjar til klakks. Hampur og menja Fljótlega hafa menn fundið út að hampur var vænlegasta efnið til að gera skrúfgang við röralögn þéttan, en ekki var heppilegt að nota hann eingöngu, einhverskonar smurn- ingur var nauðsynlegur, bæði til að auka þéttleikann og ekki síður sem smurefni þegar skrúfað var saman. Lengst af var málningartegund, sem nefnist menja, notuð til að bera á hampinn og allt fram yfir miðja síðustu öld þekktist vart ann- að. Menja var þrælsterk málning og til margra hluta nytsamleg bæði til sjós og lands. Það var einmitt þessi mikli styrkur hennar sem gerði hana að einu leyti óheppilega til að bera á hampinn. Ef rífa þurfti niður lagnakerfi síðar meir, sem skrúfað var saman með hampi og menju, var eins gott að hafa krafta í kögglum, menjan var þá orðin eins og lím. Á sverari lögnum reyndist þrautaráðið oft verða það að grípa til logsuðutækja og hita skrúfgang- inn að utanverðu þar til menjan og hampurinn brunnu. Svo kom „makið“ Það mun hafa verið upp úr 1950 sem einhverjir framtakssamir inn- flytjendur fóru að bjóða áburð á hampaðan skrúfgang sem sér- staklega var framleiddur til þeirra nota, hans stóri kostur var að hann festi skrúfganginn ekki eins og menjan. Ekki leist öllum þeirrar tíðar pípulagningameisturum vel á þessa nýbreytni, töldu jafnvel að þetta væri ónýtt „mak“ eins og einhver sagði og þar að auki miklu dýrara en menjan. En sá sem nefndi þetta „mak“ í óvirðingarskyni vissi ekki þá að hann var að búa til nýyrði sem hef- ur fylgt röralögnum hérlendis fram á þennan dag. Ýmsir framleiðendur hafa reynt að framleiða þéttiefni á skrúfgang sem koma skyldi í staðinn fyrir hamp og mak en það hefur ekki lukkast nægjanlega vel. Margir þekkja það ágæta efni „teflon“ sem fáanlegt er í rúllum, en hefur ekki reynst nægjanlega öruggt, aðallega notað af grunlausum mönnum sem eru að hjálpa sér sjálfir. Loksins lausn En nú er komið á markað þétti- efni sem fyllilega jafnast á við „hamp og mak“ en það er spunn- inn, samofinn þráður úr gerviefni með innlögðu tefloni. Þessi þétting fæst upprúlluð í litlum boxum, á endanum er lítil hvöss nögl til að skera þráðinn í sundur, hann er þrælsterkur og verður ekki auð- veldlega slitinn. Framleiðsluheitið er „Loctite“ og eftir að hafa prófað „lokkinn“ ræki- lega er hægt að mæla með honum. Hann gerir vinnu píulagninga- mannsins auððveldari og ekki síður hreinlegri. Einu skal þó ekki gleyma; það er sama þörf sem áður að hreinsa það sem út úr skrúf- ganginum stendur, sjálfsögð snyrti- mennska sem alltof margir gleyma. Hampur og mak hefur fylgt okkur lengi Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Loctite-þráðurinn er örugg þétting og þægilegur í vinnslu. siggi@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.