Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 46
V Jól á sólarströnd mamma?“ „Hún liggur nú hérna,“ svaraði ég! Við vorum í litlu rað- húsi, með eldhúsi og öllu tilheyr- andi, en elduðum aldrei heima — útbjuggum einungis morgunverð. Á veitingahúsinu um kvöldið fengum við poka með höttum, flautum og gervinefjum. And- rúmsloftið var svipað og á gaml- árskvöldi heima. Spánvetjar skemmta sér og drekka á að- fangadagskvöld og jólahátíðin hjá þeim byijar ekki fyrr en á jóla- dag. Jólaandinn kom fyrst yfir okkur, þegar við settumst við leiki og spil seinna um kvöldið — sung- um jólalög, með jólaöl og sælgæti við hliðina. Við gáfum engar jóla- gjafir, jólagjöfin til okkar allra var ferðalagið. En við útbjuggum ódýra pakka, sem við númeruðum og drógum um, svo að allir fengu jólapakka. Yfirþyrmandi ferðamannastaður Á jóladag komu íslensku ferða- langarnir saman. Mér fannst ein- kennilegt að sjá jólasvein, dúðað- an inn í skegg og rauðan jóla- sveinabúning í sólarhitanum, sem talaði bjagaða íslensku og sagði: „Komdu héma stelpurin mín!“ Mig langaði til að* kynnast spönsku jólahaldi, en það reyndist erfítt á „Ensku ströndinni", sem er yfirþyrmandi ferðamannastað- ur — hótel við hótel. En ég þekki íslenska konu, sem býr þama og rekur veitingahús ásamt spönsk- um eiginmanni sínum. Hún sagði mér, að Spánveijar gæfu jólagjaf- ir á þrettándaiium og þá eingöngu bömum, sem ennþá væru í heima- húsi. Jólagjafir til fullorðinna, frænda og vina tíðkuðust ekki. Hlín á aðfangadagskvöld. Villt jólastjarna og pappírsflóð Við fórum ekki í kirkju um jól- in. Jólaskreytingar fannst mér yfirborðslegar og undarlegar — kannski jólatré úr jámi, með stóra skókassa hangandi á járngrein- um, innpakkaða í glitrandi pappír með slaufum! Jólastjörnur voru víða til prýði, en villta jólastjarn- an, sem ég sá blómstrandi úti á Jólatréð í verslunarmiðstöðinni „Bita“. víðavangi á eyjunni Tenerife, heillaði mig mest. Ég hef aldrei séð stærri flugeldasýningu en á gamlárskvöld eða meira pappírs- flóð! Pappírssprengjur og skraut- pappírslengjur vom á öllum veit- ingahúsum og pappírinn flæddi eftir götunum. Ódýr og góður matur Ég varð ekki vör við neinn hefð- bundinn jólamat, við fengum okk- ur ninarsteikur eða turnbauta. Hátíðarmatseðlar vom í boði, með ótal réttum, eitthvað dýrari en venjulega, en samt ódýrir miðað við okkar verðlag. Hátíðarmatur, með fínni steik og víni, kostaði um 5-600 krónur á mann. í há- deginu fengum við okkur oft góða gúllassúpu með hvítlauksbrauði fyrir um 1- 200 krónur. Það dýr- asta var stóri, skreytti ísinn, með stjömuljósunum, sem heillaði krakkana, en hann kostaði jafn- mikið og nautasteikin! Óþolandi sölumennska! Sölumennskan þarna fór í taug- arnar á mér! Ef ég leyfði mér að horfa í búðarglugga, var sölumað- ur kominn til að toga mig inn. Ég hef gaman af að skoða, en ekki eyða peningum! Vömúrvalið var heldur ekki spennandi, aðeins yfirfljótandi bómullarfatnaður íþróttagallar, blússur og bolir. Krakkarnir ætluðu að kaupa sér hvíta íþróttasokka, en þeir vom ekki til, afleiðingin var endalaus sokkaþvottur! Margir höfðu gam- an af að „prútta“ og sumum tókst vel upp — en við verðum að at- huga, að þegar kaupmaður geng- ur að tilboði, þá em kaupin gerð. Islenskur ferðamaður þama var næstum barinn niður af kaup- manni — hann hafði gengið á bak orða sinna! Burtreiðar og bátsferðir Við fómm í fallega fjallaferð og krakkarnir vom hrifnir af báts- ferð, þar sem þau tóku þátt í grill- veislu á ströndinni. Fuglagarður- inn var líka vinsæll. Ferðin í „villta vestrið" fannst mér ómerkileg sölumennska. Burtreiðarnar við nýja kastalann vom listrænt leik- spil á hestbaki og ég hefði ekki viljað missa af þeim, þó deila megi um glys og pijál í kringum gervihertoga og gervikastala. Skemmtiatriði á heimsmæli- kvarða vom í Scala-næturklúbbn- um, sem við heimsóttum eitt kvöldið. Að lokum. Ekki gæti ég hugsað mér að vera að heiman jól eftir jól, en þetta var yndisleg tilbreyt- ing. Þetta vom góð jól — en öðm- vísi. Það er notalegt að spóka sig í sól og sumaryl, þegar svartasta skammdegið grúfir yfir heima. Vetrardagur við Jökulsárlón. í Ítalíusól. Ljósmyndir á ferðalögum Á síðustu ámm hefur fjölgað mjög þeim einstaklingum sem eiga myndavél og flestir eigendur myndavéla taka þær með sér í ferðalög. Eins og gefur að skilja hafa menn mismikinn áhuga á ljósmyndun en sjálfsagt þykir að festa á filmu meiri háttar viðburði í eigin lífí og fjölskyldunnar og þar á meðal teljast ferðalög. Þeir sem sjald'an grípa til myndavélar- innar, verða oft fyrir vonbrigðum með árangurinn. Það gildir með ljósmyndun sem aðrar „íþróttir“ að ástundun tryggir árangur. Framleiðendur ljósmyndavéla hafa á síðustu ámm lagt sig mjög eftir þörfum þeirra, sem stunda ljósmyndun óreglulega, og hafa engan áhuga á tækninni sjálfri. Nú fást myndavélar, sem sjá sjálf- ar um að stilla sig eftir Ijósmagn- inu, stilla sjálfvirt skerpu (eða fókus), trekkja sjálfkrafa á næstu inynd og svo framvegis. Talsvert hefur þetta hjálpað til, en hér á eftir skulu talin upp nokkur atriði sem bæta árangurinn án tillits til gerðar ljósmyndavélarinnar. 1. Nauðsynlegt er að huga að myndavélinni áður en farið er í ferðalag eða ef ætlunin er að mynda meiri háttar viðburði. Myndavélar, sem liggja ónotaðar mánuðum saman, bregðast eig- endum sínum þegar minnst varir. Áður en myndavélinni er komið fyrir til geymslu, ætti að hleypa af þeim, án þess að trekkja á næstu mynd og geyma þær þann- ig óspenntar. Þegar þær eru tekn- ar í notkun á ný, ætti enn að trekkja þær upp og hleypa nokkr- um sinnum af áður en sett er filma í vélina. Flestar nýtísku mynda- vélar eru háðar rafhlöðum um alla hluti. Rétt er því að skipta um eða að láta mæla rafhlöðurnar þegar treysta þarf á vélina. 2. Filmur og þá sérstalega lit- filmur eru ferskvara líkt og mat- væli. Sá sem byijar á filmunni um jólin og lýkur að taka á hána í sumarfríinu, þarf ekki að búast við merkilegum árangri. Hvort tveggja er að filman hefur tak- markaðan geymslutíma ólýst og einnig hitt, að mynd sem búið er að lýsa, rýrnar því meir að gæðum sem lengur dregst að framkalla hana. í 35 mm vélar er hægt að fá fílmur með mismörgum mynd- um (12, 24 eða 36 mynda). Setjið því ekki stærri filmu í vélina en svo að lokið sé við að taka á hana á ca. viku og látið síðan fram- kalla myndimar strax. Þegar keyptar eru filmur ætti að gera það í verslun, sem selur mikið af filmum og geymir þær á svölum og þurmm stað líkt og við á um ferskvöru. 3. Hlífa ber myndavélinni við háum hita og raka. Á sólarströndu er sjálfsagt að breiða yfir þær ljós- an iclút, liggi þær ónotaðar í sólar,- ljósinu, og svartar myndavéla- töskur hitna ótrúlega á slíkum stað. Þá kannast flestir við hversu heitt getur orðið inni í bílum í sólskini, og sjáist til myndavéla á slíkum stað freista þær gjarnan fíngralangra. í köldu loftslagi getur oft reynst nauðsynlegt að bera myndavélar/ á sér innan- klæða, til þess að rafylöðurnar virki. Fæstar rafnlöður virka við hitastig neðan frostmarks. Þegar komið er inn úr frosti í upphitað hús, vilja vélamar gjaman döggv- ast. Þa er ráðlegt að leyfa þeim að þorna áður en þær eru lokaðar niður í tösku. 4. Þegar valdar eru filmur til notkunar og búið er að gæta að því að þær séu ferskar (vel geymdar af seljanda og ekki útr- unnar), kemur í ljós, að margt er á boðstólum. Hægt er að velja um svart/hvítar filmur og litfilmur bæði pósitífar og negatífar. Allar þessar gerðir fást síðan af mis- munandi næmleika ISO og ASA. Svart hvítar filmur henta vart nema þeim sem framkalla og stækka sjálfir, þar eð erfitt hefur reynst að fá fyrir þær framköllun- arþjónustu á síðustu ámm. Pósit- ífu litfilmumar, eða „slætfilmurn- ar“, eins og þær eru jafnan nefnd- ar, henta þeim sem eiga sýningar- vél fyrir slíkar myndir eða eiga von um að þær verði prentaðar í bók eða blaði. Þær skila að jafn- aði mestum litgæðum,\ en tíma- frekt og kostnaðarsamt getur ver- ið að framkalla eftir þeim pappírs- myndir. Lang algengastar eru negatífu litfilmurnar og framköll- unarþjónusta fyrir þær er víða og tekur skamman tíma. Litgæðin eru misjöfn og oft háð framköllun- arþjónustunni, en jafnan býr meira af litgæðum í filmunni en fram kemur í vélrænni „kópíu“ fyrir nokkra tugi króna. Þannig má, ef menn vilja kosta til, gera vandaðar stækkanir af spari- myndunum, en slíkt er handa- vinna og margfalt dýrari en sú vélvædda. Næmleiki filmu er val- inn með tilliti til ljósmagns og þá árstíðar. I sumar og sól hentar best filma með næmleika kringum 100 ISO/ASA. Að vetri til er oft hentugt að hafa filmuna 400 ISO/ASA. Við léleg birtuskilyrði er oft hægt að mynda án „flash" á svo næma filmu og nýtísku „flashljós" sem stilla ljósmagnið með tölvuauga, nýta otku raf- hlaðanna betur, ef notuð er ljós- næm filma. Ljósnæmari negatífar filmur (400 ISO/ASA) eru ótrú- lega skarpar og fínkorna og standa lítt að baki þeim hægari (100 ISO/ASA), fyrr en farið er að gera miklar stæjckanir. Sá tekur að jafnaði skemmti- legastar myndir á ferðalögum, sem temur sér að segja sögu. Blandar saman myndum af viðko- mustöðum og ferðafélögum og kryddar með smáatriðum. Gæta ber þess að taka yfirlitsmyndir, til að hægt sé að átta sig á stað- háttum og sýna smáatriðin í nær- mynd. Hugmyndaauðgi er oft meira virði en flókinn tæknibún- aður. Guðmundur Ingólfsson 46

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.