Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 16
gosbrunni í miðju. Torgið er opið til austurs (að Broadway og Columbus Avenue) en sunnan við það stendur Ríkisleikhús New York (NY State Theatre) sem hýsir bæði Borgaróperuna (NY City Opera) og Borgar- dansflokkinn (NY City Ballet). Þetta hús rúmar um 2800 áhorfendur. Að vestan blasir við hús Metropolitan- óperunnar sem tekur við um 3800 gestum í senn, en að norðan, á móti Ríkisleikhúss- inu, stendur aðaltónleikahúsið, sem er heim- kynni Fílharmoníusveitar NY-borgar og hét upphaflega „Philharmonic Hall“ en var síðar nefnt „Avery Fisher Hall“ til heiðurs styrkt- armanni sem síðar verður minnst á. Þar er rúm fyrir 2742 tónleikagesti. Auk þess er þama stórbygging Juilliard- skólans eins og áður sagði með nærri 1100 manna tónleikasal (Aliee Tully Hall) og rúm- lega 1000 manna leikhúsi. Tvö önnur leik- hús eru á svæðinu, annað fyrir 1000—1100 áhorfendur en hitt fyrir 280. Einnig eru hér fleiri litlir tónleikasalir. Þessi mikla miðstöð var reist þar sem mætast Broadway og Columbus Avenue við 64. stræti. Þar heitir Lineoln Square. Kring um 1954 voru byggingar á svæðinu hrörleg- ar orðnar, leiguhjallar sem ekki hafði verið haldið við. Hverfið var það sem á ensku er kallað „slum“ og var ákveðið að rífa það. Það var Robert Moses, húsameistari NY- borgar og forystumaður um endurbyggingu hrörlegra hverfa, sem lagði til að hér yrði reist menningarmiðstöð. Upphaflega hugmyndin var að byggja aðeins yfir Metropolitan-óperuna, en smám- saman þróaðist hun í þá átt sem staðreynd- ir sýna í dag. Þetta átak hefur haft víðtæk áhrif á allt umhverfíð og hefur það að und- anfömu byggst upp myndarlega og af mikl- um stórhug. Byggingarframkvæmdimar í Lineoln Center vom flármagnaðar af einkaaðilum ef undan er skilin Ríkisleikhúsið (NY State Theatre), sem var reist af New York-ríki vegna heimssýningarinnar 1964—65 og síðan afhent borginni, og sú bygging sem hýsir Borgarbókasafnið og listminjasafn því tengt, en hama reisti borgin sjálf. Séð yfir áhorfendasalinn í The New York State Tbeater. UPPHAFSÖRÐUGLEIKAR Byggingamar voru teknar í notkun í þess- ari röð: Philharmonic Hall 1962, Ríkisleik- húsið 1964, Metropolitan-óperan 1966 og Juilliard-skólinn 1969. En byggingarsögu þeirra var ekki bar með lokið. ÍRr eins og víðar í tónleikasölum reyndust hljómburðar- vandamálin torleyst. Um Fílharmoníusalinn er það að segja að eftir ýmsar minni háttar lagfæringar sem reyndust ófullnægjandi var allt rifið innan úr honum og hann endur- byggður sumarið 1976. Hann hafði verið skeifulaga en fékk nú á sig gamla góða og þrautreynda skókassasniðið. Síðan hefur þótt mega vel við hann una. Kostnaðarmað- ur þessara framkvæmda var Avery Fisher sem fyrr er nefhdur. Svipaðar endurbætur, en þó ekki eins róttækar, fóru fram í Rfkis- leikhúsinu sumarið 1982. Dr. Cyril M. Harr- is var til ráðuneytis um hljómburð þegar þessar endurbætur voru gerðar á báðum húsunum. Það sambýli leiklistar, danslistar, óperu og tónleikahalds sem komist hefur á í Lin- coln Center þótti engan veginn sjálfsagður hiutur þegar til þess var stofnað. Nauðsyn þess að bæta úr húsnæðishraki Metropolit- an-óperunnar og Fílharmoníusveitarinnar var óumdeild, en sumir voru uggandi um samkomulag þesssara stórvelda þegar bæði væru komin á sömu lóð, ef svo má segja, svo og um það að þau kynnu að þrengja að smærri aðilum í sambýlinu. Fiorello La Guardia, borgarstjóri í New York, hafði á stríðsárunum komið á laggim- ar listamiðstöð sem nefnd var City Center of Music and Drama. Sú starfsemi átti mikí- um vinsældum að fagna, þótt skilyrðin væri á ýmsan hátt frumstasð. Þama áttu heimkynni bæði Borgardansflokkurinn sem George Balanchine hafði stofnað og Borgar- óperan sem Julius Rudel veitti forstöðu. Það þótti siður en svo sjálfsagt að þessar stofn- anir flýttu sig um set í Lincoin Center. Það þótti heldur ekki öllum æskilegt að FHharm- oníuhljómsveitin flytti úr tamegié Hall í heldur minni tónleikasal þótt nýr væri. Margir spáðu illa fyrir þessu öllu, og það jafiivel ýmsir forystumenn þeirra stofiiana sem áttu að njóta góðs af fyrirtækinu. Að sjálfsögðu hafa komið fram ýmsir sambúðarhnökrar, einkum í upphafí, en slík vandamál hafa verið leyst jafnóðum og hafa ekki fengið að trufla þá mikilsverðu starf- semi sem hér fer fram. Þegar á heiidina er Iitið þykir þessi skipan hafa gefíst svo vel að á síðustu tveimur áratugum hafa sambærilegar miðstöðvar risið annars stað- ar í Bandaríkjunum, t.d. í Washington DC (Kennedy Center) og Los Angeles, og jafn- vel víðar um lönd (t.d. á suðurbakka Tham- es-ár í Lundúnum). Metropolitan-óperan Um miðjan sjötta áratug aldarinnar var talið afarbrýnt orðið að Metropolitan-óperan fengi nýtt aðsetur, og hafði það mál raunar verið lengi á döfínni. Á þriðja áratugnum hafði verið á teikniborðinu heimkynni fyrir óperuna í Rockefeller Center við 50. stræti og 6. tröð, þótt kreppan mikla kæmi f veg fyrir að úr framkvæmdum yrði. Rockefeller Center er kennt við John D. Rockefeller yngri, en John D. Rockefeller hinn þriðji með þvf nafm' er sagður hafa átt meiri þátt en nokkur annar maður f uppbyggingu Lin- coln-miðstöðvarinnar, og eftir honum er höfð setning sem gerð hefur verið að ein- kunnarorðum þeirrar starfsemi sem þar fer fram: „Listimar em ekki fyrir fámenna for- réttindahópa heldur fyrir allan almenning. Staður þeirra er ekki á útjöðrum hvers- dagslifsins heldur í því miðju." Svo vill til að það ^om í h(ut þess arki- tekts sem hafði hannað fyrirhugáð óperuhús í Rockefeller Center að skipuleggja Lincoln Center, þegar þar að kom, og einnig að hanna þá byggingu sem þar var að lokum reist yfir Metropolitan-óperuna. Arkitektinn er Wallace K. Harrison. Sá sem þetta ritar á góðar minningar frá því á fimmta áratug aldarinnar úr gömlu Metropolitan-óperunni sem stóð við 39. stræti og Broadway. Það er víst ekki ofsög- um sagt að húsið var nú úrelt orðið og hafði kannske aldrei verið alveg heppilegt fyrir þá starfsemi sem þar fór fram. Það þótti ekki glæsilegt að utan, var oft í hálf- kæringi kallað „gula brugghúsið", þótti minna á iðnaðarhúsnæði úr gulum múr- steini. En salurinn var rauður, gyllt'or og glæsilegur eins og tíðkaðist í svona húsum á öldinni sem leið — og lengur. í hohum voru margar stúkur fyrir styrktaraðila óper- unnar og annað fyrirfólk, en þar voru lfka mörg sæti sem höfðu vægast sagt mjög takmarkað útsýni til leiksviðsins, og hiti gat orðið lítt bærilegur uppi á fimmtu svölum. Mikilvægur ókostur var að leiktjaldageymsl- ur voru nær engar og varð að fara með leikmynd hverrar sýningar út á gangstétt að sýningu lokinni og til flutnings í geymsl- ur. Þessar leikmyndir voru oftast ekki litlar fyrirferðar. Þetta og margt annað olli óhag- ræði, og þegar hér var komið sögu var gyllinginjarin að flagna af gamla húsinu í meira en einum skilningi. Margir nafhfrægir hljómsveitarstjórar hafa stjórnað þeirri frægu hljómsveit New York Phiiharmonic. Hér eru þrir þeirra, talið frá vinstri: Leopold Stokowski, Sir John Barbirolli og Bruno Walter. y Hvemig til hefur tekist um þetta nýja hús hef ég ekki aðstæður til að dæma. Það er stílhreint að utan, að framan hvíla virðu- legir hringbogar á háum súlum, en annars er sú hlið að mestu úr gleri. Oneitanlega vekur það furðu að sjá utau frá á svölum *á framhlið hússins stóra stafla af gos- drykkjakössum og öðrum sMkum vamingi. Hvort tveggja er að þeir era ekki til prýði og vekja auk þess gran um að einhverju sé áfátt um geymslurými hér — rétt eins og í gamla húsinu. En leiksviðið er sagt vera á stærð við fótboltavöll, og í anddyrinu era tvær grfðarstórar veggmyndir eftir snilling- inn Marc Chagall, sem Islendingum er að góðu kunnur frá því á Listahátíð í sumar, og fleira er þar til prýði. Myndimar era sagðar njóta sín best frá vissu sjónarhomi utan dyra. En höfuðstolt Metropolitan-óperannar er að sjálfsögðu sá skari heimsfrægra söngv- ara sem hún telur meðal starfsmanna sinna, þótt flestir eða allir séu þeir á fleygiferð milli stærstu óperahúsa heims og staðnæm- ist sjaldan svo lengi á hveijum stað að unnt sé að efna til samæfíngar með öðram þátt- takendum í sýningu. Gallar slíkrar skipunar era miklir, hversu skært sem stjömumar ljóma. New York Philharmonic Fflharmoníuhljómsveit New York-borgar hafði verið á enn meiri hrakhólum en Metro- politan-óperan alla sína tfð og er þó röskum 40 árum eldri, stofnuð 1842. Til era heimild- ir um að hljómsveitin hafí efnt til tónleika 20. maí 1846 til fjáröflunar fyrir tónlistar- hús (Philharmonic Hall). Þetta vora söguleg- ir tónleikar að því leyti að þama var frurn- flutt í Ameríku níunda sinfóma Beethovens og áheyrendur era sagðir hafa verið tvö þúsund. En hagnaðurinn varð ekki nema 390 dollarar, og enn mátti Fílharmoníusveit- in bíða síns húss í 116 ár. En hljómsveitin á glæsta sögu, og þarf ekki annað en nefna nöfn nokkurra þeirra manna sem verið hafa fástir stjómendur hennar um langan eða skamman tíma til að færa mönnum heim sanninn um það. Meðal þeirra era á þessari öld Gustav Mahl- er, Wilhelm Furtwángler, Arturo Toscanini, Brano Walter, Sir John Barbirolli, Dimitri Mitropoulo, Leonard Bernstein, Pierre Boul- ez og nú sfðast Zubin Metha (frá 1978). Leopold Stokowski var fastur gestur á stjómandapallinum 1946—50 og/ er enn minnisstæður þeim sem þá sóttu tónleika í New York. Athygli vekur að ailt era þetta Evrópumenn að upprana nema tveir. Annar . er Bemstein, sem fyrstur fæddra Banda- ríkjamanna og lengst allra, a.m.k. á þessari 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.