Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 33
til lífsins á menningarsviðinu. Tugir umsagna eru til um söng Eggerts á árunum 1909—1930 og er samnefnari þeirra flestra sá að hann túlkaði bezt ljóð Kaldalóns bróður síns og annarra íslenskra höfunda og hefði átt að einbeita sér að þeim frekar en að dreifa kröftum sínum inn á brautir víðfeðmrar ítalskrar sönghefðar. Löngun Eggerts til þess að verða heims- söngvari og stórtenór dreif hann einmitt til Lundúna, en þar ætlaði hann að ná tökum á ítalskri sönghefð. Hann hóf leit að ein- hveijum, sem gæti kennt honum að mæla á ítölsku og fann þar árið 1919 unga ítalska stúlku, sem eftir prengingar styijaldarinnar á Ítalíu hafði verið send í málanám til Eng- lands. Stúlkan var frá borginni Schio og hét Lelia Cazzola, komin af miklum iðjuhöld- um í ullariðnaðinum og hugðist læra vel ensku þannig að hún gæti fundið starf við ullariðnaðinn í Schio þegar heim var komið; en þar var þörf fyrir einkaritara er kynnu ensku. Lelia varð einkakennari Eggerts og hann var ekki lengi að læra ítölskuna og heldur ekki lengi að ná sér í Leliu. Hann bað henn- ar, hún samþykkti og þau héldu heim til Schio á Norður-Ítalíu og giftust þar árið 1920. Heimili þeirra var í fallegu húsi við Via Maraschin númer 17 í Schio, en húsið hafði verið í eigu föður hennar, sem lézt frá henni ungri. Bræður hennar tveir bjuggu á efri hæðunum, en Eggert og Lelia á fyrstu hæðinni. Ekki voru þau efnuð, en sam- kvæmt vinafólki þeirra, þá lifðu þau á eld- móðinum, ástinni á föðurlöndum sínum og hvort á öðru. Eggert var mikið á ferðinni og voru stundum erfíð tímabil hjá Leiiu, en svo kom Eggert heim á ný úr söngferðum sínum og þá varð allt í lagi á nýjan leik og undu þau hag sínum vel. Nokkuð var um að íslendingar kæmu í heimsókn til þeirra, meðal annarra kom Halldór Laxness og Gunnar heitinn Thor- oddsen leit einu sinni við. MeðAðstoð Lögreglunnar Fyrir skömmu var ég staddur í borginni Vicenza hjá vinafólki og eitt kvöldið segi ég við gestgjafa mína, Dottore Meneguzzo og fjölskyldu, að nú langi mig til að fara upp til Schio og kanna hvort ég geti fundið einhveijar minjar um söngvarann mikla ftá íslandi, Eggert Stefánsson, og hans ekta kvinnu, Leliu. ítalir eru menn léttir í lund og vilja ailt fyrir vini sína gera og innan ^ tíu mínútna vorum við Dottore Meneguzzo komnir af stað upp í fjöllin. Eftir hálftíma stím í gljáfægðri drossíunni komum við til Schio. Við leggjum bifreiðinni við aðaltorgið og spyijum fyrsta lögregluþjón eða prest sem við sjáum, hvort þeir viti hvert við eig- um að leita. Hvort til sé skjalasafn eða ein- hvers konar hagstofa sem veitt getur upp- lýsingar um menn sem búið hafa í borginni. Á lögregiustöðinni hittum við fyrir Brigadieri Losurdo Domenico, mann á sex- tugsaldri með virðulega ýstru, stórt kasket og alla tilburði til þess að vera valdsmaður. Hann hugsar og hugsar svo mikið næstu fímm mínútumar að við vorum hreinlega orðnir hræddir um að við værum jafnvel grunsamlegir og að okkur yrði stungið inn. En allt I einu kviknar á perunni hjá Losurdo og hann hringir í símanúmer eitt fyrir utan bæinn hjá fyrrverandi vaktstjóra. Hann kannaðist ekki við neitt, en benti Losurdo á að hringja í Professor Bortoli, sem einu sinni var bókasafnsstjóri f bókasafninu í Schio. Professor Bortoli krossbrá við símtal- ið og sagði að það væri sko alveg sjálfsagt að taka á móti okkur og segja okkur hvað hann vissi og myndi um Eggert og konu hans Leliu. Losurdo setti kasketið upp, sló hælar saman og honnör var gerður fyrir okkur félögunum og annar lögreglumaður kallaður til í fylgdariiðið. Pjórir saman þrömmum við síðan út úr garðinum, sem umkringdi lögreglustöðina með foringjann í broddi fylkingar og einka- lífvörðurinn rak lestina. Borgarar viku til hliðar og hersveit þessi vakti mikla athygli þar sem við gengum um kílómetra leið í gegnum miðbæinn. Við komum að húsi Professor Bortoli og tók hin ágæta kona hans á móti okkur og okkur var boðið til stofu. EGGERT bauð öllum TILVEIZLU „Heimsókn ykkar kom mér verulega á óvart og skemmtilega og er ég fús að skýra frá því litla sem ég veit um hjónin Eggert og Leliu og kynnum af þeim. Eggert kom stundum í bókasafnið þegar ég var þar for- stöðumaður um og í kringum seinna stríð og ég man eftir því að hann skrifaði tvær bækur og gaf safninu þær. Hann leitaði víða eftir einhveijum sem gæti þýtt þær og gefíð út á Ítalíu, en ég held ekki að honum háfí tekist það og held ég örugglega að bækumar séu enn í safninu. Eins og ég sagði áðan þá kynntumst við hjónin þeim lítið, en ég man vel að 17. júní 1944, þegar ísland fékk sjálfstæði frá Danmörku, þá ibuðu Eggert og Lelia kona hans öllum mennta- og frammámönnum í borginni og héraðinu til veizlu til þess að samfagna með þeim lýðveldisstofnunina. Eggert og Lelia voru miklir föðuriandsvinir, Lelia var odd- viti og orti mörg ljóð til Ítalíu og Eggert dýrkaði sitt land og sína þjóð og hafði mikla drauma um hana. Ég man eftir því að þeg- ar allir voru komnir inn og kampavín í glös- um þeirra um það bil sextíu manna sem í veizlunni voru, þá stendur Eggert upp, hnar- reistur, hvíthærður í gráum fötum með silk- islifsi og segir hátt og skýrt: „Skál, skál fyrir lýðveldinu á íslandi." Þið verðið að afsaka framburðinn, en ég man svo vel eft- ir þessu sterka augnabliki. Samkoman var rafmögnuð þvf öllum skildist að hér var stórt augnablik á ferðinni. Margir þeir sem í veizlu þessari voru komu hvorki fyrr né síðar inn á heimili þeirra hjóna og vorum við éinmitt í þeim hópi. En það er ekki fyöldi samveruaugnablika sem skipta máli heldur innihald þeirra og geymum við þessa minningu vel og vandiega. •% Við þökkum fyrir okkur og gerum hægri snú og höldum aftur niður á lögreglustöð. í samtali okkar við Professor Bortoli kom upp nafn greifynjunnar Dr. Ippolitu Mag- nago Suppiej, sem bjó við Maraschin-götu og var mikil vinkona frú Leiiu. Við báðum lögregluforingjann um að hringja S hana og biðja hana um að hitta okkur ef hægt væri á morgun. Það var auðsótt mál, enda var frú Lelia bezta vinkona hennar. Við Dottore Meneguzzo höldum aftur til Vicenza. „Þ JÓÐHETJA FRÁ ÍSLANDI" Morguninn eftir ákvað ég að halda til bókasafnsins og leita uppi bækumar tvær, sem Professor Bortoli hafði sagt mér frá.'- ' Það var tiltölulega auðvelt að finna safnið, mikið hús með stórum garði og háum múr í kringum. Á aðaldyrunum stóð á skilti einu miklu: Lokað vegna breytinga. Inn komst ég eftir nokkra leit; kvaðst vera frá íslandi og vilji helst tala við yfírbókavörðinn. Stuttu síðar birtist Lorenzo Brun, en svo heitir hinn ágæti aðstoðarforstjóri safnsins og spyr hvað ég vilji og ég verði að segja sér það fljótt því að konan hans bíði heima. Ég lýsi lauslega fyrir honum hveiju ég sé að leita að og er svo leiddur upp f fundar-_ sal safnsins og bfð þar drykklangá stund unz Lorenzo kemur með tvær bækur báðar ánafnaðar safninu af Eggerti Stefánssyni. Fyrri bókin heitir „Lífið og ég“ og er gefín út af ísafoldarprentsmiðju árið 1950. Siðari bókin heitir „Bergmál ItalSu" og er gefín út árið 1959 af Menningarsjóði og Þjóðvina- félaginu í Reylqavfk. Ég bið Lorenzo að Ijós- rita fyrir mig fyrstu tfu blaðsSðumar í hverri bók og fór hann þá S meiri háttar kerfí og sagðist verða að tilkynna konu sinni um seinkun. Af þvf loknu létti yfir öllu og hvatti ég hann til að leita fleiri gagna. Það hlyti að vera eitthvað um Eggert í blöðum þessa tíma og hófust nú hinar mestu flett- ingar og fékk ég um eitt tonn af innbundn- um blöðum. í rykmekki aldraðra blaða fletti ég og fletti og allt í einu kom forsiða í t Cronica di Schio frá 7. janúar 1960 og var fyrirsögnin þessi. „Eggert Stefánsson, þjóð- hetja á fslandi, stungið upp á honum sem forsetaefni á Islandi“ „Maðurinn frá landi þorskastríðanna, landi hinna miklu víkinga, skáldið og söngvarínn frá landi hins elzta þjóðþings í heimi“. Nú tók Lorenzo Brun heldur betur stökk og lét ég hann ffnkemba safnið frá hillu númer eitt til ellefu þúsund og fyrir rest fundum við umslag sem á stóð númerið 135-E, Stefansson Eggert — e — Famiglia. Umslagið innihélt dánartilkynn- ingu vegna konu hans Leliu, minningarblað prentað .vegna útfarar frúarinnar og svo bættum við f umslagið ljósriti af greininni sem við fundum S Croniea di Schio. Þá má segja að verkefninu f safninu hafí verið lok- ið, þvi annað var ekki að sjá um Eggert. Timinn var orðinn naumur þvi ég átti að hitta Ðottore Meneguzzo klukkan 13.15 á veitingastað og sfðan greifynjuna Ippolitu Magnago Suppiej klukkan hálf tvö. Við höldum á fund frúarinnar og er okkur vel fagnað, en hún býr einmitt ofar í sömu götu og Eggert og Lelia bjuggu við, eða við Via Maraschin. Heimili frúarinnar ber vott um foman auð og völd. Greifafrúin Segir Frá Frú Magnago Suppiej var ljúft að segja okkur frá sinni beztu vinkonu, Leliu, og þeirra góðu stundum. „Það var þannig að Eggert var mikið á ferðalögum og Lelia ein heima og umgengumst við mikið. Lelia var ágætt ljóðskáld og orti hugljúf Ijóð til Ítalíu og framtfðar þjóðar sinnar. Sérstaklega yar hún iðin við Ijóðagerð á árunum 1942-44, en þá stóð síðari heimsstyrjöldin sem hæst LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 33

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.