Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 10
- rússneska elskan mín Minningar eru blóm, sem maður tínir á lífsleið- inni og hnýtir í vönd, sem aldrei glatar lit sínum. Sem slíkar eru þær yndisaukandi hugljómun, sem færir okkur sífellt aftur á vit fortíðarinnar. Þetta er sönn ástarsaga úr síðari heimssty rj öldinni. Höfundurinn var dýralæknir í her Þjóðverjaí Rússlandsstríðinu. Þótt merkilegt megi virðast voru hestar mikið notaðir í stríðinu og þeir voru oft að meiðast, særast og veikjast. En það er ekki í rauninni söguefnið, heldur mannleg samskipti milli þeirra sem áttu að vera óvinir, og umfram allt: Ástarævintýri þýska dýralæknisins og rússneskrar stúlku. Eftir KARL KORTSSON Frá því er ég reið með þýsku herdeildun- um frá Geldem yfír hollensku landamærin til Venlo við Másfljót hinn 9. dag maímánað- ar 1940 eru hartnær tvö stríðsár líðin. Á leiðinni að víglínunni ber fyrir augu mín leiði Pietzke-bræðranna tveggja úr 45. fótgönguliðssveit. Nú þegar hefur stríðið kallað ijölmörg hundruð þúsunda til grafar. Við hermennimir höfum þvælst um Evrópu þvera og endilanga, upplifað böl stríðsins, en einnig notið kossa stúlknanna, þegar færi gafst. í apríl 1942 er ég gerður að höfuðsmanni í dýralæknadeild þýska hersins, þá 26 ára að aldri. Vegna sérmenntunar minnar fæ ég fyrirskipanir um það í Berlín að taka að mér skurðdeild hrossasjúkrastöðvar 342. fótgönguliðssveitar. Stöðin á að vera í ná- grenni borgarinnar Gzatsk við fljótið Gzat, um 150 km suðvestan við rússnesku höfuð- borgina, Moskvu. í Brest verð ég að skipta um lest, þar eð rússnesku jámbrautimar eru gleiðari en þær vestur-evrópsku. Ég fel mig í homi klefans á bak við frakkann minn, sem hang- ir þar, til þess geta fá sofíð meðan karlam- ir spila á spil og hlæja stórkarlalega að klúr- um bröndurum sínum. Á svæðinu umhverf- is jámbrautarstöðina í Witebsk og meðfram akbrautinni húka yfír þúsund særðra, vafð- ir í druslur vegna kuldans í 40 stiga gaddin- um. Hversu breytt var hún nú orðin hin glæsta ímynd hins sigursæla, þýska lúxus-> hermanns! Við sjónum blöstu hörmungar hers, sem hershöfðinginn „rússneskur vet- ur“ hafði gersigrað, og ekkert beið nema harmleikur þess er hörfar, líkt og hjá Napó- leoni 130 ámm áður. Þar eð brautarsporið hefur verið sprengt í loft upp af rússneskum andspymumönnum fer ég með vörubíl áfram til austurs til Smolensk. Hjá birgðavörðum liðsforingj- anna verð ég mér úti um vattfóðraðan frakka og fíltskó. í kjallamum er saunabað. Að afloknu gufubaðinu er maður húðstrýkt- ur með birkigreinum og dýft í kalt vatn undir öruggri handleiðslu Mamotsehka. í fjærsta hominu strjúka tveir karlar hvor öðmm; — sá eldri rýtir eins og svín. Daginn eftir fer ég á puttanum til Vjaz’ma. Vegurinn liggur undir skotárásum og við þurfum iðulega að leita vars. I mötu- neytinu í Vjaz’ma hitti ég fyrir tilviljun skólabróður, Otto Miinter að nafni, sem deilir með mér afganginum af frönsku konj- akki. Hjá stjómendum kemst ég að því, að senda á mig með skotfæralest til Gzatsk. Þetta jafngildir nærri því skipun um himna- för, því Rússar spara ekki stóm skotin og lágfleygar vélar ráðast á vegina. Já, og litlu munaði að þeir hittu mig. í bílalestinni fyr- ir aftan okkur sprakk vömbíll í loft upp. Brennandi fólk veltir sér æpandi í snjónum. í loftvamarbyrgi herbúðanna við Gzatsk dvel ég í tvo daga, vegna þess að leiðin til \yischidowo er lokuð vegna snjóa. í dögun finn ég svo birgðalestina, sem ég fæ að fljóta með. Á hestasleða dúða ég mig í fjölda teppa og hef marghleypuna spennta í kjöltu mér. Ökuþór minn, rússnesk hjálpar- hella, reykir yfírvegaður Machorka. Með aðstoð landakortsins fylgist ég með leið- inni. í snæviþöktum þorpunum er vart mann að sjá. Hermenn í snjóskyrtum á vakt, kon- ur með tijáknippi á bakinu. Þegar við ökum um skóglendi fara varðflokkar meðfram lestinni. Eyðilagðir hlutir standa upp úr snjónum og minna á, að ófriður ríki. Það er orðið áliðið, þegar ég kemst á áfangastað. Ráðandi majór á staðnum, dr. Wolfhard, sem heimafyrir var starfandi dýralæknir í Schwaben, er með ástríðufull slagorð frá flokkslínunni. Gagnvart slíku fólki verður maður að vera á varðbergi og láta sér ekkert gáleysislegt orð um munn fara. Hatur er afleiðing uppeldis eða brost- inna vona. í minni Qölskyldu var ofstæki óþekkt. Forveri minn í starfí í Gzatsk hafði riðið á jarðsprengju. Þar eð jarðvegurinn var gaddfreðinn fleiri metra niður var kistan send heim. Ungur starfsbróðir, flokksforingi að tign, sem mér líkar vel við, stýrir lyflækninga- og kláðadeild hrossasjúkrastöðvarinnar. Skurðstofa hefur verið innréttuð í félags- heimilinu. Aðstoðarmenn dýralæknanna, Stauch liðþjálfi og Grill undirforingi, vísa mér í gegnum sjúkrahesthúsið og upplýsa mig um hvert sjúkratilfelli. Hér er góð regla á öllu. Oftast er komið með hesta vegna sára af völdum handsprengja, skotsára, þar sem fjarlægja þarf kúlur, sjúkleika í gang- limum, sem og vegna ofreynslu og ofkæling- ar. Stærstur hluti sjúklinganna hefur særst, þegar verið er að færa til s'tórskotaliðið eða í trússferðum. Mitt fólk á sjúkrastöðinni kemur úr bændastett og hefur skilning á góðri umgengni við hross. Sem viðbótar- sjúkraliðar eru undir minni stjóm 20 rússn- eskir stríðsfangar og einn gyðingur — kenn- ari frá Moskvu — sem túlkur. Að deginum til gátu rússnesku aðstoðarmennimir farið öjálsir ferða sinna; — aðeins á kvöidin urðu þeir að dveljk;i þorpsskólanum. Stöku sinn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.