Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 26
Fæðing Jesú. Bókarskreyting frá lokum 15. aldar ettir ítalann Bartolomeo della Gatta. undir kinn, þreytulegur á svip. Bak við hann eru húsarústir og þær eiga að tákna Betle- hem, borg Davíðs og rústimar eru leyfamar af höll hans. FæðingkristsÍ Nútímalist Þegar komið er fram á sautjándu öld virð- ist sem táknmál hinna ólíku trúardeilda inn- an kristnu kirkjunnar hafí fest í sessi að því marki, að lítið er um nýjar myndtúlkan- ir á atburðinum þegar Jesús var í heim borinn. í upphafi þessarar aldar verða slík um- brot í heimi myndlistarinnar að engin dæmi fyrirfínnast um annað eins. Nútímamynd- listin, modemisminn, berst gegn hefðbundn- um túlkunaraðferðum og það kemur einnig fram í kirkjulistinni. Þjóðverjinn Emil Nolde (1867—1956) var um tíma félagi í Die Brucke, þýskum samtökum expressionista, sem settu mjög mark sitt á myndlistina þar í landi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Hann var að því leyti frábrugðinn félögum sínum að hann fékkst mikið við trúarleg efni. I altaristöflunni Líf Krists (sjá mynd), sem hann gerði á árunum 1911—1912, kem- ur glögglega fram áhugi hans fyrir list hinna svokölluðu frumstæðu þjóða. Það er ekki verið að föndra við smáatriðin, heldur reynt af fremsta megni að fá fram persónulega tjáningu á viðfangsefninu. Emil Nolde sagð- ist ekki vera kristinnar trúar og að ástæðan fyrir vali hans á viðfangsefnum réðist ann- arsvegar af því að trúarmyndir tengdu hann við germanska myndlistarhefð og hinsvegar að með skírskotun til trúarlegra viðfangs- efna væri hægt að tjá sammannlega rejmslu. I fyrrgreindri mynd sést að túlkun Nolde á fæðingu Jesú er mjög frábrugðin fyrri tíma m}mdum. María heldur á baminu uppréttum örmum og virðir það fyrir sér og Jósef stend- ur íbygginn hjá. Þetta er stund þeirra þriggja og engir utanaðkomandi koma þar við sögu. Rússnesk-franski málarinn March Chag- all (1887—1985) var gyðingur en fékkst það mikið við viðfangsefni, sem tengjast trú kristinna, að reist hefur verið sérstakt safn yfír trúarlegar myndir hans i Nice í Frakk- landi. Mynd hans Fæðingin (sjá mynd) frá árinu 1910, hefur löngrum verið notuð sem dæmi um kristin áhrif í myndum Chagalls og annarra listamanna, sem ekki eru kristn- ir. Har.n hefur sagt frá þessari mynd í ævisögu sinni og segist þar vera að túlka það sérstaka andrúmsloft sem fylgdi þeim atburði er yngsti bróðir hans fæddist. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá Fæðing Jesú. Mynd frá 1420-30 eftir Þjóðverjann Meister Franke. Nú í Kunsthalle í Hamborg. tengsl milli þessarar myndar og hefðbund- inna mynda af fæðingu frelsarans. Hirðam- ir og kýrin eru í bakgrunni, faðirinn (Jó- sef?) undarlega á skjön við það sem er að gerast og yfír allri myndinni sérstakur blær sem tengir hana helgimyndum. Chagall sleppir þó flestu því sem er sérstakt í tákn- máli kristinna manna og hefur því myndina yfír sértækar túlkanir. Íslenskir myndlistarmenn hafa lítið feng- ist við að gera myndir sem túlka fæðingu Jesú nema um sé að ræða mjmdskrejrtingar í bókum. Hringur Jóhannesson listmálari gerði mjmdir i bók hans og Áma Bjömsson- ar, „í jólaskapi", og er ein þeirra prentuð hér. Mynd þessi er í senn nútímaleg og sfgild. María og vitringamir þrír eru klædd á þá vísu sem tíðkast í gömlum mjmdum, staðurinn gæti eins verið fjárhús og hvað annað og jólastjaman sendir geisla sína inn um gluggann. Einfaldleiki og látleysi mynd- arinnar ljær henni þó nútímalegan blæ og listamaðurinn fellur ekki í þá gildru að hlaða hana táknum, sem eru nútímafólki fram- andi. Hún fellur því vel að trúarvitund Is- lendinga nú á dögum, sem einkennist frem- ur af látleysi og innri trú en skrauti og jrfirborðsmennsku. Höfundur er listfræðingur og dagskrárfulltrúi hjá Ríkisútvarpinu. Aðalheimild: „Jesu Uv i konsten“ eftir Patrik Reuterswárd. Mynd: Jón Oskar. SIGURÐUR PÁLSSON Vatnsberinn Einhvem tíma milli nætur og dags eða dags og nætur kemur hann til okkar alveg óvænt Vatnsberínn sárþyrsti Kemur hann á Iíðandi stundu Eða hver man ekki kvalræði á hótelherbergi á efri hæðum við lestarstöðina þúsundrásasýn í blindu sjónvarpinu gluggatjöldin auka á hrollinn Eða hver man ekki haust við nyrsta haf hlustað var eftir huggun í skini næturíjóskastarans tárvotum augum rennt yfir óhuggandi haf sem enga huggun veitti þúsundárasýn í öðru auganu blindu Eða var það kannski í brennandi hitanum undir stráþaki sólhlífar við bylgjuiðandi strönd brennandi Ijós í gulum sandinum lítill skuggi og óráð Og þá er hann skyndilega mættur vatnsberinn sárþyrsti Eða þá þeysireið á þreyttum löðrandi hestum að ná í Ijósmóður litbrigðafjöll á stöðugri hreyfingu þjóð á löðrandi hestum að koma brýnum boðum til skila að ná skipi að komast af í þúsund ár Og vatnsberinn sárþyrsti skyndilega mættur Eða kannski löngu síðar á beiskasta síðdegi vonleysisvetrar í Pére-Lachaise kirkjugarðinum eða var það kvalræðið í úthverh Moskvu 1 / titrandi ramma falinnar tökuvélar eða kvalræði um miðja tvístraða nótt á miðju fertugasta og öðru stræti New York eða Lima var það í Lima? Já Þar og annars staðarjá Ovænt Milli nætur og dags Kemur hann til okkar Á hverri líðandi stundu Vatnsþerinn sárþyrsti Höfundur er skáld í Reykjavik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.