Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 3
Mynd: Magnús Kjartansson. MATTHÍAS JOHANNESSEN Gísli kveður hvít eru sólskin svo hvít eins og blá fjöllin sem rista í rökkrið með Ijá geisladagsmorgun er marauð vor jörð hvít sigla skerin og hverfa út fjörð rignir nú blóði og rökkvast við él augu þín mávar og minningin hel, geisladagsmorgun er minningin sár blóðugur himinn og hvassbrýndur ljár augu þín mávar og minningin hel rignir nú blóði og rökkvast við él geisladagssólin er sölt eins og blóð frá hug þér til hjartans er hélufallsslóð hjarta þitt, Auður, ber hug þinn til mín geisladagssólin er sóldöggin þín nú falla mín vötn í einn fjörð þar sem grá feigð mín er skip og festar þess strá geng ég í jörðu en Grásíða ber því vitni þín hefnd var minn hugur hjá þér. Kvaeði þetta er úr nýrri Ijóöabók eftir M.J. sem út er komin á forlagi Almenna bókafélagsins. Þetta er þrettánda Ijóðabók skáldsins og heitir Dagur af degi. mmmmmm—mmmmmmmammm LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.