Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 37
Hús við Lindargötu í Reykjavík. Olíumálverk eftir Alan Sorrell, brezkan listmálara, sem málaði hér á landi 1938. Málverk- in frá íslandi, sem hér eru birt, keypti Mark Watson á sýningum og arfleiddi síðan hjónin Önnu Snorradóttur og Birgi Þórhallsson að þeim og eru þau nú á heimili þeirra. vinar. Þótt kynnin væru orðin löng, eða rúmir fjórir áratugir, var aldrei rætt um einkamál hans. Hann var fámáll um sjálfan sig og fjölskyldu sína, eins og algengt er meðal Breta úr yfirstétt. Mark Watson var vel menntaður og hafði numið við bestu skóla Bretlands og einnig á meginlandinu, einkum í París. Hann talaði reiprennandi frönsku og allgóða þýsku. Fyrir heimsstyij- öldina var hann í utanríkisþjónustu lands síns, bæði í París og Washington. Hann ferðaðist víða um heim og hafði mikinn áhuga á listviðburðum af margvíslegu tagi. Oft fór hann til höfuðborga meginlandsins til þess að sjá og heyra það helsta sem var að gerast á sviði lista. A hvetjum vetri fór hann til Sviss til að stunda þar skíðaíþrótt- ina sem hann hafði mikla ánægju af. Fyrir styijöldina 1939-45 átti hann forngripa- verslun í New York, og löngu síðar, eftir að hann var aftur fluttur heim til Bretlands — en hann var búsettur í Kalifomíu á sjötta áratugnum — rak hann verslun um skeið í South Kensington í Lundúnum og seldi ein- vörðungu foma muni, sem hann keypti í Bretlandi. Greinarhöfundur var í Lundúnum, þegar sú verslun var að komast á laggim- ar, og þótti mikið til um, hve allt var þar gert af miklum og góðum smekk og nostur- semi. En smekkvísi og nákvæmni á öllum sviðum var mjög einkennandi fyrir þennan mann. Hann var t.a.m. svo stundvís, að þeir sem ekki þekktu hann lentu stundum í vandræðum. Hjá honum var klukkan tvö nákvæmlega sá tími, en hvorki fimm né fleiri mínútum meira eða minna. Ýmsum þótti þetta ganga full langt, en þannig var maðurinn, og miðnætursól vildi hann sjá klukkan tólf á miðnætti en alls ekki tíu eða tuttugu mínútum fyrr! Mark Watson var hár maður og grannur með jarpt hár á yngri árum. Hann var skemmtilegur, víðles- inn og hámenntaður, en sumum þótti hann nokkuð sérvitur, og víst er um það, að hann var ólíkur flestum mönnum sem ég hefi kynnst og sérvisku hans kunni ég ágætlega við. SJÁ SKÓGAFOSS OG deyja Eitt sinn kom hann hér með háaldraðan vin sinn frá Bretlandi. Daginn eftir komuna ók hann með gamla manninn í leigubíl aust- ur að Skógafossi og sendi síðan gest sinn heim til Englands með næstu flugvél. Þegar við höfðum orð á því, að dvölin hefði verið í styttra lagi hjá blessuðum gamla mannin- um svaraði Mark: „Ég gat ekki hugsað mér að hann dæi, án þess að sjá Skógafoss." Þessa merka manns hefir verið minnst í nokkrum tímaritum og bókum, m.a. „Á SÖGUSLÓÐUM", sem Menningarstjóður gaf út árið 1969, en þar ritar Haraldur Hannesson um W.G. Collingwood og segir þar nokkuð frá Mark Watson. í þessari umfjöllun segir Haraldur svo frá, að í skýrslu Þjóðminjasafns það ár hafi verið talað um málverkagjöf hans til safnsins sem ein- hveija hina mestu, sem safnið hefði nokkru sinni fengið. Fyrsta Íslandsferðin Mark Watson kom hingað til lands fyrst sumarið 1937 og í fylgd með honum voru þrír auðmenn, einn þýskur, annar frá Aust- urríki og sá þriðji sænskur. í sumum frá- sögnum um hann og ferðir hans hingað fyrir stríð, hefir verið talað um „Englending- ana“, m.a. í tímaritinu SÚLUM, en þar er margt mishermt. Hið rétta er, að aðeins einn Englendingur var í ferðum hans, 1937 og 38 og það var hann sjálfur. Hásumardag 1937 komu þessir ferðalangar norður til Akureyrar, og þar hófst mikill undirbúning- ur fýrir þriggja vikna ferðalag á hestum um Þingeyjarsýslur. Haukur Snorrason rit- stjóri, sem var afburða enskumaður, réðst sem túlkur og fylgdarmaður í þessa ferð og varð upp frá því náinn vinur og aðstoðar- maður Marks Watson meðan hann lifði, eða til vors 1958. í bréfi, sem Mark skrifaði mér að Hauki látnum, segir á einum stað: „For me Iceland will never be the same without Haukur." (Fyrir mig verður ísland aldrei það sem það var, án Hauks.) Vel man ég sumardaginn, þegar Haukur bróðir minn kom heim með þennan hávaxna útlending, en við vorum þá bæði enn í foreldrahúsum á Akureyri, og móðir okkar bar gestinum kaffi og pönnukökur. Oft síðar í lífinu minnt- ist Mark þessa dags og sagðist aldrei gleyma fyrstu kynnum sínum af íslensku pönnukök- unum. Gaman hefði verið að eiga á kvik- mynd, þótt ekki hefði verið nema upphaf ferðarinnar, þegar tuttugu trússahestar, hestamenn og fimm glæsilegir og vel ríðandi menn lögðu af stað upp Vaðlaheiði. Það var mikil lest og ógleymanlegt á að horfa. AFBURÐA LJÓSMYNDARI Þetta sumar hafði Mark Watson með- ferðis geysigóðar myndavélar og tók mikið af ljósmyndum víða um land. Það voru ekki aðeins þessi góðu tæki, sem skiluðu árangri, heldur var maðurinn sjálfur frábær ljós- myndari og hafði næmt auga og listrænt innsæi til þess að taka óvenju góðar mynd- ir. Hann tók einnig kvikmyndir í þessri fyrstu ferð en svo illa tókst til, að þessar filmur glötuðust hjá landa okkar, sem fékk þær að láni og skilaði aldrei aftur, en Mark gerði ítrekaðar tilraunir til þess að hafa upp á þeim, án árangurs. Hann lagði að mestu niður ljósmyndun, og ekki er mér kunnugt um, að hann tæki ljósmyndir á íslandi að neinu ráði í öllum sínum mörgu ferðum til landsins, nema þetta eina sumar, þótt svo kunni að hafa verið þau ár sem greinar- höfundur var búsettur erlendis (1952-58). Eftir heimkomuna hélt hann sýningu í Lond- on á úrvali mynda úr þessari fyrstu íslands- ferð, og voru Ingiríður þáverandi krónprins- essa Danmerkur og Friðrik þáverandi Dana- prins, síðar konungshjón Danmerkur, við opnun sýningarinnar. Hauki, túlki sínum, sendi hann úrval stækkaðra ljósmynda í tveimur forkunnarfallega gerðum bókum, og hafði Haukur þær með vestur til New York á Heimssýninguna 1939, þar sem þær voru til sýnis í íslands-deildinni, og þar voru kvikmyndir hans einnig sýndar. Ferðalög Og Frekari Kynni Sumarið 1938 kemur hann hér öðru sinni, en þá er aðeins einn gestur með í för, Bo Nisbeth, sænski félagi hans frá fyrra sumri. Þetta sumár kynntist ég Mark Watson bet- ur og frá þeim kynnum spratt vinátta sem entist ævilangt, þótt stundum væri vík milli vina. Hann heimsótti okkur hjónin, þegar við vorum búsett í Kaupmannahöfn, marg- oft vorum við gestir hans í Lundúnum, bæði í borginni og í sveitinni þar sem hann átti yndislegan bústað, og á Islandi ferðuðumst við með honum ótal sinnum og fórum marg- ar skoðunarferðir víða um land. Það var alltaf tilhlökkunarefni að ferðast með Mark um landið, sem hann dáði mjög. ísland átti sérstakan sess í hjarta hans, og við brostum stundum, þegar hann hélt því fram, að allt væri best á Islandi. Þegar hundrað ár voru liðin frá því að William Morris ferðaðist hér á landi, fórum við í boði Marks í fótspor hans. Var þá ekið víða um Borgarfjörð, Snæfellsnés og Dali. Önnur ógleymanleg ferð var í Herðubreiðarlindir og Öskju, en þessi enski aðalsmaður var aldrei hrifnari en þegar við vorum komin í óbyggðir eða inn í einhvern afdal þar sem fjallakyrrðin ein ríkti. í ferðalagi um Austurland heim- sótti hann sveitabæi, sem hundar hans voru ættaðir frá, og margar skoðunarferðir voru farnar og gist á Hallormsstað, en þar kunni hann alltaf mjög vel við sig. Hvergi sagðist hann hafa fegið betri sveskjugraut en þar! Ýmsar skoðunarferðir voru farnar þetta sumar frá Akureyri, m.a. flugferð til Grímseyjar, sem sagt var frá í útvarpi, þeg- ar 40 ár voru liðin frá þeim atburði, sem var sögulegur sökum þess, að það var í fyrsta sinn að flugvél lenti við Grímsey. Flugstjóri í þeirri ferð var Agnar Kofoed Hansen. En aðalferðalagið þetta sumar var eins og hið fyrra nokkurra vikna ferð á hestum. Að þessu sinni var farið austur um sveitir og alla leið austur fyrir Vatnajökul, til Homafjarðar og þaðan að Kirkjubæjar- klaustri. I þeirri för var Örn Snorrason kenn- ari á Akureyri túlkur, og kunni hann marg- ar skemmtilegar sögur að segja, þegar heim Lesbók/Árni Sæberg. Vetur í Esju. Málverk eftir Kristján H. Magnússon (1903-1937). Á Þingvöllum, 1938. Málverk eftir Alan Sorrell. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.