Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 38

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 38
kom. En minningin um eina af þessum stuttu skoðunarferðum sumarið 1938 og sú staðreynd, að fimmtíu ár eru liðin síðan, er í raun ástæða þess að spjall þetta er sett á blðð, enda varð eftirmáli all merkilegur, sem síðar verður vikið að. SUMARIÐ 1938 Ferðin til íslands sumarið 1937 varð til þess að Mark Watson tók slíku ástfóstri við landið, að hann beið ekki boðanna og er kominn til Akureyrar hásumardag árið eftir ásamt Bo Nisbeth, eins og fyrr var nefnt. Haukur Snorrason var enn sem fyrr túlkur og umqónarmaður með öllum ferðum og annarri þjónustu. Sjálfur átti hann óvenju annríkt þetta sumar og gat ekki tekið þátt í skoðunarferðum að ráði en fékk aðra til að hlaupa í skarðið. Dag nokkum í blíðskap- arveðri kemur Haukur að máli við greinar- höfund og biður mig að fara til Skagafjarð- ar með þeim félögum og reyna að segja frá því markverðasta á leiðinni. Hrædd er ég um að leiðsögumaður hefði fallið á prófí stéttarinnar í dag, en þótt fákunnátta væri mikil gekk þetta vonum framar. Við ókum upp úr hádegi frá Akureyri og hafði Krist- ján Kristjánsson á BSA leigt okkur sinn besta bíl og eftirlætisbílstjóra. Þetta var sólbjartur dagur, hlýr og fallegur. Ekki bar neitt sérstakt til tíðinda á leiðinni en að sjálfsögðu var staldrað við á Víðimýri og kirkjan skoðuð. Það leyndi sér ekki, að Mark Watson varð yfír sig hrifínn af gömlu kirkjunni, sem hann hafði þó séð árið áður. Síðla dags komum við til Sauðárkróks og gistum á Hótel Tindastóli. Kvöldið á Sauðár- króki var undurfagurt, og þessir erlendu gestir nutu þess að ganga meðfram sjónum . og horfa á Skagafjörðinn baðaðan kvöldsól. Þá bættust nokkur orð í enskuforða fylgdar- manns, lýsingarorð flest og öll til að dásama fegurð nattúrunnar. ÍHeimsóknHjá Skólasystur A Sauðárkróki átti ég skólasystur úr MA, Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, og var ákveð- in i að líta til hennar, áður en við færum að sofa og sagði þeim félögum frá því. Hafði ég í huga að fá fréttir hjá heima- fólki, hvort ekki væri einhver staður í grenndinni, sem gaman væri að sýna þess- um eriendu gestum á leið heim til Akur- eyrar næsta dag. Mér var íjarska vel tekið á heimiTi Sigurbjargar og er ég spurði föður hennar, hvort hann gæti bent mér á ein- hvem sérkennilegan eða áhugaverðan stað til að sýna þessum mönnum og sagði hon- um, að Mark Watson hefði mikinn áhuga á fomminjum hvers konar, svaraði hann að bragði: „Blessuð góða, farðu með hann í Glaumbæ." Maður þessi var Guðmundur Sveinsson fuiltrúi hjá Kaupfélagi Skagfírð- inga, þegar þetta var. Eg er honum þakklát enn í dag fyrir ábendinguna, og aldrei datt mér i' hug að þessi stutta heimsókn ætti eftir að hafa jafn afdrifarík áhrif og raun varð á. Guðmundur lýsti fyrir mér, hvar fara ættii út af veginum til þess að komast niður að Gláumb'æ, og ég kvaddi glöð og hlakkaði til morgundagsins. Næsta morgun komst ég í kynni við hafragraut, þykkari og meirí um sig en ég hafði áður þekkt! Oft síðar í lífínu áttum við Mark vinur minn eftir að brosa, þegar þetta var rifjað upp. Fyrst var mjólkin borðuð með skeið allt í kringum grautarfjallið, en þegar þeir félag- ar höfðu lokið snæðingi, og leiðsögumaður sat enn með skelfíngarsvip yfír diski sínum, segir Mark: „Eat your porridge" (Borðaðu grautinn þinn). Þá varð ég að játa, að mér væri það um megn. „Skipaði ég þér virki- lega að éta grautinn," spurði hann eitt sinn, og við hlógum dátt að þessu, en ég skamm- aðist mín alltaf svolítið fyrir að hafa verið svo vandlát á grautinn. ÍGLAUMBÆ Það sem gerðist næsta dag líður greinar- höfundi seint úr minni. Eg hafði sagt bílstjóranum okkar að beygja út af þjóðveg- inum, þegar við kæmum á móts við Glaumbæ, án þess að hafa til þess nokkra heimild eða segja frá því, hvað til stóð. „Hver hefír beðið um að hér sé beygt út af þjóðveginum," spurði Mark, þegar bílstjórinn okkar breytti stefnu. Þá greip leiðsögumaður til einnar af fáum setningum, sem tiltækar voru: „Just wait and see“ (bíðið bara og sjáið) og vonaði, að það dygði. En ekki var gesturinn ánægður með þetta tiltæki og kvaðst hafa ætlast til að farið væri beinustu leið til Akureyrar. Við sátum hljóð fáeinar mínútur en svo var ekið í hlað á Glaumbæ. Þarna stóð þessi merki bursta-bær, fallegur í sumarsólinni og virðu- legur þrátt fyrir fátæklegt útlit og töluverða hrörnun. En grasið á þökunum var grænt og margir samhliða stafnar blöstu við aug- um. Er skemmst frá að segja, að þama urðu kærleikar við fyrstu sýn. Mark Watsón hvarf inn í bæinn, kom að vörmu spori aft- ur út til okkar og sagði óðamála, að við skyldum halda ferðinni áfram til Akur- eyrar, því að hann ætlaði að dvelja hér það sem eftir væri dags og reyna að fá gistingu næstu nótt. Áð svo mæltu hvarf hann aftur inn í bæinn. Bo Nisbeth, sem þekkti hann betur en ég, tók mig afsíðis og sagði að við skyldum fara í gönguferð, hann myndi jafna sig. Og það gekk eftir. Þegar við komum aftur úr langri göngu, stóð vinur okkar á hlaðinu, fáorður en tilbúinn til að halda för áfram til Akureyrar. Peningagjöf Sem Varð Upphaf Minjasafns Sagan gæti endað hér, en það sem á eft- ir fyigdi er þó kjaminn. Mark Watson vildi kaupa Glaumbæ og hafði áform um að end- urreisa hann í upprunalegri mjmd og gera að safni. Þetta sagði hann mér Iöngu síðar. Þegar til átti að taka var bærinn ekki fal- ur. Næst gerist það, að þegar hann er kom- inn heim til Bretlands síðsumars, ákveður hann að senda tvö hundruð sterlingspund til íslands, svo að heíja megi viðgerðir á Glaumbæ. Þetta var mikið fé árið 1938, og ég held að ekki verði um það deilt, að gjöf- in frá Mark Watson skipti sköpum, hvað varðar örlög gamla bæjarins, sem nú er meðal fallegustu minjasafna landsins. Hann ætlaði að koma sumarið eftir og fylgjast með framkvæmdum, en þá vom styijaldar- blikur á lofti, og ekki varð úr þeirri ferð. Það gladdi hann til æviloka að fylgjast með því, hvemig mál þróuðust í Glaumbæ. Hann kom þar nokkrum sinnum og hafði orð á, að vel hefði til tekist. Höfundurinn hefur ritaö í blöö og tímarit áratug- um saman og samiö útvarpsefni, bæði fyrir börn og fulloröna. Hún starfar nú aö útgáfumál- um við eigiö fyrirtæki. Ljósmynd/Birgir Þórhallsson. Við opnun á sýningu í London á Ijósmynd- um úr ís- landsferð- inni 1937. Friðrik krónprins, Ingiríður krónprins- essa, síðar konungs- hjón Dan- merkur, og Mark Wat- son. Mark Wat- son á ferða- lagi um Þingeyjar- sýslur, 1937. VIÐFÓRUMSTÁMIS Á útmánuðum 1979 var greinarhöfundur nokkra daga í París að heimsækja tvö upp- komin böm við nám. Ákveðið hafði verið að fara heim um London og höfðum við Mark skrifast á um að hittast, en hann var þá önnum kafinn við að hafa upp á gömlum myndum frá íslandi í ýmsum söfnum í Lund- únum. Vegna yfirvofandi verkfalls heima á Fróni varð breyting á áætlun óumflýjanleg, og flaug ég til Lúxemborgar og þaðan heim. Fáum dögum síðar barst fréttin um lát hans. Hann hafði látist í svefni. Þetta voru mikil sorgartíðindi og það hryggði mig lengi að hafa ekki getað fundið hann í London að þessu sinni, eins og um hafði verið samið. En hér varð engu breytt. Horfínn var mik- ill Islandsvinur, merkur maður og góður fjölskylduvinur í fjóra áratugi, maður sem endalaust hafði tilbúna handa okkur að- göngumiða á bestu tónleika og leikhús, fylgdi okkur um konungleg söfn og veitti rausnarlega, hvort heldur var í borginni eða sveitinni. Nú var hann skyndilega horfinn og ekki væntanlegur til Islands framar. Minningar einar eftir. Kannski var það eng- in tilviljun, að morguninn, sem komið var að honum látnum í heimili hans í Eaton Place í Lundúnum, sat greinarhöfundur inni í hinu mikla guðshúsi Notre Dame í París og lét hugann reika án þess að eiga þar' nokkurt augljóst erindi. Skrifað í september 1988. TRYGGVI V. LÍNDAL Hvarf hljóm- sveitarinnar Stórsveit Glens Millers hersveit sveiflunnar yfír Ermarsundi 1944: Gráar bárur skvetta hælum. Drunur silfurlitra hreyfíanna einsog þægilegar básúnur. Eftirvænting og leiði ríkja er fíugvélin nálgast hvarfið. Talstöðvarsamband rofnar er flugvélin sogast með brestum upp í gegnum hretið, flugstjórinn brosir einsog barn. Þau skoða gullspangargleraugun og gljástrokið hár MiIIers, stijúka víð gljáfötin og horfa í augu manneskjunnar sem er að breytast í vaxmynd á himnum. Við erum yfirgefnir (í tilefni brotthvarfs Rómverja frá Bretlandi árið 419) Þið hafíð yfirgefíð hofín og hráslagalegan Norðurmúrinn. Evrópa er einsog rúst því rústarinn mikli er farinn. Aldrei trúðum við Atlasi til að hlaupast af stalli. Við erum einir: Hórumar komnar á vergang, hundar Rómvetja á flæking. Vegimir eru að hyljast grasi, vatnsveitumar verða mýrarfen. Bömin tala keltneskuskotna latína. Bækumar liggja ólesnar. Hugleiðingar Lúkretíusar, Árelí- usar; hver vill stunda heimspeki þegar ósiðaðir ættingjar þiýsta á borgarhliðið, vilja uppræta Londinium. Hvar eru skattpínendumir sveittu með framrétta blikandi hjálma, talandi mælska latínu, með ennþá mælskara stuttsverð? Við erfðum við þá skattgjaldið, stungum kominu undan en fengum í staðinn vernd gegn uppivöðslusömum heiðingjum. Aldagömul vinátta reyndist þó einsog upprifínn tjaldhæll þegar Rómaborg veinaði. Höfundur er þjóöfélagsfræöingur. fc 38

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.