Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 19
ir. Menn komu til að bjarga okkur. Eg man eftir manni í snjóhvítum galla, sem tók mig í fangið. Gallinn varð alltaf rauðari. Jens bróðir missti meðvitund, og lá í dái í fjóra daga. Það var ekki bílfært til ísafjarðar. Kjartan læknir kom hlaupandi úteftir á mannbroddum. Mér fannst merkilegast stór hringur sem hann bar á vísifingri. Þarna komst ég í fyrsta sinn í útvarpið. Kjartan lét vita af slysinu, en var svo nærgætinn, að segja að við hefðum farið að leita kinda. kvöldið. En þetta var einsog „pissa í skóinn sinn“, allt komst auðvitað upp, og ég var ekki beðinn um að „taka niður“ fréttirnar oftar! Svo var dansæfing annan hvern laug- ardag. Með grammófón. Þegar stóru krakk- arnir voru öll komin í vangadans, kom skóla- stjóri, stoppaði fóninn, og allir urðu að fara í sæti sín og byija upp á nýtt. Þetta endur- tók sig 3—4 sinnum á kvöldi. Ég var svo lítill, að ég náði ekki að vanga neina. Einn stóru strákanna átti flösku af hárspíra, við fegum allir fínt í hárið hjá honum. Það var því sterk angandi lykt á þessum böllum." Steindór og Margrét í hlutverkum sínum í leikriti Leikfélags Reykjavíkur, Und- ir heillastjörnu, fyrsta leikritinu, sem þau léku saman í. Steindór (lengst tilhægri), Brynjólfiir Jóhannesson ogErna SigurleifsdóttiríleikritiSteinbecks, Mýsogmenn, um 1953. að vera að tæta sig í sundur, og byggja upp á nýjan leik. Kafa ofaní sálina, og skapa persónu, sem einhver annar hefur búið til. En þegar leikari hefur náð valdi á persónu — er það þá ekki hans eigin sköpun? „Mér er illa við viðtöl," segir Steindór, „um hvað viltu tala? Eigum við að tala um líf mitt og starf eða eigum við að bjarga heiminum?" „Bjarga heiminum?" „Já! Hafa ekki allir einhvemtíma haft gloríu, um að bjarga heiminum?" En við ætlum að tala um líf hans og starf, enda hlýtur líf hvers að miðast við að bjarga sjálfum sér og þarmeð örlitlu broti af heiminum. Hægt og varlega fær- ist Steindór nær leikaranum, en þá er klukkan orðin svo margt að ég ákveð að fara tfl Grikklands, og hann austur að Flúðum að dytta að sumarbústað. Við hittumst aftur í vetur í garðhýsinu og skammdeginu. Það er kertaljós, og glóð- volgar vöfflur með rjóma, hjá Grétu eigin- konu Steindórs. Það er Margrét Ólafs- ' dóttir leikkona. ÆVINTÝRIMEÐ BRODDSTAF „Ég er fæddur í Hnífsdal. Ég var í barna- skólanum, sem fauk. Ég var samt ekki í honum þegar hann fauk. Við erum fimm systkinin. Pabbi var sjómaður og fiskmats- maður. Og hafði kindur. Móðir mín var mjög ljóðelsk og ég las oft upp fyrir hana. Það var hún sem hvatti mig mest þegar ég var komin með þau áform að verða leikari. Ég veit ekki hvaðan sú hugmynd kom. Æth hún hafi ekki_ hreiðrað um sig. Við lékum í skólanum. Ég gat hermt eftir Jóni ' Auðuns og Haraldi Björnssyni. Það þótti ágætt. Mikið var hlustað á útvarpsleikrit. Við systkinin vorum látin þvo okkur, sett- umst inn í stofu og alit fór fram eins og helgistund. Þegar ég var yngri, ætlaði ég að verða skipstjóri, mikill aflakóngur. Þá kom í ljós hvað ég var alltof nærsýnn; ég sá aldrei baujuna. Þá var sá draumur búinn. Ein sterkasta bernskuminning mín er þegar við tveir bræðurnir, og vinur okkar, fórum í fjárhúsið að hreinsa. Það var vetur og gler- hált. Við höfðum komist yfír broddstaf og eftir að hafa rekið féð á fjörubeit, létum við til skarar skríða. Fórum upp í íjallið Bakkahyrnu, fyrir ofan þorpið. Við vorum komnir nokkuð hátt upp, og broddstafurinn dugði vel. í fýrsta gilinu var mikill snjór, við ákveðum að renna okkur niður. Vinurinn með broddstafinn á undan, við bræður á eftir. Eftir það man ég lítið. Viryjr okkar komst heim en kom ekki upp orði, gráti nær. Svo heyrðist grenjið í mér langar leið- Leiklist Ekki Talið LlFIBRAUÐ „Ég var í Gagnfræðaskólanum á ísafirði, þar réði ríkjum sá merki skólamaður og pólitíkus Hannibal. Síðan gerðist ég kenn- ari í Súðavík einn vetur aðeins 17 ára. Ætlaði í Kennaraskólann, og taldi sniðugt að hafa lifibrauð af kennslu, með leikara- starfinu. En þá datt engum í hug að hægt væri að hafa leiklist sem aðalstarf. Á sumr- in var ég á sjó, fýrst sem smápolli á triliu með pabba og bræðrum mínum. Svo á drag- nót og línu á stærri bátum. Svo fór ég suð- ur. Hætti við kennaranámið en fór að vinna á Eyrinni. Mér er minnisstætt, þegar verk- stjórarnir voru að koma og pikka út verka- menn til starfa. En ég reyndi að komast inn í leiklistarskóla Lárusar Páls, sem var sá eini í landinu. Komst að síðustu á upplestr- arnámskeið hjá Lárusi, og svo í skólann haustið 1946, og fékk þá líka vinnu í Lands- bankanum. Ég gerði tvær tilraunir til að mæta í skólatíma, en sneri við á tröppunum vegna feimni. Sá svo, að við svo búið mátti ekki standa. Skóiinn hófst þegar vinnu i bankanum lauk, og stóð til klukkan sjö. Þá tók við vinna í leikhúsinu, smáhlutverk og statistarullur, þegar á leið. í skólanum voru m.a. Árni Tryggvason, Rúrik, Bryndís Pét- urs, Ragnhildur Steingríms, Margrét Magn- úsdóttir og Soffía Karls. Það voru góðir kennarar við skólann og Lárus einstakur listamaður og leikstjóri. Fyrsta hlutverk mitt hjá LR var svo „Klukkusveinninn“ í Skálholti Kambans, þ. 21. nóv. 1947. Þar á eftir komu ýmis smærri hlutverk, m.a. í Hamlet og Galdra-Lofti. Svo kom að því að Þjóðleikhúsið tæki til starfa. Eftir ára- mótin 1949 var ekkert leikið í Iðnó, flestir fóru að æfa opnunarleikritin þrjú „uppfrá", og ég var með í þeim öllum. Það voru stór- ir dagar og aldrei gleymi ég vígsludegi Þjóð- leikhússins. £á var ég búinn að kynnast konuefninu; hún var ung stúlka í Leiklistar- skólanum. Næsta hlutverk var stórt og skemmtilegt „Pabba“, fyrsta gamanleik Þjóðleikhúss- ins. Þar brilleraði Andrés Andrésson og Inga Þórðardóttir. Ég fékk mánaðarfrí í bankanum til að læra rulluna, fór heim í Hnífsdal. Það voru dýrðardagar í foreldra- húsum þann tíma. Ég orðinn „prófessional" leikari, sól og blíða fyrir vestan og stórt hlutverk að læra.“ Málverkum Sagt Frá Barnsfæðingu Við Gréta fórum að gera áætlanir um að komast utan til frekara náms. En þá Steindór og Ólafur Ragnarsson í sam- tali við Roger Moore (Dýrlinginn) fyrir nýstofhað íslenzkt sjónvarp, 1967. Slysið gerðist rétt fyrir jól. Við gátum ekk- ert dansað á jólaballinu. Hjálpræðisherskon- ur báru okkur í kringum jólatréð. Síðan hefur mér alltaf þótt vænt um hjálpræðis- herinn. En broddstafurinn fékk að sigla sinn sjó, hann var sökudólgurinn að okkar viti. Bundum hann við stóran stein, þó hann væri úr járni, og létum hann detta fram af háum kletti, beint í sjóinn.“ \ Rússar á Heimleið í Reykjanesi „Ég fór í Héraðsskólann við Djúp, 13 ára. Þar var fólk á öllum aldri og þroska- stigi. Ég var langyngstur allra og naut þess. Aðeins eitt útvarpstæki var í skólanum, í íbúð skólastjóra. Skipst var á að skrifa nið- ur fréttir og lesa þær fyrir hópinn. Það var vandi að fá heila brú í þær, ef þulurinn las hratt. Rússar höfðu ráðist inn í Finnland, og Finnar voru okkar menn. Þegar röðin kom að mér, mistókst mér hrapallega, fékk engan botn í fréttirnar, svo ég brá á það ráð að tilkynna að Rússar hefðu gefist upp og væru allir á heimleið. Það varð mikill fögnuður og ekki þörf á fleiri fréttum það LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.