Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 17
Á þessari þverskurðarteikningu af Metrópolitan óperuhúsinu sést inní áhorfendasalinn e/sí til hægri, sviðið með sviðsmynd og leikurum og síðan þrjú tilbúin leiksvið, tvö til hliðar og eitt fyrir aftan. Viðþáttaskil erþeim rennt inná aðalsviðið. Leikmyndin sýnir, að hér er um að ræða uppfærslu á óperunni La Giaconda. öld, hefur gegnt þessu mikilsverða embætti (1957—69) og er nú „lárviðarstjómandi til lífstíðar". Hinn er núverandi hljómsveitar- stjóri, Zubin Mehta, sem er Indveiji og vant- ar aðeins lítið til að jafna starfsaldursmet Bemsteins. Á öldinni sem leið átti Fílharmoníuhljóm- sveitin athvarf á ýmsum stöðum neðarlega á Manhattan-eyju, um og neðan við 14. stræti, þar til stórhúsið Camegie Hall á 57. götu var tekið í notkun árið 1891. Upp úr þvf varð hljómsveitin aðalleigjandi í því húsi og þóttist í rauninni komin á græna grein. Hljómburður í salnum þótti svo góður, að þegar greinarhöfundur var þar tíður tón- leikagestur á fimmta áratugnum var haft fyrir satt að ekki væri lagt í þá áhættu að láta mála húsið — og var þó full þörf á — af ótta við að hljómburðurinn breyttist. En aðbúnaður hljómsveitarinnar mun ekki hafa verið til fyrirmyndar. Þetta fræga hús hafði í marga áratugi verið æðsta takmark þeirra tónlistarmanna sem hæst höfðu stefnt. Sá sem hafði haldið tónleika í Camegie Hall hafði með því einu öðlast vissa viðurkenningu sem ekki fékkst öðruvísi. En rekstur hússins hafði ekki ver- ið ábatasamur að sama skapi og þar kom að eigendumir ákváðu að það skyldi jafnað við jörðu þegar leigusamningur Fílharm- oníusveitarinnar rynni út 1959. Þetta hefur líklega ráðið úrslitum um að Fílharmoníu- sveitin fór í Lincoln Center. Annað mál er svo það að Camegie Hall stendur enn, og dettur víst engum í hug lengur að það hús verði rifið. Samtök áhuga- manna undir forystu fiðluleikarans Isaacs Stems komu því til leiðar að borgin keypti bygginguna og varðveitir hana. Hún gegnir enn sínu gamla hlutverki, og þrátt fyrir til- komu Lincoln-miðstöðvarinnar — eða kannske einmitt vegna áhrifa hennar í menningarlífinu — em þar daglega haldnir tónleikar, og enn sem fyrr fyrir troðfullu húsi. Eitt kvöldið í haust langaði mig til að heyra þar sovéska söngkonu. Þar var ekk- ert sæti að fá. — Það sem meira er: Gamla „Borgarmiðstöðin“, sem La Guardia kom á fót á sínum tíma og varð gróðrarreitur Borgarópemnnar og Borgardansflokksins, hefur einnig verið endurnýjuð og þar er líka líf í tuskunum. Svona styðja og efla menningarstofnanir hver aðra ef rétt er að staðið. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. Höfundur er tónskáld í Reykjavík. Séð inn í áhorfendasal- inn af sviðinu í Avery Fisher hall. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.