Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 27
Hinn 3. desembersl. var opnuðyfirlitssýning á verkum frú Hönnu Davíðsson íHafn- arborg, menningar- og listasafni Hafnarfjarðar, í tilefniþess aðþá voruliðin 100 ár frá fæðingu myndlistarkonunnar. Sýningunni lauk 11. desember. Þessiyfirlitssýning var einstæð aðþvíleyti aðþar komu verk Hönnu fyrir almennings- sjónirí fyrsta sinn, utan örfárra mynda sem voru sýndaríglugga Morgunblaðshússins á síðari hluta sjötta áratugarins. Verkin, sem á sýningunni voru, eru öll í einkaeign. Hanna Davíðsson stundaði myndlistarnám íKaupmannahöfn á fyrsta tug aldarinnar, en þardvaldi hún um fimm ára skeið. Hún ermeðal fyrstu kvenna, afíslenskum uppr- una, sem lögðu slíkt nám fyrir sigþar. Eftir hana liggja aðallega andlitsmyndir og blómamyndir unnar með blandaðri tækni. Hanna er líklega þekktust fyrir að hafa myndskreytt skírnarfont ogpredikunarstól Fríkirkjunnar íHafnarfirði, en til Hafnarfjarð- ar fluttist hún árið 1912, er hún gekk að eiga ÓlafV. Davíðsson, útgerðarmann. Hún bjó þar nær óslitið til dauðadags. Hanna Davíðsson, sjálfsmynd. Maríumynd eftir Hönnu. Myndin er máluð á silki. Hljóðlát lista- kona í Firóinum ALD ARMINNIN G Hönnu Davíðsson, f. 1888 d. 1966, sem var meðal hinna fyrstu íslenzkra kvenna til að nema myndlist við Akademíið í Kaupmannahöfn. En þótt hún stundaði listsköpun alla ævina, var hún svo hógvær, að aldrei hélt hún sýningu á verkum sínum og það var fyrst nú á afmælisdegi hennar 3. des. sl. að efnt var til sýningar á verkum Hönnu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Eftir ASTHILDI ERLINGSÐÓTTUR tilefni þess að öld er liðin frá því að amma mín, Hanna, fæddist, langar mig til að minnast hennar. Frá okkar fyrstu kynnum, þegar ég kom heim frá Danmörku 7 ára að aldri, var ég heilluð af henni, þessari sérstæðu og gáfuðu konu. Ég heimsótti hana oftsinnis meðan hennar naut við. Allt- af var jafn gaman að spjalla við hana um alla heima og geima og hlusta á hana segja frá því sem á daga hennar hafði drifið þeg- ar hún var ung, því hún var gædd góðri frásagnargáfu og mikill ævintýraljómi lék um frásagnir hennar. Hún sagði mér frá bemskuheimili sínu og_ þegar faðir hennar ■ kom heim úr ferð frá Ítalíu með spilverkið fína, sem síðan prýddi heimilið, og reiðhjól handa þeim systmm, munir sem hann fyrst- ur manna kom með til landsins. Þess má geta hér til gamans að nú er hljómflutnings- tækið góða frá 19. öld á Bessastöðum. Hún greindi frá mörgu, sem vert og skemmtlegt væri að minnast, en hér gefst ekki tóm til annars en að fara nokkmm orðum um ævi hennar og starf. Hanna var yngri dóttir hjónanna Louise Zimsen, föðursystur Knuds Zimsens, verk- fræðings og síðar borgarstjóra, og Guð- brandar Finnbogasonar, sonar Teits Finn- bogasonar, fyrsta dýralæknis á Islandi. Faðir Hönnu var konsúll og einnig faktor við Fischersverslun, sem var ein helsta versl- un í Reykjavík á ofanverðri 19. öld. Hún stóð þar sem verslunin Geysir er nú við Aðalstræti 2. Yfir versluninni var heimili fjölskyldunnar. Þar fæddist Hanna og hlaut nafnið Johanne Finnbogason. Við andlát Guðbrandar 1899, gaf systir hans, Arndís Fischer, ekkjunni 80 þúsund krónur, sem á þeim tíma var gífurlega há upphæð, og tryggði mæðgunum þar með áhyggjulaust og ríkmannlegt líf. Louise var á sínum tíma talin ein efnaðasta kona landsins. Hún lét reisa myndarlegt norskt timburhús við Stýrimannascíg 15, sem stendur enn. Þá náði lóð hússins langt upp á Landakots- túnið, en þar var gríðarlega hátt mastur, sem Hanna klifraði upp í hvenær sem færi gafst, móður sinni til nokkurrar skapraun- ar! Hanna naut þess að geta skyggnst um, horft til allra átta, ekki síst út á hafið sem alla tíð heillaði hana. Bóklegan lærdóm sinn hlutu þær systur í Landakotsskóla, m.a. hjá pastor Klemp og systrunum. Árið 1905 fluttust mæðgurnar þrjár til Danmerkur. Þar bjuggu þær nokkkurn tíma í Óðinsvéum og síðan í Kaupmannahöfn um 5 ára skeið. Ekkert var til sparað að þær systur fengju notið þeirrar menntunar er hugur þeirra stóð til. Vorið 1910 fluttist Guðrún, systir Hönnu, ásamt manni sínum Sigurði E. Hlíðar, síðar yfirdýralækni, til íslands. Ýmislegt bendir til þess að Hanna og móðir hennar hafi komið nokkru síðar til landsins. Á meðan Hanna dvaldist ytra rættist langþráður draumur hennar; hún fór að læra að mála. Nokkra tilsögn hafði hún fengið í teikningu áður en hún hélt utan. Ekki er að fullu ljóst hvernig námi hennar var háttað, en eitt er víst, að hluti þess fór fram á Akademíunni, því hún minntist oft ýmissa atvika þaðan. Fáeinar mynda hennar frá þessum tíma eru í eigu fjölskyldunnar, m.a. nokkur olíumálverk, þar á meðal sjálfs- mynd sú, sem birtist hér með greininni, auk uppstillinga og ýmissa teikninga. Að minnsta kosti einu sinni á þessu tímabili fór hún til íslands að sumarlagi. Um það vitnar andlitsteikning, dagsett 27. júlí 1908, Reykjavík. Ekki er vitað með vissu hvað Hanna að- hafðist eftir heimkomuna fram til þess að Málverk eftir Hönnu á skírnarfonti í Fríkirkjunni í Hafnarfírði. hún giftist Ólafi árið 1912, utan þess að hún var í hússtjórnarnámi í Kvennaskólan- um í Reykjavík og bjó þá á heimavistinni. Sagt er að hún hafi á þessum árum vakið athygli hvar sem hún fór. Hún var allt að því með austurlenskt yfirbragð; í senn sér- kennileg og glæsileg stúlka, há og grönn, íturvaxin og mjög dökk yfirlitum. Hárið var tekið saman í hnakkanum og svo hrafn- svart, að á það sló blásvartri slikju. Ólafi, sem sagðist oft hafa veitt henni athygli á götum bæjarins, kynntist Hanna á heimili frænku sinnar, Cathincu, sem var systir Knuds Zimsens, og gift Jóhannesi Sigfús- syni, kennara við Menntaskólann í Reykja- vík; þau voru kjörforeldrar Ólafs. Eitt sinn gerðist þar atvik, sem er mjög táknrænt fyrir, hversu ríkt listamannseðlið var Hönnu. Cathinca, sem seldi skólapiltum mat, bað eitt sinn Hönnu að sjá um hádegis- verðinn fyrir sig, því hún þyrfti nauðsynlega LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. DESEMBER 1988 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.