Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 44
Týnast jólin á ferðalagi erlendis? Að detta inn í jólakort Hvítur jólasnjór tengist ímynd jólanna á rómantískan hátt og jólakort sýna oft hvítan snjóheim. Þegar hugsað er til Alpanna um jól, sér maður fyr- ir sér lítil alpaþorp — með snjó- hettur á slútandi þakskeggjum, snævi þaktar Qallshlíðar, snjóa- lög á grænum grenigreinum og heyrir í kirkjuklukkum litlu þorpskirkjunnar hringja inn jólin og klingjandi sleðabjöllur kirkjugesta. En á þessi róm- antiska ímynd eitthvað skylt við raunveruleikann? Asiaug Björnsdóttir hefúr verið með fjölskyldu sinni tvenn jól í aust- urríska Qallaþorpinu Lech. Hvað segir hún um „skíða-jól“ í Ölpunum? Týndi hún jólunum á ferðalaginu erlendis? Að ganga inn í jólakortið Nei, jólin týnast svo sannarlega ekki í litla skíðaþorpinu Lech, sagði Áslaug. Okkur fannst eins og við værum að detta inn í jóla- kort, þegar við ókum inn í snævi þakið þorpið, sem er heillandi, með þorpskirkju og hús í gömlum alpastíl — brúnir trégaflar og slút- andi, snjóhvít þakskegg. Lech er í dalverpi, umlukt fjöllum og skíðabrekkur allt í kring. Þorpið stendur það hátt, að skíðasnjór er öruggur að vetrarlagi. Við mörkuðum til dæmis spor í snjóinn á svölunum, þegar við komum, sem voru enn þegar við fórum — stillan er svo mikil!, Geysistórt skíðasvæði liggur allt í kringum þorpið og þar er hægt að skíða allan daginn, án þess að fara nokkurn tíma í sömu lyftu. í brekkunum má sjá fólk á skíðum allt frá þriggja ára upp í háaldr- aða. Hressir skíðafélagar í skíðaferðalögum er alltaf hresst og skemmtilegt fólk. Sér- stakt andrúmsloft ríkir í brekkun- um og allir eru að „vinna" að því að skíða betur — með meiri leikni — meiri hraða — meiri sveiflum! Maður hitar sig aðeins á heitu „glúhwein" á milli, bjórinn þyngir og þreytir — annars er skíðað allan daginn. Snemma á morgn- ana eru allir komnir upp í brekkur fullir af áhuga og þægileg þreyta eftir útiveru rekur snemma í rúm. Á kvöldin er ánægjuleg tilfinning að vita, að maður hefur afrekað töluvert í líkamlegri þjálfun — gert eitthvað fyrir skrokkinn á sér! Þegar við fórum að tala um jólaferðalag við krakkana og stungum upp á sólarstöðum eins og Flórída eða Kanaríeyjum sögðu þau öll: „Megum við ekki heldur vera hjá ömmu og afa á jólun- um.“ En þegar átti að fara í skíðafrí um jólin vildu allir fara! Og það er stórkostlega gaman að Það var ekki byijað að snjóa, þegar við lögðum af stað í sleða- ferðina. Stórkostlegt að geta sest að fallega skreyttu jólaborði og látið stjana í kringum sig. vera með 10, 16 og 18 ára ungl- inga 4 svona fríi. Eftir skíðin Við fullorðna fólkið nutum þess að setjast á rólegan stað eftir skíðin og hvíla okkur yfir heitu súkkulaði og heitum austurrískum eplakökum. En krakkarnir fóru oft á skauta eða skelltu sér í tenn- is. Þau voru líka fundvís á „diskó- tek“, sem við höfðum ekki hug- mynd um — lítil veitingahús, þar sem þau gátu dansað á skíðaskón- um! Annars beið okkar alltaf sjö rétta kvöldmáltíð og ekkert annað að gera en skella sér í sturtu og laga sig til. Mikil hlaup og streita eru alltaf í kringum jólin heima — innkaup á síðustu stundu og fleira. Ég er í kvenfélaginu Hringnum og þar bætist við undir- búningur á jólamörkuðum. Heil- mikil viðbrigði að geta horfið út úr öllu tilstandinu — þurfa ekki einu sinni að setja í þvottavél — og geta sest að vel skreyttu jóla- borði og látið stjana í kringum sig. Jesúbarnið í skóginum Á Þorláksmessu var skipulögð leit að Jesúbarninu í skóginum, sem flestir tóku þátt í. Það var jólalegt að ganga á milli slútandi grenitrjánna, með brakandi snjó- 1 Áhrifamikil jólamessa á miðnætti Við fiugum í gegnum Amster- dam til Vínarborgar á Þorláks- messu. Á aðfangadag var veðrið eins og á íslenskum sumardegi og ég naut þess að ganga um miðbæinn. Vínarborg er mjög fal- leg, snyrtileg borg með gamlar, tígulegar byggingar og lítið um yfirborðsptjál í jólaskreytingum. Verslanir og bankar voru lokaðir á aðfangadag, en veitingahús opin og töluvert um fólk á gangi. Jóla- Jólí tónlistarheimi Hinn áriegi jólamarkaður í Vínarborg er ailtaf haldin fyrirframan ráðhúsið. Jólin eru friðar- og fjölskyldu- hátíð, en fyrst og fremst hátíð barnsins, sem blundar í sálu hvers einasta manns. I hug- hrifúm jólahátíðar leitar hver maður ósjálfrátt að jólahelgi innra með sjálfúm sér. En oft getur verið erfitt að finna innri frið í kapphiaupinu, sem ríkir við innkaup og undirbúning heima fyrir. Hvernig skyldi það vera að hverfa út úr íslensku jólahaldi og eyða jólunum er- lendis? Að fara í sannkallað jóiafrí! Týnast jólin í öðru um- hverfi eða gefst betri tími til að njóta sannrar jólahelgi, með því að losna við jólaumstangið heima? Ferðablaðið lagði þessa spurningu fyrir islenska ferða- menn — fjölskyldu, sem sólaði sig á Kanaríeyjum um síðustu jól — aðra, sem eyddi jólum og áramótum á skíðum í Aust- urríki og Þórarin Reykdal, sem undi sér við listviðburði Vínar- borgar yfir hátíðirnar. Jól í góðum friði — Ég vil eiga jól í góðum friði. Hérna heima fer of mikill tími í undirbúning og jólin eru alltaf að verða meiri verslunarhátíð, með meiri sýndarmennsku í kringum hátíðahöldin. Eftir að ég missti konuna mína og börnin fóru að heiman, sækist ég eftir því að eyða jólunum annars staðar, segir Þórarinn Reykdal. Ég á líka sér- stakar minningar bundnar við jól- in, þá hitti ég konuefnið mitt úti í Bandaríkjunum, þar sem við vorum bæði við nám. Síðustu jól úti í Vínarborg gáfu mér mikið — þar fann ég frið í sálu minni í gegnum fallega tónlist og fagurt úmhverfi. 44 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.