Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1988, Blaðsíða 8
Fagurterá fjöUum núna FJALLA-EYVINDUR Jóhanns Sigurjónssonar er eitt þeirra fimm íslenskra leikrita sem gjarnan eru nefnd þjóðleg og sígild. Hin fjögur eru þá GALDRA-LOFTUR Jóhanns, GULLNA HLIÐ Davíðs Stefánssonar, SKUGGA-SVEINN Matthíasar Jochumssonar og NÝÁRSNÓTT Indriða Einarssonar. Flestir sem komnir eru til vits og ára telja sig líklega þekkja nokkuð til þessara verka, bæði efnis þeirra og persóna. Samt er það nú svo með Fjalla-Eyvind, sem hér er til umræðu, að heil kynslóð er vaxin úr grasi án nokkurra kynna af þessu verki öðruvísi en þá hugsanlega af bókinni. „Dimmlituð, skoleygð, svipill og ógeðs- leg, “ er samtímalýsing um Höllu Jóhs- dóttur. „BóIugraGnn, toginleitur, nokk- uð þykkari eíri en neðri vör, “ segir sama heimild um Eyvind Jónsson. Teikning Eiríks Smith byggð á þessum lýsingum. ' t\ Hugleiðing um Höllu í FJALLA-EYVINDI Jöhanns Sigurjónssonar sem verður jólaleikrit Þjóðleikhússins að þessu sinni eftir HAVAR SIGURJÓNSSON Fjalla-Eyvindur hefur ekki birst á leiksviði íslensks atvinnuleikhúss síðan leikárið 1966-1967 að Leikfélag Reykjavíkur sýndi verkið, svo að sann- arlega var kominn tími til að Þjóðleikhúsið tæki það til sýninga, en þar verður verkið frumsýnt á 2. jóladag. f Þjóðleikhúsinu hefur verkið ekki verið flutt síðan vígsluárið 1950. ÞJÓÐTRÚ Og RÓMANTÍK Það er næsta auðvelt að draga efnislegan samnefnara milli þeirra verka sem nefnd eru hér að ofan og talin eru okkar helsti leiklistararfur. Efnislega leita þau öll fanga í þjóðsögumar og þjóðtrúna, ýmist annað hvort eða bæði, og öll eru þau rómantísk á þann hátt að þau ýta undir og hampa ósk- hyggjunni, draumlyndinu, hetjudýrkuninni og óraunsæinu sem er sá efniviður er ímynd- unaraflið smíðar úr þjóðsögur og ævintýri. Þá er umgjörð verkanna, málfar og stað- setning í tíma og rúmi btrndin íslensku bændaþjóðfélagi 18. og 19. aldar; þjóðfé- lagsgerð sem sífellt verður meira framandi þeim kynslóðum sem hér vaxa upp. Hvort tekst að vekja áhuga nýrra kynslóða á verk- unum þrátt fyrir þessa annmarka er einnig prófsteinn á hvort þessi verk geti kallast sígild þegar lengra líður. Enn virðist það ekki fullreynt. Tilraunir til að skapa þessum verkum nýja umgjörð, bæði í sjónvarpi og á leiksviði (Gullna hliðið og Skugga- Sveinn), hafa ekki reynst fullkomlega sann- færandi um sveigjanleika verkanna til ferskra túlkana. Um verk Jóhanns Sigur- jónssonar, Galdra-Loft og þó sérstaklega Fjalla-Eyvind, gegnir reyndar nokkuð öðm máli. Þar er á ferðinni mun þroskaðri og metnaðarfyllri leikritun en í hinum þremur sem til eru nefnd. FJALLKONAN Fríð Hvergi verður andstæðan milli þess sem sagan og þjóðtrúin hafa skapað sameigin- lega og svo aftur þess sem rómantísk hugs- un elur af sér, jafn sláandi og í meðhöndlun Jóhanns Sigutjónssonar á sögunni um Fjalla-Eyvind og konu hans Höllu. Segir það sitt um styrk leikrits Jóhanns að sköpun hans á persónum þeirra Eyvindar og Höllu hefur orðið þjóðtrúnni yfirsterkari — Halla stendur flestum núlifandi íslendingum ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum sem hin heil- steypta og göfuglynda kvenhetja er fórnar öllu fyrir ástina. Þannig væri Halla Jóhanns Siguijónssonar verðugur staðgengill fyall- konunnar ef á þyrfti að halda. Sú Halla Jónsdóttir, ekkja á Mið-Vík í Aðalvík á Homströndum, sem heimildir geta um að hafi tekið við Ejrvindi Jónssyni strokuþjófi úr Arnessýslu, er þó allt annars konar per- sóna og ógeðfelldari. Höllu Jónsdóttur, ekkju í Grunnavíkur- sókn á Homströndum, er þannig lýst á Al- þingi 1765 að því er segir í Þjóðsagnasafni Jóns Ámasonar: „Hún er lág og fattvaxin, mjög dimmlituð í andliti og höndum, skol- eygð og brúnaþung, opinmynnt, langleit og mjög svipill og ógeðsleg, dökk á hár, smá- hent og grannhent, brúkaði mikið tóbak. “ Þarf ekki sterkt ímyndunarafl til að sjá þetta kerlingarhró fyrir sér, tautandi blóts- yrði og spýtandi tóbaksleginum í allar áttir samtímis. Pjallkonan fríða væri sannarlega á villigötum í þessum félagsskap. Þessi sama Halla fær einnig þann dóm samtímamanna sinna að hún „væri lítt grandvör", og svo þótti hún blendin í trúnni að hún sótti nálega ekki kirkju eða hún stóð fyrir utan kirkjudyr meðan messa var flutt. Sagan segir að þau Eyvindur og Halla hafi náðst nokkmm sinnum en jafnan slopp- ið aftur úr greipum byggðamanna áður en dómi varð yfir þau komið. „Þótti öllum gott að skipta við Eyvind, en allt lakara við Höllu því hún var harðleikin við börn og vesalmenni, “ segir Jón Árnason. En verstan dóm fær Halla fyrir meðferð sína á börnum þeirra Eyvindar og verður ekki annað séð en þjóðtrúin skipi henni þar á bekk með öðmm þekktum illmennum íslenskrar al- þýðusögu. Svo segir Jón Árnason um að- farir Höllu við böm þeirra Eyvindar: „Haft er það og eftir þeim Eyvindi og Höllu að þau hafi átt börn saman í útlegðinni og að hún sæi fyrir þeim öllum, en Eyvindur hafði ekki getað komið þar nærri á meðan Halla var að farga þeim. Mest hafði honum þótt fyrir að missa eitt barnið; það var stúlka, komin á annað ár. Höfðu þau ætlað að láta hana lifa, en þá komu byggðamenn snögg- lega að þeim svo þau urðu að forða sér og gátu ekki komið baminu með sér, en Halla hafði aðeins ráðrúm til að fleygja því fram af björgum. “ Kvenhetjan Halla Það er óneitanlega athyglisvert að Jóhann Sigurjónsson skuli hafa komið auga á mögu- leikana til sköpunar heilsteyptrar kvenhetju í Höllu, þegar þjóðtrúin hefur skapað úr henni rakið illfygli, sem er ekki aðeins ófrýnilegt ásýndum, heldur er Halla einnig sögð hálfheiðinn barnamorðingi. Áhrif þess- arar sköpunar Jóhanns em einnig slík að það er erfitt að gera sér í hugarlund að fyrir fmmsýningu Fjalla-Eyvindar árið 1911, hafi hugmynd almennings á íslandi um Höllu verið nær alfarið á verri veginn. Svo hlýtur þó að mega álykta. Ástarsaga þeirra Eyvindar og Höllu í Fjalla-Eyvindi jafnast á við hið besta og fegursta sem finnst í evrópskum bókmennt- um, enda er ástin sú hreinar bókmenntir; tær hugarsmíð skáldsins Jóhanns Siguijóns- sonar í anda nýrómantíkur. Halla Jóhanns á sér einnig aðrar fyrirmyndir en í Höllu sögunnar. Skáldið nýtti sér hráefnið, sem fólst í þjóðsögunni, en sneri sér síðan annað eftir meira aðlaðandi efni til að steypa úr kvenhetjuna Höllu. „„Skap Höllu er mótað eftir sál danskrar konu,“ skrifaði Jóhann Siguijónsson fyrir neðan persónulistann í dönsku útgáfunum, “ segir í bók Helge Told- berg, Jóhann Sigurjónsson. Toldberg leiðir síðan líkum að því að fyrirmynd Jóhanns að Höllu hafi verið annars vegar ástmey hans og síðar eiginkona, Ingeborg Thiede- man og hins vegar móðir hans, hin myndar- lega húsfreyja á Laxamýri í Aðaldal. Kári (Eyvindur) og Halla í I. þætti Fjalla-Eyvindar. Róbert Arnfínnsson og Inga Þórðardóttir í hlutverkum sínum í hátíðaruppfærslu Þjóðieikhússins 1950. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.