Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 15
með máluðum, brenndum leir- flögum. Þegar arkitektar hafa staðið uppi ráðþrota, en opin- berir byggingaraðilar ekki getað stillt sig um að láta Iífga upp dauða fleti, þótt stórir væru, hefur Joan Miró helzt komið upp í hug þeirra, enda hefur hann gert kraftaverk í þessum efnum. Það gerðist siðast á 55 m löngum steinvegg og 10 m háum á Wilhelm-Hack-safninu í Lud- wigshafen við Rin. Pyrir nær mannsaldri hrelldi Miró Parísarbúa með fyrstu storkun sinni á sviði myndlistar, en brátt létu menningarvitar borgarinnar sér myndirnar lynda og tóku þær sem sönnun þess hve móttækilegir þeir væru fyrir afstrakt hlutum. Og það var alveg óhætt, því að svipaðar hugmyndir og lágu að baki myndum Mirós, höfðu þeir Paul Klee, Hans Arp og Vassily Kandinski þegar áður látið í ljós hver á sinn hátt. Framúrskarandi Frá Myndrænu Sjónarmiði Franski rithöfundurinn og frumkvöðull súrrealismans, André Breton, hreifst mjög af myndum Mirós. Hann sagði m.a.: „Verk Mirós voru ekki svo mikil nýjung í hugsun, en frá myndrænu sjónarmiði voru þau framúrskarandi. í einu stökki fór hann yfir síðustu hindran- irnar, sem enn voru í vegi til hins algjöra sakleysis og hinnar fullkomnu einlægni tjáningar- innar.“ Og svissneski myndhöggvar- inn Alberto Giacometti sagði í hrifningu sinni: „í mínum aug- um var Miró ímynd frelsisins. Ég hafði aldrei séð neitt, sem var jafn bjart og frjálst og létt. Miró getur ekki sett neinn punkt, án þess að hann sé á rétt- um stað. Hann er svo sannur málari, að honum nægir að sletta þremur litum á léreftið, til þess að úr því verði mynd." Jafnvel Salvador Dali með alla sína öfund í garð starfs- bræðra bar lof á Miró: „Miró hefur uppgötvað að nýju einföld- ustu möguleika línunnar, punktsins, litarins og hins myndræna." Þetta á allt við um hina fyrstu súrrealísku áratugi Mirós. En eftir síðari heimsstyrjöldina, og eftir að hann fór alfarinn aftur til Spánar, varð hann fastur í sama farinu. Hann endurtók stöðugt sömu formúluna, sömu aðferðina, sem varð einskonar innsigli hans. En sem betur fer komst hann af stað aftur og málaði þá myndir, sem margar hljóta að teljast meðal hans beztu. Hann var feikilega af- kastamikill, enda sívinnandi, og við þær sem hæst ber, er eitt- hvað algilt. Þær virðast með öllu óbundnar af þeim aðstæðum, sem þær urðu til við. Hvort Miró hafi málað þær á Spáni á tímum lýðveldisins, á valdatíma Franc- os eða í Frakklandi, verður ekki ráðið af myndunum sjálfum. Afstaðan Til Franco Landi hans, Eduardo Arroyo, bar honum það á brýn, að hann hefði ekki notað stöðu sína sem einn frægasti og virtasti lista- maður Spánar til að mótmæla Franco staðfastlega, svo sem gert hefði Picasso, enda þótt hann hefði verið yfirlýstur fylg- ismaður lýðveldissinna á fjórða áratugnum. Þá leit Arroyo einn- ig svo á, að list Mirós væri inni- haldslaus pólitískt séð. En starfsbróðir hans, Antoni Tapies, leit allt öðrum augum á þetta. Þegar af þvi að Miró hafi snúið aftur til Spánar 1940 og aldrei gefið neitt eftir gagnvart Franco, hvorki hvað snertir stjórnmál eða listir né heldur siðferðilega, þá hafi hinir ungu, spönsku listamenn tekið að lita á hann sem fyrirmynd, sem hafi fefið von um frelsi í framtíðinni. rauninni var Spánn eina ein- ræðisríkið, sem hætti að hafa afskipti af myndlistarmönnum sínum. Tapies snýst einnig til varnar Miró, hvað varðar hina efnislegu óbundnu list hans. „Þeir, sem halda, að framúrstefnulist sé að- eins óþarfur munaður fyrir borgarana, sé eins konar flótti frá veruleikanum, fara villir vegar. Því að ég get vottað það og að sjálfsögðu margir með mér, að við eigum það að miklu leyti list Mirós að þakka, að við losnuðum undan því fargi, sem var að kremja okkur í æsku. Það var fordæmi þessara listamanna beggja, sem kenndi mér að anda að mér því fjallalofti frelsisins, sem barst til okkar með verkum þeirra." Með þessum fjálglegu orðum tók Tapies opinberlega afstöðu 1969, meðan Franco var enn við völd, í þeim deilum, sem gagn- tóku hugi spænskra málara og myndhöggvara á sínum tíma. Tapies var þeirrar skoðunar, að hið listræna form sé algjörlega sjálfstætt fyrirbæri, sem ekki sé hægt að taka beint í þjónustu stjórnmálanna, þar sem inntaki þeirra verði eiginlega aðeins komið til skila með orðum. En þessu mótmælti Arroyo að sjálfsögðu kröftuglega. Hann kvað Miró „ekki hafa skilið kúg- unareinkenni hinnar borgara- legu menningar". Hann hefði að vísu skelft hina venjubundnu listunnendur í upphafi með því að víkja svo mjög frá hinum Miró í vinnustofu sinni á Mallorca ífyrra, þá89 ára. hefðbundnu reglum, en með því hefði hann aðeins aflað sér per- sónulegs frelsis — án nokkurra áhrifa á gang mála utan listar- innar. Arroyo kvað þetta vera sýndarfrelsi hirðfíflsins, sem valdhafarnir veittu takmarkað svigrúm. Mest Utan Spánar Þrátt fyrir Miró-safnið í Barcelona er mesta safn Miró- verka að finna utan Spánar. Það er Maeghtsafnið fyrir ofan St. Paul de Vence í námunda við Nizza í Suður-Frakklandi. Það er fyrst og fremst þar, sem menn geta gert sér fyllilega grein fyrir ferli listamannsins, metið verk hans að nýju og endurskoðað hugsanlega fordóma. I garði safnsins, sem er á einstaklega fallegum stað, njóta höggmynd- ir Mirós sín, svo að vart verður betur á kosið. Þar kemur í ljós, að ímyndunarafl hans á ekki að- eins rætur að rekja til sálarlífs- ins, heldur einnig til umhverfis- ins við Miðjarðarhafið. Miró sjálfur hefur sagt: „Ég verð að standa báðum fótum fast á jörðunni, því að í gegnum þá streymir kraftur listar minn- svá, byggt á „Art Kunstmagazin“. • das LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.