Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 5
„I Ameríku þarff aö minnsta kosti 150 þúsund dollara í hreint og klárt mútuffé til aö greiöa allskonar mönnum á bak viö tjöldin hjá þúsundum útvarpsstöðva“ á undan, og svo að segja öllum sem ekki veifuðu gull- tryggðri vinsældaformúlu var sagt upp. Þar á meðal var ég en ég var í góðum félagsskap; ég get nefnt virta tónlistarmenn eins og José Feliciano, Captain Beefheart og meira að segja Peter Frampton sem þó hafði selt sínar plötur í milljónavís. Scott Wilk, sem nú er með mér í Bone Symphony, varð fyrir nákvæmlega sömu reynslu og ég. Hann hafði gert eina plötu fyrir Warner Brothers þegar kreppan skall á og þá var hann settur út á gaddinn með okkur hinum. Þessi kreppa stafaði ekki síst af því að farið var að „falsa“ plötur í stórum stíl og sömuleiðis taka þær upp á kassettur í heimahúsum, en það er skrýtið að meðan þetta gerðist í Bandaríkjunum var mikil gróska á Bretlandi, og kannski hér líka. Sú gróska byggðist á smáum en framsæknum fyrirtækjum sem gátu komið sínum listamönnum á framfæri án þess að eyða til þess hundruðum þúsunda dollara. Slíkt er næstum ógerningur í Bandaríkjunum, því miður. Það er viðurkennd staðreynd að til þess að gera eitthvert lag að „hit single" í Ameríku þarf ekki aðeins gott pródúkt og allt það, heldur einnig að minnsta kosti 150 þúsund dollara í hreint og klárt mútufé. Það þarf að ná til þúsunda útvarpsstöðva og til þess verður að greiða alls konar prómósjón-mönnum stórfé bak við tjöldin." — Það hefur ekki hvarflað að þér að koma heim aftur, eða halda til Evrópu þar sem samkeppnin er ekki jafn óvægin? „Nei. Þetta er miklu meiri ögrun. Það er meira að vinna, og þar af leiðandi náttúrlega meira að tapa, og mér hefur alltaf þótt skemmtilegast að starfa í þannig andrúmslofti. En annars vil ég taka það fram að mér hefur alltaf þótt bæði gott og gaman að vera á íslandi og ég lít alls ekki svo á að ég sé fluttur héðan. Hér fúngera ég rétt eins og allir aðrir í þessum bransa og ég er búinn að vera í símaskránni frá því um tvítugt og verð það áfram. Það er kannski svolítið erfitt að ná í mig stundum! Galdurinn er sá að halda fjöregginu á lofti beggja vegna Atlantsála — mér hefur alltaf þótt mjög inspírerandi að koma út og álíka inspírerandi að koma hingað heim aftur. Ég hef aldrei fundið fyrir þeim leiða og þeirri vansælu sem margir virðast þjást af hér, ekki einu sinni meðan ég var hér öllum stundum. Ég get skilið þennan leiða en viðurkenni hann ekki; ef menn eru ánægðir innra með sér er allt í lagi, og ég skirrist ekki við að beita hvaða brögðum sem er til þess að öðlast þá ánægju ..." — Hvað tók svo við hjá þér þegar samningurinn við Warner var farinn veg allrar veraldar? „Já, þá var ég þegar kominn af stað í leikrænu deild- inni, farinn að fást við kvikmyndagerð og ýmislegt sem því tengdist. Ég hafði skrifað leikrit sem var tekið upp á vídeó, ég gerði mynd um Jack Magnet eins og ég sagði áðan, og svo tók við heimildamynd um íslensku Brasil- íufarana. Það var meðan ég var að vinna við tónlistina við þá mynd sem ég kynntist tölvumúsíkinni fyrst að ráði, fékk þessa digítal-veiru. Áður en ég fór til Banda- ríkjanna vissi ég nánast ekkert um þá tæknivæðingu tónlistarinnar sem var í vændum og nú er orðin stað- reynd, og þetta var því góður skóli. Ég lít á þessa Ameríkudvöl mína sem eina allsherjar lærdómsbraut — fyrst var jazzinn, svo fikraði ég mig áfram og þegar hverju stigi er lokið hef ég vonandi lært eitthvað nýtt. Þetta eru allt áfangar til þess að þroska sjálfan sig, árangurinn verður aðeins metinn á manni sjálfum." — Fyrstu tilraunir þínar með tölvutónlistina heppn- uðust ekki sérlega vel, var það? „Nei, ég mætti mikilli mótspyrnu enda var allt sem viðkom synþesæserum talið vera tómt glamur og gjall. En ég beit í mig að halda þessu áfram, hvað sem það kostaði, og í upphafi vakti meðal annars fyrir mér að vera fyrstur á vettvang með svona eins eða tveggja' manna synþesæser-band. Þetta var árið 1981 og með mér var Bandaríkjamaður að nafni Alan Howard og við fórum í hljómleikaferð um ísland, Norðurlönd og víðar og gekk satt að segja hræðilega illa. Þetta var fordæmt af blöðunum og tæknin var enn þá á brauðfótum, mörg þeirra tækja sem nú tíðkast voru enn ekki komin á markaðinn og svo var þetta óskaplega brothætt. Tækin voru öll samtengd og ef ein maskínan bilaði fór allt í kerfi. Það vaf oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sem ég stóð einn uppi með harmóníkuna og annað ekki. En við gerðum plötu sem ég kallaði A Historical Glimpse of the Future og það hefur reynst vera sannnefni, nú er þessi tegund tónlistar orðin mjög útbreidd og nýtur bæði vinsælda og virðingar." — Hljómsveitin Bone Symphony, hvernig er hún til orðin? „Ja, eftir að þessari örlagaríku hljómleikaferð lauk datt Alan út úr myndinni og þá fékk ég Scott Wilk í lið með mér og skömmu seinna kom svo Marc Levinthal til skjalanna. Núna síðastliðið haust bættist Ragnhildur Gísladóttir svo í hópinn. Ég er ákaflega bjartsýnn fyrir hönd þessarar hljómsveitar, við erum búnir að gefa út eina plötu sem mæltist ágætlega fyrir og byrjum í mars að taka upp þá næstu. Reyndar fengum við núna nokkr- um dögum eftir áramót mjög góðar fréttir sem verða okkur áreiðanlega mikil hvatning. Einn eftirsóttasti upptökustjóri heims, Alex Sadkin, hefur lýst eindregn- um áhuga og vilja til þess að taka upp þá plötu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur því Sadkin vinnur aðeins með fyrsta flokks tónlistarmönnum, ég get nefnt Talk- ing Heads, Grace Jones, Marianne Faithfull og Thompson Twins. Við erum nú á leið til Englands til þess að ráðgast við Sadkin og spilum um leið á nokkrum giggum, tökum upp sjónvarpsþátt og ef til vill eitthvað fleira. Svo Bone Symphony spjarar sig efl- aust. Ég get einnig nefnt það hér að Scott Wilk, sem er einna íslenskastur þeirra Bandaríkjamanna sem ég hef kynnst, hefur reynst okkur fslendingunum alveg ómetan- legur við að enskufæra íslenska texta m.a. á sólóplötu Ragnhildar sem tekin verður upp á þessu ári og eins texta Stuðmanna ..." — Enskufæra texta Stuðmanna? „Já, það eru ýmis plön í gangi. Við skulum ekki fara nánar út í þau núna.“ — Nei. En segðu mér, hvernig er nafnið Bone Symphony hugsað? „Ja, ætli fyrri hluti nafnsins sé ekki tákn fyrir hið frumstæða, og ef til vill holdlega, en seinni hlutinn táknar þá hið þróaða og andlega." — En nú út í aðra sálma, kvikmyndirnar. Hvað er þar á döfinni hjá þér? „Ja, fyrstu þrjár myndirnar sem ég gerði lít ég á sem minn kvikmyndaskóla. Ég álít að það sé besti skólinn, að gera hlutina í stað þess að lesa um þá. Á síðasta ári var ég framleiðandi myndarinnar Nickel Mountain sem gerð var í samvinnu við Ameríkumenn og svo verður einnig um tvær næstu myndir mínar. Ameríkanar geta kennt okkur svo ótal margt hvað varðar tækni og alls konar framkvæmdaatriði en ég held að við getum á hinn bóginn kennt þeim ýmislegt viðkom- andi innihaldi og menningarlegu gildi. Við erum jú mesta söguþjóð veraldar! Ég lít svo á að þar sem sögurnar eru eigum við fslend- ingar mikinn fjársjóð sem við getum flutt út í formi kvikmynda þegar okkur vex fiskur um hrygg." — Hverjar eru þessar kvikmyndir sem þú minntist á? „Hin fyrsta er nú bara íslandsmynd fyrir sjónvarp sem ég framleiði í samvinnu við Future Films-fyrirtækið. Mér hefur alltaf sviðið nokkuð undan þeirri einu íslands- mynd sem sýnd hefur verið í bandaríska sjónvarpinu, í Sixty Minutes-þættinum hjá CBS-sjónvarpsstöðinni. Það var ósköp ágæt og hlutlaus mynd nema hvað síðasta ein og hálf mínútan sýndi kófdrukkin börn á úti- hátíð og það hefur komið í ljós að þessi hálf önnur mínúta er það eina sem situr eftir í áhorfendum. Ég er sífellt spurður um það hvort öll átta, níu ára gömul börn á íslandi séu orðin alkóhólinu að bráð. í minni mynd verður ungviðið hraust og fagurlimað og leggur stund á íþróttir! Þar á meðal er nokk- uð fjallað um íslensku ólympíufarana, en ólympíuleikarnir verða haldnir í Los Angel- es í sumar eins og þú hlýtur að vita. Hina kvikmyndina sem er á döfinni geri ég með félögum mínum, þeim Valgeiri Guð- jónssyni og Agli Ólafssyni. Fyrr á árinu kom Valgeir út til Los Angeles til mín og þá lögðum við fyrstu drög að myndinni og núna erum við þrír að undirbúa þetta. Þessi mynd er ... ja, þetta er spennandi sakamála- mynd! Hún verður væntanlega tekin hér á fslandi á þessu nýja ári. Ég gæti nefnt þriðju myndina, epíkina um Jack Magnet sem ég minntist á áðan. Val- geir vann með mér að handriti þeirrar myndar í sumar og það er gert ráð fyrir að hún verði tekin bæði hér og í Bandaríkjun- um árið 1985. Það veltur þó á fjármögnun- inni hvort af verður. Það er þegar ljóst að þetta verður afskaplega dýr kvikmynd svo að það er best að slá engu föstu um hana.“ — Ég þykist vita að ekki sé allt upptalið enn. „Nei, ég er með í smíðum sólóplötu sem verður algerlega instrúmental og ég vona að ég geti tekið upp á þessu ári. Hún á að sameina það sem ég hef orðið vísari um jazz, tæknivæðingu tónlistar og alþjóðlegan kúlt- úr. Sömuleiðis á ég ólokið mynd sem ég byrj- aði á fyrir alllöngu og hleyp í þegar ég hef tíma. Þessi mynd á að heita Stíðsbrúðirnar. Loks er aldrei að vita hvað hljómsveitin Stuðmenn tekur sér fyrir hendur á árinu, við erum ekki búnir að skipuleggja það í þaula." — Þannig að það er meira en nóg að gera „Já. Tíminn er eiginlega manns versti óvinur." — Ég ætlaði einmitt að spyrja um tím- ann. Hvernig hefurðu tíma til að sinna þessu öllu, einlægt með fimm eða sex verk- efni í gangi í einu? „Ja, þetta tekst með því að vinna marga tíma á sólarhring og sofa fáa. Ef ég fengi eina ósk uppfyllta mundi ég óska mér þess að þurfa ekki að eyða nema í mesta lagi tveimur klukkustundum á sólarhring í svefn. Með því að tileinka mér lifnaðarhætti og hugarfar framþróaðra vitringa er ég reyndar ekki úrkula vonar um að það geti orðið ..." í umhleypingasamri vetrarveðráttunni okkar gildir það að vera við öllu búin. Keðjurnar geta oft skipt sköpum. Fólksbíla- og jeppakeðjur ásamt þverböndum.og öðrum viðgerðar- hlutum eru jafnan fyrirliggjandi. Aukurrt öryggi í umferðinni! LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1984 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.