Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 12
eða hafa augljóst menningarlegt eða sögulegt gildi. Ég tel mikilvægt að vernda hús á staðnum, sé þess nokkur kostur, og finna þeim viðeigandi hlutverk í nútíðinni. Verndun samfelldra götumynda, heilda eða þyrpinga finnst mér að jafnaði áhugaverð- ara viðfangsefni en verndun ein- stakra húsa. Sú viðleitni, sem talsvert hefur borið hér á í Reykjavík hin síðari ár, þ.e. að flytja merkileg, en að- kreppt hús inn í heillegar götu- myndir finnst mér allrar athygli verð. Þegar um verndun einstakra bygginga er að ræða, tel ég brýnt, að þær fái nauðsynlegt umhverfis- legt svigrúm, þannig að svipmót þeirra og gildi fái notið sín til fulls. Svonefnd húsasöfn eða húsa- kirkjugarðar eins og þau eru stundum nefnd, eru mér lítt að skapi og í mínum augum reyndar algjört neyðarúrræði. Eg legg á það áherslu, að í hús- verndun svo sem og í flestu öðru, sem við tökum okkur fyrir hendur, er nauðsynlegt að setja áherslur. í húsvernd tel ég að velja eigi af gaumgæfni dæmigerðan útdrátt af því besta úr fortíðinni og standa myndarlega að því, sem gert er. Kvöð um friðlýsingu skyldi að- eins beita að rækilega athuguðu máli á grundvelli víðtækrar sam- stöðu og af augljósum ástæðum. Mikilvægt er að vinna að húsvernd af raunsæi án tilfinningahita, óðagots og flokkadrátta. Húsverndun má fyrir engan mun verða dragbítur á eðlilegan vöxt og viðgang þéttbýlis. Þrátt fyrir samúð mína og áhuga á húsverndun hef ég mikla trú á nútímalegri nýsköpun í byggingarlist og tel þessa tvo þætti eiga að haldast í hendur. Þess vegna hef ég skömm á þeirri verndunarhugsjón, sem byggð er á misskilningi og oft hefur verið nefnd „bygging fornminja". Ég tel að nýsköpuh verði í ná- inni framtíð, svo sem hingað til, meginviðfangsefnið í umhverfis- breyttara og afslappaðra um- hverfi heldur en yfirleitt er á nýj- um byggingasvæðum. Hér skiptir samt miklu hvaða augum við lítum á hús. Er hús aðallega eða eingöngu „skurn" utanum breytilegar athafnir manna — og er þá ekki eðlilegt að þessi „skurn" breytist eða sé endurnýjuð þegar þær athafnir sem hún hýsir breytast? Eða er hús aðallega eða fyrst og fremst listaverk, þar sem engu má breyta þrátt fyrir breytilegar athafnir? Eflaust verðum við aldrei sam- mála um þessi atriði, en framly'á hinu verður ekki litið að við Is- lendingar eigum mjög lítið af gamalli byggingarlist. Ég er því þeirrar skoðunar að það sé rétt að við leggjum mikið á okkur við að vernda þessa byggingarlist sam- tímis því að við leggjum áherslu á nýja býggingarlist sem ef til vill gæti þá orðið varðveisluverð síð- armeir. Þetta er hvorttveggja spursmál um menningu okkar sem þjóðar. Ég er sjálfur að reyna að vera frjálslyndur nútímamaður og vil hvorki búa alfarið í fortíðinni né sannfærast um að allt gamalt sé gott eða varðveisluvert og/ eða verja til þess fé. Ég tel heldur ekki rétt að una algerlega mati opin- berra aðila eða nokkurrar „menn- ingar-elítu" í þessum efnum og því hvernig almannafé er ráöstafað þar til, enda er hér ekki um algilt mat að ræða. Ég hefði t.d. verið fylgjandi því að eitt eða tvö braggahverfi og skothreiður hefðu verið vernduð, og hefði sjálfur viljað kosta þar nokkru til. En um þessi mál mun alltaf verða deilt. Við getum samt flest verið sam- mála um verndun ákveðinna húsa, sem hafa t.d. bæði menningar- sögulegt og listrænt gildi og um- hverfisgildi. Friðun þeirra ætti fortakslaust að kosta af almanna- fé. Þegar því sleppir er ég hins vegar fylgjandi því að áhugi al- mennings á hverjum tíma fái hér ráðið meiru — bæði um það hvað á að vernda og hve miklu fé eigi að verja til þessara mála. Ég tel því ekki rétt að verja t.d. ákveðnum hluta fasteignagjalda I þessu skyni. Mun lýðræðislegra væri að fjármagna frekari verndun húsa t.d. með jafnvirðis greiðslum, þar sem opinberir aðilar leggja fram jafn mikið fé og einkaaðilar eða félög safna í þessum tilgangi, þannig að áhugi almennings stjórni því þá beint hve langt skuli gengið. Gylfi Guöjónsson arkitekt Asíðari árum hefur átt sér stað eins konar vakning eða hugarfarsbreyting gagnvart verndun, endurbyggingu og við- haldi gamalla bygginga. Ástæður þessarar þróunar eru ugglaust margvíslegar. Margir hafa orðið fyrir vonbrigðum með umhverfis- mótun síðari tíma. Þrátt fyrir velmegun, þekkingu og þróaða byggingartækni er talið, að ekki hafi tekist sem skyldi að skapa það umhverfi, sem vonir stóðu til. Horft hefur verið til gamalla húsa í þessu samhengi og þess vænst, að þar séu fólgin gildi, stílbrigði, samræmi og fegurð, sem muni reynast mikilvægur þáttur í nauð- synlegri fjölbreytni nútímaborga. Með húsvernd og viðhaldi gam- alla húsa er og leitast við að geyma menningararf, verðmæti úr fortíð, hugvit og handbragð. Þannig er stuðlað að því, að samtíðin átti sig betur á sögulegu samhengi, því að víðsýni er ekki aðeins fólgin í því að horfa fram á veginn. Vitneskjan um fortíðina er okkur ekki síður mikils virði. Byggingarlist er og hefur ávallt verið vitnisburður um samfélags- legar aðstæður á hverjum tíma, ríkjandi menningu og gildismat. Ég er hlynntur verndun gamalla húsa, sem merkileg eru út frá sjónarmiðum byggingarlistar og/ 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.