Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 7
MATTHÍAS JOHANNESSEN VILTUVERA MEM? Þrándheimur. Gömul hús medfnm Niðaránni. slendingur á ferð um Noreg ber hann ósjálf- rátt saman við eylenduna sína, nær skóglausa og hrjóstruga, og spyr sjálfan sig þeirrar spurningar hvers vegna forfeðurnir yfirgáfu jafngott land til að rótfestast í þessu nakta, erfiða umhverfi á íslandi, sem þá var að vísu vinalegra en nú. Það voru skattarnir og ófrels- ið, svarar hann sjálfum sér. En það svar dugir skammt. Frelsið var þolanlegt miðað við landgæði í Noregi og skattarnir viðráðanlegir. Að vísu lagði Har- aldur hárfagri skatta á forfeðurna og fann svo upp það snjallræði þegar þeir flykktust úr landi að selja þeim brottfararleyfið, eins og lýst er í Landnámu. Austur- þýzk stjórnvöld hafa tekið upp svipaða skattastefnu nú á dögum — með sama árangri. Fólkið flykkist úr landi, þrátt fyrir allt. Þessir landflóttaskattar sýna vel hugmyndaflug Nor■ egskonungs. En hann hefur samt staðið austur-þýzkum stjórnvöldum að baki íþeim efnum þegarhaft er íhuga að þeir selja Vestur-Þjóðverjum þegna sína. Þeir hafa þannig gengið feti lengra en Noregskonungur í skatt- heimtu. En þrátt fyrir stefnu hans hygg ég að margir norskir víkingar hafi farið úr Noregi af ævintýraþrá, en ekki af pólitískum ástæðum. Þeir fluttu gamla landið með sér til nýja landsins, eins og ótal örnefni sýna, og þarf ekki annarra vitna við þegar færð eru rök fyrir því að fsland hafi einkum byggzt frá Noregi. Svo að ekki sé talað um tungumálið sem þeir fluttu með sér. Þeir sem tönnlast á því að fsland hafi helzt verið byggt af frum hafa ekki — a.m.k. ekki enn getað sýnt fram á að hér sé töluð keltnesk tunga. fslendingur á ferð í Noregi er viðstöðulaust minntur á uppruna sinn. Þar minnir önnur hver þúfa á fornar sögur og er til að mynda gaman að horfa yfir þann fjörð sem er einna eftirminnilegastur í Noregi, en hann heitir Turifjord og er firnastórt stöðuvatn í Hringaríki. Al- gengt var að Norðmenn kölluðu slík vötn firði. Þar er Bönsnes sem kemur við sögu í Ólafs sögu digra. Við stöndum á Krókkleifa í Hringaríki milli Dramm- en og Asker við Óslóarfjörð og horfum yfír æskustöðvar Ólafs helga þar sem hann ólst upp hjá ríklundaðrí móð- ur sinni, Ástu, og Sigurði sýr, fóstra sínum, óágjörnum og fríðsömum manni með konungstign. En að baki eru fiallskleifar og skógarnir miklu sem ná alla leið til Óslóar, en þeir eru ævintýraheimur Asbjörnsens. f þessum skógum komst hann fjögurra ára undan bjarn- dýrínu sællar minningar og er sú frásögn fyrsta smá- sagan í norskum bókmenntum. Asbjörnsen fléttar ævintýrum inn í eigin reynslu oggefur það frásögninni sérstæðan og persónulegan blæ. Slíkur frásagnarmáti er óþekktur í íslenzkum þjóðsögum. ólafur helgi heimsótti Bönsnes og talaði þá um það við móður sína, að Haraldur harðráði, hálfbróðir hans, ætti einnig eftir að verða Noregskonungur, eins og frægt er. Frásögn þessi er öll með eyrnamarld Snorra sjálfs, svo hnýsileg sem hún er. Nokkru síðar vorum við í hámessu í Niðaróssdóm- kirkju, en þaðan var svo haldið að Stiklarstöðum þar sem sólin brauzt gegnum hvít skýin og fylgdi okkur eftir á göngunni. Minnti einnig á ólaf helga. Ogjarteikn hans. í Noregi minnir margt á fsland og íslenzka sögu. Fornar bókmenntir og snilld þeirra sem kenndu okkur að hugsa og lifa. En þar er einnig margt sem minnir á samtímaviðskipti íslendinga og Norðmanna svo að ekki er nauðsynlegt að tóra fastur í fornöldinni til að geta notið þess umhverfis sem kalla má vöggu íslenzkrar menningar. En það sem er nýtt hefur tilhneigingu til að verða utangátta í svo sögufrægu umhverfi. Ungur heyrði ég Herman Wildenvey lesa ljóð sín í Reykjavík, svo og Arnulf Överland þegar hann kom og varaði okkur með ljóðalestri sínum við alræðisstjórn, sem þá var í óða önn að leggja undir sig lönd og sið- menningu Evrópu. ógleymanleg voru þessi skáld þegar þau sáðu frækornunum í óharðnaða sál ungs drengs sem vissi ekkiþá hve kröfuhörð sú list er ssm þeir voru fulltrúar fyrir. Orð þeirra voru ekki eins ognæturþunn- ur ís, heldur eins og sá grundvöllur sem hægt er að byggja á nýjan heim. Nýja veröld sem skírist í hellogum víga og vopnabraks. Ádeila þessara skálda var hvöss eins og eggjar axarblaðs. Nú liggja þeir báðir í Kirkju- garði frelsara vors, hlið við hlið, og á legsteini Wilden- veys stendur: Er nokkurt ljóð eftir dauðann? Nú vita þeir báðir svarið. Eða þeir vita það ekkiIEn við höldum áfram að lesa Ijóð þeirra eins og ekkert hafi í skorizt. Þó að þessi norsku ljóðskáld Iifi ekki annars staðar en í verkum sínum er það nógu gott umhverfi fyrir hvern sem er. Málaðu líf þitt, sagði Munch. Eitt helzta ljóð- skáld á nýnorsku nú um stundir, bóndinn í Seljord á Þelamörk, Halvor Sandsdalen, sagði mér, að barnabarn hans hefði einhverju sinni sagt við hann: „Þú ert alltaf að leita að minningum þínum, afi.“ Það er mikil saga í orðum. Og hvert orð er heimur út af fyrir sig. Flest orð íslenzk eiga ættir að rekja til Noregs. Sögnin að hugsa er t.a.m. úrsömu orðfjölskyldu og hugen, sem merkir að muna. Ég sagði Sandsdalen hvað sögnin merkti á íslensku, og svaraði hann þá: „Hugurínn man og hugsar.“ Við töluðum margt um íslenzka og norska tungu. Hann sagði mér að norska sögnin að masa merkti að nudda eða tala mikið. Norð- menn nota orðið sta um staðan hest. Þeir segja ekki weekenden eins og Danir heldur helgen. Það er notaleg tilbreyting. Þróun norskunnar ætti samt að vera okkur fslendingum í senn íhugunarefni og viðvörun. Það er ekki nóg að hafa hreinan fána, það verður líka að hafa hreint mál, sagði Arne Garborg, eitt helzta skáld Noregs á sínum tíma og bjó í Asker skammt þar frá þar sem Ivar Orgland býr nú ásamt Magnhild, konu sinni. En Björnson hugsaði meira um fánalitina en þetta hreina mál sem Garborg talaði um. Enginn var samt meiri Norðmaður en Björnson. Honum dugði ríkismálið. Um hann orti Hamsun Ijóð, sem að skáldsýn og styrk minnir einna helzt á Einar Benediktsson þegar hann er í essinu sínu. En nú um stundir er landsmálið, eða nýnorskan, sem hefur þróazt með svipuðum hætti ogfæreyska, merkasti farvegur norskrar ljóðlistar. í Kristskirkjugarði er skáldaþing. Þar liggja margir helztu ritsnillingar Noregs fyrr og síðar. Agröf Ivars Aasens, föður nýnorskunnar, er fallegur steinn sem á er letrað með fornri íslenzkri stafsetningu erindið Deyr fé, deyja frændr. Á næstu grösum við Wildenvey og Över- land hvíla Ibsen, Björnson og BIix, sem talinn ermesta sálmaskáld Norðmanna og orti á nýnorsku. Hann dó 1902. Eftir hann er sálmurinn þekkti: Gud signe várt dyre fedreland og lat det som hagen blöma! Við syngjum Hvað bindur vorn hug með sama lagi og Gud signe várt fedreland. Það sem minnir okkur á dauðann er frelsissöngur í Noregi. Eins og Munch málaði líf sitt þannig hafa skáldin skrífað lífsitt á bækur. Ljóð þeirra eru ævisögur eins og málverk Munchs. Og margt hafa íslenzk skáld sótt í þetta skáldaþing sem blasir við augum hér í Kirkju- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÖAR 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.