Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 10
heldur afskiptalausir um verndun gamalla húsa. Vitundin um þau menningarverömæti sem oft er þar aö finna hefur ef til vill ekki náö aö skjóta rótum almennt I þjóöarsál- inni. Ekki er auövelt aö gera sér grein fyrir hvernig á þvi stendur, sérstakiega þegar tekiö er tillit til þess aö Islensk menning byggist fyrst og fremst á fornum verömæt- um, nefnilega bókmenntaarfi, og þaö er sá arfur fyrst og fremst sem gerir þaö aö verk- um aö viö erum metin aö veröieikum á menningarsviöinu f samfélagi þjóöanna. Líklega er ofstutt siöan aiiur þorri manna bjó i köldum og rökum húsum úr torfi og grjóti og hraðinn svo mikill aö komast I nýtt og betra aö öll eldri hús hafa hjá hverri kynslóö slðah mátt gjalda nokkuö fyrir. Þó höfum við átt brautryöjendur á húsa- verndunarsviðinu góöu heilli, sem hafa bar- ist fyrir málstaö gamalla bygginga, bent á gildi þeirra og jafnvel hafist handa og látiö verkin tala. Og nú er svo komiö aö stööugt stækkar sá hópur sem gerir sér þaö ijóst að þaö er skylda okkar sem nú lifum aö taka á þessum málum af skynsemi og rökfestu og að þaö er skylda okkar aö kosta nokkru til, svo komandi kynslóðir þurfi ekki aö ásaka okkur fyrir vanrækslu og glapþaskot. En verndun og endurnýjun gamalla húsa með byggingar- og menningarsöguiegt gildi er oft ýmsum vandkvæðum háö. Þar þarf oft að koma til mikiö fjármagn, ýmist frá einstaklingum eða þvl oþinbera, nema hvorttveggja sé. Vandamál sem upþ rlsa I þessu sambandi eru marghliöa og misstór. Oftast skjóta þau uþp kollinum I gömlum hverfum I þéttbýli, og þau eru umfangsmeiri og flóknari þvl stærra sem þéttbýliö er. Hér i Reykjavik hefur ekki veriö tekin ákveöin stefna I húsaverndunarmálum og gagnger úttekt hefur ekki fariö fram á gömlum húsum. Fram aö þessu hefur yfir- leitt veriö tekiö á þessum málum þegar spurningin um niöurrif einstakra húsa hefur komið á boröiö. Og oft sýnist sitt hverjum. Menn skiptast I hópa, meö eöa á móti niöurrifi, ott án þess aö hafa haft tækitæri til aö kynna sér málið nógu vel til aö mynda sér rökrétta skoöun. Þess vegna eru al- mennar umræöur um þessi mái þarfar, ekki hvaö síst til aö auðvelda fólki aö taka af- stöðu. A Akureyri sem kemur næst á eftir Reykjavik aö stærö eru þessi mál ekki eins flókin og erfiö og hér I höfuöborginni, aö sögn Finns Birgissonar, sem starfar aö skipuiagsmálum þar. Elsti hluti bæjarins á Akureyri þjónar ekki lengur miöbæjarhlut- verki eins og t.d. Kvosin hér I Reykjavlk. Miöbæjarkjarninn á Akureyri fluttist til meö titkomu nýju hafnarinnar um aldamótin, svo gömlu húsin I elsta bæjarhlutanum hafa fengiö aö vera i friöi, þar sem háværar kröfur um stærri hús og viöameiri bygg- ingar heyrast ekki. A Akureyri er reyndar fyrir hendi sérstak- ur sjóöur, Byggingarlánasjóöur sem menn geta sótt um styrk úr, hyggist þeir laga eöa endurbæta gömul hús sln. Skilyröi eru þó aö húsin séu eldri en 35 ára og aö eigandi hafi búið á Akureyri 15 ár. Þessi sjóöur var áöur almennur byggingarlánasjóöur, en lánin úr honum voru oröin svo lág aö hann gekk undir nafninu „gardinusjóöur", og segir sú nafngift slna sögu. Nú er árlega veitt úr þessum sjóöi ein- göngu til snyrtingar eöa endurbóta á göml- um húsum. A siöasttiönu ári voru veitt 23 lán að upphæö 20—120 þúsund krónur, en I sjóöinn skila sér svo endurgreiðslurnar. I Reykjavlk er til vlsir aö sllkum sjóöi, sem aö vlsu nær aöeins til gamalla húsa I Grjótaþorpinu. Fyrir nokkrum árum sam- þykktu borgaryfirvöld aö selji borgin hús- eign sina I Grjótaþorpi meö þeim kvööum sem þessum húsum fylgja, skuli andviröi þess ganga til aö kaupa annaö hús I Grjótaþorpi til aö endurbæta eöa seija meö kvööum. Akvöröunin var tekin til aö flýta fyrir uppbyggingu á þessu svæöi. En hægt miöar samt. i Lesbók hefur oft áöur veriö fjallaö um húsavernd og tekið hefur veriö á þeim mál- um frá ýmsum hliöum. I þetta sinn hafa nokkrir aöilar, fagfólk á þessu sviöi, veriö beðiö að svara sþurning- unni: Hversu langt á aö ganga I verndun gamalla húsa? Svör þeirra birtast hér almenningi tii fróö- leiks og til aö koma af staö umræöum um máiiö. Þaö snertir nefnilega okkur öll. Hversu langt á að ganga? Nokkrir áhugamenn um friðun gamalla húsa, sem hafa hugleitt málið rækilega og lengi, svara spurningunni Gestur Ólafsson Gylfi Guðjónsson Nanna Hermannsson Dagný Helgadóttir Leifur Blumenstein 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.