Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 8
VILTU VERA MEM? garði frelsara vors í Ósló. Jafnvel Litli lækurinn eftir Pál Ólafsson sem er svo nálægt talmáli að undrum sætir á sér fyrirmyndir hjá Björnson. Lestu bara Litla lækinn, sagði faðir minn við mig þegar ég var að stauta mig fram úr ljóðum þjóðskáldanna barnungur. Þannig yrkir Wildenvey einnig og hafa íslenzk skáld af því lært. Hefur það nokkuð upp á sig að vera að yrkja? var Sandsdalen eitt sinn spurður í sjónvarpi. Einhverju máli hlýtur það að skipta, svaraði skáldbóndinn, því að það fyrsta sem barnið heyrir eru vögguljóð af vörum móður sinnar og það síðasta sem yfir því er sungið eru sálmarnir við útför þess. Þegar við komum að Stiklarstöðum norðan við Þrándheim var logn veðurs, en allþungbúið. Við litum yfir grasigrónar hæðirnar og dáðumst að trjábeltunum. En þá brauzt sólargeisli úr skýjabólstrunum og sólstaf- ur náði til jarðar og þótti okkur það jarteikn mikil og eins konar innsigli þeirra miklu atburða, sem hér urðu 1030. Við vorum nýkomin úr Niðaróssdómkirkju ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur og Knut 0degárd, skáldi frá Raumsdal, og höfðum gengið til altaris á uppstign- ingardag í þessum mesta helgidómi norrænna manna. Andi Geisla og Lilju var allsráðandi í þessu nákomna umhverfi og á kirkjuveggnum blasti við okkur andlits- mynd af Þorláki helga ungum og minnti á fagurlitaðan glugga með mynd hans í dómkirkjunni í Lincoln á Eng- landi þar sem hann þjónaði Guði og ávann sér ódauðleg- an orðstír, ekki síður en heima á Islandi. Síðar birtum við ljóð Knuts 0degárds um æskuslóðir hans. En þessu greinarkorni fylgja þýðingar mínar á ljóðum annarra landsmáisskálda, sem við hittum í Noregsferðinni. En það sem íslendingi verður þó helzt til umhugsunar á ferð um Noreg er tungan, þessi framlenging tilfinn- inga og hugsana forfeðra okkar; þessi farvegur sameig- inlegra erfða og uppruna. Það er mikilvægt fyrir íslendinga að ferðast um sögu- ríkar byggðir Skandinavíu og gera sér grein fyrir for- sendum tilveru sinnar og þeim arfi sem ein kynslóð hefur tekið við af annarri. Það hefur eik, er af annarri skefur, segir í Eddukvæðunum. Þannig getum við einnig rifjað upp sögu Ólafs Tryggvasonar sem stofnaði Þrándheim þegar við stöndum við bryggjuhúsin við Nið og hugsum til þeirra kirkjuhöfðingja sem hingað sóttu púðrið í andleg skothylki sín. í Björgvin getum við barið Hákonarhöllina augum og minnzt þess konungs sem reisti hana og stjórnaði íslandi eftir 1262. Og svo getum við skroppið til Lundar, Brima og Kaupinhafnar og höfum þá komið til fimm höfuðborga íslands á einu bretti. I Lundi stóð Jón Ögmundarson undir grásvartri hvelfingu dómkirkjunnar og söng svo fagurlega að erki- biskupi leit aftur ásamt kórbræðrum til að sjá hvaða söngfugl var kominn í þennan griðastað katólskrar menningar og hafði erkibiskup þó forboðið bræðrum sín- um að líta um öxl undir aftansöng á hverju sem gengi. En mikilvægast er þó að sjá svart á hvítu hvernig norrænt mál hefur flosnað upp í þessum löndum og breytzt á löngum tíma í skrýtnar mállýzkur. Þó eimir eftir af íslenzku sums staðar í Noregi, sauirnir mínir, sagði norskur bóndi við mig í Sogni. Tað veit ég ekkji, sagði ung stúlka, þegar ég spurði hvenær næsta ferja færi. En kynni af málþróuninni á Norðurlöndum brýna og vekja okkur til meðvitundar um þá skyldu að standa vörð um tunguna því að án hennar yrðum við íslend- ingar ekki annað en rótlaus flökkuþjóð án einkenna, forsendulaus í upplausn og rótleysi samtímans. Það sem áður hét Bergheimum í Noregi er nú kallað Bærum. Og það sem hét Sæheimr á fornri norskri tungu er nú kallað Sem. Rjúkandi er orðið að Rjúkan, segir Þórhallur Vilmundarson í Grímni. Sæheimsvatn er nú Semsvatn. Ég hélt í fyrstu að þetta væri úr syndaflóðs- sögu Nóa: Sem, Kam og Jafet! Slíkt afhroð hefur tunga feðra okkar goldið í aldanna rás austur þar, að því er málfróðir menn sögðu mér. Haraldur krónprins býr á setri sínu við Asker og heitir nú Skaugum. Það er komið úr þágufallsmyndinr.i Skógheimum og hefur þannig eins og margt annað í norskri tungu farið veg allrar veraldar, og engu líkara en frændur okkar í Skandina- víu hafi glatað þessu megineinkenni sínu, tungunni, vegna þess þeir nenntu ekki að bera hana fram; eða hirtu ekki um það. Og nú er svo komið að enginn veit, hvað Bærum eða Sem eða Skaugum merkir, eða þau óteljandi orð önnur sem afbakazt hafa með sama hætti. Vesalings heiðlóan á Dofra er orðin að skrípamyndinni: heiló. Ekki hefði höfundur Konungs skuggsjár, norskur maður á 13. öld, sætt sig við svo lausbeizlaða þróun tungu sinnar og hefur hann þó áreiðanlega verið ná- kunnugur ýmsum mállýzkum í Noregi um sína daga. Það er svo sannarlega ástæða til að draga alvarlegar ályktanir af málþróuninni í Noregi og kenna unglingum að tala íslenzku í skólum og gera kröfur til þess þeir tali einnig íslenzku sem á annað borð þykjast fjölmiðlafær- ir. Það er ekki einasta að menn séu farnir að „myndseg- ulbandvæða" íslenzka tungu, heldur heyrist nú æ oftar a fyrir æ, u fyrir au og u fyrir ö svo að dæmi séu tekin. Einhver talaði nýlega um hustbrim, hufuð og hufunda, annar um fut, narbuxur og djúpa lagð við Granland, enn annar um suluvöru og miviggudag. Innan skamms verður íslenzk tunga horfin og Skaugum, Bærum og Sem tekið við ef ekki verður aðhafzt. í bezta falli að barnamál verði alls ráðandi íslenzka. Krakkarnir segja hver við annan: Viltu vera mem?, sem merkir: Viltu vera með mér? Barnamál, það er sök sér. En vonandi verður barnamál ekki sú eina íslenzka sem töluð er, þegar fram líða stundir. Það verður ekki undir neinum öðrum komið en okkur sjálfum.Við skulum láta okkur nægja Sálminn um blómið og þá upphöfnu ritsnilld, sem þar hefur vaxið úr ómótaðri veröld barnsins. Lass- fossar, Gard-Loftur, reröu og rykkrussa eru spaugileg og vandmeðfarin blæbrigði úr þessari æfintýraveröld. Miklar umræður hafa sem betur fer farið fram bæði í Lesbók og Morgunblaðinu um íslenzka tungu. Ungur íslenzkukennari, Sverrir Páll Erlendsson, skrifaði t.a.m. stórathyglisverða grein, Mál er að mæla ..., í Mbl. 13. des. 1983. Hún er alvarleg varnaðarorð um þá hættu, sem tungu okkar stafar af þeirri flatlendisþróun, sem nú á sér stað, ekki sízt í sambandi við áherzlur og framburð. Ef við stingum ekki við fæti, gerum harðar kröfur til Alþingismanna, fjölmiðla, kennara og sjálfra okkar (heimila, barna og unglinga), dagar íslenzka tungu uppi eins og austanhafs, þar sem hún varð að steini eins og fyrrnefnd dæmi sýna. Sverrir r<m bendir á mjög óhugnanleg hættumerki, raunar svo hroðaleg að við verðum að fara að kenna framburð í útvarpi, sjón- varpi og skólum, ef við ætlum ekki að verða viðskila við arf okkar og menningu. Og hvað eigum við þá eftir? Þorsklaust haf og verðlitla orku, eins og nú blasir við. Dæmi um hættumerki: lög unga fólsins. , Frandi minn sem er lakknir hann á jappa sem er graddn. Kvattlara geráttir? dassgrá útvarps, Þissgaland, kjarrlekur, flitt- aðér, leiktu vimmig. Svo að ekki sé nú talað um það, hvernig farið er að flytja aðaláherzlu orða, eitt helzta einkenni íslenzkrar tungu, af fyrsta atkvæði á annað, þriðja eða jafnvel fjórða atkvæði: verðbólguáhrif, suð- vestan, verðbólgan verðbólguáhrifin o.s.frv. Ég lýk svo þessum þætti hugleiðinga eftir Noregsför með samtali, sem Sverrir Páll Erlendsson fullyrðir, að sé nútímaís- Ienzka: Hæ. Hæ. Hvaseiru? Gottbra. Kvattlara faráttir? Kvasseiru? Kva attlara fará ettir? Kvarta seia mar? Kva attlaru a fara, seiég. Ég skiligi hvaðúrt a reina seia. Djösis ass nertu. Ertigi meiru? Láttigi sona. Reindu bara tala harra. Ég heirigi al- mila íðér. Ég gedigi tala harra. Herðannas. Attlariggjað koma uppidir mokkur? Ég veidigi. Já vísta fara til lakknirs. Akkuru? Er eikk vaðér? Érme verkí maganum. íllt íonum? Obb oss la. Ve sen. Á éa koma meðér? Nei, é reddus alveg. Ég bara kemstigi uppidir mukkur meðan ér hjáðussum lakknir. Gedurigi komiðá bará ettir? Jú, ábiggilega. ókei. Vertu ðáigi leingi. Neinei. Altilæ, séðigðá. Ókei, bæðá. Blesar. Helgi Hálfdanarson segir í niðurlagi greinar sinnar um málrækt (Mbl. 3. jan. ’84), að þau tvö boðorð sem þar skipti mestu máli séu: íhaldssemi og gífurleg íhalds- semi. Hann hefur oft verið útvörður, þegar íslenzk tunga hefur þurft á að halda. Ég læt mig að vísu litlu skipta, hvort við sunnlendingar segjum taga og láda, en norðlendingar taka og láta. Slíkt eru engin óeðlileg blæbrigði á tungu sem er að þróast á vörum lifandi fólks, auk þess sem sunnlendingar geta vart lært harð- hljóðin, svo að rétt sé, frekar en norðlendingar hv-hljóðið. Sunnlendingur næði ekki réttri röddun í orð- um eins og stúlka og mjólk, auk þess sem slíkur fram- burður yrði tilgerðin einber. Slíkt getur engum sköpum skipt, a.m.k. ekki ef við þekkjum okkar vitjunartíma og komum með kennslu og ákveðni í veg fyrir að láda verði la og taga ta eins í frændþjóðamállýzkum okkar og Helgi bendir á. En slík þróun væri að vísu í ætt við efni þessarar ferðagreinar frá Noregi. En ráðumst fyrst að helztu hættunum eins og flámælinu á sínum tíma. Blæ- brigðin eru skemmtileg tilbreyting, ef þau eru innan hóflegra marka. Mállýzkutilbrigðin í Noregi eru einu eftirlegukindur fornrar norrænnar tungu, sem gaman er að, þótt við íslendingar kunnum ekki alltaf að meta þær vegna ná- vistar við dönsku og systur hennar, ríkismálið (sem hafa einnig verið farvegur mikilla bókmennta — en það er annað mál). En mundi okkur ekki vera hollast að líta í eigin barm? „Milli mín og þín eru þúsund ár,“ sagði gamall alþýðumaður við mig fyrir þrjátíu árum. „Ég er samtímamaður Egils Skallagrímssonar." Ég skildi ekki þá til hlítar, við hvað hann átti. Nú skil ég það betur. Tungutak hans var gullaldarmál — án þess hann vissi það sjálfur. Það væri óskemmtilegt, ef snara þyrfti Snorra, Eddu eða Laxness á það hrognamál, sem hér að framan er vitnað í og tekið úr grein Sverris Páls Er- lendssonar. Öll berum við ábyrgð á þessari aðför að tungunni. Boðorðin tvö um íhaldssemi og gífurlega íhaldssemi eiga rétt á sér, a.m.k. í augum þess sem hefur fengið sína „lexíu" á lærdómsríkri ferð um Noreg. HALVOR J. SANDSDALEN Er ég frjáls? Eins og járnklær um háls mér: Á hverri sekúndu grætur barn af hungri. Á hverri sekúndu blæðir barni ogþað þjáist. Ogþað grillir íhvítgrá andlit í kæfandi angist og ég spyr: Er égfrjáls? 26. Stokkönd með nýsnævi í vængjum flýgur upp af hylnum. Gul morgunstjarna situr eftir. jr I niði Þjórsár Þrjú norsk skáid saman komin í Valdres. Frá rinstri: Jui Hagenes, Irar Orgland og Trygve Björgo. NORSK UÓÐ ILEIÐINNI Ragnhildur Greipsdótth stattu upp úr öskunni og þerraðu brjóst þín í ágústvindinum. Hann hefur hlaðið sand meðan þú svafst í þúsund ár. Bær manns þíns hefur verið grafinn upp og axirnar taldar, snarkið í eldinum eins og nóttina sem þeir reyndu allir að flýja örlög sín. Nýju vatni er hellt í steinker og farið eftir kornkippu sést enn í búrinu. Nógu lengi hefur vindurinn hlaðið upp sandkeilur yfir þig og tröllkonurna í auðninni. Nógu lengi hafa Meybrjóstasléttun íÞjórsárdal geymt sína dauðu. Guð einn veit hvað þeir sem reistu bú í eldsglampanum frá Heklu og niði af Þjórsá. Niöarósdóinkirkja að utan og innan. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.