Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 9
Tunglskinsnótt á túninu Einhvern tíma munu konur klæða mig í hvítt lín og leggja mig með spenntar greipar undir lak í hlöðunni. Þá hrekkur hún við sem stjanaði við mig, ef hún heyrir köttinn í heyinu, og henni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hún flýtir sér aftur inn með fjósalyktina. Gott að sá dauði veit ekki hversu ömurlegt er í hlöðunni þegar máninn skín og dyrnar skellast í vindinum. r keilur yfir þig IVAR ORGLAND Sá óþekkti Ég lagði steinana þar sem kórinn hvelfist yfir háaltarið í dómkirkjunni. Höggna steina lagði ég einn og einn í kyrrðinni. Áður en kirkjan var tiibúin var ég gleymdur. En steinarnir sem ég lagði eru undirstaða kirkjuboganna ... Og þegar presturinn messar og söfnuðurinn tekur undir bergmála þeir — og þeim er lyft af óséðum höndum ... Kínverskur vasi Skýin sigla yfir höfði mér. Hvít sigla skýin. Vindurinn strýkur blóm og grös og flýtir sér áfram leið sína. iar Skógurinn niðar langt í burtu .. Dagur hnígur að kveldi. Og nótt verður nýr morgunn. hugsuðu En ég hvílist — með höfuð í fangi þér. TRYGVE BJÖRGO Kyrrð Það varð svo hljótt þegar hún kom. Fólk sagði fátt og talaði varlega. Það hafði séð auglýsinguna í blaðinu í dag. Um fjóra sem fórust. Nafn hennar stóð undir. Það eitt. Helgi og hversdagur „Samfélag heilagra", segjum vér til hátíðabrigða í kirkjunni. Guð varðveiti oss fyrir samfélagi heilagra í hversdagsönnum samfélagsins. Eftirmæli Hann stóð hægt upp af bekknum í kapellunni. Gekk ekki með blóm að kistunni eins og hinir. Hélt á húfunni krepptum höndum. Sagði: Eins oggóð orð yxu úr kvoðuðum hnefunum; orð skógarhöggsmanns um hana, húsmóður hans á bænum. Þegar hann settist leit enginn á biómin á kistunni. JUL HAGENES * I laumi Hátt í hengiflugi tvær bjarkir. Reyna á stofna hvor um sig í stormsveipum. En þær fálma og finna hvor aðra í laumi djúpt djúpt í myrkum sprungum. Eins og við finnum hvort annað með fínustu rótaröngunum. TOVE LIE Atlot Á jörðin að hirða þá dauðu? Oft sá ég þá reika undir ljósi og skýjum, þeir áttu ljós og ský að systkinum. Segðu ekki að jörðin megi hirða þá, ég held þeir snúi sér að ljósinu. Séð hef ég sólarljós í eftirtektarlausum andlitum sem hugsuðu aðeins um sitt, séð ljós auðsýna fólkinu atlot. Hliðarspor Ó, hliðarspor í æfintýra- landi næturinnar, ég ber þá ekki ábyrgð á draumum mínum ? Nei, sem betur ferl Hér leitar ástríðan athvarfs. Allt getur gerzt. Allt gerist siðferðisheilaþvotti, þröngri rökvísi úthnýst. Ég er frjáls, og elska draumana mína. Öll erum við íbúar æfintýralandsins meðan okkur dreymir um stund, hliðarspor veikleikans mikilvæg. Við verðum einnig að gera áætlun um að vernda þau. Kannski! Getur það verið að himnaríki sakni okkar jafnmikið og við söknum þess? Getur verið að aldingarðurinn viti ekki hvað hann á að gera við gnægðina ? Að nafnlaus dýrin ráfi þar um eins og börn ? Hver veit nema kerúbar hafi slíðrað sverðin og bíði okkar sem þegar höfum afplánað dýrkeypta synd. INGEBORG KASIN SANDSDALEN Hamingja Ég gleðst yfir mörgu. Söng barns að leik. Kyrrlátri hljómlist grautarpotts á eldavélinni. Hvernig þvotturinn blaktir eins og hvít segl. Ilmi af litlum hlutum. Blómi. Fugli. Skrjáfi í laufi. Andardrætti barns í myrkrinu. Fótataki sem beðið er eftir í mölinni við vegginn. Hlýrri hönd. Kyrrðinni. Rísandi sól. Fallandi regni. Korni sem þroskast undir reykbláum himni. Daglegu brauði. Mestu gleði. Orðinu í þúsund ár, orðinu góða og bæninni. í silfurgljáandi víði Sástu fuglssnöruna og litlu listrænu sporin í mjöllinni, útsaum með hvítt á hvítu? Sástu klofnar greinar eins og ormstungu og ormshringinn á tælandi veginum ? Hvíta rjúpuna, tákn alls sem er varnarlaust ? Reifstu upp snöruna í snjónum ? Þá heyrirðu kurr fugls í silfurgljáandi víði á vormorgni. J- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.