Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 13
mótun þéttbýlisins en spái því jafnframt, að viðhalds- og vernd- unarsjónarmið verði þyngri á metunum en fyrr. Dagný Helgadóttir arkitekt Að mínu mati skulu eftirfar- andi meginforsendur liggja fyrir verndun húsa: sögulegt gildi, húsið sem hluti af umhverfi sínu, fagurfræðilegt gildi og ástand hússins. Byggingarsögulega erum við ís- lendingar ung þjóð. Okkar elstu hús eru rúmlega 200 ára og ekki ýkja mörg frá þeim tíma. Þegar talað er um gömul hús á íslandi eru það flest hús innan við 100 ára, sem er ekki ýkja hár aldur miðað við byggingarsögu annarra þjóða. Menningarsögulegur arfur þjóða býr ekki hvað síst í húsa- gerð. Byggingar standa sem tákn hugsunar og ástands hvers tíma bæði efnislega og andlega. Híbýli fólks eru spegill lifnaðarhátta og aðrar tegundir bygginga vitna all- ar um þann ramma er umlék at- hafnir fólks á hverjum tíma. Okkar arfleifð í íslenskri húsagerð liggur ekki í glæsilegum stórhýs- um og höllum, þar sem tímar slíkrar velmegunar hafa aldrei verið hér á landi. Þegar vesöldin var sem mest á íslandi, á tímum einokunarverslunar Dana á s.hl. 18. aldar, létu Danir teikna og reisa okkar veglegustu hús úr steini, svo sem Bessastaði, Viðeyj- arstofu, Hólakirkju, Stjórnarráðs- hús og Tugthúsið. Þótt íslenskir menn, Skúli fógeti og Magnús Stephensen, hafi þar átt hlut að máli, mega húsin teljast aldönsk, engu að síður hluti af íslenskri menningarsögu. Að torfhúsunum slepptum eru okkar „fornu hallir" timburhús, oft bárujárns- klædd og byggð af vanefnum. í augum margra „ómerkilegar fúa- spýtur", en mér finnst slíkur hugsunarháttur oft lýsa minni- máttarkennd og óskhyggju um glæstari fortíð. Eg held að sérhver þjóð sé fátækari að búa ekki við sitt sögulega umhverfi. Vandinn við húsverndun er hvað stærstur í þéttri bæjarmynd, þar sem uppbygging krefst endur- nýjunar. Hvaða skipulagssjónar- mið eiga að ráða? Að mínu mati hefur almennt ekki tekist vel til í elsta hluta Reykjavíkur, þar sem nýbygging- ar fylla skörð gamalla húsa í götu- mynd, enda eitt af vandasömustu verkefnum arkitekta. Eins og gömul og ný húsgögn geta klætt hver önnur, eins er farið með byggingar, ef vandað er til verks- ins. Ekki eru öll hús jafn merkileg, sögulega- eða fagurfræðilega séð, og hvar skal draga þau mörk? Ég álít það alltaf vera matsatriði hverju sinni og taka beri mið af þeim forsendum sem ég nefndi i upphafi. A undanförnum áratugum hafa gömul hús verið rifin í stórum stíl og almennt ekki verið álitin varð- veisluhæf. Sem betur fer hefur hugarfarið breyst á undanförnum árum og er það til bóta. Verndun- arhæf hús hafa oft grotnað niður sökum skorts á viðhaldi, sem bein afleiðing af því, að ekki hefur ver- ið tekin ákvörðun af hálfu bæjar- eða sveitarfélaga um, hvort hús sé varðveisluhæft eða ekki. Þetta leiðir af sér, að oft eru gömul hús rifin, þar eð endurbyggingar- kostnaður verður bæjarfélögum eða einstaklingum ofvaxinn. Mjög mikilvægt er því að bæjar- félög taki skýra afstöðu til þessara mála og flokki hús eftir friðar- /verndunargildi, eins og þekkist í nágrannalöndum okkar. Við verð- um að gera okkur grein fyrir að við erum síðasta kynslóðin, sem getur tekið ákvörðun um, hvort okkar elstu hús eigi að standa eða hverfa. Byggingarefni húss ræður miklu um hvernig það eldist. Síð- an um 1930 höfum við nær ein- göngu byggt úr steinsteypu, sem þýðir mun lengri aldur húsa. Hvernig lítur svo myndin út eftir önnur 200 ár, þegar afkomendur okkar taka afstöðu til húsvernd- unar? Danskur arkitekt sagði eitt sinn „Et hus skal blive en smuk ruin“ sem má túlka, að vanda skal til byggingar strax í upphafi hvað snertir byggingarefni og stuðla að formfegurð í byggingarlist. Það ætti að vera okkar besta framlag til komandi kynslóða, hvað varðar húsverndun. Leifur Blumenstein byggingarfr æðingur Leifur Blumenstein, bygg- ingarfræðingur og starfs- maður Reykjavíkurborgar, hefur annast viðgerð og uppbyggingu á gömlum húsum í Reykjavík síð- astliðin 15 ár. Hann hefur líka ásamt öðrum annast kennslu á námskeiðum sem haldin hafa ver- ið á vegum Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins og Byggingarþjónust- unnar, en slík námskeið um endurbyggingu gamalla húsa hafa tvívegis verið haldin í Reykjavík og einu sinni á Akureyri, og enn eitt námskeið er fyrirhugað í Stykkishólmi á næstunni. Það kom fram í viðtali við Leif, að endurbygging gamalla húsa væri vandasamt verk og að við slíka vinnu þyrfti jafnvel meiri fagkunnáttu en við nýsmíði húsa. Leifur var inntur frekar eftir þessu starfi sínu á vegum borgar- innar og fórust honum svo orð: „Síðastliðin 15 ár hafa alltaf verið í endurbyggingu eitt eða fleiri gömul hús á vegum bygg- ingadeildar borgarverkfræðings. Þessi hús standa flest í kringum Tjörnina og má þar til nefna Fri- kirkjuveg 1 (Miðbæjarbarnaskól- ann) og Fríkirkjuveg 3 og 11. Þar að auki Tjarnargötuhúsin nr. 11, 20 og 33, Iðnskólann gamla og Búnaðarfélagshúsið, Söluturninn á Lækjartorgi og húsið Höfða við Borgartún. Endurbygging þessara húsa hefur verið fjármögnuð beint úr borgarsjóði og borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun um fram- kvæmdir hverju sinni. Ég verð var við það að viðhorf almennings til endurbyggingar gamalla húsa hafa breyst mjög í jákvæða átt á undanförnum árum, enda er nú að berast hingað til lands sú alda sem hefur gengið yf- ir Vestur-Evrópu varðandi þessi mál síðustu áratugi. Þessari öldu fylgja vissar breyt- ingar í atvinnulegu tilliti. Atvinna í byggingariðnaði flyst meira yfir á svið endurbyggingar og viðhalds en fyrir árið 1970 var hún að mestu fólgin í nýbyggingum. í Kaupmannahöfn til dæmis hefur dregið verulega úr nýbygg- ingum og eru nú nánast einu bygg- ingarframkvæmdir við endur- byggingu í eldri hverfum eftir því sem danski arkitektinn Curt von Jessen hefur tjáð mér, en hann kennir þessa grein við Listaaka- demíuna þar í borg. í Vestur-Þýskalandi er sama upp á teningnum. Ég sótti ráð- stefnu i Wiesbaden um endur- byggingu gamalla húsa á vegum borgarinnar árið 1979. Þar kom fram að 40% af því íbúðarhúsnæði sem tekið var til notkunar í Vestur-Þýskalandi þá var endur- byggt og reiknað var með hækk- andi prósentutölu. Þessi mál hafa þó ekki gengið þrautalaust þar frekar en annars staðar þar sem þessi breyttu við- horf hafa verið að skjóta rótum. í Frankfurt, svo dæmi sé tekið, hafa deilur um þetta staðið í 30 ár. Þar var efnt til samkeppni um endur- byggingu gamalla húsa í tiltölu- lega litlum miðborgarkjarna. Reyndar voru á svæðinu rústir frá Rómverjatímanum eins og nafnið á hverfinu ber með sér, Römer- berg. Þeir sem hlutu fyrstu verðlaun í þessari samkeppni, leystu verk- efnið á þann veg að við uppbygg- ingu á svæðinu skyldi ekki stuðst við neina eina meginreglu um það hvernig að þessu skyldi staðið. Mælikvarðinn var látinn taka mið af því sem fyrir var og síðan beitt mismunandi aðferðum sem skipt var í þrjá meginflokka. f fyrsta lagi: Byggð skyldi ná- kvæm eftirlíking af miðaldahúsi (það gilti raunar aðeins um eitt hús). í öðru lagi: Byggð skyldi ná- kvæm eftirlíking af ytra útliti en innréttingar lagaðar að nútíma- kröfum. í þriðja lagi: Byggð skyldu hús eftir sama mælikvarða og þau sem upphaflega stóðu, en með nútíma byggingaraðferðum. Mér er óhætt að fullyrða að greinileg stefnubreyting hefur orðið varðandi þessi mál í allri Vestur-Evrópu. Nú er höfuð- áhersla lögð á að endurbyggja og bæta gömul hús sem varðveislu- gildi hafa. Ástæðan til þessa getur verið margþætt. M.a. mætti nefna að verðmætamat fólks hefur breyst. Æ fleiri virðast leggja meira upp úr litlu þægilegu hús- næði nálægt miðkjarna í borgum, þar sem menn þurfa stutt að fara til að sækja vinnu, þjónustu og at- hafnir á menningarsviðinu og vilja kosta til þess töluverðu fé, því þetta er dýrt í framkvæmd, hvort sem verkið er unnið á vegum einstaklinga eða hins opinbera. Hins vegar niá geta þess að víða um lönd geta menn í slíkum tilvik- um fengið hagstæð lán hjá opin- berum aðilum. í Noregi fæst t.d. allt að 80% af endurbyggingar- kostnaði að láni, en þar í landi er lögð mikil áhersla á varðveislu gamalla húsa.“ Að lokum sagði Leifur: „Spurningunni um það hversu langt eigi að ganga í verndun gamalla húsa get ég svarað í stuttu máli: Að mínum dómi þarf að meta hvert einstakt hús fyrir sig. Og hversu langt á að ganga hlýtur að taka mið af því fjármagni sem opinberir aðilar og einstaklingar eða samtök vilja leggja í þessa hlið menningarmála." SKUTLAÐU ÞERTILKANARI25 JANUAR OOTT FÓLK URVAL xjtsÍTK Samvinnuferdir-Landsýn FLUGLEIDIR Veðurguðirnir á Kanarí eru í sumarskapinu um þessar mundir, því þar suðurfrá er sól og hiti. í beinu framhaldi af kulda- legum veðurkortum og ófærð hér heima á Fróni þessa dagana ákvað Kanaríklúbburinn að auðvelda fólki að komast suður í sólina Við bjóðum frábær greiðslukjör í ferð- ina 25. janúar: 5.000 krónur út og eftirstöðvar til 5 mánaða. Verðið er frá 25.589 kr. fyrir 3 vikur, miðað við 2 í hótelíbúð. Við bjóðum úrval frábærra gististaða; hótelíbúðir, hótelherbergi eða smáhýsi. Við fljúgum í beinu leigu- flugi til Las Palmas og þar tekur Auður fararstjóri á móti fólki og sér um að allir hafi það sem best. Skutlaðu þér með þann 25.! .ESBOK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.