Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 11
Nanna Hermannsson borgarminjavörður Irauninni ætti verndun húsa ekki að vera okkur erfið, því að alflestar gamlar byggingar sem við eigum eru vel nothæfar. Hér eru fáar byggingarminjar sem við þurfum að halda við einungis vegna minjagildis, einsog til dæm- is torfbærinn á Keldum. Víða í öðrum löndum eru kastalar og guðshús sem lítið notagildi hafa en þykja svo merk að þeim er haldið við með ærnum tilkostnaði, svo sem miðaldakirkjan í Kirkju- bæ í Færeyjum, Sívaliturn í Kaup- mannahöfn og Tower of London. Ein af elstu byggingarminjum okkar í Reykjavík er stjórnarráðið frá um 1770. Hið gamla hús Menntaskólans í Reykjavík er tímamótabygging frá 1846. Bæði húsin eru friðað einsog nokkrar aðrar gamlar opinberar byggingar sem allar eru í fullri notkun þótt litlar séu miðað við þá starfsemi sem þær eiga að hýsa. Þegar Reykjavíkurborg 1978 lét friða allmörg stór timburhús frá því um aldamót einsog Miðbæj- arbarnaskólann og gamla Iðnskól- ann tók hún með því stefnu með verndun m.a. umhverfis Tjarnar- innar sem eldri skipulagstillögur höfðu viljað umturna. Friðun táknar að byggingin sé svo merk að sérstakar ráðstafanir þurfi til að hún fái að halda útliti frá ákveðnum tíma. Viðhalds- kostnaður getur þá orðið meiri en ella og er húsfriðunarsjóður m.a. til þess ætlaður að veita styrk þeg- ar þannig stendur á. Fáeinar byggingar eru friðaðar með þeim hætti að þær eru fluttar í safn. Þetta er önnur hlið á hús- friðun. Húsin eru varðveitt án þeirra breytinga sem hefði þurft ef enn væri búið í þeim og húsin eru til sýnis bæði að innan og utan. Tilgangur útisafna er ein- mitt að fræða um gömlu húsin og auka skilning fyrir sögunni í um- hverfinu. Flutningur húsa í safn er þannig angi af húsverndun sem snertir fáein hús og á að stuðla að þekkingu á hinum mörgu sem áfram eru notuð. Oft á ekki að vera þörf á friðun þó hús sé gamalt og verðmætt fyrir umhverfi sitt. Samkvæmt byggingarreglugerð þarf að sækja um leyfi til allra breytinga á hús- um. Ef yfirvöld hafa ákveðna stefnu um verndun ætti ekki að þurfa sérstaka friðun heldur væri nóg að fylgja byggingarreglugerð- inni. Þetta gerist náttúrulega ekki nema vilji sé fyrir hendi bæði hjá eigendum og hjá byggingarnefnd. Þó að haldið sé í heildarsvip byggðar þýðir það ekki að ekki megi gera við og breyta þar sem þess þarf og jafnvel fjarlægja ein- stök hús. Mestur vandi virðist vera að byggja inn í eldri byggð svo vel fari. Reynslan hefur sýnt að þótt nýtt skipulag geri ráð fyrir sam- ræmdri byggð af nýrri gerð, ris sú byggð ekki á einni nóttu og við þurfum að búa við millibilsástand. Á meðan breytast viðhorf og að- stæður. Það er langt síðan miðpunktur Reykjavíkur tók að færast í aust- ur, enda hefur það verið staðfest með byggingu nýja miðbæjarins. Það þýðir að þörfin fyrir að breyta eldri byggðinni er orðin minni og nú er farið að reisa þar íbúðarhús í stað skrifstofu- og verslunarhús- næðis sem þarf miklu meira rými. Það ætti ekki að vera svo erfitt að laga íbúðarhús að byggðinni sem fyrir er. Mestmegnis eru þar frek- ar lítil hús sem standa stök í garði. Það hefur einmitt sýnt sig nú undanfarið að eftirspurn er mest eftir litlu húsnæði. Gömlu hverfin eru metin meira en áður enda er búið að breyta lánum þannig að nýtt bárujárn glansar víða á húsum. Þetta á ekki síst við um Þingholtin og Vestur- bæinn. Þar á milli er hinn eigin- legi gamli miðbær Reykjavíkur, Kvosin. Umgjörð hennar er að komast í allgott horf. Bernhöfts- torfan er í endurnýjun og fram- hlið húsanna orðin falleg. Mið- bæjarskólinn og stóru húsin við norðurenda Tjarnarinnar nývið- gerð og töluverð endurnýjun í gangi í Grjótaþorpi. Húsaröðin vestan Aðalstrætis (nema Aðal- stræti 10) var undanþegin sam- þykkt um skipulag Grjótaþorps og nú er ekki ljóst hvað verður um hana. Fyrir nokkrum árum var lagt til að haldið yrði við þeirri gömlu byggð sem er í kringum Al- þingishúsið, enda liggur það í aug- um uppi að stórar byggingar mega ekki skyggja á alþingishús þjóðar- innar. Gömlu húsin við Aðalstræti eins og hin fáu gömlu hús sem eft- ir eru í Kvosinni hafa ekki bara merka sögu hvert um sig heldur eru tengsl Reykjavíkur við fortíð sína og um leið einkenni borgar- innar. Nýtt deiliskipulag ætti að halda þessum einkennum á lofti þegar farið verður að byggja í skörðin. Fátt er eftir af elstu byggðinni og ekki eru nema 180 hús frá því fyrir aldamót, en hér hafa á síð- ustu árum verið reistar að meðal- tali 690 íbúðir á ári. Við ættum að hugsa okkur vel um í hvert skipti sem gamalt hús á að víkja fyrir nýju jafnvel þegar um er að ræða hús frá kreppuárunum. Aldamóta- húsin hafa oft reynst vera vel við- uð, þótt þau hafi verið svo ljót að utan að þau hafa verið dæmd ónýt vegna lélegs viðhalds. Sum hús eru reist af vanefnum og lítið hægt að gera annað en að endur- nýja að öllu leyti og þá er sami vandinn að nýja húsið ógni ekki umhverfinu. í gömlu hverfunum eru ekki ein- ungis íbúðarhús heldur atvinnu- húsnæði sem ekki uppfyllir nú- tíma kröfur. Það hlýtur að vera þannig á sparnaðartímum að við förum vel með þau verðmæti sem við eigum. Viðhald gamalla húsa kostar mikið þegar þau hafa verið vanrækt. Sú fjárfesting hlýtur þó að vera góð því gamla byggðin gef- ur mönnum einhverjar tilfinning- ar sem er erfitt að skilgreina en tengjast öryggi og sjálfsvitund. Á meginlandinu hefur víða verið unnið markvisst að því að endur- reisa borgir úr rústum styrjaldar og reynt að ná gömlu yfirbragði þeirra vegna þessara tilfinninga. Hér hefur ótrúleg uppbygging átt sér stað og hvergi býst ég við að finna eins giæsileg íbúðarhverfi og 1 nýju hverfunum okkar. En það er kominn tími til að hlúa að gömlu hverfunum og þar held ég ekki sé hægt að ganga of langt i verndun. Hitt verður ekki aftur tekið. * Gestur Olafsson arkitekt og skipu- lagsfræðingur Svar við þessari spurningu hlýtur að verða margþætt. Fyrir það fyrsta, þá er afstaða okkar til þessa máls breytileg. í upphafi þessarar aldar töldu margir mætustu menn, að sjálf- sagt væri að rífa flest gömul hús og byggja ný og tæknilega full- komnari hús í staðinn. í dag vilja hinsvegar flestir vernda mörg gömul hús og jafnvel verja til þess talsverðu fé, bæði eigin fé og al- mannafé. Þessi afstaða getur þó líka breyst á komandi árum. Við sjáum samt flest í dag margskon- ar gildi í þessum húsum, bæði menningarsögulegt og listrænt. Þau gefa okkur ákveðna viðmiðun og kjölfestu á breytingartímum, gera umhverfi okkar auðugra, hafa „snobbgildi" í augum margra, en líka finnst fólki bara notalegt að búa í grónara, fjöl- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1984 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.