Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 14
Geimfarar eldast hasgar úti í geimnum sem efnaskipti lífveru séu, þeim mun lengra lifs sé henni auðið. Hingað til hafa geimfarar ekki borið þess vott, að þeir hafi brennt færri hitaein- ingum í geimnum. En vísindamenn hjá bandarísku geim- ferðastofnuninni telja, að í stuttum ferðum (enn hafa bandarískir geimfar- ar ekki verið lengur úti í geimnum en 84 daga) kunni manns- líkaminn að hafa ekki haft nægan tíma til að laga sig að hinu nýja umhverfi. En með tilkomu geim- stöðva getur orðið öll önnur raun á. Það hefur verið ljóst um nokk- urt skeið, að dvöl úti í geimnum getur verið hættuleg heilsu manna. Nú virðist sem henni geti líka fylgt kostir. Geimfarar kynnu í löngum ferðum að eldast hægar en fólk á jörðu niðri. í þyngdarleysinu hafa geimfarar reynt margt, allt frá því að bein og vöðvar hafi rýrnað og til þess að afköst hjartans hafi minnkað. Kalsíum hefur horfið úr bein- um, því sem nemur um hálfum af hundr- aði á mánuði. Þetta gerir ekki mikið til í stuttum ferðum, en gæti skapað vanda- mál á tveggja ára ferðalagi til Mars. Eftir um það bil sex mánuði, myndu bein geimfara vera orðin svo stökk, að hann gæti ökklabrotnað við það eitt að stíga út úr geimferjunni, er kom- ið væri til jarðar aft- ur. En til að vega upp á móti hinum neikvæðu hliðum þyngdarleys- is, spáir því tauga- líffræðingurinn Ja- ime Miguel hjá bandarísku geim- ferðastofnuninni, að við dvöl úti í geimn- um muni menn eldast 10 til 15 prósentum hægar en almennt gerist. Hann byggir kenningu sína á til- raunum, sem gerðar hafa verið á banana- flugum, rottum og músum, sem og á rannsóknum á geim- förum. Miguel bendir á, að á jörðu fari þriðjung- ur allra hitaeininga í þeim mat, sem við borðum, í það að vinna á móti þyngd- arlögmálinu. Þannig myndu menn þurfa minna að borða í þyngdarleysinu úti í geimnum. Minni fæða táknar minni efna- skipti, og það er sumt sem bendir til þess, að þeim mun hægari Tennis við- heldur göml- um beinum að hefur lengi verið vitað, að bein kvenna hrörna eftir breyt- ingarskeiðið, svo að þeim verður hættara við broti. Nú hafa rannsóknir við há- skólann í Norður- Karólínu gefið til kynna, að tennis, trimm og aðrar hlaup- og stökkæf- ingar geti haldið við beinum þeirra fram á gamalsaldur. Að sögn Peters Jac- obson bæklunarsér- fræðings, sem stjórn- aði rannsókninni, var gerður samanburður á 400 „kyrrsetukon- um“ á aldrinum 35 til 65 ára og 80 konum á sama aldri, sem léku tennis þrisvar í viku. Enginn marktækur munur reyndist á ástandi beina þeirra kvenna, sem voru innan við 55 ára gamlar. En hjá þeim, sem voru eldri en 55 ára, voru bein tenn- isleikaranna miklu sterkari. Allar tegundir íþrótta viðhalda ekki styrkleika beinanna, bendir Jacobson á. Til dæmis reynir sund ekki að marki á beinagrindina. „Til að viðhalda beinunum þarf að berjast við þyngdarlögmálið," segir hann. Hinn blíðlyndi byltingarmaður Hann lézt nú um jólin, níræður að aldri, og var einn gömlu risanna þriggja, sem sett hafa svip á myndlistina frá fyrstu áratugum aldar- innar. Hinir tveir eru Dali og Chagall. Hinar björtu og barnslegu, glettnislegu og skrautlegu myndir hans gerðu hann að einum viðfelldnasta listamanni nútíma myndlistar. Gagnrýnendur töl- uðu stundum um venjubundna aðferð og leikni hjá hinum forna byltingarmanni í listinni, en hann þóttist ekki heyra það í allri sinni mildi. Og gengi hans á al- þjóðlegum vettvangi sýndi, að hann þurfti þess ekki heldur. Joan Miró, þetta þýða nafn, hefur á vissan hátt orðið að vörumerki á 20. öld. En er þó hægt að líta á verk hans hleypi- dómalaust? Hvaða áhrif hefur hin mikla fjöldaframleiðsla eft- irprentana á dóm manna, þegar þeir standa frammi fyrir frum- myndunum? Því að Miró er metsöluhöfundur, hvað varðar veggspjöld, póstkort og aðrar eftirprentanir. Miró var maður orðfár og brosmildur og minnti í fram- komu á franskan miðstéttar- mann. Hann virtist allsendis ósnortinn af þeim frægðar- ljóma, sem um hann lék, og af ummælum gagnrýnenda sinna. Hann hafði orðið skerta sjón og var orðinn mjög veill fyrir hjarta, en það virtist ekki hvarfla að honum að leggja frá sér pensilinn eða minnka við sig verkefnin. Hann lifði alla tíð mjög hófsömu lífi, lét lítt á sér bera og fylgdi nákvæmri dagskrá. Þeir voru aðeins orðnir þrír eftir af köppunum í hinni fornu framvarðarsveit myndlistar- manna, en hinir eru Marc Chag- all 96 ára og Salvador Dali rúm- lega áttræður. Miró hafði lifað byltingartíma. Hann var hinn blíði og ljúfi súrrealisti, skáld draumheima og ævintýra. KATALÓNÍUMAÐUR Á MALLORCA í marga áratugi bjó Miró á Mallorca í höfuðborginni, Palma, þar sem háhýsin þrengdu æ meira að honum og skertu út- sýnið. Eftir að valdatíma Franc- os lauk, hefur hið nýja lýðveldi sýnt honum margvíslegan sóma. Jóhann Karl, konungur, bauð honum til viðhafnarmóttöku í Zarzuela-höll í Madrid og sæmdi hann æðstu menningarorðu landsins úr gulli. Og sýningar á verkum hans, að hluta úr hans eigin safni, hafa verið haldnar víða um landið. Þá var hínn aldni listamaður einnig beðinn að gera hið opin- bera veggspjald fyrir heims- meistarakeppnina í knatt- spyrnu, sem fram fór á Spáni 1982. En sjálfur lítur Miró alls ekki á sig sem Spánverja fyrst og fremst, heldur sem Katalóníu- mann, en hann fæddist í Barce- lona. Fyrir nokkrum árum komst hann svo að orði: „í ald- arfjórðung hef ég unnið í þágu menningar Katalóníu. En ég er enginn aðskilnaðarsinni. Ég vil stuðla að einingu Spánar, ein- ingu Evrópu og einingu alls heimsins." Þessi heimsborgari við Mið- jarðarhafið, sem hlaut listræna mótun í París og var meistari hinnar glettnu og ærslafullu af- straktlistar, naut einnig viður- kenningar um heim allan. í hinni nýju álmu safnsins Na- tional Gallery í Washington lílasir við gestum á aðalveggn- um í anddyrinu risastórt vegg- teppi eftir Miró. Og árið 1981 var reist stór stytta eftir Miró í miðri Chicagóborg. Listasafnið í Fukuoka í Suð- ur-Japan, sem tekið var í notkun 1979, keypti mynd eftir Miró, sem hann málaði 1945 og heitir „Maður dansar undir orgelleik í gotneskri kirkju". Safnið gaf yf- ir 10 milljónir marka fyrir myndina. Og í fyrravor kom hinn óþreytandi öldungur upp höggmynd í Houston í Texas. Var það 18 metra há mynd, sam- bland af fugli og mannveru. Stólfætur úr máluðu bronzi, stækkaðir tífalt, ljá myndinni hinn óvænta og óraunverulega svip, sem er svo einkennandi fyrir Miró. Listgagnrýnandinn John Russell hjá New Yorker lýsti myndinni svo, þar sem hún stendur í bjartsýni sinni fyrir framan skýjakljúfa úr steini, stáli og gleri í hinni auðugu borg, að hún væri áþreifanleg ímynd „gáska og óstýrilætis andspænis hinu tilbreytingar- lausa umhverfi". Þrátt fyrir hinn háa aldur hikaði Miró ekki við að taka að sér hin umfangsmestu verkefni. Sérstakar mætur hafði hann á listskreytingu bygginga. Engin hlið á byggingu fannst honum of stór fyrir skreytingaraðferð sína 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.