Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 3
F LESBOK [m] @ H] [o] [u] [n) [b] [l] [a] [D [s] [II ® [8] Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- tulltr.: Glsli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Slmi 10100. Húsin Tómlætið í fari íslendinga kom mér á óvart í fyrstu og ég hélt að það stafaði af andúð, — segir Marion Jóhannsson, sem um árabil hefur stundað ráðgjöf í sálrænum efn- um, bæði í Bandaríkjun- um og á íslandi. Fotslðumyndin: Rytmiskar ttgúnjr eflir Juan Miró, 1934 Listin hjá Katalóníumanninum Juan Miró var alveg sér á parti og lífsstarf hans spannaði sjö ára- tugi, þegar hann lézt nú um jól- in, níræður, en þessi sjálfsmynd er frá 1919. drabbast niður, ef við hættum að nenna að bera það sómasam- lega fram. Þannig fór fyrir Norðmönnum og um það fjallar m.a. ferðafrásögn Matthíasar Johannessen frá Noregi, en henni fylgja þýðingar á nokkr- um ljóðum eftir norsk skáld. NORSK UÓÐ STEIN MEHREN Staður Bak við grímu gamals húss brosir við okkur mildur svipur fátæktarinnar. Þar henda Hólsfjöll veginum af sér. Ský af mýi að baki, í mýrinni djúpt ljósin sem drógu okkur að landinu. Dúkléttar breiður af dögg í geislum milli víðigreina, fuglar í loftspegli líða hægt í ljósið og morgunninn breiðir úr sér, blár eins og lerki úr sömu myrku auðn og Alltíeinu. Hér hefur ætt minnar ástar ráfað í þúsund ár. OLAV H. HAUGE Ég dreg frá Ég dreg frá áður en ég leggst til hvílu, vil sjá lifandi myrkrið þegar ég vakna og skóginn og himininn. Veit um gröf sem hefur engan glugga móti stjörnunum. Nú hefur Veiðimaðurinn færzt til vesturs, aldrei kyr hann er ekki kominn lengra en ég. Kirsuberjatréð fyrir utan er bert og svart. Morgunmáninn ristir í svimandi bláa himinklukkuna með harðri nögl. ROLFJACOBSEN Landslag með gröfum Þær éta skógana. Sex skurðgröfur komu og átu af skógunum mínum. Guð sé oss næstur, hvernig þær líta út. Höfuð án augna og augun á bakinu. Þær sveiflast með kjafta á löngum krönum og eru með fífla í munnvikunum. Éta og skyrpa út úr sér, skyrpa og éta því þær eru barkalausar, hafa aðeins sterkan kjaft og garnagaulandi maga. Eru þær eins konar helvíti? Fyrir vaðfugla. Fyrir alltof klóka pelíkana ? Þær eru með blinduð augu og hlekkjaða fætur. Þær eiga að vinna öldum saman og tyggja bláklukkurnar, breyta þeim í malbik. Ský af feitum menguðum útblæstri. Án barka, án raddbanda eru þær án kveinstafa. Matthías Johannessen þýddi. Hann íslenzkaöi einnig Ijóö- in sem fylgja grein hans, Viltu vera mem? (Norsk Ijóö í leiðinni. að ríkti mikil gleði hjá fjölmiðlum og prestum Hallgrímskirkju skömmu fyrir nýliðin jól. Silfur- gripir sem stolið hafði verið úr kirkjunni fund- ust og voru komnir á sinn stað í tæka tíð fyrir jólin. Þegar fréttamaður sjónvarps ræddi við presta kirkjunnar af þessu tilefni, var hægt að skilja orð þeirra svo, að nú gætu þeir tekið jólagleði sína á ný. Guðsþjónust- an á aðfangadagskvöld yrði ekki haldin í skugga silfurstuldsins. Umfjöllunin um kirkjuna, sem var silf- urlaus í nokkra daga, vekur upp áleitnar spurningar. Augljóslega er enginn hrifinn a.f því að láta stela frá sér, — allra síst óbætanlegum kjörgripum. Einnig geta gripir, sem gefnir eru og unnir með sér- stöku hugarfari og mótaðir til þess að vekja háleita hugsun, haft gildi, sem ekki verður metið til fjár. Engu að síður er undarlegt, að heyra nútíma lærisveina Meistarans, sem flutti merkustu ræðu allra tíma uppi á fjalli, undir berum himni, tengja jólagleðina við endurheimta silfurmuni. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun, kom stolna kirkjusilfrið miklu róti á hugi manna. Spurt var, hvort ekkert væri heil- agt lengur. Þetta virtist þykja svo ótrú- legt, að það væri nánast handan við hneykslan og reiði. Minna var fengist um ógæfu þeirra sem verknaðinn frömdu og ógæfu annarra sem eins er komið fyrir og hefðu þess vegna alveg eins getað stolið þessu silfri. Sá hóp- ur fer stækkandi hér á landi sem vegna langvarandi eiturlyfjaneyslu gerir ekki nokkurn greinarmun á kirkjusilfri og öðru silfri, ef það nýtist sem gjaidmiðill til kaupa á eiturlyfjum. Af sömu ástæðu mun ofbeldi, sem þegar er orðið mjög áberandi, fara hraðvaxandi ef fram fer sem horfir. Enginn getur vitað hvenær verður á hann ráðist úti á götu án minnsta tilefnis. í mörg ár hefur nafnlaus fjöldi fólks hérlendis verið á valdi eiturlyfja. Það hef- ur horfið til útlanda, verið inni á geðdeild- um eða endurhæfingarstöðum. Sumir stytta sér aldur á hljóðlegan hátt, án þess að við, sem erum innan hins borgaralega ramma, heyrum eða sjáum það eða annað, sem er utan rammans. Aðrir hafa fiktað í hassi eða „kóki“ og telja sig geta hætt þeg- ar þeim sýnist. Þeir taka ekki eftir hvað árin eru orðin mörg og hvernig einkenni langvarandi neyslu þessara efna eru farin að einkenna skaphöfn þeirra og atferli. Þessi hljóðláti fjöldi verður ekki mikið lengur hljóðlátur. Við munum sitja uppi með afleiðingar langvarandi eiturlyfja- neyslu, af því við vorum sofandi meðan hún náði fótfestu. í litlu þjóðfélagi eins og okkar varðar þetta alla. Það er ekki einka- mál neins að eyðileggja sjálfan sig, þegar hann um leið verður hættulegur umhverfi sínu. Þau mannlegu verðmæti sem þarna fara forgörðum eru margfalt mikilvægari en nokkurt silfur, — jafnvel kirkjusilfur. Sú ógæfa, sem þarna er á ferðinni, er svo mikil og alvarleg, að jafnvel rofin kirkju- helgi stenst þar ekki samjöfnuð. Enda er maðurinn sjálfur kirkja og hin raunveru- legu helgispjöll því þau að fara svo hörmu- lega með það líf sem honum er gefið. - • - Fyrir jólin lét kirkjan þau boð út ganga, að nú skyldu haldin friðarjól. Svona boð- skapur gerir þá dálítið ráðvillta, sem alltaf hafa haldið að jólin væru beinlínis hátíð friðarins. Sama má segja um þátttöku kirkjunnar manna í umræðum um hinar ýmsu friðar- hreyfingar. Ef kirkjan sjálf er ekki í eðli sínu friðflytjandi, og því stærsta og öflug- asta friðarhreyfing í heimi, hef ég alla ævi misskilið hana. Hún á að vekja hugar- ástand sem tryggir frið og kærleika milli manna og viðhalda því. Viðfangsefni hinna •veraldlegu friðarhreyfinga sem mest eru í umræðunni og kirkjan blandar sér að ein- hverju leyti í, eru aftur á móti afleiðingar þess, að friðarhreyfing kirkjunnar hefur ekki fest þær rætur í hjörtum manna sem hún átti að gera. Hlutverk hennar í lífi hvers og eins og ytra skipulag er vissulega virðulegt og í föstum skorðum. Kristinn siðaboðskapur er líka mannbætandi og helgikenndin sem grípur menn stundum þegar þeir sitja í kirkjunni sinni verður að andlegri innstæðu. En raunverulegt hlut- verk kirkjunnar hlýtur að vera dýpra. - • - Fyrir nokkru kom fram, að á alþjóðlegu kirkjuþingi voru samþykktar ályktanir sem miðuðust við að styggja ekki valds- menn fyrir austan tjald, en þar er kirkjan fótum troðin og kristnir menn ofsóttir. Fulltrúi kirkjunnar okkar svaraði spurn- ingu um þetta í sjónvarpsviðtali á þá leið, að þetta væri nú ekki eins slæmt og af væri látið þarna fyrir austan. Menn fengju að iðka sína trú innan einhvers ramma. En ef samþykktir kirkjunnar á þessum vett- vangi væru ögrandi fyrir viðkomandi lönd, þá fengju fulltrúar frá þeim ekki að koma oftar á þessi þing. Þarna lætur kirkjan þá sem ofsækja hana ákveða áherslur í eigin málflutningi. Ekki hefur mér tekist að samræma þessa breytni kenningum og breytni upp- hafsmanns kristinnar kirkju. Líf hans og starf einkenndist ekki af því að hann beygði hegðun sína og sannfæringu undir vilja einhverra valdsmanna til að komast hjá óþægindum. En það breytist nú líka ýmislegt á tvö þúsund árum, — ekki síst gildismatið. Spurningin er hvað við höfum lært á öllum þessum tíma og hvort við erum nær þeim sannleika sem á að gera okkur frjálsa. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBOK MORGUNBLAÐSINS 14. JANÚAR 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.