Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.01.1984, Blaðsíða 4
Með fjöreggið á lofti beggja vegna Atlantsála Jakob Magnússon er að vanda með mörg járn í eldinum og berst á tvennum vígstöðvum: I Ameríku og hér heima, enda er annríkið slíkt, að hann á sér þá ósk að þurfa ekki að sofa nema tvo tíma á sólarhring VIÐTAL: ILLUGI JÖKULSSON Vorið 1978 var Jakob Frímann Magnús- son nemandi við félagsvísindadeild Háskóla íslands. Bestu fáanlegu heim- ildir fullyrða að hann hafi ■ ekki skemmt sér nema miðlungi vel, þó sitt- hvað í fræðunum vekti áhuga hans. Jafnframt var Jakob nýorðinn blaða- maður við Dagblaðið, það er síðar át Vísi, en hvorugur starfinn megnaði að halda aftur af honum þetta vor er honum var boðið í hljómleikaferð um Kanada. Boðið kom frá „Long“ John Baldry og hljómsveit hans sem Jakob var ekki allsendis ókunnug- ur. Ferðin gekk vel; hún átti að standa yfir í fáeinar vikur en varð á endanum rúmlega tveggja mánaða túr og átti flokkurinn hvarvetna vinsældum að fagna. Það kom því sem þruma úr heiðskíru lofti þegar fégírugir og kanadískir umboðsmenn stungu af með sjóðinn og hljómsveitin sat eftir með sárt ennið. Jakob var svo að segja strandaglópur í Kanada og sá þann kost vænstan að halda suður til Bandaríkjanna, til Los Angeles eða LA, þar sem hann átti nokkra kunningja er hann vonaði að gætu lagt sér lið. Suður í Kaliforníu leist Jakobi hins vegar dável á sig og ákvað að verða um kyrrt og fást við tónlist. Eftir nokkurra mánaöa dvöl þar suðvesturfrá hafði hann kynnt sig svo vel að honum var boðinn samningur við hljómplötufyrirtæki Warner Brothers sem hann að sjálfsögðu þáði. Á vegum Warners gaf Jakob út tvær plötur; hin fyrri, Special Treatment, var jazz-plata sem fékk mikið lof en að hinni síðari, Jack Magnet, verður vikið hér að neðan. Eftir að samn- ingurinn við Warner rann út hallaði undan fæti hjá Jakobi um hríð en hann lét ekki deigan síga; tók að fást við svokallaða tölvutónlist og er nú í hljómsveit, Bone Symphony, sem ætla má að eigi sér bjarta framtíð; hann hefur og fengist við ýmsar hliðar kvikmyndagerð- ar, og er, eins og menn vita, einn hinna sívinsælu Stuð- manna hér uppi á íslandi. — Ameríka, Jakob? „Ameríka, já. Það er einkum þrennt sem heillar mig í sambandi við þetta land. í fyrsta lagi er það jazz-músík- in, gamla kærastan mín ef svo má að orði komast; í öðru lagi eru það kvikmyndirnar sem ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á og sem Bandaríkjamenn gera flestum þjóðum betur, og í þriðja og síðasta lagi er það svo tæknin en á því sviði eiga Bandaríkjamenn eins og þú veist enga jafningja. Hvað snertir dvöl mína vestur í Los Angeles er ég náttúrlega annars vegar að efla eigin framþróun, eins og gengur, en hins vegar langar mig til þess að auka samskipti okkar og samkrull við þessa þjóð sem við getum margt lært af.“ — Ertu viss um það? Nú er það vinsælt hér á íslandi að líta niður á Ameríkana og jafnvel fyrirlíta. „Það veit ég og ég hef meira að segja sjálfur orðið fyrir því vegna tengsla minna þar vestra. Auðvitað fellur manni misjafnlega vel við hina ýmsu þætti í skapgerð Bandaríkjamanna og ég mundi sennilega ekki þrífast í Ameríku ef ég gerði ekki annað en velta mér upp úr neikvæðu elementunum. Þetta er þjóð ungæð- inga og kaupahéðna og í rauninni eru Bandaríkjamenn unglingaþjóð, sökum skorts á forsögu og fornri, sameig- inlegri menningu. Bandaríkjamenn finna líka fyrir þessu sjálfir. Þeim sárnar að hafa engan menningarleg- an bakhjarl, langflestir þeirra kunna aðeins eitt tungu- mál og svo framvegis. En þrátt fyrir þetta held ég að það sé margt líkt með Bandaríkjamönnum og okkur Islendingum, miklu fleira en okkur grunar. Það ein- kennir til dæmis báðar þjóðirnar að þær eru framtaks- samar, duglegar og fullar einstaklingshyggju, og báðar vilja hafa það þægilegt, eins og kallað er. Eg tel nefni- lega að þetta séu fremur eðlislægir þættir íslendinga en að við höfum apað þá eftir öðrum. Annars er ég mjög hallur undir kenningar um hið gamla ríki Atlantis og það kæmi mér ekkert á óvart þó við íslendingar reynd- umst vera afkomendur Atlanta, og Bandaríkjamenn líka.“ — Þannig að þú hefur ekkert upp á Ameríkana að klaga? „Raunverulega ekki. Það er þó eitt atriði sem er mjög ólíkt með Bandaríkjamönnum og Evrópubúum, þar á meðal íslendingum. Þar á ég við þá kaldhæðni og sjálfs- íróníu sem er svo áberandi í Evrópu — við getum litið á verk Brechts sem dæmi af handahófi — en er eiginlega alls ekki til í Ameríku. Frá þessu eru vissulega undan- tekningar — ég nefni Kurt Vonnegut í bókmenntunum, Randy Newman í tónlistinni og Woody Allen í kvik- myndunum — en þær eru mjög fáar. Þegar ég gerði prójektið um Jack Magnet brenndi ég mig illilega á þessu. Verkið var fullt af sjálfsháði en einnig íróníu í garð ýmislegs í bandarísku samfélagi og mér til mikill- ar hrellingar komst ég að því að stjórnendurnir hjá Warner Brothérs máttu ekki vamm sitt vita. Þeir kunnu alls ekki við að svona hlutum væri haldið á lofti, enda komast engir upp með slíkt í Bandaríkjunum nema mjög viðurkenndir listamenn. Ég frétti raunar að aðalmennirnir hjá Warner hafi séð sjálfa sig í þessum heldur ósmekklegu pólyester- og hártoppatýpum sem ég var að skopast með í kvikmyndinni um Jack, en hún var gerð samhliða plötunni. Þetta allt saman varð til þess að ég fékk samninginn ekki endurnýjaðan og var næst- um minn banabiti. Um leið var Jack Magnet ansi mikill vendipúnktur í mínu lífi án þess að ég gerði mér grein fyrir því þá. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór að hugsa lengra en eingöngu um tónlistina; Jack Magnet var eiginlega konsept sem innihélt bæði tónlistina og kvikmynd, og þó sitt sýnist hverjum um Jack þá hefur hann alls ekki sagt sitt síðasta orð. Ég hef ásamt öðrum unnið kvikmyndahandrit um hann og Alexander Sal- kind og menn hans kveiktu undireins á því. Nú er bara að bíða og sjá.“ — En þetta var mikið áfall, var það ekki, að missa samninginn? „Jú, gífurlegt áfall, ég var í sárum lengi á eftir. Raun- ar kom fleira til en bara þessi Ameríkuírónía Jack Magnet. Það reið ægileg kreppa yfir hljómplötuiðnað- inn í Bandaríkjunum eftir mikinn blómatíma næstu ár

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.