Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 16
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu s IfAt’* HAFN HCtt- ðfBCI 5KRIF- Alt «AI| IR HVAO V. —* F L M. c r 1 s K u R iíftO. Æ iTOJA VACAt R Á AJ L l N A R SAL U fuMCA u N A Ð e ÖCM N Æ SKMli íTAruíj <i L o N p A N u i FATN- A9UC Áiki- LOH8 K ÞJ 1 ? P 1 gElTA ABflWS ‘I 'a L Bt 'on © R 5 K R X b Ð U K L'íja.i HATTlt Lf £.*,« s A L A R H fUC. L- AS K b A K i** m 0»IM6 K \ T A R ÍKoTt K b F A StÓR- b n 9««T. A k Sópi*. 1C K R SJó- MAKN A L EIT Bóm«. í A M'»u- ut>m ý L ( R A K u V A í é 1 •p L u Cll»- T a R A N T Lt L A Æ 4 1 L £ ft. EMO- IMf, 1 R »ATA« RÓA K e T á 50 TA irÁVA* K 'i F A NlT E á. a M ££ S K V R T A Rpsti KoNA u A R R 1 A V £ l © 1 A © F £ R © 1 Ý R r H /E F N 1 f N A R R A LM UA. £ I * ■ ’A L A UtHIO A N N ú © l N N ÍAtt- DAC.I * m r Vr 1 kli FARA HLTÓÐ- LEC. A 5AM- rewt- 1 N c. 5V£LÚ- U R 4arð- Ttl RT ®Í»M. BHut- ’oÐAR ÓaUÐ Foa- FAÐlR VeRei kald- ARi ð To’lu 5AKI > -br> 'n V A IÐK- A©l PfSTAR FAuti 4ana UieiA UM FLýr i ÖftN ÁH/A Vlfi UEHL- UR. k FULL- INN K£tra FoR- ÍKÉ-/TI FRUM- eFN i .-•p- HEdMlR. ÓKVRR-Ð KVacða 5afn H6al- IN fAMCA- MARK ^Æl- 6Æri NG Ð KL'AÖA 5 öL iAt- VAÐ/N/J ólatar MeRCB oX - KVCÐM Hús- DýR KesicXf Ai C7H R- f/MKA * HLIÓMAR VEINA £ND- 1 M A. IIMAR FU&L- AK, ÁTón- UN\ AT- Löm flröBoÐ 1 Ð L'ikhmí tiL UTftR 1 m i PRENC,- / Mq ÆPTI WALLI Burt T 1 L ReiKA 1 íKóli V'LF- U a Happ $KINiJ REIPI . • + L'KrtMi- H LHT I 4 • Bein Hma© Bóir- Staf- LJR. SKoR- R Kvað Inh- VFLl Au©- L IN 0- Erta L'i F- FA.R- UKuro CtR- (foMA Hversdagsheimur víkinganna Arabinn er furðu lostinn yfir sóðaskap víkinga, en Englendingar undruðust, að þeir fóru í bað á hverjum laugardegi, kembdu hár sitt og höfðu oft fataskipti og snyrtu útlit sitt „til þess að þeim yrði auðveldara að sigrast á skírlífi kvenna og eignast jafnvel aðalsmannadætur sem frillur“ 16 nota sem gjaldmiðil. Það kemur og vel heim og saman við, að slíkir hringir hafa aldrei fundizt í gröfum, en aðeins í haugfé. Þeir voru sem sé gjaldgeng mynt. En af þessari arabísku heim- ild skulu menn að sjálfsögðu ekki draga þá ályktun, að Danir í Englandi hafi verið mjög þrifnir. Um Dani verður að hafa í huga, að þeir voru á faralds- fæti. Án baðstofunnar heima urðu þeir að gera sér að góðu mundlaugina, og hvað varðar ensku Danina þá skal því ekki gleymt, að þeir höfðu verið bú- settir á staðnum alllengi, og höfðu því haft tíma til að koma sér upp baðstofum, sem þeir voru vanir heiman frá. Það sem menn undrast snertir kæruleysislega meðferð sænsku kaupmannanna á verzlunarvör- unum. Og verður að segjast, að þær komust ekki á ákvörðun- arstað „ósnertar af höndum manna", eins og sagt er á okkar dögum um vissa framleiðslu. Frjálsræöi kon- unnar séð meö arabískum augum En hafi Skandinavar verið skotspónn skriflegra heimilda hvað lauslæti þeirra snertir, þá eru og til aðrar, sem fara falleg- um orðum um konurnar. Arabíska skáldið A1 Gazal, sem dó 860, fór víða sem sendi- herra Abdur Rahman kalífa. Hann heimsótti eitt sinn ónafngreindan norrænan, og þá sennilega danskan, konung, í stjórnarerindum. Að sjálfsögðu var arabísku sendinefndinni vel tekið, og hún vakti, eins og gera má ráð fyrir, mikla athygli, og þá ekki sízt fyrir klæðaburðinn. Daginn eft- ir komuna, fengu Arabarnir áheyrn hjá konungi, en hinir þóttafullu synir Islams höfðu gert að skilyrði við það tæki- færi, og fengið loforð um, að þeir þyrftu ekki að skríða í duft- ið fyrir honum. En nú var inngangurinn svo lágur, að menn urðu að beygja sig til þess að komast inn, og A1 Gazal hélt, að þetta væri bragð af konungs hálfu að knýja hann til að lítillækka sig. En A1 Gazal lét ekki að sér hæða. Hann settist og renndi sér á rassinum inn fyrir þrösk- uldinn og lét fæturlia ganga á undan. Hann vildi ekki lúta neinum. Áhorfendurnir munu hafa haft fullt í fangi með að halda niðri í sér hlátrinum við þessa sýn, bæði þeir sem höfðu séð Araba heima hjá sér, og hin- ir sem héldu, að á þennan hátt nálguðust Arabar konunglegar hátignir. Arabarnir vissu einmitt ekki, að dyr á Norðurlöndum voru svo lágar til að gera óvinum erfið- ara fyrir að ryðjast inn. Einnig konungurinn horfði furðu lostinn á inngöngu arab- íska skáldsins og hefur sjálfsagt fundizt, að það væri næsta ný- stárlegt að fara um dyr á þenn- an hátt. Eitthvað hefur honum gram- izt, því hann sagði: „Ef hann væri ékki sendiherra, hefði ég ekki þolað honum þetta." í frásögn sinni gerir A1 Gazal mikið úr því, hvernig hann tælir drottninguna, sem honum finnst fögur og girnileg. Frjáls staða konunnar Þegar hann er kominn heim og er spurður að því, hvort hún hafi í raun og veru verið eins falleg og hann hafði lýst henni, svaraði hann: „í nafni Allah, hún var virkilega yndisleg! Og ég leitaðist við að ávinna mér hylli hennar með því að mæla falleg orð við hana, og ég komst nær henni, en ég hafði þorað að vona.“ Þessu lauk með því, að A1 Gazal kom svo oft til drottn- ingarinnar, að hann óttaðist óþægilegar afleiðingar, en þá á drottningin að hafa sagt: „Af- brýðisemi er óþekkt meðal okkar. Konur hér eru hjá manni sínum eingöngu eftir því hvort þær óska þess. Konan er hjá honum, meðan henni gezt að því, og hún yfirgefur hann, þegar hún er orðin leið á samlífinu við hann.“ A1 Gazal skýrir þetta með því að segja, að áður en „rómverska trúin", þ.e.a.s. kristindómurinn, var viðtekin þarna norður frá, var engin kona óvinnandi frjáls- bornum manni. Ætti hún mök við þræl eða mann af lágum stigum, var öðru máli að gegna. í því tilfelli hafði hún verið smánuð, og frændur hennar stóðu vörð um að þau fengju ekki að hittast. Það er frjáls staða konunnar, sem útlendingurinn furðar sig á. Heima hjá sér var hann vanur algerri undirgefni konunnar. lítgefandi: H.f. Árvakur, Keykjavik Framkvjstj.: Ilaraldur Sveinsson Kitstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Cunnarsson KiLstj.fltr.: Cíuli Sigurösson Auglýsingar: Baldvin Jónsson Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.