Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 13
eldflaug fjögurra þrepa, og gæti hugsanlega náð um 43 km/s loka- hraða. Með — ennþá óframkvæm- anlegri — samsetningu eldflaug- arinnar á braut í kring um jörð- ina, væri unnt að skjóta henni út í geiminn, þannig að hún næði um 53 km/s lokahraða. Gætu vísinda- menn smíðað 9 þrepa eldflaug myndi lokahraðinn skríða upp í 56 km/s. Lesandinn verður að hafa í huga, að mesti hraði eldflaugar — í Appollo 11-flugi til tunglsins — var 20 km/s! Þannig að með því að nýta nútímatæknina til hins ýtr- asta, væri sem sé aðeins hægt að þrefalda þennan hraða. „Klass- íska“ eldflaugin með fljótandi eða jafnvel fasteldsneyti gæti ekki einu sinni flutt menn til Mars. Til þess þyrfti að smíða kjarn- orkuknúna eldflaug. „Einfaldasta" smíðin felst í því að nota kjarn- orkuofn í stað lOx (reglulegt eldsneyti). Fljótandi vetni er þá dælt inn um kjarnorkuofninn. Við klofning kjarna nær hitinn vana- lega þúsundum gráða. Vetnið hitnar og þenst út í gegn um út- blástursrörin og þeytist út um hreyfilsstút. Það gegnir því tvö- földu hlutverki: annars vegar að kæla allan búnaðinn og hins vegar að knýja eldflaugina. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga væri þannig unnt að ná 100 km/s. Hagkvæmari lausn væri „jóna- þrýstingurinn“ eins og Eugen Sánger lagði til. Þar framleiðir kjarnorkuofn rafmagnsstraum (eins og venjuleg kjarnorkuver). Á meðan er knýiefni þrýst inn í loft- þétt Y-laga hol, en á báðum end- um þess hefur verið komið fyrir rafskautum sem breyta gasinu í plasma — rafhlaðið gas — og orsaka um leið rafsegulmagnaðan þrýsting á plasmanum í holinu. Þar með skapast öflugur útblást- ur. Eldflaug, er búin væri slíkri vél, gæti náð 200 km/s. En því miður er ennþá engin tækni til þessa. Kjarnorkuofninn þyrfti að vera með allt öðru sniði en þeir sem notaðir eru í kjarnorkukafbátum. Einangrun og stjórn á slíkri vél býður upp á margvísleg vandamál. Heildarþungi geimskipsins sjálfs er óyfirstíganleg hindrun. Að lok- um má benda á „gasfasahreyfil“. Þar fara fram takmarkaðar sprengingar á kjarnhleðslum í sérstöku sprengiholi. Síðan er hleðslunum hleypt af fyrir aftan geimskipið en þrýstingur þeirra sem kemur fram með „púlserandi átaki" á sérsmíðaða þéttiplötu, myndi koma skipinu á svo sem 400 km/s. En ekki í neinni fyrirsjáan- legri framtíð getur sá málmur fundist, er þvílíkan hita og þrýst- ing gæti þolað. Verði einhvern tíma hægt að smíða svipaðan far- kost, yrði eftir að leysa nær- ingarvanda: hvernig væri hægt að ráða yfir nægum matarbirgðum? Tökum fram, að í fjarlægri fram- tíð nái tæknin valdi á þessum vandamálum, hvert væri þá ferð- inni heitið? Fyrir víst gætu geimmenn komist til nánast allra reikistjarna okkar sólkerfis. En hvað ef þeir vildu heimsækja önn- ur stjörnukerfi? Brottför til stjarnanna Gerum nú ráð fyrir að geimskip yfirgefi sólkerfi með „þrískotaað- ferð“ (1. fyrsta skot úr jarðar- braut, 2. aukaskot með vetnis- streymi, 3. útblástur púlserandi kjarnhleðsla), það myndi ná um 750 km/s í nokkurri fjarlægð frá sólinni. En þetta velheppnaða brottflug frá jörðinni og úr sól- kerfinu hefði samt sem áður stað- ið yfir í tæp 20 ár! Heildartími til stjörnukerfis, sem er í x ljósára fjarlægð frá okkar kerfi, yrði: T = 20 + 400x. En þá hefði geimskipið eytt öllu eldsneytinu við brottförina og myndi þjóta orkulaust framhjá markinu. Vildum við gera ráð fyrir lend- ingu á áfangastað, yrði að plan- leggja hemlunaráætlun, en þá yrði heildartími: T = 700 x-ár. Nú sé gért ráð fyrir heimferð frá fjarlægri stjörnu, stæði ferða- lagið yfir T um 1500 x-ár! Næsta stjörnukerfi er í 10 (Alfa Centauri :8) ljósára fjrlægð frá okkur. Ferðin þangað liti þannig út: ár 1. Ein ferð og flug framhjá markinu: 4000 2. Lending í markinu: 6000 3. Flug þangað og til baka: 15000 Tökum nú til athugunar mögu- leika á flugi samkvæmt takmark- aðri afstæðiskenningu Einsteins. Ef væri hægt að ná 99,999% af ljóshraðanum (c = 300.000 km/s), myndi ferðatími frá jörðu verða aðeins um 5+x (ár). En um borð gætu liðið 8 til 10 ár. Að vísu gæti ferðatíminn lengst miklu meira, ef stefnt væri á hjarta vetrarbraut- arinnar, en miðað við sólkerfi inn- an 40 Ijósára, mundi áhöfnin ekki eldast meira en um 10 ár. Að sjálf- sögðu væri hægt að reyna að ná 99,9999999% af ljóshraðanum, þannig að kleift yrði að ferðast á nokkrum tugum árum um alla vetrarbrautina, en þar yrðu líka endamörkin. Ferð til Andrómedu til dæmis myndi taka 600 ár — jafnvel með næstum ljóshraða! Ef væri til orkugjafi til að knýja geimskip með stöðugri hröðun þ.e. 9,81 m/sz — en það er jarðar- hröðun — þannig að áhöfn geim- skipsins liði álíka vel og á jörðu, næði skipið 99,99999999% af ljóshraðanum eftir 424 daga, hemlunarflug myndi taka sama tíma. Heildartími fyrir brottför og lendingu yrði þá um 2 ár og 4 mánuðir. Þegar ljóshraðanum yrði náð — eða næstum því — byrjaði tíminn að líða hægar, áhöfnin myndi eldast eftir því (á okkar mælikvarða) mun hægar. Á þann hátt væri hægt að brúa óravegu geimsins. Tilgáta Eugen Sángers um „fót- ónaútgeislun" væri þar eina leiðin til að gefa þessa orku. í fótónavél mætast bæði efni og andefni í þéttbundnum geislum og feikna mikil útgeislun leysist úr læðingi. I kjarnorkusamruna er aðeins litl- um hluta af efninu breytt í orku (geislun), en við samruna efnis og andefnis hverfur allur massi, samkvæmt hinni frægu formúlu: E = mC!. Við framleiðslu á slíkri vél rís fjöldi vandamála: hvernig er hægt að skapa og geyma andefni innan um búnað úr efni? Hvernig getur maður stjórnað andefninu og haldið stjórn á gagnkvæmri eyði- leggingu efna án þess að orsaka gjöreyðingu alls? Hvernig er hægt að beina slíkum geislum í ákveðna átt — þar sem fótónur eru raf- magnshlutlausar? Hvers konar málmur gæti þolað þessa geislun og hitann, er af henni leiðir óhjákvæmilega? Ef til vill hefur eitthvert háþróað þjóðfélag í geimnum leyst öll þessi vandamál, en eitt er víst: jafnvel háþróuð tækni lýtur náttúrulögmálum og smiði geimskips hvort heldur er hér niðri eða annars staðar í al- heiminum fer eftir ákveðnum, al- gildum eðlis- og geimfræðilögmál- um: því meiri orka því risavaxnari orkugjafi og búnaður er honum fylgir. Hrauneyjafossvirkjun verður aldrei þjappað saman í tveggja herbergja íbúð, jafnvel með 30. aldar tækni. í sambandi við kjarnorkusprengjur — en þær geta vel verið litlar — er ekki lengur um bundna orku að ræða heldur um óstjórnað fyrirbæri. Athugum aðeins að lokum hve mikla orku þarf til að ná ljóshrað- anum. Sé geimskip sent til Alfa Centauri með g-hröðun (9,82 m/s2), 10 smálestum af þarfa- þunga, 10 smálestum af vélbúnaði, stjórntækjum og vistum: allt í allt 200 smálestir (ath. Satúrnus V vó um 3000 smálestir) og komist á 99% af ljóshraðanum, byggðist þvílík ferð á orkuframleiðslu, er væri um 1000 sinnum mciri en heildarorjjuframleiðsla jarðarinn- ar: 600.10 MW. Væri geimskipið aðeins þyngra, myndi þessi tala tífaldast. Væri hægt að komast að 99,999999% af ljóshraðanum, eins og ég benti á fyrr, þyrfti að margfalda með 100! Vitanlega er hægt að trúa því, að einhverjar vitsmunaverur í vetrarbrautinni hafi náð þessum tæknilega árangri, en að slíkur farkostur sé jafnstór og lítil íbúð er alveg andstætt öllum náttúru- lögmálum. Væri geimskipið í rauninni smíðað, myndi það samanstanda af risastóru geim- Að stöðva lax í strangri á Eftirfarandi vísu hef ég kunnað síðan ég var smádrengur, oft farið með hana fyrir sjálfan mig vegna þess hve mér þykir hún skemmti- leg. Ekki minnist ég þess að hafa séð hana á prenti, þó kann hún einhvers staðar að leynast. Hún er eflaust mjög gömul, gott dæmi um það hve miklu efni er stundum hægt að koma fyrir í fjórum lín- um: Árni Strokkur út í Vík ætlar að taka heima. Fylgir honum flckkótt tík og fimmtíu kettir breima. Ég get ekki stillt mig um að halda hérna stutta tölu um vísuna til viðbótar því sem komið er. Orðalagið að taka heima hafði ég hvergi heyrt eða séð annars staðar en þarna. Hvað er þá átt við? Ætlar hann að setjast þarna upp óbóðinn gestur um lengri eða skemmri tíma? — Viðurnefnið og tíkin fylgja honum, kannski hefur hann strokkað í göngulagi. Var þetta flakkari eðla sauðamaður, sem var að fara í nýja vist? — Eða liggur kannski ástarsaga að baki, það má líka hugsa sér það. Mikil kerskni í síðustu línunni, dálíð meinleg — og þó skemmtileg. En þegar ég hafði þetta ritað og hugðist afla mér frekari upplýs- inga um vísuna, gerðist dálítið undarlegt. Ég var að hlusta á minningarþátt í útvarpinu eftir vesturíslenska konu, ættaða úr Þingeyjársýslu. Hún er nú löngu látin. Þá komu þar fyrir orðin „að taka heima" og sagt að þau merktu að taka jörð til ábúðar. Læt það þó standa, sem ég hef skrifað hér að ofan. Tvær stökur teknar úr gömlum prentuðum bókum. Þær fjalla um það efni sem mönnum hefur löng- um verið hugstæðast, á öllum öld- um, í öllum stéttum og sem oft blandast með háttsettum og um- komulausum. Ég tek mér stundum það bessaleyfi að láta prenta é í staðinn fyrir fyrir e, og fleiri ónákvæmni geri ég mig sekan um í þessum þáttum. Og er það oftast með vilja gert. Séð hef ég marga seimabil sitja á bekknum þaðra. Af kynningu okkar kemur það til ég kýs þig heldur en aðra. Að stöðva lax í strangri á og stikla á hörðu grjóti, eins er að binda ást við þá, sem enga kunna á móti. Jón Gunnar Jónsson: í vísna- þætti yðar, í Lesbók, 24. tbl., 31. júlí sl. er birt vísan: Þó að Kári klóri mér, kunna sár þau gróa, en ef Lára lofuð er, læt ég tárin flóa. Vísa þessi er eftir Grím Ebenez- ersson, eins og í þætti yðar segir. En fram kemur, að höf. vísnaþátt- arins veit lítil deili á Grími og vill undirritaður því koma eftirfar- andi á framfæri. Hann var Hún- vetningur, fæddur að Hlíð á Vatnsnesi 1892, sonur Ebenezers skálds Árnasonar frá Múla í Línakradal (d. 1913). Grímur var efnilegt skáld, en lést ungur, að- eins tvítugur að aldri, árið 1912. Flest mun það nú gleymt, sem Grímur orti. Ein af vísum hans verður tilfærð hér. Hún er um ónefndan lækni, er Grími þótti bæði orðmargur og dýrseldur, og er vísan á þessa leið: Orðum dælir doktorinn, dropum hælir sínum. Stígur ræl með reikninginn, rétt á hælum mínum. í sama vísnaþætti Lesbókar er rætt um vísuna: Þú átt gott að þekkja ei synd, þeir munu færri vera, sem gallalausa guðsdómsmynd gegnum lifið bera. Vísan er eignuð norðlenskum hagyrðingi, Árna Halldórssyni. Þessi vísa er rétt „feðruð". Höf- undurinn hét fullu nafni Árni Helgi Halldórsson, húnvetningur að ætt, f. 1884, d. um 1950. Hann átti lengst af heima í Reykjavík, og stundaði m.a. skósmíði. Út kom eftir hann bókin Bros og tár (um 1935). Frásögn Runólfs Guð- mundssonar í Ölfusholti, í fyrrn. blaði, virðist mér vera hárrétt, og ekki undarlegt þótt Margrét Jónsdóttir, ekkja Þorláks Símonar Þorlákssonar í Vesturhópshólum, kynni nokkur skil á vísunni um- ræddu, þar sem Árni Helgi var að nokkru alinn upp hjá þeim hjón- um. Á.H.H. var því uppeldisbróðir Jóns Þorlákssonar ráðherra og þeirra systkina. — Þess má geta, að þeir Grímur og Árni Helgi voru systrasynir: Mæður þeirra voru Ingibjörg og Sigríður Gestsdætur. Læt hér að síðustu fljóta með eina af vísum Árna Helga Halldórsson- ar: Drengur minn, ég vil þér vel, varaðu þig á mönnum: þeir bera i pokum misjafnt mél og margslags öl á könnum. Mig minnir, að ritdóm um bók- ina Bros og tár hafi skrifað Pétur Pálsson, skrautritari, móðurbróð- ir Steins Steinarr. Eftir P.P. kom út bókin Burknar, 1929. Rvk. 5. ág. ’82, Gamall norðlendingur. Pistilstjóri þakkar bréfið. Einmitt svona tilskrif þyrfti ég að fá fleiri. Nú ætla ég að hafa yfir stöku, sem segir sína sögu. Allt fram á þessa öld voru skór allrar alþýðu á þessu landi gerðir úr sauðskinni, roði og dýra- húðum sjós og lands, jafnvel há- karlsskrápurinn var notaður til þeirra hluta. Allt fram á daga okkar, sem nú erunt orðnir rosknir, þótti þar vinargjöf að víkja að gesti til- sniðnum skæðum eða bryddum skóm um leið og hann fór. En á sumum bæjum varö aö fara sparlcga með. Bóndi einn kvað: Hangir mér við hægri löpp handónýtur skórinn, af því konan er svo knöpp úti að láta bjórinn. En þá skulum við snúa okkur að nútímanum. í sumar voru hjón að búa sig á fund, sem haldinn var á ónefndu torgi í Reykjavík eða á Akureyri. Það var kvennafram- boðið sem að honum stóð. Veður- útlit. var tvísýnt og konunni varð það á að ráðgast um það við bónda sinn hvort hyggilegra væri fyrir sig að klæðast heldur buxum en kjól. Hann orti: Þó að málið mér sé skylt, mælti þór við gerðu. Þú skalt hafa það sem vilt þitt að ncöanverðu. J.G.J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.