Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 15
Veraldarsaga Pólýbíosar hefst á inngangi um fyrri pún- versku styrjöldina, en er annars saga Miðjarðarhafsþjóða á tímabilinu 221—146 f.Kr., sögð af sjónarhóli Rómverja. Verkið var upphaflega 40 bækur, en að- eins fimm hinar fyrstu hafa varðveist heilar; af öðrum eru aðeins til brot. Einkenni Pólýbíosar sem sagnaritara eru mjög skýr. Nú- tíma lesandi mun veita því at- hygli, að landafræði skiptir miklu máli í hans augum og má efalaust rekja það til mikilla ferðalaga hans sjálfs, en eins og áður hefur komið fram, var hann maður víðförull, hafði ferðast um mikinn hluta Mið- j arðarhafsheimsins. í annan stað kemur glöggt fram viðleitni Pólýbíosar til að skrifa kennisögu (pragmatíska sögu). Hann reynir einatt að fræða lesendur sína um orsaka- samhengi atburða og lýsir því m.a. yfir, að sagan sé lærdóms- rík á sama hátt og þeir geti lært af reynslunni. Og hann leitast stöðugt við að fræða lesendur sína um ríki og stjórnmál, um lög og stjórnarstofnanir, versl- un og viðskipti. Eins og mörgum öðrum meist- urum kennisögunnar hætti Pól- ýbíosi til að vera hlutdrægur um of. Hann dáði stjórnarfar og hernaðarsigra Rómverja og leit svo á að það væri öðrum þjóðum fyrir bestu ef þeim skildist, að Rómverjar gætu stjórnað þeim betur en þær sjálfar. Aftur á móti þótti honum lítið koma til stjórnarfars Grikkja og er það skiljanlegt þegar þess er gætt, að á dögum Pólýbíosar var það nánast orðið að skrílræði þar GRÆNA FLUGAN Frh. af bls. 7. „Yndislegar varir hennar líkjast kirsuberjum." „Satt er það!“ Það lék næst- um hamingjubros um varir hans. „Þessi slæpingi Paul mun skemmta sér vel með henni, gæti ég ímyndað mér.“ Gamli bóndinn leit skjálf- andi upp. „Hvað sagðirðu, læknir?" Læknirinn klemmdi skyndi- lega saman varirnar eins og hann hefði talað af sér. „Vitleysa. Þetta kemur mér ekki við. En maður hefur augu og heila og sér ýmsa hluti og skilur þá. Ég fékk grunsemdir á því augnabliki þegar hún neitaði að leyfa mér að taka af þér handlegginn. Grunaði þig ekkert? En nú skil ég. Auðvit- að, auðvitað." John Gal skók báða hnefana en hafði steingleymt í augna- blikinu að annar var bólginn. Hann stundi af kvölum. „Ó, handleggurinn, hand- leggurinn. Segðu ekki orð í viðbót, læknir." Hversdagsheimur víkinganna „Hinn háborni Danakonungur leið einung- is af hófleysi hvað konur snerti, sem þó að skoðun minni stafaði ekki af hans eigin vilja, heldur löstum fólksins“ Adam frá Brimum sem bræðravíg, svik og spilling voru allsráðandi. Pólýbíos var vandur að heim- ildum sínum. Hann lýsir því oftar en einu sinni, hve mikið hann hafi lagt á sig til þess að komast yfir skjöl og aðrar ritað- ar heimildir, eða ræða við menn, sem orðið höfðu sjónarvottar að atburðum. Hann túlkar atburði að vísu oft æði frjálslega og hann hikar ekki við að draga taum vina þegar því er að skipta, einkum þó Scipíós. Allt um það þykir hann þó fremur traustur í samanburði við aðra sagnfræðinga fornaldar. Hann hafnar guðlegri forsjón, en reynir ávallt að finna „verald- legar" orsakir atburða. Hið eina yfirnáttúrulega afl, sem hann leggur mikið uppúr, eru örlögin (tyche). Þau eru honum heldur óhugnanlegt afl, sem vilja- sterkir menn verði að reyna að reisa skorður við. Trúna taldi hann aftur á móti aðeins tæki til að halda aga á almenningi. í Veraldarsögu Pólýbíosar er mikinn fróðleik að finna og oft fellir hann dóma um menn og málefni af skemmtilegri skarp- skyggni. Engu að síður er hann heldur leiðinlegur rithöfundur. Stíll hans er mjög nákvæmur, en þurr og oft þreytandi; fullur af útúrdúrum og lýsingum á smáatriðum. Einna best tekst honum upp í lýsingum sínum á síðari púnversku styrjöldinni, og einstaka persónulýsingar hans eru bæði lifandi og skýrar. Pólýbíos varð maður fjörgam- all. Hann lést árið 120 f.Kr., 85 eða 88 ára að aldri. Sagan segir, að hann hafi beðið bana er hann datt af hestbaki á leið heim úr veiðiferð. „Ekki orð,“ sagði hinn. Djúp kvalastuna leið frá brjósti sjúklingsins þegar hann greip í lækninn með hægri hendinni. „Hvaða Paul, læknir? Hvaða Paul áttu við? Hver er hann?“ „Meinarðu raunverulega að þú vitir ekki hver Paul Nagy er? Vinnumaðurinn?“ Gamli bóndinn hvítnaði upp. Varir hans titruðu og blóðið geystist til hjartans. Hann fann ekkert til í hend- inni núna. En allt í einu sló hann hend- inni á ennið. ,,Þvílíkt erkifífl hef ég verið. Eg hefði átt að vita þetta fyrir löngu. Þessi snákur í konulíki." „Engin ástæða til að for- mæla konunni hr. Gal. Hún er ung og full af hreysti og lífi. Það er lóðið. Hún getur enn verið algjörlega saklaus og þegar á allt er litið verður hún að giftast þegar þú ert all- ur ... Og farin, verður þú ...“ Gamli bóndinn hreyfði sig með erfiðismunum og sneri sér að lækninum sem hélt áfram að tala: „Þú hefur engu að tapa þótt hún giftist yngri manni eftir að þú ert farinn. Þú myndir ekkert um það vita dauður og Goösagnir nútímans Frh. af bls. 13. móðurskipi, er knúið væri andefn- ishreyflum, og af könnunarskipi er notað yrði innan sólkerfa, en það gæti verið kjarnorkuknúið. Móðurskipið yrði ávallt skilið eftir fyrir utan sólkerfið en könnun- arskipið sett á braut um plánet- una. Frá könnunarskipinu gætu losnað skutlur niður til áfanga- staðarins. Þessháttar fyrirbæri mundi sannarlega vekja athygli. Könnunarskip gæti jafnvel lent á jörðu, en þá yrði það að gerast langt í burtu frá öllum manna- bústöðum og helst í eyðimörkum. Leiðangur af þessu tagi þarfnast geysimikils búnaðar, fjölda tækni- manna og verkamanna, verkfræð- inga og vafalaust herdeilda til varnar. Allur þessi búnaður gæti aldrei sloppið í gegnum varn- arkerfi beggja stórveldanna. Far- artæki eins og þessi leystu geysi- mikla orku úr læðingi og myndu gera vart við sig langt að. í þessu sambandi hefur kvikmyndahöf- undunum farið stórum skrefum fram: geimskipin eru ekki lengur smátæki sem lýst er í kerlingar- tímaritum, heldur risastórar bækistöðvar. Menn hugsa sér augnablik: hvernig gæti risastórt geimskip með ef til vill 1000 manna áhöfn lent hjá náunganum í garðinum? Gat það þá ekki gerst fyrir 200 árum, já, fyrir 1000 eða 2000 ár- um? Þá voru hvorki ratsjár né útvarpskíkjar. Eru til áreiðanleg- ar lýsingar á risastórum geim- skipum, tæknibúnaði þeirra, kynjavélum, lendingu stórra könnunarsveita? Þær eru til, en afar sjaldgæfar, en það er önnur saga. grafinn. Og þar fyrir utan ættirðu að vera ánægður með að hún fengi myndarlegan mann fyrir eiginmann. Glæsi- legur piltur Paul!“ Gamli bóndinn gnísti tönnum. Það var eins og tveimur vígtönnum væri nuddað saman. „Þú mátt ekki vera gráðug- ur, hr. Gal. Það væri sóun að láta yndislegan líkama hennar fara til spillis án faðmlaga. Paul er ekkert fífl. Hann léti ekki slíka konu framhjá sér fara án þess að fá sér bita. Og hún fær líka alla peningana þína og býlið. Konuna langar til að lifa. Eina fíflið af ykkur þremur ert þú, hr. Gal.“ Bóndinn stundi aftur, ennið var baðað í svita. í hjarta hans var yfirþyrmandi bitur- leiki. „Skilurðu, hr. Gal, það væri betra að geta faðmað hana með einum handlegg en alls engum." Þetta var of mikið fyrir gamla manninn. Hann stökk upp og rétti bólginn handlegginn í áttina að lækninum: „Náðu í hnífinn, læknir, og skerðu.“ Þýtt úr ensku. Fjóla Karlsdóttir. Frb. af bls. 5. framandi landi. Það er líka eft- irtektarvert, að engilsaxneskar heimildir geta þess ekki að Dan- ir hafi baðað sig um of. Þær láta í ljósi furðu á baðinu sem fyrir- bæri, og það virðist benda til þess, að hreinlæti Engilsaxa hafi ekki verið upp á marga fiska. Háir eins og döðlupálmar Vert er að koma hér að lýs- ingu Araba nokkurs á norræn- um, sennilega sænskum, kaup- mönnum, sem hann hitti í Rússlandi. En þar sem munur- inn á útliti norrænna þjóða, klæðaburði þeirra og hátterni var minni á víkingaöld en á okkar dögum, geta þær allar tekið hana til sín. Og nú kemur lýsingin: „Ég sá ar-rus (en svo kölluðu Arabar Skandinava) þegar þeir í verzl- unarleiðangri sínum voru komn- ir til fljótsins Volgu og höfðu setzt þar að. Ég hef aldrei séð stærra fólk. Þeir eru háir eins og döðlupálmar og rauðhærðir (þ.e.a.s. ljóshærðir) og eru hvorki í kufli né skikkju. Karl- mennirnir eru í búningi, sem hylur hálfan líkamann, önnur höndin stendur út úr kuflinum. Sérhver þeirra ber öxi, sverð og hníf, og skilur þau aldrei við sig. Sverð þeirra eru breið og flöt og gárótt á franska vísu. Konur þeirra bera á brjósti smáhylki, sem er bundið fast, og er úr járni, silfri, kopar eða gulli, allt fer það eftir efnum mannsins. Á hverju hylki er hringur, á honum hangir hnífur, sem einnig er festur við brjóstið. Um hálsinn hafa konurnar hringi úr gulli og silfri. Þegar maðurinn hefur eignazt tíu þús- und dirhems (arabísk mynt) lætur hann gera hálshring handa konu sinni. Eigi hann tuttugu þúsund dirhems verða hringirnir tveir. Og með þessu móti eignast konan nýjan hring fyrir hver tíu þúsund dirhems sem maðurinn bætir við sig. Af þessum ástæðum er ein og sama kona stundum með marga hringi um hálsinn. Eftirsóttustu skartgripirnir eru grænar perl- ur, búnar til úr leir, en þær má sjá í skipunum. Ar-rusarnir gera sér mikið far um að eignast þær og greiða eitt dirhem fyrir stykkið. Þeir draga perlurnar upp á snúru í hálskeðju handa i konum sínum." Skítugastur allra skepna GuÖs „Ar-rusinn er skítugastur allra skepna Guðs. Þeir þvo sér ekki eftir að hafa gengið örna sinna eða kastað af sér vatni, og þeir þvo sér ekki eftir samfarir. Þeir þvo sér ekki heldur um hendur eftir máltíð, þeir eru eins og villtir asnar. Þeir koma frá löndum sínum og leggja skipum við bakka Volgu, sem er stórfljót, og þar byggja þeir stór hús úr timbri. Sérhver þeirra hefur bekk, sem hann situr á, og hjá honum sitja fagrar ambátt- ir, sem eiga að vera kaup- mönnum til skemmtunar. Og hann hefur samræði við stúlkur að kaupmönnunum ásjáandi. Oft kemur það fyrir að þeir að- hafast þetta samtímis, hver við hliðina á öðrum, og að ber þá kaupmann að kaupa stúlku af þeim. Kaupmaðurinn hittir þannig á Norðurlandabúann, að hann er einmitt mættur á þeirri stund sem hann hefur samræði við stúlkuna, en ar-rusinn hætt- ir ekki þar fyrir, fyrr en hann hefur lokið verki sínu.“ Snýtir sér og spýtir í vatniÖ „Ar-rusinn þvær andlit sitt og hendur daglega í vatni, sem er svo skítugt og óhreint sem hugs- azt getur. Þvotturinn fer þannig fram: Snemma hvers morguns kemur stúlka með stóra mund- laug fulla af vatni. Hún réttir hana húsbónda sínum, og hann þvær andlit sitt, hár og hendur, hann þvær og kembir sér yfir mundlauginni, því næst snýtir hann sér og spýtir í vatnið . .. Þegar hann hefur lokið sér af, réttir stúlkan laugina að þeim sem næstur situr, og hann fer eins að og hinn. Stúlkan heldur áfram með laugina, þar til allir sem þarna eru hafa snýtt sér, spýtt og þvegið andlit sitt og hár í vatninu ...“ Af þessum orðum finnum við viðbjóð hins snyrtilega múham- eðstrúarmanns á siðum þessara norrænu víkinga, sem ekki fylgja þeim hreinlætisboðum sem hann er sjálfur skyldur að halda (m.a. að þvo sér upp úr rennandi vatni, en ekki vatns- íláti). Af öllu því sem hann hef- ur veitt athygli, er skorturinn á hreinlæti það sem hneykslar hann mest, þeir eru eins og „villtir asnar“. Þó að við von- andi þorum að gera ráð fyrir, að Arabinn hafi aðeins gleymt að segja frá því, að stúlkan hafi komið með ferskt vatn til hvers og eins sem þvoði sér, þá kemur myndin ekki heim við Dani í Englandi. En við verðum þó að taka mark á orðum hans, því að lýsing Arabans á vopnum vík- ingsins og klæðaburði er alveg rétt. Sama gildir um lýsingu hans á konunum. Það, sem hann kallar smáhylki, sem þær bera á brjóstinu, eru að sjálfsögðu skálmyndaðar spennur og sam- svarandi, sem líkzt geta öskjum eða dósum. Og þessar spennur eru einmitt oft búnar hring, sem á má hengja ýmsa smáhluti. Það er líka rétt að hálshringirnir geta verið nákvæmlega rétt- vegnir að þunga, svo að þá má Frh. á bls. 16. 15.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.