Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 5
í sumum heimildum að vík- ingarnir þóttu vínglaðir í meira lagi. Heima hjá sér voru þeir vanir mjöð og öli, en við sigra og hátíðleg tækifæri þar syðra drukku þeir óspart áfeng vín sem sízt skorti. Hluti liðsins til vínkaupa Hvað drykkir höfðu að segja fyrir víkingana kemur greini- lega í ljós í viðburðum sem gerð- ust við Signu árið 865. Árið áður höfðu varnir Franka verið vel skipulagðar, m.a. höfðu verið byggðar brýr yfir fljótið til að hindra framsókn víkinga. Að sjálfsögðu létu þeir ekki á sér standa, en Frönkum farnaðist vel og víkingana tók að skorta vín. Þeir tóku þá til bragðs að senda hluta liðsins til Parísar að kaupa vín, sem þeir þó ekki fengu. Víkingarnir tvístruðust, og árásirnar fóru út um þúfur. Annað glöggt dæmi höfum við í sambandi við konung einn, Goðfred að nafni. Hann hafði fengið hluta af Fríslandi að léni. Með því hafði hann gengið í þjónustu Franka, en því fylgdi að sjálfsögðu sú kvöð, að hann verði lénið fyrir árásum. Til að byrja með gekk allt vel, en Goðfred hefur samt sem áður ekki verið allskostar ánægður með skilyrðin, sem honum fannst óþægileg er fram liðu stundir. Sendi hann menn til keisarans í þeim erindum, að ef keisarinn framvegis kysi það að hann sæi um varrtir landsins fyrir norrænum árásum, yrði hann að láta af hendi við hann Koblenz Andernach og — „önn- ur vínhéruð". Það var honum ofurefli að slökkva þorsta Frís- lendinga, þar sem vínviður óx ekki. Konungur vildi hafa vín við höndina og nóg af því. En munum eitt, sem við þekkjum vel frá okkar dögum, og Skandinavar hafa ekki van- izt, að vín heyrir máltíðinni til, og að menn þurfa ekki að neyta meira af því en svo að nægi að skola máltíðinni niður. En þessu höfum við aldrei vanizt heima, og að það er ekki nýtt getum við lesið víða. Ein bezta lýsingin á norrænni veizlu er frá Frönkum komin. Hún er að vísu fremur ung, frá 13. öld, en eins og sjá má af henni er hún ekki svo ólík því sem við enn þekkjum. Og það er engin ástæða til þess að halda að gildi víkingaaldar hafi verið svo frábrugðin. Þriðjungur dagsins fór í aÖ eta Um frönsku heimildina má segja, að hún minnir á „ævin- týraróman" og er þar að auki í ljóði. Höfundurinn er óþekktur, en af mörgu má sjá, að hann er kunnugur á Norðurlöndum. Að- alsöguhetjan heldur að heiman til fjarlægra landa til þess að gleyma ást sem ekki hefur geng- ið að óskum. Hann kemur til Skotlands, en hverfur brátt það- an, af því „menn eta þar lélegan mat og drekka of mikið af öli“, og heldur til Noregs. Þegar ko- nungurinn þar, nafns hans er ekki getið, heyrir að erlendur riddari er kominn til landsins, gengur hann til skips, og býður honum til gildis. Riddarinn tók boðinu, og því næst kemur löng lýsing á gildinu, hvort sem það hefur nú farið fram í Dan- mörku, Svíþjóð eða Noregi: „Þið hefðuð átt að sjá, hve margir réttir voru bornir á borð. Það var engu líkara en menn jysu þeim upp úr. Ö1 og vín flóði því að það heyrði til góðum sið- um: Menn sátu lengi til borðs svo að þeim tók að leiðast sem voru þessu ekki vanir. Og þeir drukku svo mikið, að hver og einn fór að segja sögu sína; en enginn hlustaði á nema sögu- maður sjálfur. Svo ákafir eru þeir að tala, að enginn gat heyrt allt saman. Þriðjungur dagsins fór í það að eta ...“ Þetta er lýsing á gildi sem margir menn kannast við og láta sér vel líka. En það eru ekki einungis erlendar heimildir, sem geta um miklar drykkjuveizlur. Þær eiga sína sögu í norrænum heimildum. Heimskringla Snorra Sturlu- sonar er skrifuð á svipuðum tíma og „ævintýrarómaninn", sem sagt hefur verið frá hér að ofan. I þeim kafla, er ber nafnið Ynglingasaga, er hermt frá gildi miklu, þegar Fjölnir, konungur Svía, heimsótti Fróða friðsama í Hleiðru. Þess er getið, að kon- ungsgarðurinn hafi verið mjög stór, og að þar hafi verið komið fyrir keri, sem var margar álnir á hæð og lokað með stórum timburstokkum. Kerið var í undirskemmu og: „... en loft var yfir uppi og opið gólfþilið, svo að þar var niður hellt leginum, en kerið blandið fullt mjaðar. Um kvöldið var Fjölni fylgt til her- bergis á hið næsta loft og haus sveit með honum. Um nóttina gekk hann út í svalar að leita sér staðar. Var hann svefnrær og dauðadrukkinn. En er hann snörik aftur til herbergis, þá gekk hann fram eftir svölunum og til annarra loftdyra og þar inn, missti þá fótum og féll í mjaðarkerið og týndist þar.“ Þessar tvær heimildir eru um 200 árum yngri en sjálf víkinga- öldin, en ekki ber að efast um, að þær endurspegla gamlar er- fðavenjur, sem ávallt lifðu góðu lífi. Hugsum okkur, að halda veizlu, þar sem svo mikið gengur af drykknum, að einn gestanna drukknar í honum. En frá því er líka sagt í sam- tíma enskum heimildum, að í stjórnartíð Játvarðar konungs hafi margir erlendir menn geng- ið í þjónustu hans, og þar er kvartað yfir því, að þeir hafi haft skaðleg áhrif á Englend- inga. Af Flæmingjum lærðu þeir kveifarskapinn og af Dönum óhóf í drykkjusiðum. Hvað matarvenjur snertir, höfðu Danir allt annað en gott orð á sér í Englandi. Þeir voru taldir mjög matgráðugir, og menn skelltu þeirri skuld á þá að þeir hefðu breytt nægjusemi í græðgi. Norðurlandabúar eru taldir illa siðaðir, og þó baða þeir sig! Gátu átt margar konur Þeir voru, eins og allir eðli- legir menn, hrifnir af konum, og þeir voru svo vel settir að búa við trúarbrögð, sem bannaði „Og þeir drukku svo mikiö, aö hver og einn fór aö segja sögu sína; en enginn hiustaöi á nema sögumaður sjálfur. Svo ákafir eru þeir aö tala, aö enginn gat heyrt allt saman. Þriöjungur dagsins fór í þaö aö eta...“ þeim ekki að sýna það í verki. Menn gátu átt margar konur, eða þá látið sér nægja eina og haft frillur, og drógu enga dul á það. Þetta siðleysi vakti hneyksli í þeim löndum, þar sem þeim tókst að setjast að. í Normandí var uppi sérstakt orðatiltæki um fjölkvænið: að vera giftur „more danico", þ.e.a.s. vera gif- tur að dönskum sið. Þessi ósiðlega afstaða hafði að sjálfsögðu sterk áhrif á kristna rithöfunda. En í löndum þeirra gat svona lagað ekki átt sér stað, a.m.k. ekki opinberlega. Adam frá Brimum dregur fram mjög einkennandi lýsingu á Sveini Ástríðarsyni og Dönum, þar sem hann segir: „Hinn há- borni Danakonungur leið ein- ungis af hófleysi hvað konur snerti, sem þó að skoðun minni stafaði ekki af hans eiginn vilja, heldur löstum fólksins.“ Fjölkvæni var eitt af þeim löstum, sem kristindóminum var erfiðast að vinna bug á. Og ein af ástæðunum fyrir því var sú, að litið var á börnin sem þýð- ingarmikinn viðauka við vinnu- kraftinn á bænum. Adam veitir Svíum líka áminningu, þótt hann að öðru leyti lofi þá: „Aðeins í sambandi við konur gæta þeir ekki hófs; hver þeirra hefur, eftir því sem efni leyfa, tvær eða þrjár eða fleiri konur samtímis. Ríkir menn og höfðingjar eiga fjölda kvenna. Synir, sem þeir geta með þeim, telja þeir „skilgetna". Það er einkum hið síðarnefnda, sem hneykslar kristna menn. Það er samt sjaldgæft, að rætt sé um fjölkvæni í fornum heimildum. Oftar er talað um frillur. En ef trúa má sögunum, varð Haraldur hárfagri að af- sala sér níu konum, þegar hann giftist Ragnhildi. Menn gátu átt margar konur, eöa þá látiö sér nægja eina og haft frillur, og drógu engan dul á þaö. Hamlet fylgist vel með tíman- um, eftir því sem Saxi lýsir lífi hans og lifnaði. í utanlandsferð sinni kvænist hann fyrst enskri konungsdóttur og síðar skozkri. Að því búnu siglir hann aftur heim til Danmerkur. Og svo virðist sem þríhyrningurinn hafi enzt vel. Þetta er annar Hamlet en sá sem Shakespeare leiðir okkur fyrir sjónir. Lífshungur og skartbúnaöur Fornmenn horfðu á hlutina raunsæjum augum. Og eins á það hvað gerast mundi, þegar sæbarðir víkingar gengu á land, og því má finna í íslenskum lög- um, að hverjum manni sé heim- ilt að eiga tvær konur, aðra á Islandi og hina í Noregi, og börn þeirra voru öll skilgetin, þó með því skilyrði að til hjónaband- anna hafi verið stofnað sam- kvæmt landslögum. Lífshungrið var mikið. Auk góðs matar og drykkjar og kvenna, kunnu víkingarnir vel að meta ytra skart. Það getum við sannfærzt um af fornleifa- fundum. Sverð með ríkulega skreyttum meðalkafla var prýði mannsins, um leið og þau báru. vott um virðuleika hins frjálsa manns. Frjálsir menn einir máttu bera vopn. Axir og spjót slegin silfri hafa fundizt, þó að sjaldgæfari séu. Það var ekki ‘ hver sem var sem gat keypt skrautvopn. í gröf hjá Mammen í Jótlandi fannst óvenju falleg silfurslegin öxi. Hún minnir á öxi eina, sem sagt er frá í enskri heimild, og getur um mann í liði Hörðu-Knúts, sem kemur gang- andi til kirkju í skrautlegri loð- kápu, hafandi gullskreytta öxi um öxl. Við gröft hafa fundizt leifar af dúkum, ísaumaðir með ull- argarni. Ennfremur silkisvæflar fylltir dúni, armbönd með gull- ofnu silki og bönd úr svipuðu efni, hárbönd. Gildir gullarm- baugar hafa verið grafnir upp. Þeir koma heim og saman við samtíma heimildir, er lýsa vík- ingunum. — Víkingarnir mátu mikils falleg klæði og glæsileg vopn. Um það ber skriflegum heimildum og fornleifafundum saman. Hér við bætist eitt, sem Eng- lendinga furðaði svo mjög á, og þeim fannst vert að gæta um. Danir fóru í bað á hverjum laug- ardegi. Þeir kembdu hár sitt og höfðu oft fataskipti og snyrtu þar að auki ytra útlit sitt með öðrum ráðum, og svo er komizt að orði: „Til þess að þeim yrði auðveldara að sigrast á skírlífi kvenna og eignast jafnvel aðals- mannadætur sem frillur." Þar er enn komið að konun- um. En að það hafi eingöngu verið vegna þeirra, að Danir tóku sér bað, gæti verið fullmik- ið sagt, þó að vel þveginn elsk- hugi sé betri óþvegnum. En meðal Norðurlandabúa var bað almennt. Þetta var siður, sem menn höfðu tekið með sér heiman frá, og þeir að sjálf- sögðu gátu tekið upp aftur, þeg- ar þeir voru orðnir búfastir í Frh. á bls. 15. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.