Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 7
missa. Þú verður að herða upp hugann. Það verður að fjar- lægja handlegginn." „Handlegginn?" endurtók hann undrandi með vott af kaldhæðnislegri undirgefni. „Já, það verður að gerast.“ . John Gal sagði ekki orð, hristi aðeins höfuðið og hélt áfram að reykja. „Sjáðu til,“ hélt læknirinn áfram í sannfæringartón. „Þú finnur ekkert til. Þú verður svæfður og þegar þú vaknar aftur er þér borgið. Ef ekki, verður þú dauður á sama tíma á morgun. Jafnvel guð getur ekki bjargað þér.“ „0, láttu mig í friði,“ sagði hann og virtist þreyttur á öllu þessu tali, sneri sér til veggjar og lokaði augunum. Læknirinn var allsendis óviðbúinn slíkri þrjósku. Hann yfirgaf sjúklinginn til að hafa tal af eiginkonunni. „Hvernig líður manninum mínum?“ spurði hún hirðu- leysislega og hélt áfram við vinnu sína til að sýna læknin- um fyrirlitningu. „Illa, ég kom aðeins til að biðja þig að telja hann á að ég fjarlægi handlegginn.“ „Guð sé oss næstur,“ hróp- aði hún og varð náhvít í and- liti rétt eins og svuntan sem hún bar framan á sér. „Er það nauðsynlegt?" „Annars deyr hann innan tuttugu og fjögurra tíma.“ Hún roðnaði og tók í hand- legg læknisins, togaði hann inn í herbergi sjúklingsins og með hendur á mjöðmum ávarpaði hún hann: „Lít ég út fyrir að vera þannig kona, sem sættir sig við að vera eiginkona kryppl- ings? Eg myndi deyja úr skömm. Þarna! Líttu bara á hann.“ Hún sneri sér að manni sínum og hrópaði næstum: „Láttu hann ekki skera af þér handlegginn, John. Hlustaðu ekki á hann.“ Gamli bóndinn leit vin- gjarnlega til hennar. „Hafðu ekki áhyggjur, Kriska," sagði hann sannfær- andi. „Það verður engin slátr- un hér. Ég hef ekki hugsað mér að deyja í pörtum." Læknirinn talaði fyrir dauf- um eyrum þegar hann útlist- aði fyrir gamla manninum fegurð lífsins og myrkur dauð- ans. Það hafði engan tilgang heldur að kalla greifynjuna frá kastalanum málinu til stuðnings né heldur prestinn og alla mælskustu og áhrifa- mestu menn þorpsins. John Gal hélt áfram að vera þrjósk- ur. Hann neitaði að láta skera. Undirgefinn myndi bóndinn mæta dauðanum án beiskju, án ásakana og án tilgangs- lausra tára, það lét hann í ljós með stillingu í rödd og fasi. Hann óttaðist ekki dauðann. Væri hans tími kominn þá var hann tilbúinn rétt eins og fað- ir hans og afi á undan honum. Augljóst var að ekki þýddi að höfða til gamla mannsins þar sem líf hans var annars vegar. Þegar á leið fór þó ákafi læknisins að snerta hjarta gamla mannsins. Hann fann til með ákafa hans. Og hann var leiður hvað maðurinn var sorgmæddur, hálfhlægilegur og hálfátakanlegur. John tók til að hughreysta lækninn. Skyndilega hugkvæmdist lækninum að umhugsunin um peninga gæti gert kraftaverk, þar sem bóndi ætti í hlut. Svo hann sagði: „Þú verður að borga þrjú hundruð, þú skilur, hvort sem ég sker eða ekki. Það væri að henda peningun- um að skera ekki. Það tekur aðeins fimm mínútur." „Jæja, þú getur gefið fyrir- mæli um smyrsl, svona rétt til að vinna fyrir kaupinu þínu.“ Þetta hafði enga þýðingu. Vonsvikinn og fullur óbeitar yfirgaf læknirinn manninn og fór út að ganga til að hugsa málin og ræða þau við spek- ingana í þorpinu. Það var lítið á því að græða, og það var til jafnlítils að koma með nótarí- us eða friðardómarann að rúmi sjúklingsins. Unga kon- an var alltaf til staðar til að mótmæla illum ráðagjörðum læknisins og sleppti engu tækifæri til að skjóta inn orði til styrktar þrjósku eigin- mannsins. Læknirinn sendi henni fjandsamlegt augnatillit öðru hverju og æpti jafnvel á hana. „Haltu þér saman þegar karlmenn funda!“ „Hænan hefur svo sannar- lega sitt að segja á haugi han- ans,“ svaraði hún hvefsin og sneri upp á sig. John Gal flýtti sér að fyrir- byggja rifrildi. „Hafðu ekki of hátt, Kriska. Náðu heldur í vínflösku handa gestunum.“ „Úr hvaða tunnu," spurði hún. „Úr tvö hundruð lítra tunn- unni. En það er betra að þú takir úr þrjú hundruð lítra tunnunni fyrir erfidrykkjuna, það er farið að súrna.“ Hann var fullkomlega sáttur við til- hugsunina um dauðann. Gestirnir drukku, en létu hann síðan einan í uppgjöri sínu við guð. Að húsabaki mætti Birli læknir vinnumanninum, ung- um kraftalegum náunga, þús- undþjalasmið. „Hafðu vagninn tilbúinn. Ég fer innan hálftíma," sagði hann við manninn. „Og segðu frú Gal að ég borði ekki kvöld- verð.“ Þegar hann kom út fyrir hliðið stansaði hann óákveð- inn í hvað gera skyldi næst. Gegnum rifu á hliðhurðinni sá hann vinnumanninn ganga til frú Gal og komst ekki hjá því að sjá ástleitið augnatillitið sem hún sendi honum og mannalætin í fasi þessa náunga þegar hann nálgaðist hana. Það var augljóst að þau léku sér með eldinn og að skilningur virtist vera milli þeirra. Allt sem hann þurfti að gera núna var að afla sér nánari upplýsinga um málið. Það hlaut að vera gömul seið- kona í þorpinu sem vissi allt um ástamál þorpsbúa og versl- aði með ástardrykki. Nótaríus hlaut að vita þetta. Og það gerði hann. „Gamla seiðkonan Rebek býr skammt frá Gal-hjónun- um.“ Læknirinn rétti henni tvær silfurflórínur. „Ég er ástfanginn af konu og vildi gjarnan fá eitthvað krassandi til að ná ástum hennar." „0, það er ekki hægt, dreng- ur minn, þú lítur út eins og fuglahræða, þær verða ekki ástfangnar í mönnum eins og þér.“ „Satt er það, móðir, en ég gæti gefið henni allt það silki sem hún óskar sér og alla þá peninga sem hún gæti eytt...“ „Og hver er konan?“ „Frú John Gal.“ „Þú getur ekki tínt þær rós- ir, sem þegar hafa verið tínd- ar.“ Þetta var einmitt það sem lækninn vantaði að vita. „En hver er maðurinn?" spurði hann. „Vinnumaðurinn Paul Nagy. Hún hlýtur að elska hann því hún kemur hér oft til að fá heilsudrykki. Hún fékk hjá mér ársgamalt duft af þriggja ára gömlum vafn- ingsviði til að láta í vínið hans.“ „Hefur John Gal engar grunsemdir?" „Svo slunginn sem hann nú er sér hann ekki við kvenlegri kænsku.“ Læknirinn sneri nú aftur til húss Gal-hjónanna. Þar hitti hann elskendurna, sem enn röbbuðu saman, meðan vinnu- maðurinn strauk bak hest- anna, sem nú voru tilbúnir að fara með lækninn til stöðvar- innar. Hún gaf honum merki um að koma nær. Þegar lækn- irinn nálgaðist stakk hún hendinni í barminn og dró fram þrjú hundruð flórínur í seðlum. „Fyrir fyrirhöfnina, lækn- ir,“ sagði hún og rétti honum peningana. „Rétt er það,“ sagði læknir- inn, „en það mun hvíla á sam- visku þinni að ég vann ekki fyllilega fyrir þeim.“ „Sál mín mun standast raunina. Hafðu ekki áhyggj- ur.“ „Gott og vel. Láttu setja tösku mína í vagninn á meðan ég kveð manninn þinn.“ John Gal lá nákvæmlega í sömu stellingu og þegar lækn- irinn yfirgaf hann. Hann hafði ekki kveikt í pípu sinni og aug- un voru lokuð eins og hann hefði fengið sér blund. Það rifaði í annað augað þegar hurðin opnaðist. „Ég kom til að kveðja hr. Gal,“ sagði læknirinn. „Ertu á förum,“ spurði hann áhugalaust. „Hér er ekkert meira að gera.“ Afhenti konan þér pen- ingana?“ Já, þú átt laglega konu, hr. Gal! Guð minn, hún er falleg.“ Sjúklingurinn opnaði hitt augað og sagði þegar hann rétti lækninum betri höndina. „Finnst þér ekki?“ 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.