Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 9
irjökli á leið í Kringilsárrana árið 1939. ÐI f góðu veðri í Kringilsár- rana. í Álftadal, Leiðang- ursmenn búa trúss á hesta og klæða sig í regnfatnað. Forvitni tarfurinn sem náðist á mynd á 8 metra færi. Helga og Edvarð voru ýmist Friðrik á Hóli eða Jón í Möðrudal og í seinni ferðum einnig Torfi Guðlaugsson, starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Allt voru þetta þaulvanir ferðagarpar. Helgi Valtýsson skilaði skýrslum um athuganir þeirra á hreindýrunum til ráðuneytisins og skrifaði síð- an bók um þessi ferðalög, „Á hreindýraslóðum", sem út kom árið 1945. í henni er auk ferðasagnanna að finna margskonar fróðleik um þessi stóru og tígulegu dýr sem lifa ævi sína á heiðum uppi, að því er virðist við sæmilegasta kost yfirleitt. í bókinni er einnig fjöldi sagna af hreindýraveiðum á árum áður og hvernig menn komust oft í hann krappan þegar leggja skyldi þessi fótfráu og styggu dýr að velli með lélegum búnaði. Edvarð Sigurgeirsson tók ekki aðeins ljósmyndir af hreindýrunum í þessum heimkynnum sínum, heldur einnig 40 mínútna kvik- mynd, sem er hinn mesti kostagripur. Edvarð var á ferð í Reykjavík á síðastliðnu vori með þessa kvikmynd sína og sýndi hana á ráðstefnu sem haldin var um hreindýr á ís- landi á vegum Skotveiði- félags íslands. Kvikmyndin vakti mikla athygli á ráð- stefnunni, enda hin merkasta heimildarmynd sem fleiri ættu að eiga tæki- færi á að sjá, enda hyggst Edvarð nú láta gera af henni annað eintak en fram að þessu hefur aðeins verið til þetta eina. Flestar ljósmyndirnar tók hann af hreindýrunum á -20—30 metra færi með að- dráttarlinsu á þriggja tommu Laika-vél. Hann reyndi þó eins og kostur var að komast sem næst dýrun- um en þau eru Ijónstygg og vör um sig þótt forvitni gætti einnig hjá þeim gagn- vart aðkomumönnunum. Næst komst Edvarð að hans sögn í 8 metra færi við tarf. Edvarð hitti Lesbók að máli, þegar hann var hér á ferð með kvikmyndina og lánaði þá góðfúslega þessar myndir úr ferðalagi þeirra félaga á hreindýraslóðir, sem hér birtast, en litirnir eru málaðir í svart-hvíta ljósmynd eins og stundum var gert þá. Hann minntist þessara ferðalaga með mik- illi ánægju, enda þótt þeir hafi lent í misjöfnum veðr- um og ár hafi oft verið þeim farartálmi, svo fara þurfti yfir jökul við árupptök. Talning á hreindýrum fer nú fram með myndatökum úr flugvél og hefur svo verið gert frá 1957. Árið 1979 voru um 2.500 dýr talin í sumar- högum við Snæfell og áætlað að um 1.000 dýr héldu sig á Austfjörðum, segir Skarp- héðinn Þórisson í Riti Land- verndar, sem áður er getið. Þótt sumum kunni að finnast hreindýrin hálfpart- inn gestir hér hjá okkur, hafa þau fyrir löngu áunnið sér þegnrétt í íslenskri nátt- úru. Þau ganga á landi sem ekki er ofbeitt að sögn fróðra manna — valda ekki usla nema þá sjaldan að þau koma í byggð í vetrarhörkum og dæmi er um, að þau hafi skemmt ungar lerkiplöntur á Hallormsstað en auðvitað verður að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Nú þegar farið er að tala um stórvirkjanir á Austur- landi, er sannarlega ástæða til að kanna vel ferðir hreindýranna á hálendinu austanlands, lifnaðarhætti þeirra, afkomu og fæðuval, svo högum þeirra verði ekki spillt. , H.V.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.