Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 11
HEFUR STAÐIÐ AF SÉRTÍMANA TVENNA Til eru þeir hlutir meðal hús- gagna, sem svo hafa stadið af sér tímans tönn og allar tízkusveifl- ur, að gengi þeirra er ávallt jafn mikið. Þar á meðal eru ýmis stílhúsgögn, til dæmis kennd við rókókó eða barokk, en einnig sum, sem tilheyra okkar öld, en kalla má tímalaus engu að síður. Þar á meðal er þetta enska sófa- sett, sem heitir Winston og fram- leitt hefur verið í marga áratugi hjá gamalgrónu fyrirtæki í Eng- landi, Winston Manor. Hvað sem á hefur dunið og hvernig sem tízkan hefur sveiflast til og frá, hefur Winston haldið sínu óbifanlega striki eins og heldri- mannaklúbbarnir í London og Rolls Royce. Meðan gengi léttra húsgagna, t.d. skandinavískra, var sem mest, þóttu húsgögn af þessu tagi óheyrilega gamalrlags. Nú er svo komið, að Bretar hafa stóraukið útflutning sinn, ein- mitt á þessari vöru og ekki hvað sízt til Norðurlanda. Ekki þarf annað en að sjá þessi hægindi til að vera viss um, að þau eru þægileg eins og bezt verður á kosið. Bólstrað er með svampi og Dacron-fyllingu, en það sem framar öðru vekur at- hygli er áklæðið, sem er hrein baðmull, en engu að síður mjög slitsterkt. Það er í ljósum, létt- um og fallegum litum og með hefðbundnu mynstri, sem gjarn- an eru blóm, pálmar eða íbis- fuglar — og það er um leið saumað í áklæðið og verður fyrir bragðið lítið eitt upphleypt. Þess konar frágangur á áklæði mun heita quilt á ensku og hafa sumir kallað það vatt- stungið á íslenzku, en kannski er til betra og nákvæmara orð yfir þennan frágang. Winston-sófasettið fæst í Hús- gagnahöllinni, Bíldshöfða 20, og allt saman, þriggja sæta sófí, tveggja sæta sófí og stóll, kostar kr. 34.740. NÚTÍMA- BAROKK— KENNT VIÐ NAPOLEON Þetta sófasett, sem hvað stíl áhrærir, kemst næst því að falla undir barokk, er upphaflega teiknað í Finnlandi, en er engu að síður ís- lenzk framleiðsla frá Víði, Smiðju- vegi 2 í Kópavogi, og er selt þar. í grind er notaður bæsaður askur og einnig í sófaborðið og hornborðið. Bólstrað er meö dúnsvampi og ætti að fara vel um hvern þann, sem í þessi hægindi setzt. Settið fæst í ein- ingum og kostar þá stakur stóll kr. 7.672, þriggja sæta sófí kr. 12.889, sófaboröið 4.998 og hornborðið kr. 3.320. Samtals kostar settiö kr. 28.160. A eftir okkur kemur syndafallið „Einu sinni í fyrndinni byrjaði fjall nokkurt að hristast með dunum og dynkjum. Fólk þyrptist að úr öllum áttum til að sjá hvað verða vildi. „Stórfljót er að fæðast, “ sagði einn. „Hér er varla von á minna en voldugum dreka,“ sagði annar. „Sjálfur guð mun koma fram úr þessum klettum,“ sagði sá þriðji. Loks eftir langa mæðu og mikla eftirvæntingu myndaðist lítil sprunga í fjallshlíðinni. Og út skaust — lítil mús.“ , Svo segir í dæmisögum Esóps. I allt sumar hafa verið dunur og dynkir í íslensku þjóðlífi. Ráð- herrar og þingmenn, forystu- menn atvinnurekenda og laun- þega, ríkisvalds og ríkisstarfs- manna, efnahagsráðgjafar, sér- fræðingar og aðstoðarmenn, ráðuneyti, skrifstofur aðila vinnumarkaðarins, Þjóðhags- stofnun, Seðlabanki og sátta- semjaraembættið, dagblöð og ríkisfjölmiðlar hafa nótt sem nýtan dag tekist á við vandann, lýst honum og skilgreint. Fólkið hefur staðið á öndinni. „Og út skaust — lítil mús.“ Er ekki tímabært að spyrna við fótum ? Ríkisstjórnin er ekki til neinna átaka. Hún nýtur ekki lengur nauðsynlegs trausts. Til stjórn- arsamstarfsins var stofnað í því skyni að splundra sterkasta stjórnmálaafli þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokknum — það hef- ur mistekist eins og annað hjá ráðherrunum. Nú þurfa góðvilj- aðir menn að bera klæði á vopn- in. í stað sundrungar er þörf á sáttum. Upphafsmenn óreiðunn- ar verða að víkja — mynda verð- ur nýja ríkisstjórn er nýtur a 1- menns trausts. Hagfróðir menn verða að skýra þjóðinni afdrátt- arlaust frá því, hve alvarleg hætta steðjar að þjóðarbúinu. Þeir verða að greina frá kostun- um til að breyta undanhaldinu í sókn. Meginreglur þingræðis og lýðræðis verður að hefja til fyrri virðingar. Nýtt átak verður að gera í atvinnumálum. Fordómar gagnvart eðlilegu samstarfi við erlenda aðila verða að víkja. Virkja ber krafta hæfustu manna þjóðarinnar í vísindum, tækni og verkfræði til stórhuga sóknar. Allir verða að leggjast á eitt. Þegar málum er komið eins og nú hjá okkur íslendingum, er brýnt að kraftarnir séu samein- aðir og leitað fordómalaust að skynsamlegustu leiðinni út úr ógöngunum. Tilþess þurfa lands- menn allir að geta borið traust til sterkrar ríkisstjórnar. Því er ekki til að dreifa á meðan ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens sit- ur. I landinu stefnir í stjórn- skipulega sjálfheldu að sögn for- sætisráðherra. Ráðherrarnir sýnast láta sér nægja að taka undir með Madame de Pompa- dour sem sagði: „Apres nous le déluge“ — á eftir okkur kemur syndafallið. Við þær aðstæður, sem nú ríkja, duga ekki hefðbundin ráð. Sé ekki vilji til þingrofs og kosn- inga, er hér hugmynd til um- ræðu: Gunnar Thoroddsen víki, þó ekki úr formennsku stjórnar- skrárnefndar. Stjórnmálaflokk- arnir komi sér saman um nýjan forsætisráðherra og sé hann ekki endilega úr röðum þingmanna. Hjörleifur Guttormsson hætti sem iðnaðarráðherra, Steingrím- ur Hermannsson láti af þeim ráðherraembættum sem hann nú gegnir, Svavar Gestsson segi af sér störfum félagsmálaráðherra, Tómas Árnason hverfi úr við- skiptaráðuneytinu og Ingvar Gíslason úr menntamálaráðu- neytinu. Embættum ínýrri ríkis- stjórn verði þannig skipt: Þing- flokkur sjálfstæðismanna velji þrjá menn, er taki að sér iðnað- arráðuneytið, sjávarútvegsráðu- neytið, samgönguráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Alþýðu- flokkurinn fái tvö ráðuneyti: fé- lagsmálaráðuneytið og mennta- málaráðuneytið. Alþýðubanda- lagið haldi fjármálaráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu. Framsóknarflokkurinn velji tvo eða þrjá menn til að stjórna landbúnaðarráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og utan- ríkisráðuneytinu. Björn Bjarnason 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.