Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 6
JOSIF BRODSKIJ BjarkiA. Unnsteinsson Ég er skáld guð gaf mér skáldagáfuna cg er gyðingur forfeður mínir liggja í kirkjugarðinum í Leningrad verzlunarmenn, prófessorar og byltingarsinnar ég er skáld a f guðs heilögu náð snertið mig ekki þér dómendur ég skal fara í útlegð í Arkhangelsk í fimm löng ár og kannske sný ég aldrei aldrei aftur. TIL MINNING- ARUM GARCIA LORCA Ég vil ekki sjá dauðann ég vil ekki sjá blóð Ignacios í sandinum ekkienn ég vil lifa án þess að deyja kannske kannske rennur sólin ekki upp yfir sandinum í morgunsáriö. PERLU- FESTIN I DÖGUN Þröstur J. Karlsson Eyjur ein og ein rísa úr sæ og hverfa marglitir fiskar skjótast um í þangheimum... í festina þína fann ég pcrlurnar allar — þær hurfu í djúpið ein og ein. Svanur Elíasson Tæmdur er i botn bikar fortíðar minnar. Endurminningar streymdu aftan að mér, komu mér að óvörum. Eftir tíu ára stríð, sálar gegn líkama, get ég loks snúið mér við og horfst í augu við staðreyndir lífs míns. Þú felur þig ekki bak við eigin skugga til lengdar. Dagsgeislar sólar krefjast að þú horfír á hann brenna í dögun. Gamli bóndinn, ríkasti maður þorpsins, lá mjög þungt haldinn, við dauðans dyr. Og drottinn tíundaði ágæti bónd- ans og benti á hann sem for- dæmi fyrir mannkynið allt: „Lítið á John Gal. Hvað haldið þið ykkur vera dauðleg- ir menn? Þið eruð einskis virði: En John Gal er sannar- lega mikill maður. Jafnvel héraðsdómarinn tekur í hönd- ina á honum stöku sinnum. Greifynjurnar í þorpinu heim- sækja hann. Hann er ríkastur ykkar allra. En samt gæti ég lostið hann. Ég þarf ekki að senda hungraðan úlf til að rífa hann í sig, ekki þarf ég heldur að rífa upp risa-eik til að kremja hann. Pínulítil fluga gerir útslagið." Það var ein- mitt það sem skeði. Fluga stakk hann í höndina, sem fljótlega byrjaði að bólgna og verða svört og rauð. Presturinn og hefðarkonan í kastalanum fengu hann til að kalla á lækni. Hann hefði vilj- að fá handlækni, en þau máttu sín meira og skeyti var sent eftir sérfræðingi frá Búda- pest. Prófessor Birli varð fyrir valinu. Ein vitjun kostar þrjú hundruð flórínur, en þeim peningum er vel varið. „Vit- leysa,“ sagði bóndinn, „þessi smáfluga getur ekki hafa orsakað skemmdir á mér fyrir þrjú hundruð flórínur." Greif- ynjan krafðist þess ákaft að fá að borga lækninum sjálf. Bragðið heppnaðist. John Gal var stoltur bóndi. Skeytið var sent. Ungur maður grannur með gleraugu — lítill fyrir mann að sjá — kom í vagnin- um sem hafði verið sendur til móts við hann á stöðina. Frú Gal, hin unga eiginkona gamla bóndans, tók á móti honum við hliðið. „Ert þú þessi frægi læknir frá Búdapest?" spurði hún. „Það er vissara að þú lítir strax á manninn minn. Hann gerir eins mikið veður út af þessu flugubiti og hefði hann verið bitinn af fíl.“ Þetta var alls ekki sannleik- anum samkvæmt. John Gal hafði aldrei sagt orð, ekki einu sinni minnst á bitið nema að hann væri spurður og jafnvel þá var hann sérstaklega fáorð- ur. Hann lá í rúmi sínu óhagg- anlegur með stóískri ró. Höfuð hans hvíldi á lambskinni og pípa í munninum. „Hvað er að gamli maður?" spurði læknirinn. „Mér skilst að þú hafir verið bitinn af flugu.“ „Einmitt," svaraði bóndi milli samanbitinna tannanna. UM HOFUNDINN Kalman Mikszath (1849—1922) Mikszath er einn af fáum ungverskum rit- höfundum sem þekktur er víða utan heima- landsins. Hann var ákafur föðurlandsvinur allt sitt líf og sannur málsvari I sjálfstæðisbar- áttu Ungverja. I bókmenntum hans — sem samanstanda mestmegnis af skáldsögum og frásögnum — lýsir hann ást sinni á ungversku þjóðinni. Smásögur hans eru meðal þeirra bestu sem skrifaðar hafa verið á ungverska tungu, lifandi myndir af föðurlandi hans. „Græna flugan“ er sérstaklega skemmtileg og vel uppbyggð athugun á bændasálarfræði. „Hvaða tegund af flugu var þetta?“ „Græn fluga,“ svaraði hann stuttur í spuna. „Þú bara spyrð hann lækn- ir,“ greip konan frammí. „Ég verð að fylgjast með því sem ég var að gera. Það eru níu brauðhleifar í ofninum." „Gott og vel móðir,“ sagði læknirinn annars hugar. Með héndur á mjöðmum sneri hún sér snöggt að honum líkt og hún hefði verið stungin. „Hvað segirðu, þú ert nógu gamall til að geta verið faðir minn,“ sagði hún hálfmóðguð en daðurslega. „Þú virðist ekki sjá of vel gegnum glerin á augunum á þér.“ Hún sneri sér skyndilega við svo að stífuð pilsin sveifl- uðust í kringum hana þegar hún gekk út, hnarreist með ungæðislegum þokka og krafti. Læknirinn fylgdi henni eft- ir með augunum. Hún var djöfullega falleg, mikið yngri en læknirinn og auðvitað mik- ið yngri en eiginmaðurinn. Hann langaði að muldra ein- hverja afsökun, en hún var horfin áður en hann kom upp orði. „Jæja, það er best að líta á höndina. Finnurðu til?“ „Töluvert,“ var svarið. Læknirinn skoðaði bólgna höndina alvarlegur á svip. „Þetta er slæmt. Þetta hlýt- ur að hafa verið eitrað kvik- indi.“ „Getur verið,“ sagði John án minnstu geðshræringar. „En ég gat séð að þetta var engin venjuleg fluga.“ „Þessi fluga hefur verið í hræi.“ John Gal bölvaði þessum upplýsingum í hljóði. „Það var lán að ég kom tím- anlega. Enn getum við gert eitthvað. A morgun hefði það verið of seint. Þá hefðirðu ver- ið steindauður." „Það er undarlegt," sagði bóndi og tróð í pípu sína með þumalfingrinum. „Blóðeitrun breiðist hratt út. Við megum engan tíma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.