Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 2
INGMAR BERGMAN ___ >orgara- stéttina Liðssafnað- ur í Suöur- götu. „Það er gamall arfur með íslenzku þjóðinni að þykja sem valdið sé ævinlega öfugu megin við réttlætið" Ingmar Bergman lauk nýlega við töku kvikmyndar, sem hann segir að muni verða síðasta langa myndin, sem hann geri að öllu leyti sjálfur. Eftir stöðugar kvikmyndatökur í 120 daga heldur hann nú til Múnchen með 70.000 metra af filmum, þar sem klippingin fer fram. í september á hún að vera tilbúin til frum- sýningar, og að þessu sinni er eftirvæntingin meiri en nokkru sinni fyrr. „Fanny og Alexander" heitir myndin, sem er algerlega verk Ingmar Bergmans. Myndin er að verulegu leyti byggð á æsku Bergmans sjálfs á stóru prest- setri, þar sem fullt er af þjónustufólki og gestum, og hún er merkileg lofgjörð um borg- aralegt líf, sem hann hefur fyrirlitið fram að þessu. — Það er víst eitthvað í sam- bandi við aldurinn, sem veldur því, að ég lít mildari augum á borgarastéttina, segir Ingmar Bergman í viðtali við Dagens Nyheter, þegar töku myndarinn- ar var nýlokið. Eg átti bæði góða og skemmtilega æsku, en hún var líka leiðinleg. Við nutum mikils frelsis, en höfðum einnig miklar skyldur. A prestsetrinu ríktu mild viðhorf gagnvart líf- inu, en þar voru einnig strangar kröfur gerðar. En það var um- fram allt svo margt, sem var ánægjulegt. Við borðuðum góð- an mat, héldum leiksýningar og lásum kvæði. Alls staðar var fólk, og það sem var í eldhúsinu, var alltaf yfir okkur. Ráðskonan var óvenjuleg manneskja og hafði takmarklaust sjálfstraust. Almáttugur, mamma var svo hrædd við hana, að hún þorði ekki einu sinni að spyrja, hvað væri í matinn. Hann minnist hins stórkost- lega jólahalds með hreinu mat- arsvalli, og honum verður hugs- að til sumarleyfanna. Það var eins og í sögu eftir Tsjekov, seg- ir hann, með alls konar merki- legum ættingjum, frændum og frænkum, sem sátu á svölum gamla sumarbústaðarins og ræddu saman um lífið og tilver- una. Og amma gamla, sem var svo ákveðin, að það var ómögu- legt að mótmæla henni, ráðsk- aðist með allt og sagði öllum börnum ævintýri. Þetta var björt og indæl bernskutíð. Og það er einmitt það, sem hann er nú að sýna í myndinni um Fanny og Alexander, þar sem segir frá hinni borgaralegu Ekdahl-fjölskyldu, sem einkenn- ist af faðmlögum og ástúð, velmegun og góðvild. Óyndisleg- ir hlutir voru ekki til umræðu og allra sízt hneyksli innan fjöl- skyldunnar. En þau voru mörg. Bæði Fanny og Alexander voru rangfeðruð, og ein af barnfóstr- unum varð þunguð eftir heild- salann. En á slíkt var ekki minnzt. Börnin liðu á engan hátt fyrir þetta, og barnfóstran fékk kökubúð, svo að hún gat séð fyrir sér og barninu. Fanny og Alexander alast upp hjá Óskari Ekdahl, leikhús- stjóra, og konu hans, Emilíu, leikkonu. Þegar Óskar deyr, giftist Emilía biskupi. Sá er voðalegur maður, og öll Ek- dahlsfjölskyldan tekur til sinna ráða og innir af hendi björgun- arstarf, og allt fer vel að iokum. Biskupnum er hugsað gott til glóðarinnar, segir Bergman ísmeygilega. Biskupinn er vondi maðurinn í myndinni, og ég vil veita honum duglega ráðningu. Hann á vafalaust eftir að brenna lengi í víti, svo að það má gjarna svíða hann svolítið í þessu lífi líka. Það er nýr Bergman, sem birtist í þessari mynd, segja all- ir, sem hafa unnið með honum að henni. Allt er jákvætt, allt er bjart og skemmtilegt. Hann seg- ir sjálfur, að hann hafi orðið mjög hugfanginn af því að starfa með börnum í myndinni. Aður hefur honum aldrei geðj- azt að því að hafa börn í kvik- myndaleik, en nú hefur hann tekið allt aðra afstöðu. — Ég get vel hugsað mér að búa til kvik- mynd um börn, segir hann, og ég er þegar búinn að ræða við Astrid Lindgren um hugsanlega kvikmynd. En þessi mynd, sem ég var að ljúka við núna, er hin síðasta, sem ég skrifa handritið að sjálfur. Næst tek ég að mér verk erlendis, ég ætla að annast gerð lítillar sjónvarpsmyndar og setja á svið Don Juan eftir Moli- ére í Salzburg. En ég mun aldrei framar leggja á mig annað eins erfiði og að gera stóra mynd eft- ir sjálfan mig. Hvort hann ætli að skrifa endurminningar sínar? Því fer víðs fjarri, segir hann. Það er ekkert nema tímasóun. — svá — úr Farmand. Mannfjöldi í kringum húsiA í Suðurgötu og rnikill hiti í mönnum. Ólafur Friðriksson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.