Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 12
Daga og nætur situr her manns í austri og vestri og einblínir á skjái. Framhjá þessum varnarkerfum fer ekki nokkurt farartæki á lofti, allra sízt heilu geimskipin. GOÐSAGNIR NÚTÍMANS SÍÐARI HLUTI eftir Christian Favre A llur sá búnaöur gœti aldrei sloppið framhjá varnarkerfum stórveldanna Fljúgandi diskar — eða geimskip frá fjarlægum stjörnum — eru til, en aðeins þó í bíómyndum. Meðfylgjandi mynd er af risastóru geimskipi, sem lendir á fjallstindi og er úr kvikmyndinni Close Encounters of the Third Kind, sem nýlega hefur verið sýnd hér. Fullkomin augu fylgjast stöðugt með alheiminum Ratsjárkerfi beggja risaveld- anna eru nú á dögum fullkomnasti eftirlitsviðbúnaður, sem menn geta hugsað sér. Minnstu örbylgj- ur, minnstu agnir frá geimnum eru skráðar, kannaðar og flokkað- ar af tölvum. Útvarpskíkjar í sam- stæðum, er þekja ferkílómetra, fylgjast án afláts með geimnum. Ef geimskip að utan skyldi nokk- urn tíma nálagst sólkerfi okkar, myndi það uppgötvast tafarlaust á viðvörunarbúnaði stórveldanna. Koma einhvers farkosts utan úr geimnum yrði frægur viðburður, sem allar þjóðir fengju að vita um, vísindamenn myndu bregða á leik, á sama hátt og sýnt var í kvik- myndinni „Close Encounters". Með engu móti gæti þvílíkur við- burður verið aðeins einkaréttur smáhóps manna. Mér finnst einn- ig mjög líklegt, að utanaðkomandi háþróaðar verur, er búnar væru að brúa himingeiminn í leit að ann- arri menningu, myndu reyna að ná sambandi við samsvarandi menn, það er að segja vísindamenn eða vísindastofnanir, — við mann- verur sem þær gætu talað við — en ekki við ómenntaða bílstjóra, hreingerningarmenn eða pylsu- sala! Það kemur sannarlega spánskt fyrir sjónir, að allir þeir, er í einhver „tengsl" við geimmenn komust, voru eða eru aldrei menntaðir en langflestir þeirra trúa líka á alls konar dulfyrir- bæri, endurholdgun, sálflutninga o.s.frv. Það er um frekar einfalt fólk að ræða sem hefur ekki náð miklum andlegum þroska. I raun- inni er kjarni málsins annars staðar: hann er í heila manna. Rannsóknarstjórinn í fyrrnefndu „Condoncommission", Harry 0. Ruppe, segir: „Þetta fyrirbæri er dulhyggja okkar aldar og verður í þessum tæknifurðum að raun- veruleika." Sú staðhæfing verð- skuldar frekari útskýringar. Öld- um saman opinberaði blessunin að ofan sig í björgun mannkynsins: hún var þó ávallt í engla- eða dýr- lingamynd. Allir þóttust hafa séð engil eða Maríu Mey eða vernd- ardýrling sinn, hafa orðið fyrir vitrunum eða áhrifum dularfullra máttarvalda. Vitanlega vissu menn ekki um aðrar stjörnur, hvað þá um önnur stjörnukerfi, er hugsanlega væru byggð vitsmuna- verum. Þaðan gat frelsarinn ómögulega komið og kirkjan ein hafði einkarétt á honum. Með geimöldinni opnaðist nýr mögu- leiki: það kunnu vel að vera aðrar mannverur í kringum okkur. „Vísindin" gætu íklætt þá nú- tímalegum tæknibrellum, þannig að geimverurnar gætu þegar leyst hin fornu ofurmenni af hólmi. I stað galdra eða kraftaverka kæmi núna tæknin. Frelsun mannkyns- ins skyldi nú úr geimnum koma. Því miður skilja þessir draumóra- menn ósköp lítið hvers eðlis vís- indin eru, þannig að „fljúgandi diskar" eru jafnfárániegir hug- arburðir og svokölluð „andleg tengsl" við aðar verur í alheimin- um. Hvorttveggja stafar vafalaust af sálarkreppu. í bókinni „Geim- ævintýrið" talar þýski sál- fræðingurinn Edmund Verhúls- donk um „sálfræðilegt fyrirbæri" og „djúpsálfræðilega bakhlið á geimferðahugsuninni". í stjörnufræðiritinu „Sterne und Weltraum" (stjörnur og geimur) eru öll þessi fyrirbæri nefnd „nú- tíma þjóðsaga". 1958 ritaði hinn heimsfrægi svissneski sálfræðingur Carl Gustav Jung bók um OFH. Titill- inn sjálfur gæti verið ágrip alls verksins: „Nútíma goðsagnir. Um hluti, er á himnum sjást." Jung útskýrir þessi fyrirbæri annað- hvort sem „kollektivar" ofsjónir eða spámannlegar túlkanir á nátt- úrulegum loftfyrirbrigðum. Hann segir: „Fljúgandi diskar birtast þá helst þegar heimsmálin eru ískyggileg og tilveru mannsins ógnað. Þegar ótti um framtíðina vofir yfir mönnunum opinberar sig andlegur flótti úr þeim heimi í fjölgun sértrúarbragða, í messías- arspádómum eða vitrunum. Trúin á fljúgandi diska er hliðstætt fyrirbæri." Ritstjóri geimvís- indarita í Stuttgart, Ernst von Kuhn, álítur einnig, að OFH sé trúarlegt fyrirbæri, þar sem vísindalegum rökum er vísað frá. í rauninni eru „fljúgandi diskar" vitranir og reyndar öll tengsi við geimverur samskonar sálræn fyrirbæri, þar duga engar vísinda- legar rannsóknir. Geimferðir Við skulum fyrst íhuga andar- tak möguleika á flugi frá jörðu. Samkvæmt nútímavísindum er hægt að gera ráð fyrir eldflaug, er knúin væri föstu eldsneyti með þarfaþunga um 1000 smálestir en þungi knýefnanna ásamt stjórn- unarbúnaði um 1 smálest. Væri sú 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.