Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 4
u hversdagsheimili víkinganna Utdráttur úr bók eftir T.H. Ramskou Teikningar Bidstrup Skítugastir af öllum skepnum Guðs sagði Arabi sem samskipti átti við víkinga „í nafni Allah, hún var virkilega yndisleg. Og ég leitaöist viö aö ávinna mér hylli hennar með því aö mæla falleg orð viö hana, og ég komst nær henni, en ég haföi þorað aö vona.“ Hvernig voru þeir þessir svo- kölluðu víkingar, sem bjuggu í timburkofum á þeim tíma, sem verið var að byggja Markúsar- kirkjuna í Feneyjum? Það er erfitt að gefa fullnægjandi svar við þessu, eins og það er jafnan erfitt að gefa glögga lýsingu á hvaða þjóð sem er. A öllum tím- um og öllum stöðum er að finna gott og illt í fari manna. En til eru allmargar heimildir úr samtíð víkinganna, sem gefa þó góðar lýsingar á lífi þeirra, trú og lífsskoðunum. Fyrst ber að nefna erlendar heimildir, einkum frá Vestur-Evrópu, úr þeim löndum sem urðu mest fyrir barðinu á víkingunum. Og þær hafa þann kost í för með sér að vera ritaðar á öld þeirra og því trúverðugastar um líf og framferði víkinga. En þá má ekki gleyma því, að næstum allar líta á þá sem inn- rásaróvini, eða hernámssveitir. Og það er auðvelt að sjá við lestur heimildanna, að skoðanir ritarans eru sjaldnast óhlutlæg- ar. Ræningjar og landvinn- ingamenn hafa aldrei verið né verða vinsælir. Þess verður ekki krafizt, og þá ekki heldur að for- feðrum okkar sé lýst af samúð. Ofögur eftirmæli Hjá írskum annálaritara fáum við glögga lýsingu á skoð- unum þjóðar hans á víkingun- um, og raunar öðrum þjóðum. Irinn kemst þannig að orði: „Þó svo að væru hundrað hausar af hertu járni á einum hálsi, og á hverjum þeirra væru hundrað hvassar óslítandi málmtungur, og þó svo að hver þeirra hrópaði stöðugt hundrað hvellum rödd- um, þá gætu þær ekki talið upp allt sem Irar, bæði leikmenn og prestar, ungir jafnt sem gamlir, hafa orðið að þola af hálfu þess- ara herskáu, villtu heiðingja.“ Borið saman við þessi orð fer lítið fyrir bæninni alkunnu, sem beðin var í frönskum kirkjum: „Frelsa oss, Guð, frá æði Norð- manna. Þeir eyða land okkar og drepa jafnvel konur, börn og öldunga." Þessar tvær lýsingar, sú írska orðfrjó og málsnjöll og hin fáorð og hnitmiðuð, fylla upp hvor aðra. En báðar fordæma þær framferði víkinganna sem her- manna. Dæmi voru þó þess, að írar gerðu bandalag við norsku vík- ingana til að vinna á Dönum, og þegar það hafði tekizt, að snúast í lið með þeim síðarnefndu til að sigra Norðmenn. Af þessu má sjá, að írar stóðu í ströngú við sjálfa sig og innrásarherina, sem samdi ekki alltof vel. í einni af mörgum orrustum norskra og danskra víkinga, sem háð var við Carlingford Lough, biðu Norðmenn svo mikinn ósig- ur, að allt virtist vonlaust fyrir þá. Skriflegar heimildir herma frá því, að þar hafi fallið fimm þúsund Norðmenn „af góðum ættum" ásamt mörgum „óbreyttum stríðsmönnum af lægri stigum". — En um orrust- una við Carlingford Lough er frá því sagt, að Danir hafi lofað írum fyrir orrustuna að veita verndardýrlingi þeirra — heil- ögum Patreki — hlut í herfang- inu, ef hann stuðlaði að sigri Dana. Og herfangið átti ekki einungis að falla í hlut heilags Patreks sjálfs, heldur um leið Guði þeim, sem stóð honum ofar. Aðeins stutta stund Danir unnu sigur og héldu lof- orð sitt. Króníka ein hermir svo frá: „Þeir (Danir) fylltu stóran, rúmgóðan bikar gulli og silfri, og gáfu Patreki helga, því Danir eru þó menn sem ekki eru gjör- sneyddir ráðvendni. Þeir geta neitað sér um mat og konur stutta stund ...!“ Svipað leynimakk hefur átt sér stað milli víkinganna og Franka, því að þrátt fyrir öll staðhæfð grimmdarverk, hefur mikil verzlun átt sér stað með innfæddum og víkingunum. Þar sem þessir innrásarmenn fengu verulega fótfestu, virðist sam- komulagið hafa verið þolanlegt áður langt um leið. Og það varð jafnvel svo gott, að þegar konungur Franka, Karl sköllótti, reyndi að endurskipu- leggja varnir landsins gegn stríðandi víkingum — það var árið 864 — var m.a. ákveðið, að enginn mætti, að viðlagðri dauðarefsingu og eignamissi, selja Norðmönnum vopn, her- klæði eða hesta, þó svo um endurlausn fanga væri að ræða. Eitt hið markverðasta við þessa ákvörðun er, að gefinn er nokkur frestur á því að hún taki gildi. Það virðist sem konungin- um sé ljóst, að verzlunin sé ekki með öllu óhallkvæm fyrir Franka sjálfa, en að hinu leyt- inu er það líka mál út af fyrir sig að selja víkingunum vopn. Þeim getur verið beint að Frönkum er sízt varir. Gengu oft á gefin loforð ... Við erum stödd við bæinn Angers árið 873. Þar hallaði mjög á víkinga i bardaga við Franka, sem höfðu umkringt þá. Þeir bjóða Karli konungi mikið fé, ef hann sleppi þeim úr her- kvínni. í þessu tilviki voru það vík- ingarnir sjálfir, sem buðust til að greiða „danaskatt" — og þar að auki létu þeir gísla af hendi og hétu því að ræna ekki sjálfir og koma í veg fyrir rán annarra. En — þó með því skilyrði, að þeir fengju að vera áfram á ey sinni í Loire (Leiru) allt til miðsvetrar til að verzla. Það fengu þeir. Því næst drógu þeir sig til baka til eyjarinnar, og þar sátu þeir að sjálfsögðu svo lengi þá lysti. Það eru samningsrof af þessu tagi, sem komu því orði á, að víkingarnir væru svikulir, og verri dæmi er auðvelt að draga fram. Erfitt er að mótmæla því, að víkingarnir sviku oft loforð sín, enda ekki gengið fram hjá því í heimildum þjóða, sem urðu fyrir árásum þeirra. Brigðmælgi og óorðheldni eru aldrei hrósyrði. Og þá dylst ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.