Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 3
Rússneski drengurinn Nathan Friedmann, sem styrrinn stóð um, vegna augnsjúkdóms, sem sumir töldu þá að væri ólæknandi. Friedmann lézt á frönskum herspít- ala 1938. Björn Steffensen • I mm ISUÐURGOTU Á laugardagskvöldum fyrr í ár hetur Pétur Pétursson útvarpsmaður rakiö aö nokkru æviferil Ólafs Friðrikssonar ritstjóra og verkalýösleiötoga, og þá sérstaklega þann þátt er snertir rússneska drenginn sem Ólafur tók í fóstur, enda kallar Pétur þáttinn „Nóvember 1921", en þá gerðust þeir atburöir sem eru uppistaða frásagnar- innar. Drengurinn Nathan Friedman varö tilefni mikils og óvenjulegs tilstands, sem orsak- aðist af því aö nokkru eftir komuna til Reykjavíkur reyndist hann vera haldinn smitandi augnsjúkdómi, sem hér haföi aldrei áöur komiö við sögu. Andrés Fjelsted augnlæknir og Guömundur Hann- esson settur landlæknir lögöu til aö drengnum yröi meinuö landvist, og skipuðu því stjórnvöld svo fyrir aö drengurinn skyldi hverfa úr landi. Hér var aö sjálfsögöu um venjulegt heil- brigöismál aö ræöa, þar sem stjórnvöld geröu ráöstöfun í samræmi viö lög og meinta velferð landsfólksins. En Ólafur þóttist ekki aldeilis á því aö svo væri, held- ur lét í veöri vaka aö hér væri um aö ræöa pólitíska ofsókn á hendur sér. Han neitaði aö hlýöa fyrirskipun stjórnvalda og haföi liösafnað á heimili sínu, Suöurgötu 14, til aö verjast því aö lögreglumenn flyttu drenginn til skips meö valdi. Þegar flokkur lögreglumanna kom því til aö sækja drenginn, uröu ryskingar og lutu verðir laganna í iægra haldi. Er hér var komið sögu þóttl stjórnvöld- um komið í óefni, og útnefndu sérsakan lögreglustjóra til aö ráöa fram úr þessu einstaka máli. Hann stofnaöi til liðsafnaöar, sem sóttl drenginn í hendur Ólafi, og leiddi þar meö máliö til lykta. Lögreglustjórinn nýi, Jóhann Jónsson, var lærður í herskóla í Danmörku, en var skipherra á varöskipinu Þór þegar þetta gerðist. Sá sem þetta ritar var óbreyttur dáti í 1. liössveit Jóhanns, en sú sveit geröi áhlaup á „virkið í Suöurgötu". Ég man ekki lengur hversu fjölmennur „herinn" var alls, en þaö skipti nokkrum hundruöum. Hitt er mér minnisstætt aö mér þótti strax eitthvað spaugilegt við allt þetta tilstand. Ekki þaö aö ég væri ekki sáttur viö málstaðinn, heldur hitt, hvaö þetta var allt yfirmáta stórkostlegt í fram- kvæmd, meö „generalstaba", herforingj- um, herbúðum, mötuneytum, spítölum, hjúkrunarliöi o.fl. o.fl. Mér þótti uppátæki Ólafs tekið óþarflega hátíölega. Sagan segir reyndar aö einmitt þetta hafi ráöiö úrslitum um þaö, aö sigurinn var þegar unninn áöur en orustan hæfist. Liöiö í „virkinu" haföi njósnir af þessum liösafn- aði nóttina fyrr áhlaupiö, og flúöi af hólmi áöur en til átaka kæmi. í „virkinu" sátu aðeins eftir yfirgefin hjónakorn, Ólafur og Anna, með litla munaöarlausa drenginn viö hliö sér ásamt fáeinum unglingum, sem ekki bjuggu viö nægan heimilisaga, eins og drengirnir hennar Karólínu geröu. Sigurinn var því ekki tiltakanlega sætur. Fjöldi fólks, og þaö langt út fyrir raöir flokksmanna Ólafs, hefur allt til þessa dags tekiö undir þaö meö Ólafi aö ailt þetta stand hafi veriö af pólitískum rótum runniö og til þess gert aö hnekkja pólitískum áhrif- um Ólafs. Mér hefur aftur á móti frá fyrstu tíö verið lífsins ómögulegt aö koma því heim og saman aö stjórnvöld, þótt andstæö væru Ólafi í pólitík, gætu hafa haft af því ein- hvern pólitískan ábata aö meina rússneska drengnum landvist og auka Ólafi þannig áhyggjur og útgjöld, enda enginn nokkru sinni reynt að gera skiljanlegt á hvern hátt „íhaldiö" ætlaöi sér að hafa ávinning af þessari ákvöröun. En fleira kemur hér til. Engum sem þekkti eitthvað til læknanna sem hér komu viö sögu, dettur í hug sú fjarstæöa aö þeir heföu látið hafa áhrif á sig um embættis- skyldur, þó aö reynt heföi veriö. En álits- gerö þeirra var aö sjálfsögöu alger for- senda úrskuröar stjórnvalda. Ég sé heldur ekki aö þeir augnlæknar, sem höfundur hefur rætt viö í sambandi viö samningu þáttarins, hafi dregiö í efa rótt- mæti úrskurðar læknanna. Stjórnvöld hafa aö sjálfsögöu búist viö aö Ólafur hlýddi umyröalaust úrskuröi læknanna, enda leit í fyrstu út fyrir aö svo mundi verða, Þaö er til marks um aö stjórnvöld muni ekki hafa haft mikla löngun til aö gera Ólafi erfitt fyrir, aö þau buöu honum styrktarfé, sem svarar til um 30 þúsund nýkróna, til þess aö mæta kostn- aðinum viö utanför drengsins og iækningu. Mér er minnisstætt hve sóttvarnir í Reykjavík voru strangar í mörg ár eftir mannfellinn mikla áriö 1918. En Nathan Friedman kom til Reykjavíkur, eins og áöur segir, áriö 1921. Ég minnist þess aö 6 árum seinna, áriö 1927, þegar ég kom heim frá Engiandi, uröum viö aö hýrast um borö í „Brúarfossi" úti á ytri höfn í þrjá sólar- hringa, þar til liðinn var sá tími sem tilskiliö var aö líða yröi, frá þvi aö skip lét úr er- lendri höfn þar til samband mátti hafa viö Island. Embættismaður sem á þessum árum heföi fariö gálauslega meö þann trúnaö er honum var sýndur, sem vörzlumanni í heil- brigöismálum, hann heföi ekki átt sjö dag- ana sæla ef illa heföi tekist til. Svo sem vænta mátti haföi almenningur mikla og einlæga samúö meö rússneska drengnum vegna hinna hörðu örlaga. Fór því nú sem oftar, þegar saman viö göfugar tilfinningar blandaöist ónóg upplýsing, en því meir af áróöri og hieypidómum, aö fólk fór áður en varöi unnvörpum aö þera vitni gegn heilbrigöri skynsemi og eigin velfarn- aði. Varö nú ekki betur séö en aö fjöldi fólks vildi fyrir alia muni fá þennan nýja sjúkdóm sem fyrst inn í landið. Ég heyröi á flestum viömælendum Pót- urs aö enn i dag, eftir 60 ár, er allt óbreytt í þessu efni. Það er gamall arfur meö ís- lensku þjóöinni aö þykja sem valdið só ævinlega öfugu megin viö réttlætiö. Þannig varö Ólafur nú umvafinn gloríu sakleysis og réttlætis meðan þeir sem komu til aöstoöar viö lögin urðu aö sökudólgum. Piltarnir hans Jóhanns skipherra höföu þó unnið sér þaö eitt til áfellis aö þykja, eins og Þorgeiri foröum, aö nokkurs væri um vert aö hafa lög í landi. Ólafur Friöriksson var margslungin manngerð, en góður drengur. Hann var hugsjónamaður, sem kallað er, og sóttist ekki eftir fjármunum sjálfum sór til handa. — Aö vísu veit maður aldrei hver á sér hugsjón, ef nokkuð slíkt er þá-til, og hver hefur fundiö sér stiga aö klifra í til frægöar eöa metorða —. Ólafur hallaðist ungur aö fræöum Marxs, og tók snemma aö sinna stjórnmálum, og félagsmálum verkafólks. Hann sat mörg ár í bæjarstjórn í Reykjavík og var í formennsku í sjómannafélagi í 20 ár, þótt hann heföi aldrei á sjó komið. Hann haföi áhuga á náttúrufræöum, deildi viö sérfróöa um orsakir landbrots viö sunnan- veröan Faxaflóa og hélt því réttilega fram aö land væri aö síga. Velti fyrir sér orsök- um breytilegs vatnsborös Kleyfarvatns, og ræktaöi skóg í Fossvogi. Ól upp plöntur í dósum i tilraunaskyni í suöurgluggum Edinborgarhússins, ogútbýtti víöigræöling- um til amennings. Hann haföi áhuga á öll- um mannlegum uppátækjum og skrifaði leynilögreglusögur, auk þess sem hann var, aö sögn Halldórs Laxness, verðlaunamaö- ur hjá menningarstofnuninni „Hjemmet". En Ólafur var umfram allt „bolsi", sem átti sér þaö markmiö aö bylta þjóöfélaginu meö uppreisn og taka stjórn þess meö valdi. Hvaö vakti fyrir Ólafi, aö gera uppsteyt út af þessu máli, sem eftir almennri skil- greiningu var ekki annað en venjulegt heil- brigöismál? Hvaö haföi hann í huga þegar hann féll frá aö taka viö styrktarfénu frá stjórnvöldum? Jafnvel þegar fólk hefur í frammi óskyn- samlega tilburöi gerum við ráð fyrir aö þaö só ekki eintóm markleysa. Þegar þetta geröist var Ólafur á bezta aldri, 35 ára gamall. Hann haföi undanfariö veriö í fararbroddi félaga sinna í sjómanna- félaginu og Alþýöusambandinu í vinnudeil- um og verkföllum og unnið marga fræga sigra. Þá var einnig nýafstaöinn sá furöulegi atburöur veraldarsögunnar, sem olli þátta- skilum í stjórnmálum heimsins, er fáeinir óvopnaöir angurgapar, sálufélagar Ólafs, hrifsuðu á heppilegu augnabliki til sín stjórnartaumana í víölendasta ríki veraldar og fjölmennasta landi Vesturlanda, og þaö án þess einum blóödropa væri úthellt. Þetta hvorttveggja hefur gefiö Ólafi „blod pá tanden". Og hér sá hann einmitt tækifæri til aö prófa hvernig almenningur og stjórnvöld brygöust viö, ef hann sýndi dálitla tilburöi í þá átt að taka lögin í sínar hendur. — Viöbrögð Alþýöusambandsins tala hér sínu máli. Sama gerir á sinn hátt skeytissendingin makalausa til Moskvu.— Fyrirtækiö virtist líka vera áhættulítiö, þar sem samúöin meö drengnum var sá bak- hjari, sem taka mundi viö ef illa færi. Alla þá hrakninga og allan þann sárs- auka, sem þetta langhrjáða barn þurfti aö þola á islandi, varö þannig engum um kennt nema Ólafi. í staö þess aö taka boði stjórnvalda, að kosta för drengsins til lækninga erlendis, eins og barninu var fyrir bestu, kaus Ólafur, eins og komiö var, aö nota hann þágu þess málefnis, sem honum var fyrir öllu. í þeim herbúðum er ekki spurt um líðan eins umkomulauss barns, ef meintur viögangur málefnisins er annars- vegar. Og þar sem „yfirvegun og varfærni voru ekki þeir eöliskostir sem mest voru áber- andi í fari Ólafs Friörikssonar" vatt hann sér í aö sviösetja einskonar „generalprufu". En nú brá svo viö að í miðri sýningu höföu stjórnvöld loks áttaö sig á hvaö var aö gerast og stöövuöu þessa æfingu meö miklu brambolti. Þáttur Péturs Péturssonar er fróöleg og skemmtileg upprifjun þeim, sem tóku þátt í atburðunum, dálítiö færöur í atíl nútíma æsifrétta. Aöeins er á honum sá galli, aö Pétur var frá upphafi ráöinn í aö komast aö skakkri niöurstööu: Sá eini sem gat hafa haft áhuga á aö gera þetta mál Ólafs Friörikssonar pólitískt var Ólafur sjálfur. Og einmitt þaö skiptir hér öllu máli um sök og sakleysi. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.