Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.09.1982, Blaðsíða 14
 /V-A Kristinn Magnússon SNÖGG UMSKIPTI Ég dansa við sjálfan mig í fjörunni hríng eftir hring og fleygi fötunum útí vindinn til að sanna henni hvað ein mjallahvít mannvera getur verið líkamlega vel á sig komin l>á var henni nóg boðið og kvaddi mig kuldalega sólin sú arna SÉR- FRÆÐING- ARNIR I>að er búið að ákveða ár sérfræðinga með öllum greiddum atkvæðum sérfræðinga að einum undanskildum þó sem var fagurfræðingur og lét ekki sjá sig svo allir sérfræðingar litu hann hornauga fyrír uppátækið þegar níutíu og níu prósent vóru á borðinu og sýndi ótvírætt að sérfræðingar eiga sér eina þjóðarsál og a llir sálfræðingar mannfræðingar og kerfisfræðingar spyrja tónfræðinginn: hvað hefur komið fyrir ástsæla fagurfræðinginn — hefur hann faríð útaf laginu? Þættir úr sögu sagnfræði og söguritunar III Eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing Pólý- bíos frá Megaló- pólis I síðustu tveim þáttum var fjallað um tvo frumherja sagnfræðinnar, Heródótos og Þúkýdídes. Þeir voru báðir uppi á gullöld grískrar menningar. voru hreinræktaðir Grikkir, sem sömdu rit sín á grísku og fyrir Grikki. Um þann sagnfræðing, sem hér verður frá greint, gegn- ir nokkuð öðru máli. Pólýbíos frá Megalópólís fæddist árið 205 f.Kr. (sumir segja 208). Hann var af tignum grískum ættum, en bjó síðari hluta ævi sinnar með Rómverj- um og skrifaði þar þau verk, sem hann hefur orðið frægur af. A hann má því líta sem einskon- ar tengilið tveggja stórbrotinna menningarheima, hins gríska og hins latneska. Pólýbíos var uppi á lokaskeiði hellenismans og upphafsskeiði hins rómverska heimsveldis. Faðir hans var mikilsvirtur stjórnmálamaður. Hann var sendiherra Akkeusambandsins í Rómaborg árið 189 f.Kr. og 183 f.Kr. var hann kjörinn strateg- os, eða formaður sambandsins. Litlu síðar, eða árið I8l f.Kr., varð hann sendiherra Akkeinga í Egyptalandi. Staða og störf föðurins höfðu mikil áhrif á hinn unga mann. Hann ólst upp í nánum tengsl- um við stjórnmál og milliríkja- samskipti og naut snemma lang- dvala utan föðurlands síns. Varð hann af þessum sökum óvenju næmur á hugsunarhátt og menningu hinna ólíkustu þjóða. Ungum var Pólýbíosi fenginn kennari svo sem títt var um göf- ugra manna syni á þeim tíma. Sá hét Fílópoimens og var einn af helstu áhrifamönnum Akkeu- sambandsins. Hjá honum vand- ist Pólýbíos við vopn og tók þaft i ýmsum orrustum og skærum, barðist m.a. gegn Göllum í Litlu-Asíu. En skjótt bregður sól sumri. Eftir orrustuna við Pydna árið 167 f.Kr. heimtuðu Rómverjar þúsund syni tiginna Akkeinga í gíslingu til Rómar og var Pólýb- íos einn þeirra. í sextán ár var hann í útlegð í Róm og þjáðist þá tíðum af sárri heimþrá, að eigin sögn. Það varð gæfa hans, að í útlegðinni bjó hann í húsi Emilíusar Pálusar og bast þá traustum vináttuböndum við son hans, Scipíó hinn yngra. Árið 150 f.Kr. fékk Pólýbíos frelsi sitt á ný. Hann hélt þó ekki aftur til Grikklands að sinni, en dvaldist áfram með Rómverjum. hann var tíðum í herförum með Scipíó vini sínum og stóð m.a. við hlið hans er Karþagó var brennd árið 146 f.Kr. Einnig fór hann með Scipíó til Spánar og víða um Afríku og segir sagan, að hinn rómverski hershöfðingi hafi á stundum þegið góð ráð í herstjórnarlist af vini sínum. Pólýbíos naut virðingar bæði Grikkja og Rómverja. Eftir fall Korinthuborgar árið 149 f.Kr. hugðist rómverski hershöföing- inn Mummius láta kné fylgja kviði. Þá kom það í hlut Pólýb- íosar að miðla málum á milli landa sinna og öldungaráðsins í Róm. Það hlutverk leysti hann svo vel af hendi að margar grískar borgir reistu honum minnisvarða í þakklætisskyni. Það var svo um árið 130 f.Kr. að Pólýbíos dró sig í hlé frá öllu veraldarvafstri og hóf ritstörf af alvöru. Hann samdi fyrst tvö fremur lítil rit, Ritgerð um hernaðarlistina og Ævisögu Fíl- ópoimens, en tók síðan til við það verkið, sem lengst hefur haldið nafni hans á lofti, Verald- arsögu (historía katholiké). Nokkur aöskotaorö í íslensku Siguröur Skúlason magister tók saman SÍRENA, véflauta sem gefur háan, sterkan tón, jafnan eöa hækkandi og lækkandi tón á víxl (t.d. á slökkviliösbílum) (OM). Oröiö er komiö af seiren í grísku sem merkir: dularfull vera í grískri goöafræði meö fuglsbúk en kvenmannshöfuð. Sú hin sama tældi sæfara til sín meö söng sínum til þess aö drepa þá; fögur en slóttug kona. Þ. Sirene, d. sirene, e. siren. Finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1745 (OH). SJAKALI, refsbróðir. Orðiö er komiö úr persnesku um tyrknesku til Þýskalands og varö í þýsku Schakal. D. sjakal, e. jackal. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1874 og orö- myndin sjakal frá 1878 (OH). SPÍRITISTI, sá sem aöhyllist spíritisma, andatrúarmaöur. E. og d. spiritist. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1884 (OH). SPÍRITUS, eimaöur vökvi með yfir 50% af hreinu alkóhóli; upplausn eöa þynnt blanda af hinum eimaða vökva, notuö til aö geyma í dauð dýr til aö verja rotnun (OM). Oröiö er komiö af spiritus í latínu, sem merkir: andi, myndað af so. spirare, anda. Þ. Spiritus, d. spiritus. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1884 (OH). SPONS, tappagat á tunnu, snyfsi, dula; gæluorð í ávarpi við börn (OM). Þetta orö, í merkingunni tappagat á tunnu, er komið af expuntum í latínu og merkir þar: stungiö út. Þaö varö spunto í ítölsku, spuns í hol- lensku og dönsku. Þ. Spund. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.I. SPORT, íþróttir; skemmtilegt viðfangsefni (líkamlegt), iþrótt (OM). Oröið er komiö úr ensku, þar sem þaö hét upphaflega disport, og merkir: skemmtun, afþreying. Þ. Sport, d. sport. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1888 (OH). SPÚTNIK, gervitungl (OM). Oröið er komiö af sputnik í rússnesku og merkir þar: föru- nautur, tungl. Þaö varö alkunnugt víöa um lönd áriö 1957 er gervitungli meö þessu nafni var skotiö á loft í Sovét-Rússlandi. D. sputnik. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1957 (OH). STAKKET, grindverk, rimlagiröing (OM). Oröið er komiö af steccata í ítölsku sem er smækkunarmynd af stecca er merkir: lítill stafur. Á lágþýsku varö þaö staket. Þ. Staket og Stakete, d. stakit. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1945 (OH). STANDARD, staöall (OM). Oröiö er komió af standard í ensku og merkir þar: ýmiss konar mælikvaröi. Þ. Standard, d. stand- ard. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1921 (OH). í sömu heimild finnst þetta orö sem heiti á tískublaði frá árinu 1899. Aöskotaoröiö standarður í íslensku í merkingunni: her- fáni, riddaramerki, ríkisfáni, toppveifa (á herskipi) (OM) er einnig komið af standard sömu merkingar í ensku. No. staöall og so. staðla í fslensku viröast vera aö útrýma no. standard og so. Standardiséra. STASSANOHITUN, sérstök aöferö viö ger- ilsneyöingu mjólkur, snögg hitun mjólkur í 75° og sföan hröö kæling (OM). Fyrri hluti þessa orös er nafn heimsfrægs ítalsks vís- indamanns. Þetta no. heitir stassanisering á dönsku. Ekki er mér kunnugt um aldur ísl. aðskotaorðsins. STATUS, hagur, ástand, fjárhagur. Oröiö er komið af so. stare í latínu sem merkir: standa. Þ. Status, d. status. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1933 (OH). Ég heyrði þetta orö í talmáli á Stokkseyri á öörum tug ald- arinnar. STATÚTA, skipun, tilskipun; sérviska, þarflaus regla (OM). Oröiö er komiö af stat- utum í latínu sem er Ih. þt. af so. statuare er merkir: setja upp. Þ. Statut, d. statut, e. statute. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1540 (OH). Orðmyndin statut finnst í fornu nor- rænu lagamáli (Fr.). STERÍN, blanda úr sterínsýru og palmitín- sýru, unnið úr föstum fituefnum og notaö einkum í kerti (OM). Oröið er komiö af stear í grísku sem merkir: feiti, tólg. Fr., e. og d. stearin. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). STENSILL, þunnur, hárfínn vaxpappír meö síupappír ofan á sem texti er (vél)ritaöur á til fjölritunar; þunn málmplata meö munstri, myndum e. þ.h. til aö bera lit á viö skreytingu eöa fjölprentun (OM). Orðið á rót sína aö rekja til scintilla í latínu sem merkir: neisti. E. og d. stencil. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1970 (OH). STEPPA, grasivaxiö, víöáttumikiö slétt- lendi, gresja (OM). Oröiö er komið af stepj í rússnesku. Þ. Steppe, d. steppe. Finnst í ísl, ritmáli frá árinu 1926 (OH). Ég man ekki betur en ég næmi þetta orö af vörum landafræðikennara áriö 1915 og vakti þaö þá þegar athygli mína. STERILÍSERA, gerilsneyöa (OM). Oröið á rót sína aö rekja til sterilis í latínu sem merkir: ófrjór. Fr. stériliser, þ. sterilisieren, d. sterilisere. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 (OH). STERLING, (sterlingspund, sterlingur), ensk mynteining, 20 shillingar (OM). Orðiö er hingaö komiö óbreytt úr ensku, en þar hefur þaö veriö til frá því á 12. öld. Nú merkir 1 sterlingsþund, sem kunnugt er, 100 ný pence í enskum gjaldmiöli. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1854 (OH). STÍLL, griffill; ritháttur, málfar; sniö, lag, útlit o.fl. Oröiö er komiö af stilus i latínu. Þ. Stil, d. stil. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). STÍLISTI, höfundur sem skrifar glæsilegt málfar. Orðið er komiö af styliste í frönsku. Þ. Stilist, d. stilist. Finnst í ísl. ritmáli ná- lægt 1700 (OH). STIMPILL, tæki með upphleyptum stöfum eða myndum á neöri fleti . . . notaö til að merkja skjöl, vörur o.fl.; vélarhluti ..; mót, svipur, einkenni (OM). Þ. Stempel, d. stempel. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1659 (OH). STÓLA, STÓLI, síður kjóll; hálsbindi presta viö messugjörö (OM). Lat. stola, Þ. Stola, d. stola. Bæöi þessi orö finnast í ísl. forn- máli (Fr.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.