Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 15
f--------------> VÍSUR Jón Gunnar Jónsson Hemar yfir svöðusar Hafiö hefur veriö yrkisefni ísl. hagyrö- inga. Hér er ein slík vísa: Leiðíst sjávarsífrið mér á síla bláum veri. Býsna háu boðarnir brjóstin slá á kneri. Vísa eftir Pétur Jónsson á Stökkum á Rauðasandi: Hemar yffír svöðusár, svo að ekki blæðir. Þorna runnin tregatár, tímalengdin græðir. Nokkur aðskotaorð í íslensku Eftir Sigurö Skúlason magister MÍMÓSA, hreyf-mig-ei (OM). Þessi hita- beltisjurt hefur verið nefnd skilningsjurt á íslensku. Aðskotaorðið mímósa er komið af mimosa í síðlatínu og merkir þar: líkjandi eftir. Það er dregið af mimos í grísku sem merkir: sá sem líkir eftir, lat. mimus. Þ. Mimose, d. mimose, e. mimosa. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). MÍNARETTA, (hár mjór) turn á bænahús- um múhameðstrúarmanna (OM). Orðiö er komið af minara í arabísku. Það varð min- arete í spænsku. Arabíska orðið minara er talið vera komiö af manara sem merkir: vitaturn eftir frægum vita í borginni Alex- andríu í Egyptalandi. Þ. Minarett, d. og e. minaret. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1927 (OH). MINISTER, ráðherra, ráðgjafi (OM). Oröið er komið úr latínu og merkir þar: þjónn. Þ. Minister, d. og e. minister. Finnst í ísl. rit- máli frá árinu 1861 (OH). MINISTERÍALBÓK, þók um embættisverk sóknarprests (OM). Fyrri hluti þessa orös er kominn af ministerialis í nýlatínu, en það orö er dregið af ministerium í latinu og merkir þar: þjónusta. i samræmi viö þá merkingu hefur ministeríalbók hlotið heitið Þessa mun hann líka hafa ort til vinar síns, Kristjáns á Eyrarhúsum í Tálkna- firði: Lof mér þig að eiga að einnig hinumegin, ef þú fyrri heim í hlað hleypir dimma veginn. Herdís Andrésdóttir orti í skammdegi heima í Breiðafjaröareyjum: Ærið kalt er inni hér, úti frostið nagar. Nú er kominn nóvember og nauða stuttir dagar. Finnbogi í Vogum. Þakka vísur. Meira þarf púöriö aö vera svo mér líki, gott aö frétta um áhuga ykkar. Eins og einn hag- yröingur oröaöi þaö: Stórbrjóstaðar stúlkurnar, stæðilegar, hnellnar, vil ég hafa og vísurnar verulega smellnar. En þessar kröfur er auövitaö ekki allt- af hægt aö uppfylla. Betra er þó en ekki aö vilji og stefna sé góö. Hér var fyrir nokkrum mánuðum minnst á vísnakeppni í Nýjum Kvöldvök- um, sem gefnar voru út á Akureyri. Vinur okkar, Egill á Álafossi, minnti þá á aöra keppni, sem sama blaö efndi til. Svona upphaf kom, og áttu menn aö senda botna: - Þráfalt báran þrauta rís þjakar mínu lyndi. Þegar þetta var bjó séra Matthías Jochumsson á Akureyri, uppgjafa prest- ur. Hann bætti strax viö aö gamni sínu: Áðan duttu átján mýs ofan af Súlu tindi. En víkjum nú snöggvast talinu yfir á nítjándu öldina. Glampa Ijósin brúna blá, bragnar hrósa löngum. Dansa rósir ungdóms á yngisdrósar vöngum. Þessi vísa er eftir Símon Dalaskáld og mætti hvert góöskáldiö sem væri telja sig fullsæmt af henni. En Símon hélt sig ekki aö höfðingjahætti, þótt nokkuö framur þætti um sína daga. Hann var farandskáldið alkunna og orti eins hratt og aðrir menn töluðu. Þessvegna litu sumir hinna fínni borgara, og þar meö viöurkenndu skáldin flest, niöur á hann. Ekki geröi Matthías Jochumsson þaö þó. Þegar hann var ritstjóri í Reykjavík fór hann vinsamlegum oröum um Ijóöa- pésa eftir Símon. En þá kom hljóö úr því horni sem síst skyldi. Hjálmar á Bólu orti: Hér breytir skáldiö Reykjavík í Gufu- vík vegna rímsins. Matthías mun hafa sagt, aö þrátt fyrir allt fyndust þó gull- korn innan um hjá Símoni. En ekki þoldi blessaöur Bólubóndinn þaö. Þetta er bara helmingur vísunnar, hitt er um ann- aö. Og úr því nafn Hjálmars Jónssonar frá Bólu er nefnt, skal aöeins betur að því vikið. Til eru sagnir um viðskipti Hjálm- ars og yfirvaldsins og skáldsins á Mööruvöllum, Bjarna Thorarensen, sumt þjóösagnakennt. En í handritum Hjálm- ars fannst þessi vísa um Bjarna, ort 1839: Ó, þú hrip í syndasjó, sálarskipið manna, undan gripið allri ró, ills til lipurt jafnan þó. Mundir og varir við fjáraflann fiðra, svo fyllíst hin nafnkunna geistlega hít. Guðspjallasnakkur í Gufuvík syðra gullkornin tínir úr Símonar drít. prestsþjónustubók í íslensku. D. ministeri- alboq. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1793 (OH). MINKUR, grimmt rándýr af maröaætt, ræktaður sem loðdýr, nú orðinn villtur á islandi (OM). E. og d. mink. Orðmyndin mink finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1932 (OH). MÍTRA, MÍTUR, biskupshúfa (með tveimur hornum) (OM). Orðið er komið úr grísku og merkir þar: höfuðPúnaður í Asíu. Lat. mitra, þ. Mitra, d. mitra, e. mitre. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). MÓDEL, fyrirmynd, gerð, líkan. Orðið er komið af modulus í latínu og merkir þar: mál. ít. modello, fr. modele, þ. Modell, d. og e. model. Finnst í ísl. ritmáli frá því um aldamótin 1900 (OH). Af þessu orði er myndað so. módellera sem á rót sína að rekja til franska so. modeler er varð í dönsku modelere og barst þaðan hingað. MÓÐUR, háttur, tíska (OM). Orðið er kom- iö af modus í latínu sem hefur margar merkingar, m.a.: háttur, stærð, magn, regla, lögmál og fyrirmæli. Það varð mode í frönsku, þ. Mode, d. mode. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1697 (OH). Á ensku og þýsku er sagt: modern, d. moderne og merkir: samkvæmt tisku. Það orð hefur orðið að óbeygða lýsingaroöinu móöins í íslensku (OM). Heyrist þaö oft í talmáli og finnst í ritmáli frá fyrri hluta 19. aldar (OH). MÓGÚLL, (múhameðskur) einvaldshöföingi í Indlandi (OM). Oröiö er ættaö úr persn- esku og mun upphaflega hafa merkt: Mongóli. E. Mogul, d. mogul. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1825 (OH). MOKKA, sérstaklega lagaö kaffi, mjög sterkt (OM). Orðiö er ættað úr arabísku, komið af nafni borgarinnar Mocha þaðan sem þetta víðfræga kaffi kom upphaflega. Orðið finnst hér í samsetningum, m.a. í oröinu mokkastell sem merkir: litlir sam- stæðir kaffibollar af sérstakri gerö (OM). Þaö orð er hingað komið úr dönsku. Þ. Mokka, d. mokka, e. mocha. Sérnafnið Mokka finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1889 (OH). Tilvitnunin á seðli OH er á þessa leið: „Mest þykir varið í það kaffi, sem kemur frá Mokka.“ MOKKASÍNA, upphaflega norður-amerísk- ur indíánaskór úr mjúku skinni. Orðiö er ættað úr indíánamáli þar sem þessir skór heita mawcahsums. Þ. Mokassin, d. mokkasin, e. moccasin. Finnst í íslensku ritmáli frá árinu 1957 (OH). Ég heyrði þetta orð í talmáli árið 1920. MOLL, tóntegund, þar sem annaö og sjöunda tónbil er lítið (OM). Orðið er komið af moll í latínu, en það orö er hk. af lo. mollis sem merkir: mjúkur. Þ. Moll, d. mol. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1855 (OH). MÓLEKÚL, sameind (OM). Oröiö er komið af molecula í nýlatínu, en það orð er smækkunarmynd af moles sem merkir: magn. Á frönsku heitir orðið molécule, e. molecule, þ. Molekúl, d. molekule. Finnst i ísl. ritmáli frá árinu 1878 (OH). MOLSKINN, þykkt, þéttofið bómullarefni (OM). Orðið er komiö af moleskin í ensku og merkir þar: moldvörpuskinn. Fataefni þetta er svo nefnt af því að áferð þess er álíka mjúk og molvörpuhúð. D. molskind. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1903 (OH). MONGÓLI, maður af sérstökum hörunds- gulum kynstofni; sá sem á mongólsku að móðurmáli (OM). Þ. Mongole, d. mongol, e. Mongol. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1804 (OH). Af þessu orði er myndað orðið mong- ólska, en það er sérstakur málaflokkur sem einkum er talaður í Miö-Asíu og lo. mong- Hjálmar fékk blekglas úr Akureyrar- apóteki og líkaði ekki. Hann orti, og eru tvær fyrstu Ijóðlínurnar merkiö á glasinu: Eyjafjarðar apótek O. Thorarensen —. Þaðan fékk ég falsað blek, féð þó léti ígén. Og bætir viö þessari kveöju til apó- tekarans: Hans er dvínar þjófaþrek og þrýtur æfin klén, mun þá brölta sálin sek Satans til. — Amen. Menn léku sér ekki aö því á tímum Hjálmars aö vekja reiði skáldsins, eitt- hvað varö þaö aö kosta. Eftir aö Hjálmar missti konu sína leiddist honum einlífiö, reyndi kvonbæn- ir, sem mislukkuðust, stundum hélt hann ráöskonur. Um eina þeirra, skapstóra konu, orti hann: Steinvör heitir kjaftakind, kvalin af vondum anda. Ei ég veit í mennskri mynd meiri grimmdarfjanda. Á síðustu árum Hjálmars trúlofaöist skagfirsk stúlka af hefðarstandi dönsk- um búöarpilti og höföu konur þaö mjög á milli tanna. Hjálmar kvaö: Drambs er úði orðinn lygn, um það brúðir kjafta. Freyjur skrúða farga tign, faðma búðarrafta. En betri vísa eftir Hjálmar veröur aö koma í lokin, þar sem hann fer á öllu meiri kostum. Ekki þarf þessi ellistaka neinna skýringa viö. Oft hef ég sáran illa kveðið, svo út af réttum vegi ber, fær mig blindað funageöið, — fyrirgef þú, drottinn, mér. J.G.J. ólskur er merkir: varðandi Mongóla eða tungu þeirra. Þ. mongolisch, d. mongolsk. MONSÚN, (missiris) staðvindur, missiris- vindur. Orðið er komið af monsoon í ensku, en það orð mun vera komið af arab- íska orðinu mausim sem merkir: árstíð. Þ. Monsun, d. monsun. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1847 (OH). MÓRÍANI, svertingi, blámaður, blökku- maður. Orðið er komið af Maurus í latínu og merkir þar: maöur frá Norðvestur- Afríku. E. Moor, þ. Mohr, d. morian. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1713 (OH). MÓRBER, aldin af mórberjatré (OM). Orðið heitir morbere á lágþýsku, d. morbær. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1762 (OH). MORMÓNI, maður af sérstökum kristnum trúarflokki, sem leyfði fjölkvæni (OM). Orð- iö er myndað af mannsnafninu Mormon, en spámaður með því nafni, sem á að hafa verið uppi á 3. öld, kom mjög við sögu er Joseph Smith (1805—1844) stofnaði Mormónasértrúarflokkinn í Bandaríkjun- um. E. Mormon, þ. Mormone, d. mormon. Finnst í isl. ritmáli frá árinu 1851, en orð- myndin mormón frá 1874 (OH). MORS, merkjakerfi, stafróf þar sem hver bókstafur er táknaður með punktum og strikum (OM). Þetta fræga kerfi er heitið eftir amerískum uppfinningamanni, Samuel Morse að nafni (1791 —1872). E. Morse, d. morse, þ. Morsen. Finnst i ísl. ritmáli frá árinu 1950, en allmiklu fyrr í samsetning- um. Orðið morsetæki finnst til að mynda frá árinu 1917 (OH). MORTÉL, steytill, ílát (t.d. úr málmi, steini) til þess aö mylja í hörö efni með sérstökum stauti (OM). Orðið er komið af mortarium í latínu. Þ. Mörser, d. morter, e. mortar. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 154« (G'rij. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.