Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 9
lakarfiA, sem byggl var 1034 og brann aö Muta 1977, ar nú ónýtt og viðreisn þessa húsa er nœst á degskrá hjá Torfusamtökunum. Landlæknishúsið, byggt 1838. bar er nú veitingahúsiö Torfan. ungu fölki m þemr numdir gengið í upphafi. Myndir þær sem Baltasar máiaöi á kirkjuloftið snemma á sjöunda áratugnum mega heita gersamlega ónýtar. Þær hafa flagnaö af sökum raka og sagga. Hitt er svo annað mál, að sjálfir voru Flat- eyingar aldrei á eitt sáttir um þessar mynd- ir. Gunnlaugshús er fyrst og fremst hugsað sem sumardvalarhús af okkar hálfu og gjarnan vildum viö, aö hægt yröi aö dvelja í því árið um kring. Aö sjálfsögöu er þaö Úr veitingahúsinu Torfunni t Landlasknishúsi. óæskilegt aö þessi gömlu Flateyjarhús verði sumarbústaðir til frambúöar. En þaö er rétt, sem þú minntist á, að töluverö ásókn hefur verið í þessi hús og eitt sinn var oröaö, aö þar yröi einhverskonar lista- mannaparadís. Ekki hefur það samt oröiö enn. Upphafið hygg ég að megi rekja til veru þeirra Jökuls Jakobssonar og Baltasars i Flatey, þegar þeir unnu að bókinni „Síö- asta skip suður“. Rithöfundar hafa dvalizt þar lítiö eitt. Guöbergur Bergsson og svo Steinar Sigurjónsson nokkrum sinnum og þurfti aö leiöa hundraö metra langan kapal í rafmagnsritvélina sína. Hann bjó í Höllu- húsi, sem er hriplekt og ónýtt. Atli Heimir tónskáld hefur einnig dvalið þar í húsi ömmu sinnar, — þaö hús heitir Ásgaröur — og Atli hefur stundaö tónsmíöar þar.“ „í þessum áhuga á hálfföllnum menningarverömætum liðinnar tíðar birtist rómantískt viðhorf, sem margir halda að eigi ekki svo mjög uppá pallborðið hjá ungu fólki.“ „Þetta er rómantískt viöhorf, á því er ekki vafi. Því veröur samt ekki neitaö, aö rómantísk viöhorf hafa átt undir högg aö sækja á umliðnum árum og áratugum. En ég held aö landinn sé aö komast yfir þetta og að sú bylting í þjóöfélags- og atvinnu- háttum, sem staðið hefur í áratugi, sé nú aö róast. Þú minntist á, aö margir teldu þessi sjónarmiö ekki eiga uppá pallborðið hjá ungu fólki í nútíðinni, en mér finnst aö einmitt hjá því sé hægt aö finna vaxandi rómantísk viöhorf. Þessi óhemjulega vinnu- árátta, sem herjar á íslendinga, er í and- stööu viö rómantík; aö minnsta kosti eins og hún hefur birzt hér. En ég tel einnig, aö þaö sjónarmið aö vinna minna, sætta sig viö aö bera minna úr býtum — og hafa meiri tima til þess bara aö vera til, sé vax- andi. Mér finnst einnig, aö þessu fylgi auk- inn áhugi á náttúrunni, þótt hann sé kannski ekki alltaf mikill." SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.