Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 8
/ sumar og haust hafa bæjarbúar og gestir í borginni séð einkennilega endurreisn neðst við Bankastræti, — á þeirri hornlóð, sem hlýtur að teljast með hinum verðmætustu í höfuö- staðnum. Sú var tíð, að teiknað hafði verið steinbákn til að hýsa stjórnar- ráðið og skyldi þaö risa þarna í brekk- unni i staö „danskra fúaspýtna“ frá öldinni sem leið og kenndar eru við Bernhöft bakara. Breyting á almenningsáliti og við- horfi til minja úr fortíðinni varð til þess, að steinbáknið komst aldrei lengra en á teikniboröið. Aftur á móti hefur endurreisn Bernhöftstorfuhúsa staðið yfir um skeið. Dönsku fúaspýt- urnar i húsi bakarans voru eólilega ónýtar, — en nú eru komnar splunku- nýjar spýtur, svartbikaðar og hvitir gluggar með þessum gömlu og við- kunnanlegu póstum. Húsið er eins og það var á ytra borðinu, en að sjálf- sögðu ekki að innan. Þar hefur verið tekiö mið af þeim veitingarekstri, sem þar er nú; veitingahúsiö Lækjarbrekka er nýjasta viðbótin við röð nýrra veit- ingahúsa, sem upp hafa sprottiö uppá síðkastið. Steinsnar frá Lækjarbrekku er Torf- an, veitingahús í sama stíl, sem hefur notiö mikilla og veröskuldaðra vin- sælda frá opnun, — en drifkrafturinn I ■ i á bak við þessar ánægjulegu breyt- ingar eru Torfusamtökin, sem allir hafa ugglaust heyrt nefnd. Formaður þeirra er Þorsteinn Bergsson og hefur verið um tveggja ára skeió. Hann tók við af Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, sem gegndi for- mennsku frá stofnun samtakanna. Enda þótt Torfusamtökin heyrist oft nefnd, hefur farið aö sama skapi lítið fyrir formanninum, en hann hefur unn- ið gott starf engu að síður. Þorsteinn stundar nám í félagsfræöi og sögu við Háskóla islands; hann er fæddur i Reykjavík 1956, sonur þeirra merkis- hjóna Valgerðar Briem og Bergs Pálssonar, sem fjöldi Reykvikinga, komnir til vits og ára, kannast við. „Ungur aö árum haföi ég áhuga á sögu,“ segir Þorsteinn, „og þessi söguáhugi varö til þess aö ég las bækur sögulegs eölis. Aö sá áhugi beindist meðal annars að húsum, má ugglaust rekja til þess, aö fyrir 6 árum festum við tvö systkinin kaup á einu af gömlu húsunum í Flatey á Breiðafirði. Þaö heitir Gunnlaugshús, er annað elzta hús í Flatey og friðlýst. Ætlunin var að nota þaö sem sumardval- arhús og þaö geröum viö í fyrstu. En fljót- lega hófumst viö handa um endurbætur á því og reyndum þá aö færa þaö til upphaf- legs horfs eins og hægt var að sjá eftir myndum. Húsinu haföi verið breytt veru- lega og byggt við það, — en á sínum tíma var í þessu húsi stærsta og veglegasta stofa á Vesturlandi. Þaö var uppúr 1840 að Brynjólfur Benedictsen byggöi húsiö og seinna bjó Matthías Jochumsson hjá hon- um i „Bláa salnum", þá ungur maöur, en Brynjólfur var einn þeirra, sem kostuöu Matthías til náms. Gunnlaugur, sá sem húsið er kennt við núna, er aftur á móti einn af eigendum á þessari öld.“ „Svo þú hefur komizt í kynni við svokallaðar „fúaspýtur" í Flatey áður en áhugí þinn beindist að Bernhöftstorfuhúsunum?“ 8 Rætt við Þorstein Bergsson formann Torfusamtakanna um starfsemina á Bernhöftstorfu, miðbæinn í Reykjavík, gömlu húsin í Flatey og breytt viðhorf til gamalla menningarverömæta Gísli Sigurðsson skráði „Já, þaö má segja þaö. Gunnlaugshús var vissulega fúiö og illa fariö; allur neöri hluti þess svo til ónýtur af fúa, járn ryðgað og gluggar ónýtir. Við höfum nú lokið viögerö að utan, en töluvert átak er eftir innanhúss. Þetta tekur sinn tíma, enda höfum viö ekkert veriö aö flýta okkur; höfum unniö þetta sjálf og haft til þess trésmíðavélar á staðnum.“ „Ætlunin var fyrst og fremst að ræða framvinduna á Bernhöfts- torfu, en áður en við hverfum frá Flatey, langar mig að spyrja þig um ástand annarra merkishúsa þar og hvort það sé rétt aö Reykvíkingar sækist talsvert eftir þessum húsum til sumardvalar?“ „Já, það er ekki fráleitt aö svo sé. Um þessar mundir er unniö aö endurbótum á fleiri húsum í Flatey — búiö aö bjarga flest- um gömlu húsunum. En kirkjan er afskap- lega léleg, óeinangruö og illa frá henni Gimli, byggt 1905, sker sig frá öðrum húsum á Bern- höftstorfu, en hef- ur engu aö síður byggingarsögulegt gildi og verður trú- lega látið standa I þeirri mynd sem þaö er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.