Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 13
minn var kyndari og var 37 ára þegar ég fæddist. Móöir mín var tíu árum yngri. Bróöir minn var fæddur 1914 þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. Og ég mátti þakka fyrir að henni iauk áöur en ég sá dagsins Ijós því aö þess vegna var lagt í íbúðina hjá okkur vatnssalerni meö toga og sleppa. Móöir mín útskýröi aldrei nánar fyrir mér ganginn í þessu en mér þótti vænt um aö þurfa ekki niður í skuggalega húsa- garðinn í þreifandi náttmyrkri þegar náttúr- an kraföist réttar síns á óhentugum tíma. Faðir minn var Jóti, fæddur í Nykobing Mors utan hjónabands. Hann fékk ættar- nafn ógiftrar móöur sinnar og fékk aldrei aö vita hver faðir hans var. Sextán ára gamall fór hann til Kaupmannahafnar, og ég veit næstum ekkert um það hvernig hann bjargaði sér þar án vina, fjölskyldu eöa sambanda. Um tíma reyndi hann fyrir sér sem nemi í blaðamennsku, en hætti, óvíst af hverju. Sennilega hafa launin hvorki veriö til aö lifa af né deyja. Hann haföi ótvíræöa hæfileika til aö tjá sig skrif- lega, en var of feiminn og haldinn lágstétt- arkúgun til aö gefa þeim nokkurn tíma lausan tauminn. Við dauöa hans á „Dvalarheimili aldr- aðra“ (hann varö 91 árs) lét hann eftir sig auk nokkurra dagbóka mjög fallega hand- skrifaöa bók um lífiö á bernskuslóðum sín- um. Útdráttur úr henni var, meðan hann var enn á lífi, birtur í litlu blaöi „Morsingbú- anum“, og var hann mjög stoltur af því. Þaö gerðist fyrir milligöngu mína því aö sjálfur var hann alla ævi svo hræddur viö aö fá neitun að hann þoröi aldrei að biöja neinn um hinn minnsta greiða. Til er þýskur málsháttur: „Þaö sem þegir í föðurnum tal- ar í syninum.1' Hér var þaö bara dóttirin sem talaöi. Móðir mín var fjörug og kjaftfor Kaup- mannahafnarstúlka sem hafði það aö kjör- oröi aö maður skyldi aldrei sætta sig við neitt. Hún haföi verið vinnukona áður en hún gifti sig og gortaði af því aö hún heföi aldrei verið svo lengi í hverjum staö aö hún næöi aö sjóöa egg. Vinnukonur á þeim tím- um liföu líka svo aumu þrælalífi aö auövelt var aö skilja einkauppreisn hennar. Hún haföi mikið skopskyn og sagöi skoöun sína hvort sem öðrum líkaði betur eöa verr. Jafnframt var hún sjálf sjúklega viökvæm, og viö uröum öll aö taka þátt í meira og minna ímynduðum móögunum hennar. Faöir minn tilbað hana, þoldi ekki að hún væri gagnrýnd og sagði alltaf aö hún heföi á réttu aö standa. Áöur en ég fór í skóla var veröld mín tiltölulega trygg. Ég var alltaf meö mömmu sem talaði viö mig eins og fulloröna en kæröi sig hvorki um aö ég gripi fram í fyrir henni né legði fyrir hana spurningar. Fööur minn sá ég aðeins á sunnudögum. Hinn hluta vikunnar var hann aö vinna eöa hann svaf. Ég dáöi bróöur minn af því aö hann sem skóladrengur var á flakki í hinum stóra heimi og lagði sig endrum og eins niður við að fræöa mig um hinar gífurlegu hættur hans. Um náiö systkinasamband milli okkar var þó aldrei að ræða því aö ég vogaði ekki án uppörvunar aö ávarpa per- sónu sem var svo miklu eldri en ég. Eins og í augum allra ungra barna voru foreldrar mínir mikilmenni og ég var hreyk- in af þeim þegar móöir mín innrætti mér aö viö værum sómafólk. Þaö þýddi aö faðir minn kom aldrei fullur heim á ókristilegum tíma og baröi konu og börn. Þaö þýddi aö maður galt hverjum sitt, blandaöi sér aldrei í mál annarra, laug ekki, stal eða blótaði og framar öllu gekk langt á svig við þá sem fylgdu ekki öllum þessum ströngu reglum. Samt læddist aö mér það hugboð að ég væri framandi í þessari veröld. Allt virtist smjúga inn í mig án þess aö geta komist út aftur. Ég lærði sjálfkrafa aö lesa af götu- skiltunum sem móöir mín þýddi fyrir mig þegar viö vorum aö versla í Istedgötu. Og ég læröi að lesa Grimms-ævintýri sem faðir minn hafði keypt á fornsölu og gefiö mér í afmælisgjöf þegar ég var fimm ára. Ég varð aö vita hvaö þessar æsilegu teikningar af nornum, drekum og prinsessum í álögum táknuðu. Móöur minni leiddist aö lesa upp- hátt svo aö henni fannst skynsamlegast aö hjálpa mér að gera þaö sjálf. Ég skrifaöi prentstafina og gat sem sagt bæöi lesið og skrifaö. Þaö kom móöur minni til aö segja aö börn fátæklinga gætu líka haft peruna í lagi. Ég áleit þess vegna aö ég væri aö einhverju leyti einstök þó aö orðið „fátækl- ingar“ setti svolítiö strik í heimsmynd mína. Ég hélt aö viö værum rík .því aö hvaö haföi maður þá annars upp úr því aö vera sóma- fólk? i hjarta mínu fór ég aö efast um aö heim- inum eins og í ævintýrunum væri stjórnaö af réttlæti. Þegar þaö allt í einu rann upp fyrir mér aö svo var alls ekki skapaöi ég mér minn eigin innri heim sem ég af fremsta megni veitti engum aögang aö. Hann var gerður af dásamlegum leik að oröum og engan annars konar leik lærði ég. En til þess aö virðast ekki alveg ööru- vísi en önnur börn lærði ég að láta sem mér þætti gaman að taka þátt í leikjum þeirra. Venjulegar telpur skemmtu sér viö þaö tímunum saman aö klæöa þessar Ijótu brúöur sínar úr og i eöa sparka parísar- steini án þess aö stíga á strikið. Þaö var ákaflega leiöinlegt og erfitt, en þaö til- heyröi sómafólki aö vera venjulegur. Þaö var aöallega faðir minn sem héit fram þess- ari kröfu. Móöur minni var þetta ekki eins mikilvægt. Núna finnst mér að það sé skylda mín bæöi viö lesendur og sjálfa mig að skrifa þessa bók eins „sómasamlega" og mögulegt er. Þaö táknar að henni veröi skipt í skýrt afmarkaða kafla þó aö lífiö sjálft sé ekki aldeilis eins haglega skipu- lagt. Sárafátt fólk fylgir beinni línu frá vöggu til grafar, og þaö lifir samkvæmt mínum skilningi leiöinda lífi. Meyjarhugur Fyrsti skóladagur minn hafði örugglega úrslitaáhrif á allan rithöfundarferil minn og þess vegna ætla ég aö segja hvílík opinber- un'hann var mér og hvílíkum hugaræsingi hann olli mér. Strax daginn sem ég var skráö í skólann við Engigarösveg, sem var á ská handan við götuna, var sú hugmynd rækilega máð burt bæöi úr kollinum á mömmu og mér aö ég væri aö einhverju leyti einstök. Svo langt frá þvi aö láta sér finnast mikið til um dugnaö minn gaut umsjónarkennarinn, sem var kona, á mig augunum eins og væri ég padda sem hún heföi fundiö undir steini, þegar hún heyröi aö ég kynni bæöi aö lesa og skrifa. „Það var mjög óheppilegt,“ sagöi hún kuldalega. „Viö höfum okkar eigin aö- feröir til aö kenna börnum það." Hún líktist norn og var aö minnsta kosti hundrað ára. Samt varö hin laglega og hugrakka móöir mín svo auðmjúk gagnvart henni aö ég skildi þaö ekki þá. Mér létti svolítið þegar hún á eftir sagöi mér að slíkar herfur yröu bara aö vinna af því aö þær væru of Ijótar til aö giftast. Og svo sat ég þarna inni um þrjátíu aör- ar smámeyjar, hreinþvegin og vatnsgreidd, stútfull af áminningum um aö vera siöprúö, hlýðin, stillt og eftirtektarsöm. Kennslukon- an við kennarapúltið var ekki eins Ijót og fráhrindandi og umsjónarkennarinn, en hár hennar var alveg sleikt burt frá andlitinu og það vantaði framan á hana þau mjúku út- stæðu form sem eru á giftum konum. Hún var meö bendiprik í hendinni og þaö var víst meö því sem viö yrðum barin. En það var víst nóg um slíkt í skólanum eftir því sem bróðir minn sagöi. Þegar hann gaf skýrslu um þær ógnvekjandi refsingar sem hann sætti daglega undraöist ég alltaf aö hann skyldi yfirleitt vera meö nokkurt óbrotið bein í skrokknum. Þaö hvarflaöi aldrei að mér að hann ýkti. En kennslukon- an notaði aðeins bendiprikiö til aö slá í kennarapúltið og hrópa: Þögn! Þaö var al- veg óþarfi; viö vorum svo hræddar og bældar að viö þorðum varla aö draga and- ann. Kennslukonan útbýtti sálmabókum og sagði aö viö ættum aö syngja sálm á hverj- um morgni. Á meðan ættum viö aö standa og eins ættum viö samstundis aö rísa á fætur þegar einhver fulloröinn kæmi inn í bekkinn. Hún fletti upp fyrir okkur í bókun- um en var ein um aö syngja: Þökkum guöi þessa stund. Þökkum Ijúfan næturblund. Börnin sváfu á svæfli vært í nótt. Morgunhress sem fugl í mó og fiskurinn í djúpum sjó, gægist sól um gluggann okkar hljótt. Þessi fallegu og látlausu orð, hrynjand- inn, rímið og lagið töfruöu mig og hræröu svo mjög aö ég brast í grát. Þaö kom hin- um börnunum til aö hlæja fullum hálsi, en kennslukonan þaggaöi niður í þeim. Hún gekk til mín, tók um axlirnar á mér og spuröi vingjarnlega hvort ég heföi aldrei áður heyrt sunginn sálm? Ekki heldur á aöfangadagskvöld? Til þess aö framkalla ekki aðra hláturgusu þagöi ég um þaö aö á aðfangadagskvöld, þegar við gengum kringum jólatréö, syngjum viö nokkra und- arlega söngva. Oröin i þeim skelfdu mig en höföu samt aldrei komið mér í neins konar geöshræringu. Þaö voru textar eins og þessi: Kreppum hnefana báöa bræöur. Berjumst fyrir eilifum friöi. Vörn hins snauöa von þess ræöur. Verjum rétt hans, söfnum tiði. Kennslukonan sagði að þessir gömlu sálmar væru þjóðardýrgripir, mjög falleg kvæöi sem ég gæti haft mikið yndi af að sökkva mér niður í. Og til aö gera þetta ennþá verra — ég logaði af blygðun — bætti hún við, aö guði þætti sérstaklega mikið vænt um börn eins og mig. Þegar ég kom heim spuröi ég mömmu hvernig guð væri og hvernig hann liti út. Hún benti upp á vegginn í stofunni þar sem myndin af Stauning hékk: „Þaö er hanri," sagöi hún snöggt, „og þaö er honum aö kenna að pabbi þinn er sósíalisti." Hana skorti aldrei svar þegar hún var á heimavígstöðvum. Þegar bróöir minn kom heim úr skólan- um sendi hann mér reiöilegt augnatillit, og þegar móöir mín fór út úr stofunni sagði hann aö hann skyldi lumbra á mér ef ég léti hann nokkru sinni aftur veröa af athlægi. Fregnin um sálmasöngsgrát minn barst eins og eldur í sinu yfir í drengjaálmuna sem annars var stranglega aögreind frá telpnadeildinni. Hann sagöi þó foreldrum okkar ekkert frá hneykslinu. Viö kjöftuöum aldrei frá áviröingum hvors annars. En hann sagöi viö mig aö þaö væru ekki nema asnar sem trúöu á drottin því aö hann héldi alltaf meö hinum ríku. Þetta allt styrkti þá trú mína aö ég væri framandi innan fjöl- skyldu minnar, en geröi mig einnig varkár- ari. Þaö var um að gera aö halda sérein- kennum sínum hiö innra með sér og láta sem maður væri alveg eins og hinir. I skólanum kölluöu krakkarnir mig lengi á eftir „hina heilögu" og þaö sem verra var „dekurgæs", af því aö kennslukonan haföi hrósað mér. Til aö hreinsa mitt góða nafn og mannorö (og ekki síst stóra bróöur) vandi ég mig á aö stama og reka í vöröurn- ar þegar mér var hlýtt yfir sálmana þó aö ég lærði þá utanað á fáeinum dögum. Ég smyglaði þessari dásamlegu sálmabók inn í Heimsstyrjaldarsalernið, sem var eini staöurinn þar sem ég í þau seytján ár, meöan ég var heima, gat lokaö aö mér og gefið mig löstum mínum á vald. Þessu meö Stauning trúöi ég ekki lengi. Þaö gat ekki veriö rétt aö guö, sem sá allt sem gerðist á jöröinni, jafnvel í Kína, yrði aö ganga meö gleraugu eins og pabbi sem var oröinn dapureygur af neistunum frá þeirri glóö sem hann gætti. í lestrarbók minni, sem var hvorki svo kraftmikil né kauðsk að ég sökkti mér niöur í hana, voru nokkur þjóökvæði og af þeim varö ég mjög hrifin. Þau og sálmarnir uröu grundvöllurinn að Ijóöagerö minni, og þegar ég var tíu ára byrjaöi ég sjálf aö yrkja kvæði. Þó aö sitthvað hafi á dagana drifið hjá mér hefur mér tekist aö varöveita þau. Undir hvert þessara barnaljóöa hef ég skrifað nákvæma dagsetningu og ár hve- nær þau uröu til. Ég hef sennilega ætlaö aö létta síðari tíma bókmenntafræöingum Frh. á bls. 16. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.