Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 11
unnar var, aö Gimli væri byggt í allt öðrum stíl; skæri sig alveg úr. En á Gimli aö standa eins og húsið er? „Það er rétt að Gimli er frábrugðið hin- um húsunum. Það er byggt 1905 úr hlöðn- um múrsteini og fyrir því stóð Knud Ziem- sen borgarstjóri, sem kom á laggirnar verkstæði til að framleiða múrsteina. Svo fór nú samt, að verkstæðið starfaöi aðeins um ákamman tíma og steinar frá því eru aðeins í Gimli. Þar eru auk þess tvær járnbentar gólfplötur úr steinsteypu og það var í fyrsta sinn, sem slíkt var reynt hér. Þetta hefur verið ágætlega nýtanlegt hús; þar eru Kynnisferöir með skrifstofu, þar hefur Listahátíð aðstöðu, fangaprestur einnig og félagssamtökin Vernd. Þrátt fyrir frábrugðið útlit hússins, held ég ekki að ofaná veröi að breyta Gimli til samræmis við annað í kring. Ég á von á því að það verði svona um ókomna framtíð." „En Bakaríiö er ónýtt? „Já, það verður næsta stórátak á Torf- unni að gera eitthvað þar. Þvert á Bakaríið stóð Kornhlaðan og náði upp að Skóla- stræti, en brann eins og kunnugt er 1977. Þarna var elzta bakarí landsins, byggt sama ár og Bernhöftshús, 1834 — og sama ár var byggður fyrsti hluti af Móhúsa- lengju við Skólastræti. Þetta gátu danskir kaupmenn á einu ári. Hugmyndir eru uppi um að endurbyggja bæði Bakaríið og Kornhlöðuna þannig, að ytra borðiö verði í upprunalegri mynd, — en að innan dyra gæti starfað lítið leikhús og þar yrði jafnframt aðstaða fyrir fundi og sýningar. Sem sagt, hjá hinum bjartsýnu Torfusamtökum er þetta næsta mál á dagskrá." „Kannski er varla hægt aö tala um útitafl, þegar engir sjást tafi- mennirnir, en taflborðið er alla- vega staðreynd þarna viö brekkufótinn. Varstu og ertu andvígur þessari framkvæmd og ertu í grátkórnum?" „Um útitaflið vil ég sem minnst segja; það er komiö, eða öllu heldur taflborðið. Taflmennirnir eru ekki á staðnum sem stendur, en eiga að flytjast í lítið jarðhýsi i brekkunni. Ég er ekki í neinum grátkór og það vil ég segja, að mér finnst ekki að neinu hafi veriö spillt á Bernhöftstorfu vegna þessa. Mér sýnist, að fólk hafi sótt meira á staðinn eftir aö taflið kom. Gras minnkaði alls ekki, því bílastæði voru tekin af um leið og allt er þetta með snyrtilegum brag. Ég held að ofaná verði, að þarna starfi vaktmaður; hann setji taflmennina út að deginum og gæti þeirra og annars, sem þarna er og verður. Séu taflmennirnir ekki tiltækir, er þessi framkvæmd út í bláinn. Auk þess sem komið er, verður unniö að skjólmyndun með trjárunnum, sem settir verða niöur næsta vor, og allt verður þetta til aö auka aðstreymi fólks." „Verður formaður Torfusamtak- anna fyrir ónæöi eða aökasti, þar sem borgarbúar hafa ekki veriö alveg á eitt sáttir í þessu máli?“ „Formaðurinn verður ekki fyrir teljandi ónæði, en fyrir kemur að fólk stöðvar mann á götu og lýsir skoðunum sínum. Mörgu eldra fólki finnst þetta köld og fráhrindandi hús. Það man vel eftir gömlum húsum, sem voru illa einangruð og köld, en býr núna i hlýjum steinhúsum og þótti sem viö værum heldur betur að fara aftan að hlutunum. Þetta fólk vildi kveikja í húsunum á Bern- höftstorfu og byggja eitthvað almennilegt i staðinn. Það var sem sagt ákveðinn hluti elztu kynslóðarinnar, sem mest var á móti þessari verndun, en sumt af fólki þeirrar kynslóðar var líka harðánægt. Við fundum líka, að tónninn breyttist al- mennt, eftir því sem leið á síöastliðið sumar og Bernhöftshús fór aö taka á sig þá mynd, sem þaö hefur nú. Og þegar verkinu var lokið og við blöstu þessir hvítu gluggar á svörtum veggjum hússins, þá skiptu margir um skoðun og sáu, að þetta var ekki eins galið og þeir höfðu ímyndað sér." BREIÐSTRÆTI LÁGKÚRUNNAR Á tímum róttækra breytinga og adstedjandi áhrifa vítt og breitt úr heiminum, er ákvedin íhaldssemi nauðsynleg, ef þessi sérstaða, sem gerir okkur að íslendingum á ekki að fjúka út í veður og vind. Við get- um kallað það menningararf; hann er ofinn úr mörgum þáttum, en af þeim er þáttur tungunnar þýð- ingarmestur. Til er sú skoðun að vísu, að þetta verndunarsjónarmið eigi ekki rétt á sér og það séu bara örfáir sérvitrir menningarvitar, sem standi að því. En það er ekki rétt. Áreiðanlega hefur stór meirihluti þjóöarinnar heilbrigðan metnað fyrir hönd móðurmálsins og annarra þeirra þátta, sem skipa okkur sér á bekk. Þetta fólk finnur til í hjartanu, þeg- ar það heyrir auglýst, að samkoma eða fundur verði haldinn í Gafl-lnn í Hafnarfirði eða eitthvað ámóta. Þaö veit að erlend áhrif eru ekki aðeins óhjákvæmileg, heldur einn- ig æskileg. En viö verðum að með- höndla þau eins og menntaðri þjóð sæmir. Svo margt stendur nú til boða til afþreyingar, skemmtunar eða uppfræðslu, að allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Og viö höfum tilhneigingu til aö trúa því, að með bættri menntun verði fólk almennt vandfýsnara og smekkvísara og taki ekki tveim höndum við smekkleysum, aula- framleiðslu og móðurmálslýtum. Við viljum trúa því í einlægni, að við höfum gengið til góðs, götuna frameftir veg — að við séum menn- ingarþjóð með nokkuð sæmilegt mat á því, hvað flokkast undir sak- lausa afþreyingu, sem verður að vera með fjölbreytninnar vegna, — hvað flokkast undir rusl og skríl- menningu, — og á hinn bóginn það, sem flokkast undir hágróður á menningarakrinum og gæti gert okkur ögn skárri. Við teljum einnig víst, að sæmilega upplýst fólk hljóti að taka þróaða list fram- yfir viðvaningsbrag, góðan arki- tektúr framyfir vondan, góóa ís- lenzku framyfir málleysur og am- bögur, bitastæðan skáldskap fram- yfir leirburð — á sama hátt og það vill áreiðanlega góðan og fjölbreytt- an mat framyfir fábrotinn og vond- an og hlý og björt hýbýli fremur en óhrjáleg. Þetta síðasta er alveg á hreinu. En stundum verður manni á að ef- ast um, að þessi svokallaða mennt- un — og þá á ég ekki við skóla- göngu — hafi komizt langt inn úr skinningu á æði mörgum. Raunar er alveg hægt að fullyrða, að hún hefur ekki komizt innúr bjórnum, ella væri allskonar lággróður og lágkúra ekki eins vinsæl og raun ber vitni um. í því sambandi er vert að undir- strika, að hörð atlaga er að okkur gerr, hart barizt og ýmsu fram haldið í krafti auglýsinga, sem hugsandi menn hafa áhyggjur af og telja til lágkúru og jafnvel afsið- andi. Heimili, skólar og kirkja megna ekki að halda uppi nægi- legu andófi, en ráöandi tízka skap- ar það almenningsálit sem ferðinni ræður. í bókaflóði hvers einasta árs eru til ómerkilegar bækur á miöur góöu máli og höfða til þeirra, sem litlar kröfur gera. En þær seljast samt. í sjoppunum, sem eru helztu sam- komustaðir unglinganna, má sjá raðir af svokölluðum sorpritum — einnig þau seljast vel. Tónmennt- aðir menn hafa af því áhyggjur, að heldur miði afturábak með tónlist- arsmekk þjóöarinnar og á popp- framleiðslan drýgstan þátt í því. Sú framleiðsla verður engan veginn sett undir einn hatt; þar eru skær blóm innan um arfann, sem er þó fyrirferðarmestur og náskyldur dýrkun á Ijótleika og ofbeldi, sem einkennir okkar tíma. Við getum sagt, að nú sé sú tíö upp runnin, að hinn venjulegi mað- ur á völ um allskonar hluti. Hann á sín eigin hljómflutningstæki og honum er í sjálfsvald sett, hvort hann hlustar á hin sígildu meistara- stykki tónlistarinnar eða dægur- flugur, sem ganga í dag, en eru orðnar óþolandi á morgun. En á bak við dægurflugurnar er dugmik- ill rekstur; auglýsingavélin er keyrð á fullu og smekkurinn mótaður, ekki sízt hjá þeim ungu. Þrátt fyrir augljósan almennan áhuga á myndlist, er mat á listrænu inntaki ekki að sama skapi þróað. í því sambandi kemur mér í hug, að útlendir prangarar hafa verið hér á ferð með átakanlega klaufalegar og viðvaningslegar myndir, — einkum og sér í lagi af grátandi börnum. Þeir hafa gengið í hús með þessi ósköp og rakið heilar sveitir frá bæ til bæjar með þeim árangri, að þessi grátandi og grátlegi klaufa- skapur er kominn á stofuveggi hjá saklausu fólki, sem því miður hefur ósköp frumstætt mat á því, hvað þarna er á ferðinni. Lágkúran er allt í kring, þegar betur er aö gáð. Hún birtist í þriðja flokks ofbeldiskvikmyndum, sem dælt er af myndböndum og leitt í köplum um heilu sambýlishúsin. Hún er á boðstólum í kvikmynda- húsunum líka, þótt urmull sé til af góðum kvikmyndum. Við breiðstræti lágkúrunnar hafa komið upp einkar skær Ijósaskilti á síðasta ári: Skemmtistaðir, sem heita Manhattan og Broadway. Og Hollywood var til fyrir. í því sam- bandi er vert að benda á, að til voru fyrir — og eru enn — skemmtistað- ir, sem heita fallegum og hljóm- miklum, íslenzkum nöfnum: Glæsi- bær, Óðal, Sigtún, Skálafell og Röðull. En á tímum lágkúrunnar dugar slíkt ekki lengur. Við sitjum yfir Dallas í sjónvarpinu og maður- inn, sem er að koma upp kvik- myndahúsi í Mjóddinni, ætlaði endilega að kalla það Dallas. En mörgum þykir nóg komið af svo góðu og nú hefur flogið fyrir, að nafngiftinni verði breytt. Ekki svo að skilja, að þetta sé nýtt fyrirbæri. Hér áður fyrr þótti fínt að skýra verzlanir eftir borgum í Bretlandi og um tíma átti fólk þess kost að verzla í Edinborg, Bristol, London og Manchester. Sem betur fer leið þessi tízka undir lok að mestu og viö fengum í stað- inn ágæt og íslenzk nöfn: Hagkaup, Heimakjör, Álnabæ og Austurver, svo dæmi séu nefnd. En lágkúran er söm við sig og hefur sótt í sig veðrið á nýjan leik. Það fínasta verður vitaskuld að heita Broadway eða eitthvað ámóta. Sá breiðvegur er ósköp vel þekktur; ekki bara í Reykjavík, heldur á hinum og þessum smá- stöðum, sem hafa litla reisn. Nafn- giftir af þessu tagi undirstrika nefnilega „próvinsbraginn“ og al- geran skort á metnaöi, sem ein- kennir Krummavíkur og Sviðinsvík- ur veraldarinnar. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.