Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 7
KLUKKAN Klukkan — hún minnir okkur á tímann sem ekki er til. Viö hlööum mínútum og stundum í kringum okkur eins og fangelsismúrum. BRÚÐKAUP ÁSTIN Eitt ómilt augnakast — og ást okkar brann á augabragði upp til ösku. VÖGGUR SKAMM- DEGIS- SÓL 7/7 er auga sem geymir Ijóssins þótt allar sólir sortni — auga guös. RIM Þegar Ijóö mitt veröur aö kvæði og rím iö gerist heimakomið hættir hjartaö aö tala. AXLAR- BJÖRN Af hverju er mér dimmt fyrir sjónum í sólskininu? Sver ég mig kannski í ætt viö Axlarbjörn. Viö áttum sparimerki og fluttum inn í fokhelt á brúökaupsdaginn meö eins árs son okkar. Veisluborðið var úr uppsláttartimbri. Framtíöin felst í afborgunum. Litlu veröur vöggur feginn — minnugur þess aö fár gefur nokkuö sem nemur. Skáldskapur og veruleiki Nú tíðkast þau mjög hin breiðu spjót- in, er íslenskur fornkappi látinn segja, þegar hann sér þaö vopn, sem honum skal að bana verða. Vel hefur konungur- inn alið oss, segir annar í annarri sögu og dregur ör sér úr hjartastað, fylgir meö innanfita úr brjósti hans. Slík hreystiyröi hafa lengi þótt góð lat- ína á íslandi og víöar. Hvort hér er bókstaflega rétt frá sagt er annaö mál. Um þaö eru lesendur og flytjendur ekk- ert aö hugsa. Þeir njóta bara sögunnar. Á þessu þurfti sögnin aö halda til þess aö geta borist frá einni kynslóö til ann- arrar. Mér koma þessi orð til hugar, vegna þess aö nú eru sjálfsævisögur og minn- ingaskáldsögur mjög hjá okkur á dagskrá. Og þaö er raunar ekki nýtt. Frægar eru bækur Gunnars Gunnars- sonar, Fjallkirkjan, íslenskur aöall eftir Þórberg og Ofvitinn, Ævisaga séra Árna Þórarinssonar, í verum Theodórs Friö- rikssonar, Skáldatími Laxness og síö- ustu minningaskáldsögur hans. Allar hafa þessar bækur veriö umdeildar og viða skilið eftir sár, allt merkisrit. Síöan ég fór fyrir alvöru að rita pistla í blöö hefur þaö þrisvar sinnum gerst aö konur hafa til mín leitaö í örvæntingu sinni vegna ummæla og lýsinga á þeim sjálfum eöa vandamönnum þeirra í bók- um. Þetta kom yfir okkur ættmenn höf- undarins eins og reiöarslag. Hér er rugl- aö saman skáldskap og raunveruleika. Á mönnum aö líðast þaö aö gera leynd- ustu einkamál vandamanna aö verslun- arvöru? Svo hafa konur þessar spurt. Hvernig á maöur aö bregöast viö, þegar fólk sýnir manni slíkt traust? Und- irritaöur kann illa viö sig í siöferöis- verndarskikkju. Fyrst geröist þetta vegna skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, næst vegna minningaskáldsögu Sigurðar A. Magn- ússonar og nú loks vegna ævisögu forn- vinar míns Hannesar Sigfússonar. Getur rithöfundur þagaö þunnu hljóði, þegar særöir leita til hans í neyö sinni? Þessar bækur hafa mikla kosti, en greinilegt er, aö höfundarnir heföu þurft meira aöhald og gagnrýni áöur en verk þeirra voru birt. Hið sama má segja um ágætis bækur Tryggva Emilssonar. Hér kasta útgefendur höndum aö sínu verki. Þeir verða að hafa efni á aö geyma slík handrit óbirt og til gaumgæfilegrar athugunar a.m.k. eitt ár eftir aö höfund- ur hefur gengið frá þeim. Og þegar um samfellurit, eins og minningabækur er aö ræöa, þarf helst aö gefast tóm til að skrifa verkið allt áður en byrjað er aö prenta. Nú eyða útgefendur milljónum í skrumauglýsingar um bækur sínar, oft í öfugu hlutfalli viö vöndun þeirra. Hitt virðist vera aukaatriöi hjá þeim, hvernig þeir búa að þeim sem upphafinu valda, fá þeim handritiö í hendur. Ég gæti trúað því aö bara auglýsingastofan og teiknari hlíföarkápunnar, sem þó verða aö teljast aukamenn, fái margfalt meira fyrir sína vinnu en höfundur verksins, miöaö við vinnutíma, og þykjast þeir þó sjálfsagt ekki ofhaldnir af stnu kaupi. Fyrir mörgum árum komst rithöfundur að því, þegar hann var aö reyna aö kría út ritlaun sín eftirá hjá útgefanda sínum, aö sá sem kápuna haföi teiknaö, haföi fengið sitt verk greitt viö afhendingu og fengið hærri upphæö en höfundurinn geröi sér von um að fá fyrir handrit sitt, löngu eftir aö bókin kom út. Höfundi varö þá að orði: Hvers vegna geriö þiö útgefendur svona upp á milli þeirra aöila sem vinna fyrir ykkur? Útgefandinn svaraði af fullri hrein- skilni: Þaö er mikið framboð af handrit- um. Það er mikil áhætta að gefa út bæk- ur. Káputeiknarinn veröur aö fá sitt. Þetta er hans atvinna. Rithöfundurinn, sem sagöi mér þessa sögu, átti undir högg aö sækja. Hann fór frá útgefanda sínum orölaus. Ég veit um fjölda rithöfunda, sem hafa samskonar reynslu. Ég veit aö þessi saga er sönn. Hún er aö vísu um þaö bil tíu ára gömul, en hún gæti eins verið frá liðnu ári. Jæja. Þaö sem ég var að segja siðast má kalla innskot. Hér er ekki rúm né hentugur tími til aö segja allt þaö sem mér er í huga vegna bóka þeirra Sigurö- ar A. og Hannesar. Ég var aö lesa í Morgunbl. athuga- semd systra hins síðarnefnda. Þær gætu kannski sagt: Þau tíökast nú mjög hin breiðu spjótin. En meiri er viðkvæmnin þar en hjá fornköppunum. Hannes fer of frjálslega meö viökvæmt mál. Hann lýsir fööur sínum og sambandi sínu við hann eins og honum kemur sjálfum vel, vegna bókageröarinnar. Hér er skáld, sem gleymir því, aö aðgát skal höfö í nærveru sálar. Þar hefur hann vonda fyrirmynd sem Siguröur A. er, og gumiö um vinnu- brögö Þórbergs viröist og hafa villt hon- um sýn. Hitt skiptir aftur á móti ekki máli í bók, sem ekki er sagnfræði, hvort ferö hefur verið farin 1930 eöa eitthvert ann- aö ár, eöa jafnvel aldrei veriö farin, eöa hvort drengur hefur veriö færður í þenn- an eða hinn kjólinn, í hvaöa húsi viðkom- andi hefur búið. Verra er hitt, ef dylgjur eru um siöleysi eða afbrot. Slíkt má ekki setja í ævisögur, þótt það geti farið vel á prenti og vakið spennu. Nú veöur uppi í minningabókum og skáldsögum sú kynferðisbersögli, sem því miður hefur fylgt rauösokkutímanum. Þetta er aö mínum dómi leiöur fylgifiskur þeirrar stefnu og á ekkert erindi í sjálf- stæðisbaráttu kvenna. Með róttækni minnar kynslóðar fylgdi upplýsing um kynferöismál og mikill lestur sálfræöirita. Nútíma æska er afvegaleidd meö klámi og kynferöissvalli. Hamingjuleysi hlýtur að fylgja óeölilegum kynnautnum. Ég er hvorki aö predika bindindissemi í þess- um sökum né skírlífi, heldur alvöru og trúfestu. Trúin á ofsahamingju kynsvalls er eins hættuleg nútímafólki og róman- tíska draumadellan var fyrri kynslóöum. Lífsreynsla og tilbreytni á þessu sviöi hæfir vissu aldursskeiði. Lukkast þetta hjá sumum vegna betri fræöslu um getn- aðarvarnir. En hér leika menn sér með eld. Ást og gagnkvæmur skilningur er undirstaða góðra samfara. Kynnautn getur veriö annar handleggur. Nútíma- fólk þarfnast kannski umfram allt annaö aukinnar mannþekkingar, bæöi til lík- ama og sálar. Þessa ætti helst aö vera aö leita í góöum skáldritum og þá ekki síst í sjálfsævisögum gáfaöra rithöfunda, en þá mega þeir ekki láta tískustefnur ráöa penna sínum, eða kaupa sér hylli meö því aö segja þaö sem fávísir vilja heyra. Gáfaðar konur eru áreiðanlega bestu leiöbeinendur karlskálda og rit- höfunda. En þær eru ekki alltaf í þeirra hópi, sem skrifa í blöðin eða tala á fund- um, þó þær geti líka veriö þar. Jón úr Vör 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.