Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 3
Friðrik Guðni Þórleifsson ÞRJÁR SMÁMYNDIR Teikningar: Aifreö Flóki Stokkur Sól var nokkuö hallin til vesturs þegar viö ókum fram lága kjarrgróna ásana og beygðum út á ógreinilega slóöann sem hvarf ofanfyrir rofbarð. Niöri á lægöinni voru rústirnar nærri samrunnar landinu og dálítiö grænni slikja á sveröinum kringum þær vísaöi á gamalt tún. Við gengum í átt að tóftunum, óglöggt mótaöi fyrir skála og minni húsum. Spörfugl þaut af hreiöri, hrút- lamb stóö sperrt álengdar, handanundir næsta ás bullaði lækur. Við gengum inní skálatóftina. Gamall, veör- aður stokkur lá útundir veggnum. Ég reif hann upp og velti viö, hann var flatur og gróp í hann miðjan. Skyndileg hugdetta fékk mig til aö bera hann út á grundina. Þar sem túniö bar hæst hagræddi ég stokknum og reis síðan upp. Kvöldsólin skein í hnakka mér og skuggarnir af bæn- um teygðu sig fram fyrir fætur mína. Túniö var nýslegið og gult í Ijáförin. Ég heyröi kliöinn í fjöldanum en sá hann ekki, þeir stóöu vopnaöir aö baki mér og væntu þess aö sjá blóð mitt renna. Prestur steig fram úr hópnum, ég heyrði hann tuldra „Dona eis requiem — “ og eitthvaö fleira óskiljan- legt, um leiö og hann náigaöist mig. Hugur minn fylltist reiöi og smán og háls minn súrri ælu um leið og spjóti var stutt viö bak mitt og höstug rödd skipaöi mér að krjúpa viö stokkinn. Ég hlýddi um leið og ég heyrði kliðinn hljóðna, aðeins muldur prestsins rauf kyrrðina. Ég hagræddi háls- inum í grópinni en sá undan sperrtum brúnum hvar skugginn af snaghyrndri exi teygöist langt fram á túniö og færðist svo skyndilega hratt niöur. Ég lá augnablik kyrr á stokknum. Fuglinn vappaöi álengdar en lambiö var horfið. Masið í samferöafólkinu yfirgnæfði lækj- arniöinn, fúalyktin af trénu var römm í nös- um. Ég reis á fætur, tók stokkinn og bar hann aftur inn í tóftina. Viö gengum upp úr lægöinni, sólin var aö setjast og kvöldroö- inn spáöi góöu um næsta dag. Maður á tré Þaö var skuggsýnt í dalnum en uppi á brekkunni voru húsin í sól. Ég sveigöi út af aðalveginum inn á stíg sem virkaöi hljóö- látur eftir ös umferðargötunnar. Ég stefndi sniðhallt viö borgina upp halliö uns ég kom nær hæðinni sem stakk hljóstrugum kolli upp fyrir gróandann í kring. Ég veitti athygli dálitlum mannsöfnuði uppi undir háhæö- inni. Ofan viö hópinn voru hermenn aö leggja mann á kross. Horaður og visinn líkami hans virkaöi broslega lítill á sterkleg- um krossinum sem var úr völdum viði. Maöur sýndi enga mótspyrnu en virtist taka þessu öllu sem sjálfsögöum hlut, jafn- vel brá fyrir sigurhrósi á svip hans. Hermennirnir fundu nagla og hamra og innan andartaks voru hendur og fætur mannsins fastir viö krossinn. Þeir beygöu sig niöur til aö lyfta trénu en þá var eins og titringur færi um þaö, síöan vast það dálítiö til og skyndilega voru naglarnir lausir og féllu á jöröina. Hermennirnir stóöu þrumu lostnir andartak, svo yggldu þeir sig, einn talaði um gallaöa vöru. Þeir hófu hamrana á nýjan leik en vart voru höggin hljóönuð þegar kippur fór um tréö, síðan bylti þaö sér og naglarnir skutust úr farinu og féllu meö glamri á jörðina. Hermennirnir bölv- uðu nú upphátt og einn sagöi krossinn vera ónýtt drasl, réttast væri aö skipta og fá nýjan. Þó hófu þeir enn aö negla en rétt í þann mund tautaði maöurinn á krossinum eitthvað sem hermennirnir svöruöu meö fussi og einn hrækti á jörðina. Síöan negldu þeir manninn fastan. Ég spurði unglingsstúlku viö hliö mér hvort hún heföi heyrt hvaö maöurinn sagöi. Hún leit á mig tómlátum augum og svaraði: Æ, eitthvaö um aö þeir vissu ekki hvaö þeir væru aö gera. Annars — hún skellti í góm — heyrði ég ekki almennilega. Sólin var komin hærra á loft. Ég sneri bakt viö hópnum og hélt inn í forsaeluna. Þetta virtist ætla aö veröa viöburöalaus dagur. Skugginn i fyrsta skipti þennan dag tókst honum aö læöast og loka hljóðlega á eftir sér. Þegar hann kom út í sólskinið óx honum birtan í augum. Um stund dokaði hann viö til þess að venjast Ijósinu, síðan gekk hann af staö. Án þess aö gefa því beinlínis gaum lét hann fæturna bera sig inn veginn, út úr þorpinu, yfir lækinn og upp götuna uns hann var kominn í hvamminn. Hann lagöist um stund í skrúögrænt grasiö og lét sólina baka sig svo aö hrollurinn að heiman hyrfi. Svo hóf hann aö leika sér. Gróskumikiö burknastóðið bauö heim allskyns leikjum sem hann gat notið ótruflaður, nú voru systur hans ekki til tafar. Hann lét daginn líöa hjá án þess aö huga að tíma. Þó var hann farið að svengja þeg- ar hann varö mannsins var. Hann stóö þarna og horföi á hann og drenginn grun- aöi eitthvað framandi og annarlegt í fari hans. Sæll væni minn, sagöi maðurinn, hvernig líður henni litlu systur þinni. Hún er lasin, ansaöi drengurinn eins og manninum kæmi þaö ekkert viö. Jæja, látum svo vera, og maöurinn gekk burt úr hvamminum en drengurinn geröi sér þaö Ijóst án allrar furðu aö maðurinn varpaði engum skugga. Áöur en hann var aftur oröinn svengdar- innar var kom maðurinn til baka og dreng- urinn geröi sér það Ijóst án allrar furðu aö skuggi var viö hliö hans eins og þeir leidd- ust, Jæja vinur, þá er litla systir ekki lengur veik, sagöi maöurinn og drengurinn horföi á skuggann sem stóö viö hlið hans eins og lítill telpuhnokki og um þaö bil sem maöur- inn og skugginn hurfu upp úr hvamminum geröi drengurinn sér þaö Ijóst aö litla systir hans var ekki lengur veik. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.