Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 10
Myndirnar til vinstri: Úr veitingahúsinu Lækjar- brekku, efri myndin er tekin á loftinu. Til hægri: Þorsteinn Bergsson á skrifstofu Torfusamtak- anna í Landlæknishúsi, og að neðan: Hluti hinnar umdeildu framkvæmdar við brekkufótinn hjá Bernhöftstorfu, en heill grátkór harmaði að þar skyldi gert eitthvaö, sem er tíl prýði og dregur að fólk á góðviðrisdögum. □ fci k# 4 ' ‘ Yrjl-rj-æp W * f' ’JidÉá; 'I .^ií; 'Vfr i »! - tÁHHpÞ-:, í f „Nei, þar kemur þú að punkti, sem ég hef tekið eftir og undrast stundum. Mér sýnist, að ungt fólk — jafnvel ágætlega vel gefið og menntað — gaumgæfi náttúr- una miklu minna en við sem eldri erum, — taki minna eftir veðrinu til dæmis, nenni varla að horfa á landslagið út um bílglugga og svo framvegis." „Það er kannski eitthvað til í þessu. En það er með náttúruna eins og ættfræöina, að áhuginn kemur með aldrinum. En svo ég komi aftur aö lífsgæöakapphlaupinu, þá held ég aö sá tími komi aö fólk láti af því aö vinna meira og meira til þess að geta keypt meira og meira og komiö sér í skattavíta- hring. Verði þesskonar keyrslu haldið áfram svo fólk hafi hvorki tíma né orku til að taka eftir umhverfi sínu, þá er þetta orðið gelt samfélag og lítið í það spunniö. Satt að segja er ég svartsýnn á þessa nú- verandi menningu okkar með sama áfram- haldi." „Og þá er að koma sér að því efni, sem átti aö vera inntak þessa samtals: Framvindunni á Bernhöftstorfu og samtökunum, sem þú ert formaður fyrir. í fyrsta lagi var um þaö deilt, hvort hér væru menningarverðmæti, eða eins og sumir sögðu: „ónýtar, danskar fúaspýtur." „Jú, það er nokkuð til í því, aö þarna væri um fúaspýtur aö ræöa. En máliö snýst ekki um það, heldur að halda í smá snefil af þeim bæjarbrag, sem hér var fram á fjórða áratuginn. En ekki er heldur ástæöa til aö reyna að stöðva tímann; húsin veröa að fánotagildi fyrir okkur, sem búum í borginni núna. Ætlunin hefur aldrei verið að koma upp neinskonar byggðasafni. Þaö væri aö- eins hrapalleg vitleysa á þessum staö." „Nú hefur verið sýnt framá hér í Lesbók með mörgum myndum, að svipmót kreppuáranna ríkir að sumu leyti ennþá í miðbæ Reykjavíkur og þar hefur næsta lítil þróun oröið á móti því sem gerst hefur í borginni í heild. Ég vil taka fram til að foröast mis- skilning, aö ég vil ekki aö miö- bærinn verði sálarlaust ál- og glerkassahverfi, en spyr á hinn bóginn, hvort þú sért hlynntur því, að miðbærinn verði áfram með vanþróunarbrag, sem ég hef nefnt svo í fyrrgreindri um- fjöllun?“ „Miðbærinn hefur oröiö afskiptur, en ég er ekki á þeirri skoðun, að hann sé með vanþróunarsvip. Það er rétt, að miöbærinn hefur veriö daufur. Við höfum ekki getað sýnt í verki, að við getum tengt saman gamalt og nýtt og í því sambandi minni ég á viöbygginguna viö Landsbanka islands. Þess vegna hefur komiö upp ótti um, að allt nýtt veröi til bölvunar. Ég vil minna á, að til eru glæsileg hús í miðbænum eins og Hótel Borg og Reykjavíkur Apótek. Milli þeirra er hinsvegar nýtt hús með forhliö úr áli og kemur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Ég held, að miðbærinn verði alltaf að taka breytingum og ekki er ég svo mikill íhaldsmaöur, að ég vilji stööva allar bygg- ingar og vernda allt eins og það er. Það er ekki hægt.en ég er ekki sammála því held- ur, að svipmót kreppuáranna ríki i miö- bænum." „Er þá ekki hægt að brúa bilið á milli þess gamla og nútímans svo vel fari; reisa hús sem kæmu einhvernveginn í eðlilegu fram- haldi af húsum eins og Hótel Borg?“ „Jú. Engin ástæöa er til aö halda því fram að ekki sé hægt að teikna ný hús, sem væru í nútímastíl, en samt í samræmi viö það eldra. En hér tekst þetta bara ekki. Við höfum minnst á viöbygginguna viö Landsbankann og nýlega var á dagskrá að byggja hús við hliöina á Hótel Borg, sem var gersamlega úr allt annarri átt og hefði oröið vont slys aö fá þaö þar. En af þvi verður víst ekki og nú mun búiö að gera einhverja bragarbót á teikningunum." „Hvað finnst þér um þær Grjóta- þorpstillögur, sem nú hafa verið samþykktar?" „Ég er fylgjandi hugmyndum Hjörleifs og Péturs um Grjótaþorpiö. Viö eigum að hlúa aö þeim svip, sem þar ríkir og halda þvi sem þar er, enda þótt mörgum húsunum hafi nú verið breytt og gluggar tll dæmis ekki í upprunalegri mynd." „Víð erum alltaf komnir útí aöra sálma en ég ætlaði. Það voru Torfusamtökin, sem ég vildi spyrja þig um framar öðru. Hvaö eru margir í þeim?“ „Um þessar mundir eru um 460 skráðir félagar, sem greiða félagsgjald, eða eiga að gera það. Félagsgjaldiö er nú 100 krón- ur og kannski veröur stundum smávegis misbrestur á innheimtunni. En ekki veitir okkur af tekjum, þvi það eru margar skuld- ir að greiða. Ekki svo að skilja, aö Torfu-. samtökin eigi þessi hús; þau eru eign ríkis- sjóðs. Á sínum tíma gerðu samtökin 12 ára samning um leigu á öllum húsum og lóöum á torfunni. Leigugjaldið var fólgiö í að Torfusamtökin tækju að sér aö koma hús- unum upp í brúklegt ástand. Yfirráöin á þessu 12 ára skeiði eru sem sagt alveg í höndum Torfusamtakanna og núna aö tveimur árum liðnum eru tvö hús komin upp og hýsa blómlega starfsemi: Land- læknishúsið, byggt 1838, þar sem nú er veitingahúsiö Torfan — og nýjasta endur- reisnin. Bernhöftshús, sem er númer 2 við Bankastræti og þar er veitingahúsið Lækjarbrekka til húsa. Þetta er nýjasta átakið á Torfunni eins og bæjarbúar hafa ugglaust séð, því margir eiga leiö þarna framhjá. Aö sjálfsögðu þurfti aö miklu leyti nýja viöi í húsiö og á ytra borðinu var upprunalegu útliti haldiö. Það var hins vegar ekki hægt að innan. Viö byrjuöum á að auglýsa eftir notend- um, — og þá ekki einungis með veitinga- rekstur i huga. Ekki svo aö skilja, aö okkur væri sama, hvers konar starfsemi yrði i húsinu; viö höfðum til dæmis lítinn áhuga á að fá tízkuverzlun eða plötubúö þangað. Samningar tókust við Kolbrúnu Jóhanns- dóttur, sem hafði áhuga á veitingarekstri og i samræmi viö það var innréttingunni hagað. Viö getum sagt, að 60—70% endurnýjun hafi oröið á húsinu og sú framkvæmd kost- aði um 1,2 milljónir nýkróna. Að stórum hluta var það fjármagnaö með fyrirfram- greiðslu á húsaleigu, en auk þess höfum við átt ágæt samskipti við lánastofnanir. Það sem uppá vantaði fékkst með lántöku og ríkissjóður veitti á þessu ári 250 þúsund krónur. Hins vegar hefur Reykjavíkurborg lítið lagt af mörkum." „Ég tók eftir því í veitingahúsinu Lækjarbrekku, að einfalt gler er þar í gluggum eins og vitaskuld hefur veriö í eina tíö. En er þetta ekki full langt gengið í húsvernd- un? Þú getur ímyndað þér, hvaö þarna veröur vistlegt, þegar gluggarnir gerast loðhrímaöir eins og verða vill í frosthörkum." „Þetta var skilyröi af hálfu húsfriðunar- nefndar. Fögin eru svo grönn í þessari gömlu gluggagerð, að tvöföldu gleri veröur ekki komiö við, nema hafa fögin sverari og þá er búið að breyta upprunalegum svip.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.