Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1982, Blaðsíða 14
I s Þaö mun hafa verið vorið 1905, er Hann- es ráöherra Hafstein kom heim frá því aö semja um lagningu sæsímans til íslands og um áframhaldandi lagningu hans frá Seyö- isfirði um Noröurland og til Reykjavíkur. • Þá stóö mikill gnýr um þetta símamál hér á landi, einkum vegna þess, aö þá var mjög uppi Marconi-málið, sem var algert ný- mæli, og var því haldið fram af ýmsum, aö sú uppfinning myndi koma alveg í stað sím- ans og vera miklu ódýrari, þar sem síma- 'þráöurinn sparaöist. Auk þess var því og haldið fram, aö síminn yröi aö mestu leyti og af sumum jafnvel eingöngu fyrir Reyk- víkinga og hann yröi því þungur skattur og óveröugur mjög á aöra landsbúa. Um þetta var mikið rætt og ritað, og skiptar skoöanir, eins og oft gengur um framfaramál. Og þegar ráðherrans var von heim úr þessari sinni Bjarmalandsför, harönaði ræðan mjög og höfðu ýmsir í hót- unum um aö hleypa honum ekki í land, en taka á móti honum á bryggjunni og bók- staflega kasta honum í sjóinn. Á þessum tíma var Jón Magnússon skrifstofustjóri í dómsmáladeild stjórnar- ráösins og fannst honum, ásamt Klemenz Jónssyni, landritara, sem vonlegt var, aö eitthvað þyrfti að gera til þess aö bægja þessum ófögnuði frá. Hann tók þaö ráö, aö fá settan sérstakan lögreglustjóra til þess aö sjá um, aö ráðherrann kæmist heill á húfi í land í Reykjavík. Fyrir valinu varö Sigurjón Markússon, cand. juris, nýkominn frá námi við háskólann í Kaupmannahöfn. Til aðstoðar átti hann að hafa þá fáu lög- regluþjóna, sem hér voru þá. Þeir munu hafa verið 7 eða 8 talsins. Nú kom að þeim tíma, aö gufuskipiö, sem flutti ráöherrann heim, lagöist hér á ytri höfn. Þaö var snemma morguns, og fór þá fljótt að safnast fólk á steinbryggjuna, sem lá að Pósthússtræti, og bjuggust margir viö tíðindum. Þangaö kom og Sigur- jón og meö honum 4 lögregluþjónar. Þeir stóöu góöa stund efst viö bryggjusporöinn allir 5 og enn safnaðist fólk aö. Þaö var orðin nokkur ókyrrð niöur á bryggjunni og hávaöi. Og enn leið nokkur tími. Nú kallar einhver, aö ráöherrabáturinn sé aö koma. Þá segir Sigurjón lögregluþjónunum aö vera kyrrum, þar sem þeir séu, en sjálfur segist hann ætla aö ganga niður á bryggj- una. Síöan gerir Sigurjón það, hann gengur rösklega niður bryggjuna. Kemur hann þá fljótlega auga á mann, sem lét mikiö til sín taka þar á staðnum, stóran og fyrirferð- armikinn. Þessi maöur segir, aö nú sé tím- inn aö vera samtaka og hefur hann ýmis stóryrði um, hvernig hann muni mæta þessu og skorar á fólkið aö fylgja sér eftir og hjálpa til aö bleyta í ráðherranum. Gengur Sigurjón þvert fyrir manninn og spyr hann, hvort hann sé fyrirliði fyrir þess- um hóp og hvaö hann ætli aö gera. Hinn lætur lítiö yfir því. Gengur Sigurjón svo fast upp aö manninum, um leiö og hann talar við hann, aö maðurinn fer að ganga aftur á Þegar átti að bleyta í ráðherranum Mörgum var heitt í hamsi, þegar Hannes Hafstein kom heim frá því aö semja um lagningu sæ- síma til íslands og átti þá að veita ráöherranum heldur óblíð- ar viötökur á bryggjunni. Jón Gunnlaugsson skráöi. bak og Sigurjón gengur ávallt á hann og hinn enn aftur á bak. „Já,“ segir Sigurjón, „þér ætliö aö taka á ráöherranum, hindra hann í að ganga upp bryggjuna og kasta honum í sjóinn. Þetta er þokkaleg ákvörö- un, og þér eruð einn um þaö? Máske ég eigi aö kalla á drengina mína til þess aö taka yður fastan, þeir bíöa hér efst á bryggjunni?" Nú eru þeir tveir komnir alveg á bryggju- jaöarinn og um leiö og Sigurjón segir síö- asta orðið, hnykkir hann hendi aö mannin- um og hann fellur aftur fyrir sig í sjóinn, en Sigurjón stendur kyrr og segir viö fólkiö: „Bjargiö manríinum." Þetta varö allt meö skjótum hætti, og nokkur tími fór í þaö fyrir manninn aö vaða í land og upp í fjöruna, en bátur ráöherrans lenti á meðan og hann gekk óáreittur í land og heim til sín. Og þar meö er í rauninni þessari sögu lokið. En þaö var á allra vitoröi og var um þaö talað á eftir, aö þaö var eingöngu því aö þakka, hvaö þetta fór vel, hversu snöggur og ákveðinn Sigurjón var, því ef í hart heföi farið hefði hann harla lítiö getaö gert, svo fáliöaöur sem hann var, gegn öll- um þeim fjölda, sem safnazt haföi á bryggj- una. Litlu síðar var svo Sigurjón skipaöur sýslumaður í Skaftafellssýslu, og er hann gekk á fund ráöherrans aö kveöja hann, þakkaöi hann Sigurjóni innilega fyrir hjálp- ina góöu viö að komast í land, og baö hann aö heimsækja sig, er hann kæmi næst til Reykjavíkur. Sigurjón mundi þaö, er hann kom, og er hann var nýkominn úr feröaföt- unum hringdi hann til ráöherrans og hann segir viö Sigurjón í símann, er þeir höföu heilsazt: „Þaö á aö vera lítil samkoma hjá mér í kvöld, en mig langar aö biöja yður aö koma svolítiö fyrr, svo sem laust eftir kl. 4, svo viö getum talað saman litla stund, áöur en veizlan hefst.“ Lofar Sigurjón þessu og kemur á tilsettum tíma. Þegar hann er aö koma aö ráðherrahúsinu, kemur ráöherr- ann hlaupandi niður tröppurnar, heilsar gestinum, tekur hann upp og ber á hönd- um sér inn í stofu og setur í stól. Þetta minnir á lítinn þátt úr Njálssögu, er Njáll heimsótti Ásgrím í Bræöratungu: „Ás- grímur tók Njál af hesti ok bar hann inn og setti hann í hásæti.“ Og svo er þessi saga öll, eftir því sem bezt verður munaö, samkvæmt frásögn Sigurjóns Markússonar, fyrrum sýslu- manns og síðar stjórnarráösfulltrúa. JÓG Þaö mun hafa verið nokkru fyrir, en Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltr. lést, en hann lést 23. ágúst 1979, að hann kom til mín meö vélritað blaö, sem á var ritað frá- sögn um þaö er ráðherrann Hannes Haf- stein kom heim frá því að semja um síma- máliö. Jón lét mig hafa þetta blað og hafði orö á því að ekkert gerði til að þetta kæmi fram opinberlega. Siguröur M. Þorsteinsson. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.